Morgunblaðið - 11.01.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1933, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ B! HuaNsingadagbók B 2 44MNM MATUR OG DRYKKUR. Fast fæði, einstakar máliíðir, tcaffi, öl, gosdrykkir með lægsta verði í Café Svanuririn. (Hornið við Barónsstíg og Grettisgötu. Roð og beinlaus fiskur, lækkað verð. Krydclsíld, Saltsíld. Ljós- vallagötu 10, sími 4879. Þakkarorð* Jeg undirrituð er ein af þeim mörgu. sem hefi orðið að liggja í s.júkrahúsum algerlega ósjálf- bjarga í 13 ár. Á öllum þessum löngu árum hefir Guð uppvakið ýmsar manneskjur, sem á einn og annan hátt hafa, gert mjer sjúk- dúmsbyrðina ljettari. Ollu þessu fólki þakka jeg af hrærðu hjarta og hið Guð að launa því. En á sjérstakan hátt vil jeg þakka sr. Gárðari Þorsteinssyni sóknarpresti mínum fyrir þá veglegu og um leíð mjer kærkornnustu gjöf, er h^nn færði mjer á síðustu ára- mótum, sem var móttökutæki út- varps, og veitti mjer með því þá gíeði að hlusta á guðsorð frá kirkjunum sem jeg hefi. orðið að fara á mis við allan þann langa tíma sem jeg hefi verið sjúk. Jeg bið, þann er sagði: ,,Það, sem þjer gerið einum af þessum mín- um minstu bræðrum. það hafið þjer og mjer gert“, að hann blessi og farsæli þennan sinn unga þjón. í St. Josephsspítala. Hafnarfirði. Margrjet Jónsdóttir, frá Spákellsstöðum. rikislögreglumenn voru drepnir í fyrstu skærunum og tíu uppreisn- armenn, áður en ríkislögreglan fekk liðsauka. Madrid 10. jan. United Press. FB. Undir-innanríkisráðh. hefir sagt í viðtali við blaðamenn, að til- kynning ríkisstjórnarinnar um, að tíu uppreisnarmenn hafi verið drepnir í Pedralba, sje ekki rjett. Hinsvegar hafa borist áreiðanleg- ar fregnir um, að þrír lögreglu- menn hafi verið drepnir í Bu- garra, er þeir voru ásamt fleiri lögreglumönnum að koma frá Ped- ralba, en þar særðust tveir lög- reglumenn, en 11 uppreisnarmenn voru handteknir. Alls hafa 23 menn fallið í upp- reisnarskærunum til þessa. Yfir- völdin hafa nú- yfirleitt komið á sæmilegri reglu víðast hvar í landinu. Wilkins ætlar að fara nýjan kafbátsleiðangur til Norðurpóls. vegna þess að eigendurnir hafa farið á höfuðið, og hafa sum skip- in af þeim ástæðum verið seld tvjsvar og þrisvar. Framtíð þjóðarinnar veltur á því, að menn skilji að koma þarf jáfnvægi á tekjur og útgjöld tog- araútgerðarinnar, þeirrar útgerð- ar, sem< ein getur bjargað efna- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Uppreisnin á Spáni Madrid 9. jan. United Press. FB. Talið er, að um 16 menn hafi fallið 1 uppreisnarskærunum, ef til vffl nokkru fleiri, þótt ménn eigi vffi það með vissu. Tveir menn voru handteknir í dag í Barcelona nálægt Placa Commeree. í fórum sínum höfðu þeir sprengikúlur og flöskur fyltar gasi. f flestum borgum er alt með kyrrúm kjörum, en lögreglan hef- ir gert víðtækar varúðarráðstaf- anir. Herlið er einnig til taks, þar sem helst er búist við. að upp- reisnarmenn bæri á sjer á ný. Síðar frá Madrid: Þrettán menn biðu bana í þorpinu Pedralba, er uppreisnarmönnum og ríkislög- reglunni lenti saman. nokkrum Ætundum eftir hádegi í dag. Madrid kl. 22.08 9. jan.: Óeirðirnar í Pedrabla hófust •snemma morguns, að því er sein- usfu fregnir herma. Tóku upp- reisnarmenn ráðhúsið herskildi og eyðilögðu öll skjöl, er þeir fengu hönd á fest. Enn fremur ónýttu - Miami 9. jan. United Press. FB. Sir Hubert Wilkins, sem heims- kunnur er fyrir tilraunaferð sína norður í höf í kafbátnum Nautilus ætlar nú að gera nýja tilraun til þess að komast til norðurpólsins í kafbát. Er Wilkins að láta smíða, kafbát í þessu skyni og verður smíðinni lokið á þessu ári. 1 vjðtali við United Press kvaðst Wilkins fara til fundar við þá Lincoln Ellsworth og Bernt Bal- chen í næstkomandi aprílmánuði í Noregi, til undirbúnings næsta leiðangri þeirra. Bardagi í Dublin. í fyrrad. urðu götubardagar í Dub lin á írlandi milli fylgismanna de Yalera, stjórnarforseta, sem nú er og andstæðings hans, Cosgraves Varð lÖgregluliðið að taka til bar- eflanna, áður en því tækist að koma á friði. í óeirðunum særðust um 30 manns. (FÚ). Dagbók. □ Edda 59331137 — Auka-fjár hags □ (Föstud.) Tekin ákvörðun með atkvgr. í lð^armálinu. I. 0. O. F. 1141116— Sameigin- legt spilakvöld. Listi hjá veit- ingamanni. Veðfið í gær. Y-átt er nú um alt land og gengur á með hvössum hríðarjeljum vestan lands, en birtir á milli. Frost er 3—4 st. nyrðra en 1—2 st. syðra og eystra Alldjúp lægð er norður af Vest- fjörðum og önnur talsvert grynnri við Færeyjar, báðar á hreyfingu norðaustur eftir. Ný lægð er enn að nálgast sunn- án fyrir Grænland. Mun því aftur ganga í S-átt, þegar líður á morg- undaginn. Á Snæfellsjökli (eða Jökulhási) ei’ nú V-stormur og 10 st. frost. Hús þeirra vetursetumanna er í Viðskiftamála-ráðstefna. Genf 10. jan. Sjerfræðingafundur til undir- búnings alheims viðskifta og fjár- málaráðstefnunni hófst hjer í gær og hófust þá almennar umræður, aðallega um hvernig haga skuli störfum undirnefnda þangað til ráðstefnan hefst. Tekjuhalli á fjárlögum. Berlín 10. jan. United Press. FB. Fjármálaráðherrann hefir til- kynt, að tekjuhalli ríkisins fjár- hagsárið 1932 nemi tveimur milj- örðum og sjötíu miljónum ríkis- marka. Samkvæmt útvarpsfrjett í gær. hefir tekjuhalli á fjárlögum Frakka orðið 310 milj. króna. — Helming hallans á að jafna með lækkun á ýmsum útgjöldum, en hinn helmjngurinn verður feng- inn með auknum álögum. Stytting vinnutíma. Ráðstefna hófst í Genf í gær um styttingu vinnutímans í heiminum og taka þátt í henni 28 þjóðir. Til grundvallar fyrir ráð- stefnunni verður lögð skýrsla at- vinnumálaskrifstofunnaí í Genf en í skýrslunni er lagt til að komið1 verði á 40 stunda vinnuviku um allan heim (FÚ). Múrarar halda fund 5 kvöld kl. 8 í Varðarhúsinu. þeir Ijósaleiðslur bæjarins. Þrír í Lyra kom hingað í gærkvöldi. kafi í snjó og voru þeir í tvær klst. að grafa sjer útgöngu í dag. Veðurtitlit í dag: V-gola fyrst en síðan vaxandi Sjátt og snjó- koma eða bleytuhríð. Dómur fyrir bannalagabrot. — Skipstjórinn á Skúla fógeta var dæmdur í gær í lögreglurjetti í 10 daga, einfalt fangelsi og 2600 kr. sekt fyrir smyglunartilraun. fslenska vikan. 1 kvöld verður haldinn fundur í Kaupþingssaln- um kl. 8y2 til þéss að ræða um íslensku vikuna í fyrra og slíka starfsemi framvegis. Eru boðnir á fundinn allir þeir, sem hafa lagt íslensku vikunni lið, allir iðnrek- endur og þeir, sem telja að ís- lenska vikan hafi verið spor í rjetta átt. Tónlistaskólinn. Fyrirlestur um Grieg flytur Baldur Andrjesson cand. theol. í kvöld kl. 9 í há- tíðarsal Mentaskólans. Þýsku strandmennirnir af tog- aranum „Alexander Ahre“ sem strandaði við Eldsvatnsós fyrir nökkru, komu til Kaupmanna- hafnar með GulIfossi.Blöðin höfðn tal af þeim, og lofuðu þeir ís- lendinga mjög fyrir drengilega framgöngu við björgunina, og mikla hjálpfýsi. Sendiherrafrjett. fsfisksala. Sylvida, leigutogari, seldi bátafisk að vestan í Grims- by í gær, 48 , smálestir fyrir 636 sterlingspund. L’Indépendance de l’Islande nefnist löng ritgerð eftir René Clergeau í tímariti Landfræðis- fjelags Norður-Afríku. Hún er ágrip af sögu íslands, einkum stjórnarfarslegri, frá elstu tímum fram á þenna dag. Ýtarlegust er lýsingin á núverandi stjórnskipun landsins og sambandinu við Dan- mörku. Hefti það, sem ritgerð þessi er í, hefir bókaverslun Snæ- bjarnar Jónssonar sent blaðinu. Harmonikuhljómleika hjeldu þeir Eiríkur og Einar í Nýja Bíó s.l. sunnudag fyrir fullu húsi. Vakti samspil þeirra óblandna ánægju tilheyrendanna, sem þeir ljetu í ljósi með dynjandi lófataki, enda urðu þeir að endurtaka sum lögin. Væntanlega gefa þeir fjelagar bæj arbúum kost á að láta til sín heyra áður en langt um líður. z. Hjúskapur. í fyrradag voru gefin saman í hjónaband af síra Fr. Hallgrímssyni ungfrú Fríða Jónasdóttir og Brynjólfur Sig- urðsson, gasstöðvarstjóri. Á gamlárskvöld útvarpaði út- varpsstöðin í Leipzig fjórum ís- lenskum þjóðlögum í útsetningu Max Raebels (sem Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar hefir gef- ið út) : Fram á regin fjallaslóð, Jeg þekki Grýlu, Ríður fríður riddarinn og Nú er vetur úr bæ. Lögin voru leikin af Symphoni- orkester Leipzig. Dánarfregn. í gærmorgun and- aðist Jón Árnason, fyrv. kaup- maður, faðir þeirra Þorsteins bankaritara og Pjeturs óperu- söngvara. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða og var orðinn aldurhniginn. Heimsókn „Schlesien". Frásögn Morgunblaðsins í gær um heim- sókn þýska herskipsins, getur ekki verið annað en gleðiefni öllum Þjóðverjum og íslendingum. En okkur langar til að vita hvernig á því stendur, að blaðið getur nefnt alt, „prýðilegt og berandi glöggan vott um vináttuþel það, sem býr undir niðri lijá þjóðun- um“, þegar öllum óbreyttum liðs- mönnum var bannaður aðgangur að Hotel Borg og það á sama augnabliki og leikinn var þjóð- söngur Þjóðverja. Þar af leiðandi viljum við spyrja, hvort þetta sje Jóhannesi Borgarhöfðingja að kenna, eða það sje af því, að þessi þýsku liðsforingjaefni sjeu verri menn en allur almenningur, sem sækir þangað? Tveir stúdentar. Morgunblaðinu er ókunnugt um letta og trúir vart að þetta geti verið satt, en vísar fyrirspurninni tjl hóteleigandans. Eignarán. I mörgum blöðum Norðurlöndúm birtist sú fregn núna fyrir áramótin, að Jónas frá Hriflu ætli á næsta þingi að koma fram með frumvarp um það, að enginn megi hafa hærri árs- tekjur en 8000 krónur. Það, sem tekjur manna fara fram úr þessu, á ríkið að taka eignarnámi. Lítur svo út sem þessi fregn hafi verið símuð hjeðan, og er svo að sjá, sem sumir ætli, að úr því að „Jónas sterki“ stendur á bak við þetta, þá muni það ná fram að ganga. Hefir fregnin slegið mikl- um óhug á ýmsa kaupsýslumenn ytra og líta þeir svo á, að ekki þýði að hugsa um nein viðskifti við íslendinga, úr því að svona er komið. Er það auðvitað elcki í fyrsta sinn, sem fleiprið fir Hriflu-Jónasi verður landinu til tjóns og álitshnekkis. Jólaskemtun heldur Gagnfræða- skólinn í Reykjavík á föstudag- inn í Iðnó (sjá augl. í blaðinu). Hjónaefni. Nýlega hafa heitið hvort öðru trygðum ungfrú Hanna Sigurðardóttir, Veaturgötu 21, og Markús Jónasson loftskeytamaður á „Skúla fógeta“. Aðaldansleikur Glímufjelagsins Ármann verður haldinn í Iðnó á laugardaginn kemur. Hefir verið mikið til hans vandað. Besta inn- lenda hljómsveitin leikur alla, Miólkurbrúsar, hakkavjelar o. fl„ sem farið er að-: ryðga, fæst, tinhúðað (fortinað) lijá Guðm. J. Breiðfjörð, bliltk- smiðja og tinhúðun, LaUfásveg 4„ Sími 3492. Besta þorstalfsiS í íi8 þið í undirritaðri verslnn. Sí- vnxandi sala sanuar gæðin. B jðruinn, Bergstaðastræti 35. Sími 4091,. Koiasalan s f. Siœi 4514. Afar édýr Ostur 100, fmrrw-' iyrir konnr og Surla. nóttina, einnig verður Ballón- kvöld. Fjelagar eru ámintir um að tryggja sjer miða fyrir sig: og gesti sína tímanlega, því að aðsókn er mikil að venju, en aðgöngumiðar takmarkaðir. x. Togararnir. Af veiðum hafa komið Arinbjörn hersir, Geysir,. Gyllir. Max Pemberton og Tryggvi: gamli, allir með góðan afla. Erui þeir farnir áleiðis til. Englands. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp, 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Gram- mófóntónleikar. 19,30 Veðurfregn- ir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir, 20,30 Erindi. Hvað er fjelags- fræði? IV. (Símon Ágústsson, magister). 21,00 Tónleikar: Fiðlu- sóló. (Þór. Guðmundsson). Gram- mófón. Vercli: Dúettar úr ,Aida‘ r Aida, a me togliesti. (Caruso og Homer); La fatal pietra sovre me si chiuse; O terra, addio! (Caruso og Johanna Gadski). Brahmsv Hándél-Variationen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.