Morgunblaðið - 11.01.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1933, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þýikalanú um órasiotin. Snemma í desember kom þýska ríkisþingið saman í fyrsta sinn eftir kosningarnar h. 6. nóvember Skömmu fyrir þingsetningu tók stjórn Schleichers við af stjórn Papens. Eitt af fyrstu verkum þingsins var að nema úr gildi ýmsar af neyðarráðstöfunum Papens. Þ. á. m. ákvæði, sem heim- iluðu atvinnurekendum að gjalda í vissum tilfellum lægra kaup en ákveðið er í gildandi kaupgjalds- skrám. Ennfremur samþykti þing- ið að gefa fjölda pólitískra af- brotamanna upp sakir. Loks voru samþykt lög þess efnis, að forseti ríkisrjettarins skuli gegna ríkis- forsetaembættinu til bráðabirgða, ef Hindenburg deyr eða verður veikur á meðan hann er forseti.Oft hefh- verið talað um, að keisara- sinnar áformi að gera krónprins- inn að ríkisstjóra, þegar Hinden- hurg deyr. Framannefnd lög miða að því, að hindra framkvæmd þess ara áforma. — Schleicher ríkis- kanslari hefir fallist á framan- nefndar samþyktir þingsins vafa- laust í þeim tilgangi að blíðka Nazista og vinstri flokkana. Sósíalistar og kommúnistar kröfðust þess, að Schleicher skyldi mæta í þinginu og skýra frá stefnuskrá sinni. En þessi krafa var feld með atkvæðum borgara- legu flokkanna og Nazista. Þing- fundum var því næst frestað þang að til um miðjan janúar, án þess að þingið lýsti trausti eða van- trausti á st.iórninni.Sehleicher hef- ír þannig fyrst um sinn unnið ¦sigur. Stefna Schleichers: Barátta á móti atvinnuleysinu. Skömmu fyrir jól hjelt Schlei- cher ræðu í útvarp og skýrði þá frá stefnu stjórnarinnar. ,.Jeg kem ekki með sverðið heldur með frið- inn", sagði kanslarinn. Eins og kunnugt er, er Schleicher hers- höfðingi, en hann kvað þó enga ástæðu til að óttast, að stjórn hans ætli að koma á hervaldseinræði í Þýskalandi. Schleicher kvaðst oft hafa lýst yfir því, að enginn geti stjórnað til lengdar án þess að hafa þjóðarviljann að haki sjer. ..Á stefnuskrá okkar er aðeins eitt atriði, nefnilega það, að ráða hæt- ur á atvinnuleysinu", sagði kansl- arinn. Sömu skoðun ljet hann fyrir skömmu í ljós 5 viðtali við Theo- dor Wolf ritstjóra: „Fyrst og fremst verður fólkið að fá eitt- hvað ofan í sig. Þetta finst mjer vera aðalatriðið. sem stendur", sagði Schleicher. Hann lítnr svp ás a,ð meira ríði á að draga úr at- vinnuleysinu en að hugsa um hreytingar á stjórnarskránni, eins og Papen gerði. Pyrst um sinn ætlar ríkisstjórnin að verja 100 miljónum marka til þess að út- -vega atvinnuleysingjum jarðir til ábúðar. Eins og áður hefir verið getið iim ætlar Schleicher ekki að setja „kvóta" -ákvæði viðvíkjandi vöru- ir.nflutningi ' til Þýskalands. En þýsk blöð búast við tollahækkun og nýjum tollum á ýmsum mat- vælum, þ. á. m. eggjum, fleski, fiski og grænmeti. Schleicher, maðurinn bak við tjöldin. Sjaldan eða aldrei hefir nokkur þýskur stjórnmálamaður haft önn ur eins völd og Schleicher hefir nú. Hann er ríkiskanslari og ræð- m því mestu um stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar. Hann er einnig her- málaráðherra og ræður yfir þýska hernum. Loks er hann stjórnar- forseti í Prússlandi og ræður þann ig yfir lögreglunni í langstærsta landinu í þyska ríkinu. Schleicher var lítt þektur utan Þýskalands þegar hann fekk sæti í stjórn Papens fyrir rúmlega hálfu ári. En Schleicher hefir þó lengi haft mikil áhrif á stjórnmál Þýska- lands. Hann hefir lengi stefnt að því, að skapa öfluga stjórn á þjóðlegum grundvelli. Hann hefir því unnið að því að koma á sam- vinnu milli allra þjóðlega sinnaðra manna í Þýskalandi. Hann hefir því barist fyrir, að Nazistar fái sæti í stjórninni. Sehleicher álítur nauðsynlegt að þeir fái hlutdeild — en ekki heldur meira en hlut- deild — bæði í stjórnarstörfunum og stjórnarábyrgðinni. Einn af fylgismönnum Schleichers, dr. W. Scholte, gaf í sumar út bæklíng, þar sem skýrt er frá, hvernig Schleicher hefir ráðið me^stu um það, hverjir hafa stjórnað Þýska- landi á síðastliðnum árum. í byrj- un vorsins 1930 kom Schleicher því til leiðar, að Hindenburg ljet Briining mynda stjórn. En Briin- ing barðist á móti Nazistum í stað þess að leyfa samvinnu við þá, eins og Schleicher ætlaðist til. í lok maí 1932 Ijet Hindenburg Briining falla og Papen mynda stjórn samkvæmt ráði Sehleichers. En Papen tókst ekki að fá Nazista í lið með sjer, þvert á móti æsti hann bæði Nazista og flesta aðra flokka upp á móti sjer. Hinden- burg Ijet þá Papen falla og Schleicher tók við völdum í byrj- un í þeirri von að geta aflað sjer stuðnings Nazista. Schleicher og Hitler. Sundrungin meðal Nazista. Sehleicher bauðst til að gera Nazistaforingjann Strasser að stjórnarforseta í Prússlandi og veita honum um leið sæti í ríkis- stjórninni. Strasser virtist vera fús til að taka þessu boði. En svo hófst alvarleg deila innan Nazista- flokksins og hindraði samvinnu milli þeirra og ríksstjórnarinnar. Deilan stendur fyrst og fremst milli Strassers og Goebbels. — Strasser lítur svo á, að Nazistar geti aldrei fengið meiri hluta í þinginu og að þeir geti ekki held- ur komist til valda með því að fara byltingaleiðina. Eina leiðin til valda sje því sú, að leita sam- vinnu. við aðra flokka. Aftur á móti er Goebbels stöðugt byltinga- sinni og andvígur samvinnu við aðra flokka. Hitler hefir fyrst um -;inn aðhylst stefnu G-oebbels. Ann- ars vita menn ekki hve margir Nazistar fylgja honum. Ágiskanir hafa heyrst um það, að 50 af 195 Nazistaþingmönnum styðji Stras- ser. Fyrst um sinn hefir Goebbels sigrað innan Nazista. En án stuðn- ings þeirra getur Schleicher ekkil laginu. fengið meiri hluta í þinginu. Það er því óvíst hvernig fer þegar þingið kemur saman í janúar. — Margir búast þó við að fjárskort- ur og óttinn við nýjar kosningar muni gera það að verkum að Naz- istar felli ekki stjórnina. Hugsan- legt er líka að Nazistaflokkurinn klofni opinberlega og að Strasser studdur af fylgismönnum sínum fái sæti í stjórnínni. Bjartari efnahagslegar og pólitísk- ar horfur. Þýðingarmikil ákvæði í Versalasamningnum falla úr gildi Yfirleitt eru horfurnar í Þýska- landi nú við áramótin bjartari en áður. Kreppan virðist ekki ein- göngu hafa náð hámarkinu, held- ur er bati í atvinnulífinu þegar sjáanlegur. Stálframleiðslan jókst t. d. um 13% í nóv. þótt hún sje annars vön að minka á þeim tíma árs. Járneyðslan í okt. var h. u. b. 350.000 smálestir, 80.000 meira en á undanförnum mánuðum. Gang- verð þýðingarmikilla stáliðnaðar- hlutabrjefa hefir hækkað úr 13 í sumar upp í 39. A sama tíma hefir gangverð Youngskuldabrjefanna hækkað ttr 39 upp í 83. Þetta eru aðeins nokkur dæmi sem sýna, að bæði þýskir og erlendir fjármála- menn eru nú bjartsýnari en áður um hag Þjóðverja. Þessi efnahagslegi bati í Þýska- landi stendur í nánu sambandi við friðvænlegri stjórnmálahorfur. — Fylgi Nazista fer stöðugt mink- andi. Fáum dettur nú lengur í hug að þeir þori að reyna að gera byltingu, enn þá síður að þeim tak ist það. Aðstaða Þjóðverja út á við hefir líka batnað árið sem leið. Á Laus- annefundinum í . sumar vorn á- kvæði Versalasamningsins um þýsku hernaðarskaðabæturnar feld út gildi. Á fundi í Genf skömmu fyrir jólin viðurkendu Frakkar, Englendingar, ítalir og Banda- ríkjamenn kröfur Þjóðverja um hernaðarlegt jafnrjetti. Þjóðver.i- ar hafa hins vegar lofað að taka aftur þátt í afvopnunarfundinum. Ennþá er eftir að ákveða, hvernig jaf nrj ettis\nðurkenningin skuli framkvæmd. En með samþyktinni í Genf er ákvæði Versalasamnings- ins um afvopnun Þjóðverja felt úr gildi. 1 þess stað á að koma samningur um almenna takmörk- un á vígbúnaði, samningur sem veiti öllum þjóðum sama öryggi. Tvö þýðingarmikil ákvæði Ver- salasamningsins- hafa þannig verið feld úr gildi á árinu sem leið. Af friðarsamningnum er nú lítið ann- að eftir en landamæraákvæðin. — Erfiðast verður að knýja fram breytingar á þeim. En það hlýtur að verða framtíðartakmark Þjóð- verja. Khöfn. 2. janúar 1933. P. ? ? • Dansk-islandsk Kirkesag. — í desemberheftinu er fyrirlestur eftir Sig. P. Sívertsen vígslubisk- up um kröfur kristninnar um iðr- un og afturhvarf. S. Á. Gíslason ritar um hjálparstarfsemi safnað- anna í Reykjavík. Þá er sagt frá minningarathöfn síra Þórðar Tóm- assonar, sem haldin var í Kaup- mannahöfn 5. des. og fylgir mynd ef legsteininum á gröf hans#¦ Sein- ast er sagt frá stjórnarfhndi í fje- íslenskar þjóðsögur og sagnir. Til eru þeir menn, sem vinna stórvirki í kyrþey og í tómstund- um 'sínum. Svo er um Sigfús Sig- fússon frá Eyvindará. Með fá- dæma kostgæfni hefir hann um margra ára skeið, jafnframt því að heya harða lífsbaráttu sem hver annar íslenskur alþýðumað- ur, safnað ógrynnum af íslensk- um þjóðsögum og þjóðsögnum og eru nú þegar prentuð fjögur stör bindi af þeim. Erit þetta mest- megnis nýjar sögur, og sýna það að íslenska þjóðtríiin er enn að skapa nýjar og nýjar sagnir i svipuðum stíl og áður var. H'jer skal aðeins minst á sein- asta (IV.) bindið af þegsu mikla ritsafni. Það fjallar eingöngu um jarðarbiía, álfa, dverga, jólasveina, blendinga og tröll. Er hver flokk- ur út af fyrir sig, en síðan skift í smærri kafla eftir efni sagnanna. Er sú flokkun lit af fyrir sig mikið vandaverk, en SigMs virð- ist hafa leyst það prýðilega af hendi og með slíkri kostgæfni og gerhygli, að líklegt er að það hafi verið góður ábætir fyrir hann of- an á hitt að safna sögunum og færa þær í letur. Sumir hafa álas- að honum fyrir þessa skiftingu og segja sem svo, að safnið hefði orðið skemtilega aflestrar, ef allar sögurnar hefði verið þar í belg ¦ og biðu. En slíkt munu tæplega aðrir segja en þeir, sem altaf þurfa að gera sig merkilega og setja út á hvað eina að óhugsuðu máli. Ekki fanst Jóni Árnasyni það þýðingarlaust að flokka þjóð- sögur sínar og ekki mun Birni heitnum Jónssyni hafa þótt sú flokkun óþörf, því að þegar hann gaf út úrval úr þjóðsögum Jóns, þá ljet hann skiftinguna halda sjer, en fór ekki að grauta saman óskyldum sögum. Gat þó fremur verið ástæða til þess, þar sem um rirval var að ræða. Sigfús er enn nákvæmari í flokkun sagnanna heldur en Jón, og á hann fremur skilið lof en last fyrir það. Sögur Sigfúsar eru allar sagðar á látlausu og lipru alþýðumáli. Kennir þar hvergi tilgerðar nje málskriiðs, heldur er frásögnin jafn blátt áfram eins og þegar verið er að segja sögur. Slíkt er höfuðkostur. En ýms orð og orða- tiltæki koma þar fyrir. sem eink- um munu auðkenna mál manna á Austurlandi, en eru fátíð, eða ó- þekt annars staðar. Skulu hjer tekin nokkur af handahófi: Snertuspölur (kippkorn). Þeir voru allir vel bryddir (á mann- broddum). Bólstur (svellbunki). Flugamaður (sá, sem gengur á hálku í bratta). Plugbrún (bjarg- brún). Hundelskur óþrifabær. Að hafa líf í munn upp (vera að dauða kominn). Drenglingur. — Flöngsast. Eljandamaður. Að vera eigi skiljanlegur (sá, sem eigi er alt með feldu um). Meitilfærð. Upporaður (gruggugur). Ljóm- fagur (glitfagur). G«lti í þeim gikkurinn (þarna = hlakka yfir annara óförum). MállaM (mál- spjöll). Harðbrýstin (harðbrjósta). Með reiðfæra hesta (reiðtýgjaða b esta). Úrber jur (undantölur). Hornasilki. Kvora (korra). Mynd- virkni (myndarleg til verka). Handtygill. Honum harði aldrei uppi (bar aldrei sitt bar). Þruðl (skvaldur, kliður). Digraldalegur. Að siðla undan (fara hægt undan) Þessi dæmi verða að nægja. Hyetja vil jeg alla, sem unna þjóðlegum fræðum að reyna að eignast safn Sigfúsar Og óskandi væri að Sigfúsi entist aldur til þess að sjá safn sitt fullprentað, en hann er nú orðinn ellihrumur maður. A. Strœtisuagnar Reykjauíkur h.f. Samtal við framkvæmdastjórann. Frá því var sagt hjer í blaðinu á laugardaginn, að h.f. Strætis- vagnar Reykjavíkur hefðu sótt um leyfi bæjarstjórnar til að hafa stærri vagna í förum bæði hjer innanbæjar og milli 'Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, heldur en nú er lögleyft. Tíðindamaður blaðsins sneri sjer út af þessu til fram- kvæmdastj. fjelagsins og spurðist fyrir um það hjá honum, hvort fjelagið ætlaði að fara að færa út kvíarnar - „Ekki býst jeg við því í bráð", svarar framkvæmdastjórinn. „Það kom að vísu fram tillaga um það á síðasta fundi f.ielagsins, að stjórn- inni yrði heimilað að kaupa nýja vagna, bæði til þess að auka inn- anbæjarakstttrinn og ejnn til að setja í ferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og önnur tillaga um að auka hlutafjeð að miklum mun í þessu skyni. Báðar þessar tillögur voru feldar með miklum atkvæðamun, en í þess stað kosin nefnd til að athuga, bvort kleift væri að fá inn nýja bíla til að bæta enn úr flutningaþörfinni á þeim leiðum, sem fjelagið þegar starfrækir og þar sem mest er að gera. Fjelagið var stofnað, svo sem kunnugt er, til þess að veita almenningi kost á ódýrum ferðum hjer innanbæjar og um nágrenni bæjarins. Við teljum það því fyrst og fremst skyldu okkar að full- nægja eftirspurninni hjer, eins og kostur er á. Reynslan hefir nú sýnt, að nauðsynin á þessum vögn- um var miklu meiri en nokkurn hafði grunað og viðskiftin við þá meiri en áætlað var. Þess vegna er svo komið, að 2 fyrstu vagnarn- ir eru orðnir of litlir og er því, að jeg held, vilji alls þorra fjelags- manna að fá að minsta kosti 2 nýja vagna. og þá mun stærri en þá vagna sem nú eru heimilaðir hjer. Um Hafnarfjarðarvagna þori jeg engu að spá að svo stöddu, en eftir þeim undiríektum, sem málið fjekk, er það var borið upp, tel jeg engar líkur til að það komist i framkvæmd fyrst um sinn og undanþáguheimildin er því ein- göngu fengin vegna framtíðar- starfs fjelagsins, að því er Hafn- arfjörð snertir." Skipafrjettir. Gullfoss er í Höfn — Goðafoss fer frá Hull í dag til Reykjavíkur um Austfirði. —¦ Brúarfoss kom hingað í gærkvöldi. •— Lagarfoss fór frá Leith í gær. — Dettifoss er í Hamborg. — Sel- foss er á leið til Hull. » ? ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.