Morgunblaðið - 18.01.1933, Side 3

Morgunblaðið - 18.01.1933, Side 3
MORGÖNBLAÐ.Ð 9 •m i IRorptiby^ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön KJartansson. Valtyr Stefánsson. Rltstjörn og afgrelBsla: Austurstrætl 8. — Slml 1600. AuglýsinKastjöri: E. Hafberr. Ausiyslngaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slml 3700 Helmaslmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. ÁskrlftaKjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuBl. Utanlands kr. 2.50 á mánuBl. 1 lausasölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Lesbök. Fjármagn. Nokkrir menn, sem leynt eða Ijóst aðEyllast niðurrifskenningar sósíalista, hafa tekið sjer fyrir hendur að ala upp þann misskiln- ing meðal almennings, að peninga- •eign einstakra manna kæmi eig- •endunum einum að gagni; og þjóðarheildinni, almenningi væri það jafnvel skaðlegt og til tjóns, nð einstöku mönnum græddist fje, svo þeir yrðu sæmilega efnum ’húnir, og aflögu færir. Yitaskuld geta menn varið fje sínu og eignum mjög mismun- Rndi vel fyrir sig og aðra. En hvernig sem á málið er litið er vandfundin leið til einstaklings- notkunar eða meðferðar á fje, sem eigi kemur almenningi að gagni. Tökum dæmi: Maður eignast f je umfrarn daglegar þarfir sínar. — Hann leggur fjeð í sparisjóð. — Sparif je landsmanna er undirstaða atvinnuvega vorra. Fjeð er lánað út í atvinnufyrirtæki til fram- leiðslu. Þeim mun meira sparifje sem þjóðin á, þeim mun minna þarf hún að sækja til útlanda, þeim mun óháðari eru íslenskir at- vinnuvegir öðrum þjóðum, því sjálfstæðari er þjóðin. En nú vill fjáreigandinn ekki leggja fje sitt í sparisjóð til al- mennings þarfa. T(ann vill nota það sjálfur, til atvinnureksturs t. d. Þá veitir hann atvinnu og lífs- hjörg til annara. Hann leggur fjeð í útgerð, landbúnað, iðnað. eða eitthvað þess háttar. Ef til vill fær ’hann arð af fjenu, álíka og spari- sjóðsvextina, eða meiri, eða minni, ■en hans er áhættan, arðurinn ketn- nr ekki til greina, nema vel lánist, er óviss. Atvinnan, sem fje hans veitir, er hið trygga, en hans arð- ur hið ótrygga. Hugsum okkur að maðurinn vilji ekkert af þessu. En hann leggur fjeð í hús. Byggingin skap- ar atvinnu. Og byggilegra er land- Ið á eftir, ef vel er bygt. Þá er enn eitt, að maðurinn vilji eyða peningum sinum í ýmis- konar óþarfa, tóbak og vín og annað þess háttar. Það telja menn verst varið peningum. En ef keypt er t. d vín í Áfeng- isverslun ríkisins, þá mun láta nærri að fyrir hverjar 10 krónur fari 8 í ríkissjóðinn. Maðurinn sjálfur fær lítið fyrir þá eyðslu •og jafnvel verra en ekkert. Prjedikanir sósíalista um það, að efnamennirnir sjeu einhverjar blóðsugur á þjóðinni, er liin barna legasta firra. Því betur er þjóðin á veg* stödd sem henni auðnast að eignast fleiri aflögufæra þjóðfje- lagsborgara. Kreppan og opinberu gjölöin. Tvent er það, sem segja má, að sje undirrót allra erfiðleika hjá okkur Islendingum nú í krepp- unni. Annað er hið stórkostlega verðfall á allri framleiðsluvöru landsmanna. En hitt er hinn ægi- legi þungi opinberra gjalda, sem á atvinnuvegunum hvílir. í kjöl- fari þessara megin erfiðleika fylg'ja svo ótal margir aðrir, stórir og smáir. Engum dettur í hug að halda því fram, að við getum á neinn liátt ásakað okkur sjálfa fyrir það, að framleiðsluvörur lands- manna liafa fallið í verði. Við höf- um í þessu efni oðrið að lúta sama lögmáli og aðrar þjóðir. Hið al- menna Verðfall á heimsmarkaðin- um hefir náð til oltkar. Það virðist svo, sem allmargir landsmenn hafi til þessa litið svo á, að verðfall afurðanna væri sveifla Og þetta mundi brátt lag- ast aftiu* — verðið mundi hækka. En því miður er þetta ekki fyrir- sjáanjegt, að minsta kosti ekki í náinni framtíð. Margar líkur benda til þess, að verðfallið verði varanlegt og því engar stórvægi- legar breytingar í vændum. En einmitt vegna þess, að bú- ast má við lágu afurðaverði í ná- inni framtíð, er sú stefna háslta- leg, sem fylgt hefir verið hjer til þessa, að ætla sjer að reka þjóðarbúskapinn með sömu eða svipuðum útgjöldum til opinberra þarfa og gert var veltiárin 1929 og 1930. En þá komum við að öðrum megin erfiðleikum krepp- unnar, sem eru opinberu gjöldin. Þar verður ekki sagt hið sama og um verðfall afurðanna, að opin- beru gjöldin sje fyrirbrigði, sem við ráðum ekkert við. Þar er bein- línis um sjálfskaparvíti að ræða- Á kjörtímabilinu 1924—1927, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í landinu, va.r árleg evðsla ríkissjóðs til annara _út- gjalda en afborgana af skuldum II.1 imlj. króna að meðaltali. A kjörtímabalinu 1928—1931, þegar Framsóknarflokkurinn og sósíal- istar fóru með völdin, hafa sömu útgjöld ríkissjóðs orðið 19,2 milj. kr. á ári að meðaltali. Hækkunin nemur þannig 8,1 miljón króna, að meðaltali á ári. Eyðslumennirnir í Framsóknar- flokknum hafa afsakað þetta tak- markalausa f jáxbruðl með því að segja, að sjálfsagt hafi verið að láta þjóðina „njóta“ góðæristekn- anna á veltiárunum. Þeir Ijetu svo um mælt, að þeir væri altaf að brynja þjóðina, og að loknu dags- verki þóttust þeir sjá svo sterka brynju, að kreppur og harðæri fengju þar engu áorkað. Þjóðin liefir vafalaust fundið það nú, að þessi Framsóknar- brynja er ekki til — var aldrei til. Því að sannleikurinn er sá, að þótt allmiklu fje hafi á góð- ærunum verið varið til nytsamra framkvæmda, atvinnuyegunum til styrktar, varð hitt miklu meira, sem fór í eyðslu og óhóf og varð atvinnuvegunum til byrðar. Og verst var, að fjárbruðlið og óhófið stóð ekki aðeins sjálf hátekjuárin, Iieldur var sköpuð varanleg eyðsla, sem við nú verðum að súpa seyðið af. Samsteypustjórnin, sem nú situr við völd í landinu, hefir að sjálf- scgðu gætt sparnaðar í daglegum rekstri ríkisbiiskaparins. -— Þótt þetta *sje mikil bót frá því, sem áður var, er það engan veginn nóg. Nú, þegar verðfall afurð- anna er yfir dunið, er það með öllu ókleift atvinnuyegum lands- manna, ,að bera uppi jafnhá eða svipuð útgjöld til opinþerra þarfa eins og þeir voru krafðir óhófs- árin undanfarið. En það verður ekki erfiðleika- laust að fá útgjöldin lækkuð. — Syndabaggar Hriflunga verða þar erfiðir þröskuldir. Það verður að breyta löggjöf og koma á skipu- lagsbreytingum á mörguxn og víð- tælcum sviðum. Það þarf að af- nema ríkisstofnanir og sameina aðrar og einnig sameina skyld embætti og störf. ! að þarf að end- urskoða launalög og samræma laun opinberra starfsmanna. Það þarf að koma á bættri vinnuaðferð í'. skrifstofum hins opinbera. Ótal marft fleira mætti nefna; hvar vetna bíða verkefnin. Ekki hefir lieyrst, að samsteypu stjórnin hafi neitt verulega unn- að að þessum málum. Verið getur þó, að liún hafi eitthvað gert þótt ekki sje það almenningi kunn ugt. En hafi hún ekkert aðhafst í þessa átt, þá verður þjóðin áreiðanlega fvrir miklum von- brigðum. Kosningahorfur í írlandi. Gin- og klaufnaveiki. Inflúensan. Togarinn „Belgaum“ kom hingað í gær með 9 menn veika. — Enskur togari kom hingað einnig með 6—7 menn veika. „Belgaum11 kom frá Englandi í gær og voru 9 skipsmenn veikir af inflúensu, en enginn þungt haldinn. Skipið var sett í sóttkví og liggur nú á ytri höfninni. Ef ekki veikjast fleiri um borð, mun það fara á veiðar strax og þeir liressast, sem nú eru lasnir. Enskur togari kom hingað einn- ig í gær með 6—7 menn veilca af inflúensu. Var liann einnig settur í sóttkví og liggur á ytri höfninni. Goðafoss kom til Seyðisfjarðar á dögunum, á leið frá útlöndum. — Höfðu þrír menn verið lasnir á skipinu, og hafði hjeraðslæknir grun um, að þáð mundi vera in- flúensa. Var þess vegna höfð var- úð við afgreiðslu skipsins á Aust- fjörðum. Skipið tók þó 80 farþega á Austfjörðum; voru það vermenn á leið til Vestmannaeyja. Goðafoss kom til Vestmannaeyja í gær, og var hann settur í sóttkví þar til fimtudagsmorguns. Ef allir verða þá frískir um borð, verður skipið leyst úr sóttkví aftur og vermönn- r.num leyft að fara í land. Þeir, sem lasnir höfðu verið, eru rui albata. Maður fellur fyrir burð. Alda skolar honum inn á þilfarið — örendum. V<:stmannaeyjum, 17. jan. Kolaskip Benediete kom hingað í nótt eftir sextán sólarhringa ferð frá Englandi. Skipið misti út mann skamt frá Eyjum. Alda bar hann aftur inn á. þilfarið og náðu skip- verjar honum, en tókst ekki að lífga hann við aftur Púlli. Nýtt þingrof í Þýskalandi? Berlin, 17. janúar. United Press. FB. Blöðin spá því, að þing verði rofið, er ríkisþingið kemur saman 26. janúar. Nýjar þingkosningar fara þá sennilega fram 9. febrúar. Talið er, að horfurnar fyrir mikið auknu fylgi Nazista, hafi batnað. Draga menn það af kosningaúr- slitunum i Lippe, en þar fóru fram þingkosingar alveg nýlega. Fengu Nazistar 38.844 atkvæði, en við kosningarnar þar á undan 33.038 (í ríkisþingskosningnnum 6. nóv. 1932). Dublin, 17. janúar. United Press. FB. í Cork er veðjað um það 6:4, að de Valern hafi ekki nægilegt fylgi til þess að fá meirihluta á þingi, til þess að koma fram til- lögum sínum. Mannbjörg af „Sakhalin“. Af gufuskipinu „Sakhalin“, sem kviknaði í við norðurströnd Asíu er nú það að frjetta, að tekist hefir að hleypa skipinu til strands á ísnum og koma öllum farþegum heilu og höldnu á land. (FÚ.). Þrjú ný tilfelli liafa komið fyrir í dag af gin- og klaufnaveiki í Englandi, þar á meðal eitt á svæði sem talið var ósýkt. Utflutnings- banni á gripum verður ljett af nokkrum hjeruðum í austur-Eng- landi nú um miðja viku. (FÚ.). Frá Argentínu. Hernaðarástandið í Argentínu hefir verið framlengt um óákveð- inn tíjna.--Stjórnin skipaði fyrir hernaðarástand um alt, land eftir óeirðirnar, sem urðu í desember. (FÚ.). \ enizelos myndar enn stjórn Berlin, 17. jamiar. Katanaris hefir nú gefist upp við að mynda nýja stjórn á Grikk- landi, en það orðið lir að Venizelos myndaði stjórnina, og er hanji forsætisráðherra. Er stjórnin þeg- ar tekin við völdum og ríkisfor- setinn þegar búinn að eiðfesta hana- Er þetta í níunda sinn, sem Venizelos tekur að sjer stjórnar- forustu þar í landi. Annar ráð- herranna, Kopulos, hefir og marg- sinnis verið ráðherra áður. (FÚ.). Bruni í Bergen. Tvær konur og ungbara brenna til bana. Oslo, 17. jan. NRP. FB. Um kl. 4 í nótt kom upp eldur í lnisi því í Sandbrogaten, Bergen, sem „Restaurantsforbundet1 ‘ hef- ir skrifstofur sínar í. Eldurinn, sem kviknaði á annari hæð, breidd ist óðfluga út, svo ógerlegt var að komast upp og ofan stigann. íbúarnir á efri bæðunum björguðu sjer með því að fara út á svalirn- ar og var þeim því næst bjargað þaðan. Kona Hansens nokkurs stýrimanns og dóttir hennar, tveggja ára gömul, hlutu bruna- sár mikil, og voru þær fluttar á sjúltrahús af slökkviliðsmönnum. Voru þær þá meðvitundarlausar. Ljetust þær skömmu síðar. Lík aldraðrar komi, frú Birkeland,1 fanst í íbúð hennar, þegar búið var að slÖkkva eldinn. Srcrnlanösmálid. Oslo, 17. jan. NRP. FB. Frá Haag er símað: í ræðu þeirri, er Steglieh Petersen flutti, tók hann til athugunar öll helstu atriði úr ræðum málflytjenda Norð manna og taldi skoðanir þeirra rangar. í ræðulok fór hann vin- samlegum orðum í garð Norð- manna. Kvað hann Danmörku eihn ig í framtíðinni mundu standa við allar alþjóðlegar skuldbindingaT sínar, en danska stjórnin bæri mikinn velvildarhug í brjósti til Norðmanna og mundi af heilum huga leitast við að virða löglegar kröfur þeirra, að því er atvinnn- skilyrði í Grænlandi snerti. Róstur í Prússneska þinginu. Berlin, 17. janúar. Prússneska þingið hjelt fund í dag og voru þar aðeins smærri mál til umræðu: en þegar kom- múnisti einn, Fránken, var að halda ræðu um erfiði bænda, rjeð- ist Nazisti, að nafni Blei, að h'on- um og gaf honum utan undir og urðu að þessu nolckur handalög- mál. Forseti sleit fundi, en þegar fundur hafði verið settur aftur voru bæði Fránken og Blei reknir úr þingsalnum. (FÚ.). Lloyd George spáir. Lloyd George birtir í tilefni af 70 ára afmæli sínu ávarp í enskn blaði. Hann kveður enga von til þess að Bretar muni vinna á örð- ugleikum sínum á stuttum tíma en þó sje útlitið skárra en það hefir verið og sje nú mörg merki til þess að nú ætli að fara að rofa til. (FÚ.). Japan og Þjóðabandalagið. Genf, 17. janúar. United Press. FB. Japan hefir verið veittnr tveggja sólarhringa frestur til þess að leggja fram fyrir nítján fulltrúa þjóðabandala gsnefndiim tillögur, sem bandalagið getur fall- ist á, um samkomulag við Kína. Geri Japan þetta ekki munu verða lagðar fram tillögur af nefncföjni í samræmi við skýrslu Lytton- nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.