Morgunblaðið - 24.01.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1933, Blaðsíða 3
MOK' , A r> t> Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjarlk. Rltstjðrar: Jön Kjartansaon. Valtýr Stefánssoo. Rltstjörn og afgrelBsla: Austurstræti 8. — Slml H00. Augrlí'slngastJóri: B. Hafberg. Autflýslngraskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml 8700 Helmaslmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutli. Utanlands kr. 2.S0 á mánuQL 1 lausasölu 10 aura eintaklQ. 20 aura meO Lesbök. 5kulöir bcenöa. Af Norðurlandi er blaðinu skrif- ■■að uni árgæskuna, sprettuna í sum nr og hina góðu nýting, og- liey- birgðir með langmesta móti, ,.þó aldrei hafi jafn fáar liendur verið að verki yfir sláttinn”. „Þó eru menn vondaufir um fram tíðina ef ekkert úr rætist. Verstar ■eru skuldirnar. Þær drepa alt; þessi eilífa vaxtagreiðsla, sem •ekkert er til í. Þó hefi jeg þá von, að batni verslunin eitthvað, þá verði bænd- Tir fljótir að rjetta við, og það ;af tveim astæðum. Fyrri ástæðan er sú, að jeg ef- =ast um, að búin liafi yfirleitt nokkurn tíma verið stærri en nú; ■og enn að kreppan sje búin að lcenna mönnum þáð, að losa sig svo fljótt úr slculdum sem auðið >er, þegar um þokast“. r Vb. CveldfiMnr taiinn af með 6 mönnum. Þetta hefir þá fengist með jarðá bótum Jarðræktarlaganna, vjela- notkun og tilbúnum áburði — þeg- 4ív náttúrunnar tillag er hið besta. Búin stærri en nokkru sinní áð- nr, og færra fólk við hevskapinn, afkast hvers manns hefir aukist, en það er kjarni búnaðarfram- faranna. En þó áfram hafi þokast í þessa, rjettu átt, bera. búin ekki, eins og verðlagið er nú á búnaðarafurð- tiiíi, vextina af fje því. sem í þau 'hefir verið lagt. Og því hin •eilífu vandræði með vaxtagreiðsl- ur. — Bóndinn sem skrifar ofanritað- an brjefkafla, hefir þó hvergi nærri mist móðinn. Fyrir honum ■er kreppan lærdómstími. Okkar fyrsta verk verður, að losa okkur úr skuldunum þegar úr rætist, segir hann. Og hann hefir von um að það takist. En gæta verður þess, að þó hin dýrkevpta reynsla íslenskra bænda Iiafi kent þeim, að skuld- irrtar, . vaxtabvrðin, sje þeirra versta böl, og þeim takist, með einhverjum ráðum, dugnaði og -sjálfsafneitun að losa sig íir nú- verandi skuldum, þá er þar engin framtíðarlausn íslenskra búnaðar- mála. Meðan við fslendingar höfum ekki lært að leggja fje í land- húnaðarframkvæmdir á þann hátt, að fje það verði arðberandi, svo að búr&ksturinn beri vaxtabyrð- ina, þá stendur.íslenskurjandbún- aður höllum fæti. Verkefni næstu ára er að skapá á fslandi búrekstur. sem tekur sparifje landsmanna og gefur nf ’því tryggan arð. Eins og getið var í blaðinu á sunnudaginn, var á laugardag haf- in leit að vjelbátnum „Kveldúlfi“ fi-á Akranesi. Var leitað þann dag allan og eins um nóttina og á sunnudaginn. Tóku þátt í leitinni togararnir Kópur, Skallagrímur, Snorri goði, línuveiðarinn Olafur Bjarnason og fleiri skip, en leitin bar engan árangur. Þegar seinast sást til bátsins á föstudagskvöld var hann að draga línuna, en hún slitnaði og lagði hann þá á stað og ætluðu menn a.ð hann mundi ætla að taka duflið á hinum end- anum og draga þaðan. En annað- livort. hefir hann ekki fundið dufl- ið, eða ekki komist að því, því að leitarskipin fundu það og línuslitr- ið. Veður var hvast um kvöldið, skafningsrok, en alveg sjólaust, svo að litlir bátar, sem úti vorn og höfðu fult þilfar af fiski, mistu enga bröndu út. f gær var leitinni að bátnum enn haldið áfram og tóku þátt í henni þrír togarar og línuveiðaslcip, en léitin bar engan árangur og er talið vonlaust að báturinn sje ofari sjávar A bátnum voru 6 menn. Skafti •Tpnsson, fonnaður Einar Jónsson, bróðir hans, Guðmundur Jónsson, Indriði Jónsson, Helgi Ebeneser- spn og unglingspiltur, sem sagt er að hafi heitið Þorbergur Guð- mundsson. Þeir Skafti og Einar voru eig- ondur bátsins, menn á besta aldri og mestu dugnaðarmenn; báðir ó- kvæntir. Gnðmundur Jónsson ætiaði inn- an skams að halda brúðkaup sitt og ganga að eiga systur þeirra bræðra. Indriði Jópsson var kvæntur maður og átti 2 börn. Helgi Ebeneserson var kvæntur maður. Strðndin á Sljettm. Óðinn reynir að bjarga bresku togurunum. Siglingar milli íslands og Svíþjóðar. Stokkhólmi, 22. jan. FB. Roos landshöfðingi hefir borið fram tillögu í ríkisþinginu, þess efnis, að ríkið veiti fjárstyrk til eimskipaferða milli íslands og Sví- þjóðar, verði úr ráðgerðum áform um í þessu efni. Helge Wedin. —-------------- Skipi bjargaO meO loftskeytum. FB. 22. janúar. Að kvöldi þess 19. jan. hringdi Magnús Guðmundsson útgerðar- maður á Akranesi til Slysavarna- fjelags íslands og tjáði því, að gufusldp væri í hættu í mynni Borgarfjarðar. Benti alt til þess, að skipið hefði vilst af rjettri leið. Taldi Magnús, að ef hægt væri að koma skeyti til skipsins um að st.ýra í vest.ur, kæmist það úr allri hættu. Jón Bergsveinsson bað þá loftskeytastöðina um að reyna að ná sambandi við skipið og tjá skipstjóra þetta. Tókst að ná sambandi við skipið og fór skipstjóri vitanlega að þeim ráð- um, sem hann fekk. Skip þetta er botnvörpungurinn „Nightrider1 * frá Grimsby. Kom skipst.j. því næst hingað og tjáði Slvsavarnafjelag- inu þakkir sínar. Kvaðst hann hafa. verið viltur. en skeytið orðið sjer til bjargar. — Nú at.vikaðist þanriig, að það vaf þetta sama skip, sem fyrst varð vart við m.b. Val frá Fáskrúðsfirði, sem menn óttuðust um og leitað var að, m. a. af varðskipinu Þór. Varð „Night- rider“ var við Val í gærkvöldi kl. 7—-8 og var Valur þá 78 sjó- mílur suðaustur af Vestmannaeyj- um og kom til Eyja kl. um 5 í morgun. Verkbann í DanmBrku. FB. 22. janúar. Dómsmálaráðuneytið fekk skeyti frá skipherranum á Óðni í morg- un þess efnis, að engin sjór væri í enska botnvörpungnum Sieyion, er strandaði við Melrakkasljettu fyr- ir nokkrum dögum. Varðskipið gerði tilraun til að ná skipinu út í morgun, en hún mishepppnaðist. Onnur tilraun verður gerð í kvöld. Að líkindum. verði veður hag- stætt, verður einnig gerð tilraun til 'þess að ná út botnvörpungnum St. Honorius, sem einnig strand- aði við Melrakkasljettu. skamt frá þar semv Sicyion strandaði. Er St. Honorius stærra skip en Sicyion og mun vera nýtt skip. Er mikið af kolum í honum og mun því verða erfiðara að ná honum út en Bicyion, en ekki vonlaust um, að það taldst. Frostharka í Enjarlandi. London, 23. jan. 1 Englandi er nú veður hið kald- asta sem verið hefir í fjögur ár. í LÖridon er 17 stiga frost, og sum- st&ðar í landinii 21 stiga frost. (F. Ú.) ' Fjelag vinnuveitenda í Dan- mörk hefir boðað verkjýðsfjelög- um verkbann í ýmsum iðn- greinum svo sem járn- og málmiðnaði, pjátursmiðjum, gler- smiðjum, tígulsteinasmiðjum, trjeiðnaði, snikkaraiðn. píanó- smiðjum, timburverslunum, stein- höggvaraiðn, vindlagerð, pappírs- iðn, kaðlaspuna, seglasaum, mál- áraiðn, klæðagerð, skófatnaðaf- gerð. leðuriðn, og ýmsum öðrum a t vinnugr einum. Verkbannið á að hefjast 1. febrúar, eða seinna í febrúar í nokkrum atvinnugreinuni. Er bú- ist við að það nái til 100.000 verka manna. Atvinnuveitendur krefjast 20% kauplækkunar, en verklýðs- fjelögin eru alveg á móti því. Riis Hansen, sáttasemjari rík- isins, var á fundi í dag (mánu- dag) með Julius Madsen, formanni atvinnuveitenda-fjelagsins og Vil- helm Nygaard fulltrúa sambands stjettarfjelaganna, til þess að reyna að finna grundvöll fyrir málamiðlun. „Skandinavisk Sömandskonfer- ence“ hjelt fund á snnnudag í Kaupmannahöfn. Sjómenn boða samúðarverkfall og að þeir muni fvlgja þeim, sem verkbannið bitn- ar á. Uppbot. Berlin, 23. janúar. Sorgarathöfn sú, sem svonefnd- ur Nazista-flokkur hjelt í Berlin í g-ær, fór fram með sæmilegum friði og spekt. í Köln lenti aftur á móti í skærum milli lögreglu- liðs og kommúnista, en þeir voru í kröfugöngu um borgina. Skutu kommúnistarnir á lögregluliðið, sem svaraði skothríðinni, og fóru leikar svo, að fjórir menn lágu eftir dauðir. f borginni Brúnn í Tcliecko- slóvakíu gerðu svo nefndir Fa.sc- istar uppþot í gær. Rjeðust þeir á liermannaskálann í bænum og ætl- uðu að taka liann, en sú fyrirætl- un fór þó út. um þúfur, og voru um 60 uppþotsmenn teknir hönd- um. Jafnframt voru fveir liðsfor- ingjar, sem í hermannaskálanum voru, teknir fastir og sakaðir um að hafa hlíft sjer í viðureigninni, væntanlega vegna þess, að þeir væru á bandi fascista. 1 borgihni Lodz á Póllandi hefir orðið nokkur órói meðal verka- manna. Rjeðust verkamenn í vef j- arastofum á verksmiðjur þær, sem þeir unni í , og va.rð árásunum ekki hrundið fvr en lögreglulið skarst í leikinn. Órói þessi er sprottinn af óánægju verkamanna með kaup sitt. (FÚ.). Út af Fazista-óoirðunnm í Brúnri í gær hefir fyrverandi foringi yf ■ irherstjórnarinnar í Tjekkoslova,- kíu, Geyer yerið tekinn fastur og er hann grnnaður um að hafa ver ið í vitorði með uppreisnarmönn- um eða að minnsta kosti að hafa sýnt slælega framkomu gagnvart þeim. (F. Ú.) Gefst Þióðabandalagið upp við JaDan? III rlifOng hverju nafni , ^sem nefnast BókUtúAah' Lækjargötu 2. Sími 3736. London. 23. janiiar. Frá Genf kemur sú frjett, að 19 manna nefndin sem haft hefir til meðferðar Mansjúríumálið, muni ef til vill gefa það frá sjer, vegna afstöðu Japana, sem geri nefndinni ókleift að starfa. Nú síðast hafa Japanar haft á móti því, að Bandaríkjunum og Sovjet- Rússlandi hefir verið boðið að taka þátt í umræðunum, og eru mótmæli þeirra bygð á því, að þessar þjóðir standi utan Þjóða- bandalagsins. (FÚ). Herskuldir og skilmálar U. S. A. Berlín, 23. jan. Ensku blöðin fagna því alment að Bandaríkin hafa nú lýst sig reiðubúin til þess að semja um skuldamálið við Englendinga en telja þó að það kunni að hafa ýmsa erfiðleika í ,för með sjer. — Blaðið Times telur það meðal ann ars að samning^r milli Ameríku og Englands um skuldamálið kunni að hafa í för með sjer frestun á viðskiftaráðstefnunni. — Auk þess muni Bandaríkin krefjast gerigis- festingar af Englendingum, en það muni vera, stórhættulegt fyrir öll bresk viðskifti að hverfa aftur til gullmyntfótarins. — Að lokum er það talið áhyggjuefni,, að Banda- ríkin muni krefjast tollaívilnana af Brétum, sem geti ekki sam- rýmst Ottawasamningunum. (F.Ú.) Leitinni að Hinkler hætt. London, 23. janúar. W. L. Hope flugforingi, sem leitað hefir Hinklers í Alpafjöö- unum nokkra undanfarna daga, kom til London í gær, og hefjr hætt leitinni. í viðtali við Lun,d- únablöð sagði Hope að hann hefði fengið sannanir fyrir því, a,ð Hinkler hefði komist, , að minsta kosti. til Sviss. Sagðist hann liafa hitt 5 manneskjur. sína á hvorum stað, sem allar hefðu orðið varar við flugvjel Hinklers. Kvaðst hann hafa leitað svo rækilega í fjöll- unum. pð hann væri sannfærður um, að JHinkler væi’i þar ekki lif- andi að finna. (FÚ.). Strætisvaffna-verkfallið. ------ j London, 23. janú.ar. United Press. FB. Tvö hundruð og fimtíu strætis- vagnar voru í förum í gær. en 2000 strætisvagnar ónotaðir og 16.000 starfsmenn strætisvagnafje- laganna unnu ekki um daginn. Ashfield lávarður forseti Stræt- isvagnaf jelags Lundúnaborgar, hefir sett starfsmönnum fjelagsins úrslitakosti og krefst þess, að þeir komi til starfa síns svo álmenn- ingur hljóti ekki fleiri óþægindi áf. — öeirðir í írlandi. Dublin. 23. janúar. United Press. FB. Kosningaóeirðir brutust út í Kerry-hjeraði og hlutu 60 merin meiri og minni meiðsli, en Qps- grave slapp nauðulega hjá meið- ingum. Hafði Cosgrave boðað til fundar þar í hjeraðinu. Ferðaðist hann um í bifreið. útbúinni með gjallarhorni. Árásarmenn hans rjeðust á bifreiðina og eyðilögðu hana. Lögreglumenn beittu kylf- um sínum hvað eftir annað til þess að dreifa múgnum. en Fianna Fail sinnar voru svo margir, að það tókst ekki, enda hentu mpnn múrsteinum og öðru. sem hendi var næst á lögregluna. Kveðja frá stríðsárunum. í nánd við Amiens í Frakklandi voru 5 verkamenn að kynda upp bál nýl. Við það kviknaði í sprengju, sem hafði legið þar í jörðu síðan í ófriðnum mikla, og meiddust allir verkamennirnir mjög mikið við sprenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.