Morgunblaðið - 28.01.1933, Síða 3

Morgunblaðið - 28.01.1933, Síða 3
\ K \ r* V#» fr> 3Hor0unMaMft trtgef.: H.f. Árvakur, Reykjaylk. Ritetjórar: Jón KJartansaon. Valtýr Stefánsaon. Rltstjórn og afgrrelósla: Auaturstræti 8. — Simi 1*00. Auelýsinsastjðri: E. Hafber*. Auglýalngraakrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 8700 Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. . - Áskriftagjald: Innaniands kr. 2.00 A mánuOl. Utanlands kr. 2.50 & mánuCl. t lausasölu 10 aura elntaklO. 20 aura meö Lesbðk. lárnsmfðaverkfallið. A þriðjudagskvöld var sú á- 'kvörðun tekin á fundi í Fjelagi járniðnaðarmanna, að fjelagið skyldi ganga í AlþýðusambandiS. Fjelagið hefir þá vafalaust verið búið að fá nóg af handleiðslu kommúnistanna. En hvað kom í staðinn? Þeir menn voru til, sem ljetu •isjer detta í hug, að járnsmiðaverlr- fallið myndi nú brátt leysast, þar ■sem Alþýðusambandið hafði tekið ’forystuna í því. Alþýðusambandið fól Jóni Bald- vinssyni að reyna að sætta deil- una. Hann mun og hafa haft huga á. að gera það, en þetta liefir geng- ið erfiðleg'a,«])ví að andi kommiin- ista svífur þar enn vfir vötnunum. Samningatilraunii' hafa farið fram undanfarna daga, en enginn •úrangur orðið enn þá. Frá því var skýrt hjer í blaðinu, að tögarinn ,01afur‘ lægi skrúfu- laus uppi í. fjöru, því kommúnistar 1)011011611 vjelstjórum skipsins að •setja skrúfu á öxulinn. Flestir bjuggust við. að svona skrípaleik- ur mundi st.rax hætta, er Alþýðu- 'Sambandið fór að hafa afskifti af málinu. En það fór á annan veg. Fyrir sjerstaka náð fekst það i gær, að skrúfa yrði sett, á öx- ulinn. En blátt bann var lagt við því, að skipið færi aftur á veiðar fyr en járnsmiðadeilan væri til Sykta leidd! ■ Ekkert hefir fengist unnið við ,Otur‘ enn þá. Og togarar, sem inn hafa komið síðustu daga, og þurft smávægilega viðgerð, hefir úðara verið h.ótað „bannfæring“, ef nokkur viðgerð færi þar fram. ■Svona gengur það undir hand- leiðslu Alþýðusambandsins! Inflúensan. fer nú eins off logi yfir akur um álfuna. London, 27. janúar. T.Tnited Press. FT?. TJndanfarna viku ljetust af völd um inflúensu í stórborgum í Englandi og Wales fimtán hundr- uð og áttatíu og níu manns, að Lundúnaborg meðtalinni. —- In- flúensan leggur nú hratt undir sig lönd álfunnar og seinustu löndin, þar sem veiltin hefir breiðst út, svo ísjárvert er, eru ítalía og (Trikkland. Carmona skárri. Lissabon, 26. janúar. TTnited Press. FP. Læknar Carmona ríkisforseta Tiafa tilkynt, að umskifti til bata liafi orðið í veikindum hans. De Ualera sigrar. Dublin, 26. janúar. United Press. FB. Seinustu úrslit voru þau, að de Yalera hafði komið að 41, verkamenn 5, Cosgrave 20, Mið- flokkurinn 3 og óháðir sjö þing- mönnum. Dublin, 27. janúar. United Press. FB. Seinustu kosningaúrslit herma, að Fianna-Fail-flokkurinn hafi komið að fimtíu og þremur, Cos- grave-flokkurinn þrjátíu og fimm. Miðflokkurinn sjö, verkamenn sex og óháðir verkamenn einum fram- bjóðanda. London 27. jan. Úrslit þau, sem kunn hafa orð- io í Irlandi í dag, styrkja enn sigurhorfur De Valera. Alls er nú kunnugt um 123 þingsæti, en kjósa skal 153 þingmenn. De Yalera hefir nú 65 þingsæti, Verkamanna flokkurinn 7, og eru því alls 72 þingmenn fylgjandi De Valera. —• Cosgrave hefir fengið 35 þingsæti, óliáðir 8, miðflokkurinn 7, og ó- háðir verkamenn 1, og hefir De Valera þá að minsta kosti 22 at- kvæða meiri hluta. Það er ekki búist við að úrslitin í kjördæmun- um sem ófrjett er um, breyti þess- um lilutföllum. FÚ Franska stjórnin fær trausts- yfirlýsingu. París, 26. janúar. United Press. FB. Fulltrúadeild þjóðþingsins sam- þjrkti traustsyfirlýsingn til ríkis- stjórnarinn'ar með þrjú hundruð sextíu og átta atkvæðum gegn tvö hundruð og fimm. Varð Fland- in ekki ágengt með þær tillögur sínar, að senda fjárhagsnefnd f jár lagafrumvarpið til nýrrar athug- unar. Búist er við, að umræður um það standi til morguns. París, 27. janúar. United Press. FB. Stjórnin liefir nú látið undan kröfum jafnaðarménna að taka, 'lán til þess að jafna nokkurn hluta tekjuhallans. — Kauphallar- viðskifti hafin á ný í morgun, en mikil gremja meðal skattgreið- enda, sem halda víða mótmæla- fundi út af fjárlagafrumvarpinu og nýjum skattaálagningum. Doktorspróf Halldórs læknis Hansens. Hin munnlega sókn og vörn fer fram í dag í Neðri deildarsal Al- iþngis og hefst kl. 1. Gagnrýn- endur af hálfu læknadeildar eru þeir prófessorarnir Jón Hj. Sig- urðsson og Guðm. Thoroddsen, en enginn hefir gefið sig fram til að gagnrýna doktorsritgerðina „ex auditorio' ‘. Vegna þess, hve áheyr endasvæði er af skornum skamti i þingsalnum, hefir verið talið óhjá- kvæmilegt að takmarka aðsókn að athöfninni, og hafa því ekki aðrir aðgang en háskólakennarar, há- skólastúdentar og þeir aðrir, sem læknadeildin hefir boðið. Frakkneskur togari, ,.L’Orage“ ltom liingað í gærkvöldi og tók kol. íþróttaskemtun í Hafnarfirði. Undanfarin ár hefir verið hljótt um íþróttastörf Hafnfirðinga, og má það undrun sæta um jafn á- gætan og stóran hóp landsmanna. Hafnfirðingar hafa sjálfir veitt þessu athygli, og reynt að ráða bót á. Síðastliðið sumar urðu stór- feldari framfarir á sviði íþrótt- anna, en áður þekkist, þar í bæ. Og enn er haldið í sömu átt, og þá var stefnt. Fimleikaæfingar hófust í haust, er veður hamlaði áframhaldandi útiíþróttum, og eru enn stundaðar af áhugasömum æskulýð. Síðastliðinn sunnudag var liald- in íþróttaskemtun í fimleikahúsi bæjarins. Kom þar fyrst fram flokkur kvenna úr „Knattspyrnu- fjelaginu Þjálfi“. Voru það alt ungar stúlkur, á aldrinum 12—16 ára. Hafa þær áður sýnt fimleika i Hafnarfirði, Beykjavík og víðar lijer í nágrenni, og. ætíð'getið sjer góða dóma. Enda, mátti glögt sjá á sunnudagskvöldið, að stúlkurnar voru vel samæfðar og framförum hefir flokkurinn tekið miklum frá fyrri sýningum. Að lokinni fimleikasýningu flutti formaður „Þjálfa“, Adolf Björnsson, ræðu. Hvatti hann Hafnfirðinga til að styrkja og styðja íþróttalíf bæjarins, og gerast Iandnámsmenn íslenskra íþrótta. Þá sýndu tveir fimleikaflokkar karla og tókst furðanlega vel. Mátti sjá að þar eru mörg ágæt íþróttamanna efni. í lok fimleikanna mælti forseti í. S. í. nokknr orð til samkom- unnar, og sagðist vel, sem að vanda. Þakkaði hann Hafnfirðing- um aitkinn áhuga á sviði íþrótt- anna, og bað þá að leggja ríku- lega. rækt við líkamsmentun, án þess að mismunandi stjórnmála- skoðanir sundruðu þeim. — Eftir þetta var dans stiginn fram eftir nóttu. ' Skylt er að geta þess, að íþrótta- kennararnir. i ITafnarfirði eru dug legir og áhugasamir og eiga ef- laust eftir að auka íþróttahróðúr Hafnfirðinga. — Íþróttaskemtun Hafnfirðinga fór ágætlega fram og áhorfendur ljetu ánægju sína óspart í ljós. Ættu íþróttafólkið að endurtaka þessa fágætu skemtun, því víst mun, að margir bæjarbúar hafa hug á að sækja slíkar ánægju-1 stundir. Hafnfirðingur. Fyrirætlun Roosevelts. Berlin. 27. janúar. í New York blaði einu er skýrt frá áformum Roosevelt forseta og hafa ummæli þessa blaðs vakið mikla athygli.---Hygst hann að auka tekjur ríkisins með hækkun á nokkrum sköttum, einkum á erfðafjárskatti og koma á meira samræmi milli heildsölu og smá- sölu. — Um hernaðarskuldirnar er sagt, að hann muni fyrst um sinn stinga upp á, að strika yfir alla vexti. — Þá hygst hann og að láta ráðast í að reisa opinberar byggingar til þess að draga úr atvinnuleysinu og á að verja 20 miljörðum marka í þessu skyni. Ýmsa tolla á að hækka, en einkum að leggja kapp á að auka erlend- ar- markað fyrir amerískar vörur og mun sú krafa verða sett fram, að rússneski markaðurinn verði opnaður fyrir amerískar vörur. — Verslunarmálaráðneyti Bandaríkj- anna leggur til, að hækka tolla á vörum frá þeim þjóðum, er gildi peninga hefir rýinað hjá. — Versl unarmálaráðuneytið vill verja 16 miljónum marka til smíða á flug- vjelum. (FÚ.). Rússar og Japanar. Berlin, 27. janúar. Japanski hermálaráðherrann, Arraki, hefir nýlega haldið ræðu, er vakið hefir mikla athygli í Bússlandi, — þykir Bússum sem ræða þessi bendi í þá átt, að Jap- anar búist við fjandskap af Rúss- um. Arraki mintist á fyrirætlanir Japana og gat þess, að nauðsyn- legt væri, að auka vígbúnað Jap- ana einkum í lofti. — Rússneska stjórnin bíður eftir orðahljóðan béssarár'ræðu, og búist er við at- hugasemdum frá rússnesku stjórn- inni. — í ríliinu Columbia í Suður-Ame- ríku er á, sem heitir Rio Magda- lena. Hpn er öll skipgeng nema á 2 km. kafla fyrir neðan borgina Honda. Þar rennur áin í gljúfrum, og er þar kaststrengur í henni og hávaðar, sem kallaðir eru fossar. Honda stendur 215 m. yfir sjávar- flöt, Það þótti Columbiamönnum mikið mein að skip skyldi ekki komast alla leið til Honda. Var það tafsamt og dýrt að afferma skip fyrir neðan hávaðana, flytja vörurnar á landi upp til Honda og skipa þeim þar út aftur í annað skip, sem flutti þær svo inn í landið. Fyrir nokkru samdi gufuskipa fjelagið „Compania de Navigacion sin Transbordos" við þýskt fjelag, Gutehoffnungshiitte A. G., Ober- hausen. um það að smíða fyrir sig slrip, sem kærnist yfir hávað- ana í ánni og gæti dregið báta á eftir sjer. Þetta hefir fjelagið gert, Það smíðaði sterkan dráttarbát með 4 skrúfum. Uppi hjá Honda var- svo festur 2000 metra langur kaðall og 4 cm. í þvermál. Er neðri endi hans festur á sterka vindu Um borð í dráttarskipinu (smíðaða af Deutsche Maschinen- bau A. G. í Duisburg). Dieselvjel skipsins, sem knýr skrúfurnar fjórar, knýr einnig þessa vindu. Vefnr hún kaðalinn upp á sig og á þann liátt tekst skipinu að kom- ast yfir hávaðana og upp til Honda. Á leiðinni niðureftir er látið rakna hægt af vindunní, svo að skipið fer með hóglegri ferð. Slíkar dragferjur, aðeins miklu minni, mætti ef til vill nota á sum- um ám hjer á landi, sem með köflum eru svo straumlygnar og djúpar, að hægt er að sigla smá- fleytum eftir þeim. Knútur prins trúlofast. Khöfn 27. jan. United Press. FB. Konungurinn og drottningin hafa tilkynt trúlofun Knút.s prins og Karóltnu Mathilde, dóttur Har- alds prins, bróður konungs. Háttúran og skaplyndi þjóðanna. í sænska tímaritinu „Nor(ljgk Tidskrift för vetenskap, konst' g£h' industri1 ‘, sem út er gefið jafl Letterstedtska Föreningen, bij|jst nú síðast fyrirlestur dr. ^tð- mundar Finnbogasonar um JjTfvif ■ íslenskrar náttúru á skaplyndf þjóðarinnar. Tímarit þetta er eitt hið merk- asta þeirra, sem fjalla um norvæn mál. Er það liróður fyrir íslánd, íslenska menningu og hyggjúVit að ]ietta erindi dr. Guðmundar Finnbogasonar skuli birtast þar, því að hjer er um ný náttúruvís- indi að ræða, áhrif náttiirurihar á hugsanahátt þjóðanna. Er gáman að vita til þess að hljóð skuli hafa bori'st hjeðan úr horni um órannsakaða mál. Mun kannske verða um þetta eins og dráúm Þorsteins surts, að þá vakni atlír menn við, og þyki þetta nokkurri nýjung sæta og taki að athiiga hvernig á því stendur t, d. að lág- lengisbúar og fjallabúar, sjómýnn og sveitamenri liafa ekki saima hugsunarhátt, og hvað það er sem helst skilur skaplvndi þjóða og veldur erjum, stríðum og styrj- öldum. Óeirðir í Austurríki. Vínarborg. 27. jan. United Press. FB. Vegna óeirða, sem brotist hpfa út hjer, hefir herlið verið §et,t á vörð við allar opinberar bygg- ingar. Óeirðirnar standa í sam- bandi við verkfall bifreiðast.jóra, sem hafið var í mótmælaskyjÉi, gegn auknum bensínskatti. Gjjtu- umferð er víða tept í borgmpi. Margir verkfallsmanna hafa ajf i érjum við lögregluna seinni hljita1 dags. Þegnskylduvinnan 1 Ðúlgarfu. Það eru um 11 Va ár síðan Búl- garía tók upp lögboðna þegn- skylduvinnu í þágu ríkisins, !'og þessi tími ætti að nægja til áð •••, ,'iL # geta gert sjer hugmynd um lrösti og galla ]iessa fyrirkomulags. Hverjum búlgörskum þegn á aldrinum 20—40 ára er lagt á herðar að vinna endurgjaldsla&st fvrir ríkið í 8 mánuði, nema luytn éigi fyrir fjölskyldu eða foreídr- um að sjá. eða sje í herþjónusiu. Alment vinna menn 40 daga á ári, þar til þjónustutíminn er útrunn- inn. Hver maður fær í fæðispen- inga 15 levas á dag (h. u. b. 70 áura). Unnið er átta tíma á dag og íþróttir stundaðar í tvo tíma. Menn búa í skálum eða tjöldiijn, meðan á vinnunni stendur, og JjÚa yfirmenn við sömu kjör og undir- menn. Það er alment viðurkent, að samkomulag sje gott og að yfir- menn geri sjer far.um að útycga eins gott fæði og liægt. er fýrir hina litlu fæðispeninga. Búlgarar eiga þegnskylduvinn- unni að þakka ýmsar þýðingpf miklar framkvæmdir svo sem jjjóð brautina frá. Chiapka og allsj^ri vegakerfi annað.. Þessar frfm- kvæmdir benda á, það. að hy^ju i leyti fyrirkomulaginu er áfjg,tt„

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.