Morgunblaðið - 31.01.1933, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.01.1933, Qupperneq 3
,4t \ * t jpWgmiblaMd Útg-ef.: H.f. Árvakur, Reykjarlk. Rltatjörar: Jðn KJartanaaon. Valtjr Stef&nsaoo. Ritatjörn og afgreiOala: Austurstræti 8. — Sinai 1#00. Auglýaingastjörl: E. Hafberg. AuKlýaingaskrlfstofa: Austurstræti 3 7. — SIkií 8700 Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 8770. Áakrlftaglald: Innanlands kr. 2.00 á mánuOI. Utanlands kr. 2.S0 & aiánuOL 1 lausaaölu 10 aura elntaklO. 20 aura meO Ueabök. „Uarhugaverf'. - • Meðal Pramsóbnarmaiina lievr- ist því hreyft, að „varhugavert“ sje að lireyfa nolikuð við kjör- dæmamálinu. Sömu menn eru allra kröfuharð- astir í garð kaupstaðabúa um að- stoð og' fjárframlög til sveitanna. Þeir tala um, að kaupstaðamenn og þeir sem af útgerð hafa fengið lífsframfæri sitt, og þá einkum Heykvíkingar eigi nu, að gefa t. d. eftir handa sveitunum tekjur -af innstæðuf je sínu, af kaupi sínu og laurium eiga menn að taka, og lát'a renna til nauðsynja handa nauðstöddu fólki í sveitum. Hjer skulu eigi bornar brigður á, að nauðsynlegt sje, að gera öfl- ugar og víðtælcar ráðstafanir til þess að bæta hag sveitafólksins, og komá atvinnurekstri bændanna ;á tryggari grundvöll en nú er kann. Og’ vafalaust þurfa allir þeir, sem eitthvað verulegt geta lagt -af mörkum, af þekking, fvrir- ■hyggju og fje að gerast samhentir nm viðreisn sveitanna, ef vel á að jrætast úr vandræðum þeirra. Bn það er ákaflega óviðfeldið *og óheppilegt, ef margir bændur aðhyllast, þá stefnu, sem stöku Pramsóknarmenn halda fram nú, að segja við kaupstaðamenn og þá einkum Reykvíkinga: — Þið verðið að hjálpa okkur; þið verðið að leggja fram til þess fje ykkar og krafta. En við bændur aítlum að launa ykkur hjálpina með því að neita ykkur iim jafnrjetti í þjóðfjelaginu“. Það er ekki hægt að taka vægi- legar til orða, en að segja sem svo, að stefna þessara manna sje „var- hugaverð1 ‘. Þeir sem vilja að þjóðarsam- hjálp fleyti þjóðinni út úr nú- verandi erfiðleikum, þeir ættu sannarlega fyrst og frem,st að hafa vit á að gerast talsmenn hins pólitíska jafnrjettis í landinu. Daladier reynir að mynda stjórn í Frakklandi. París, 30. janúar. United Press. PB. Lebrun ríkisforseti hefir falið Daladier að mynda stjórn. Tók Daladier' þetta hlutverk að sjer. Býst hann við að geta lokið stjórn- armyndun innan sólarhrings. — Hann liefir þegar ákveðið, að Boneour verði áfram í stjórninni og hafi utanríkismálaráðherraem- bættið á hendi. Daladier ætlar sjer að gegna innanríkismálarláðherra- embættinu, auk þess sem lianu verður forsætisráðherra. Kapphlaupið um pyngju skattþeynanna. Ríkisstjórn, sveitar- og bæjar- stjórnir virðast komnar á óstöðv- andi kapphlaup um það, liver geti komist dýpst niður í vasa skatt- þegnanna í landinu. Ríkisstjórnin stendur óneitan- lega vel að vígi í þessu kapp- hlaupi, þar sem liún hefir sjálft löggjafarþingið að bakhjarli. Al- þingi hefir sýnt í verki, að það er óspart á að samþykkja nýjar iá'ögui' á borgarana. Það hefir sjaldan komið auga á neitt annað bjargráð út úr ógöngunum en að samþykkja nýjar álögur. Stjórnin hefir svo sjeð fyrir því, að eyða jafnharðan öllu, sem inn hefir lcomið. Síðasta Alþingi samþykti nýjar áíögur í ýmsum myndum. Meðal annars var stjórninni heimilað að bæfa 25% ofan á tekju- og eign- áfskattinn. Og vitanlega notaði stjórnin lieimildina því að ríkis- sjóðnr var galtómur, en skulda- bvrði háns jókst stöðugt. Eitthvað hugboð virtist Alþingi hafa um það, að erfiðlega mundi ganga að innheimta þenna háa tekju- og eignarskatt. En sjálf- sagt var þó að leggja skattinn á og finna þá einhver ráð til þess, að pína hann út. Og ráðið var það, að skylda kaupgreiðendur, að viðlagðri ábyrgð, að greiða í rík- issjóð hluta af kaupi manna. Vit- anlega kom ákvæði þetta í bág við hin álmennu aðfararlög, sem banna að ganga að kaupi manna, sem ekki hefir verið unnið fyrir. En þegar verið er að pína fje út fir skattgreiðendum, þá er ekki verið að hugsa úm slíkan hje- góma. Það er auðskilið mál, að því harðar sem ríkið gengur að skatt- greiðendum, því erfiðari aðstöðu eiga bæjar- og sveitarfjelög. Og erfiðleikar þeirra verða enn meiri vegna þess, að þau liafa nálega engan annan skattstofn í að fara en pyngju borgaranna. Löggjafarvaldið hefir ekki ver- ið að spara, að samþykkja lög, sem hafa bindandi útgjöld fyrir bæjar- og sveitarfjelög .En hitt hefir alveg gleymst, að benda bæjar- og sveitarfjelögum á hvar þau eigi að taka fje til þessa eða hins. Bæjar- og sveitarfjelög hafa því ekki liaft önnur virræði. en að jafna hinum siauknu útgjöldum niður iá skattþegnana — þessa sömu skattþegna, sem ríkið er bú- ið að rýja inn að skyrtunni. Skattþegnar Reykjavíkur fá nú smjörþefinn af þessu háttalagi valdháfanna. Á meðan verið er að pína út úr þeim tekju- og eignar- skatt. frá síðustu árum, fá þeir þann boðskap frá bæjarstjórn, að nfi verði útsvörin enn að hækka um 15%. Samtímis er þeim tjáð, að ógoldin útsvör fyrri ára nemi 1.4 milj. króna! Með því ástandi. sem nú ríkir í atvinnulífi bæjarins, getur vafa- laust orðið bið á því, að sú mikla fúlga, sem enn er útistandandi í útsvörum fáist greídd. Og bíin fæst áreiðanlega aldrei greidd með því háttalagi, sem nú er stefnt. að, að þyngja enn byrðarnar. Ástandið í öðrum kaupstöðum og sjávafþorpum er síst betra, ef ekki mikið lakara. En sveitirnar — hvernig er þar umhorfs? Stjórnskipuð nefnd hef- ir setið á rökstólum undanfarið og safnað skýrslum um skuldir bænda. — Pullyrt er að skuldir bænda verði eigi undir 35 miljón- um króna; sennilega talsvert þar yfir. Bændur geta ekki risið undir sinni eigin skuldabyrði, hvað þá að þeir sjeu þess megnugir, að standast þær síauknu kröfur, sem gerðar eru af hálfu þess opinbera, beint og óbeint- Enda mun svo komið, að mörg sveitarfjelög eru komin gersamlega í þrot, vegna1 þess að útsvör fást ekki greidd. En hvað á lengi að halda áfram þessu kapphlaupi um pyngju skatt þegnanna? Hvenær koma valdhaf- arnir auga á þá staðreynd, að pyngjan, sem þeir eru að glíma um er í raun og veru tóm? — Greiðslugeta skattþegnanna byggist eingöngu á afkomu at- vinnuveganna. En nú eru atvinnu- vegir landsmanna meira óg minná i ríistum. Þeir eru skuldum hlaðn- ir, því að atvinnureksturinn hefir ekki borið sig undanfarin ár. At- vinnurekendur hafa oft og mörg- um sinnum lýst ástandinu, en í staðinn fengið róg og svívirðingar. Valdhafarnir, bæði þeir sem á Alþingi eru og í stjórn sitja, hafa við og við dregið upp dapurlega mynd af ástandi atvinnuveganna. En hvaða úrræði hafa þeir fundið til þess að leysa úr vandræðunum? Þau einu, að leggja iá nýjar álögur — gera hærri kröfur. Og þegar þessir herrar hafa trygt sínar kröfur, kemur röðin að bæjar- og sveitarstjórnum. Þær eiga að fara í sömu pyngjuna, ef þar er þá nokkuð að hafa. Þannig heldur leikurinn áfram — en hvað lengi ? Bruni ð Rkureyri. Skrifstofu- ojr vöru- geymsluhús Gefjunn- ar brennur. Laust fyrir kl. 7 í gærkvöldi varð vart við eld í vörugeymslu- húsi klæðaverksmiðjunnar Gefj- unnar við Glerá hjá Akureyri. Brunalið Akureyrar var þegar kvatt til, en þegar það kom á vettvang var eldurinn orðinn svo magnaður, að ekki tókst að slökkva hann, og brann húsið til kaldra kola. Aðalvörugeymsla og klæða- geymsla verksmiðjunnar var í þessu hiisi og mun lit.lu sem engu hafa verið bjargað. Hús þetta var járnvarið timbur- hús og stóð vestan við verk- smiðjuhúsið, nálega 20 metra friá því. Verksmiðjuhúsið sakaði ekki. Um upptök eldsins var ekki kunnugt í gærkvöldi. T?"imatrúbo^ ^’kTrtanna, Vatns- •.*'<? 3. Ahaen" 'ukoma f Ivöld klukkan 8. Hitler mynöar stjórn í Pýskalanöi. Berlin, 30. janúar. United Press. PB. Hitler hefir myndað stjórn og er sjálfur kanslari. Berlin kl. 10.10; von Papen er varakanslari og ríkisfulltrúi Prúss lands. Innanríkismálaráðherra er Vilhelm Frick, utanríkismálaráð- herra von Neurath, landvarnar- i'áðherra AVerner von Blomberg hershöfðing'i, f jármálaráðherra von Krosigk. Berlin kl. 12.27: Görhring verð- ur innanríkisráðherra Prússlands og verður það því hans hlutskifti að hafa með höndum yfirstjórn prússnesku lögreglunnar, 150.000 manna. —■ Hugenberg verður land- búnaðar- og verslunarraðherra. Berlin kl. 13.14: Talsmaður Hitl- ers hefir sagt í viðtali við United Press: Hitler vann eið að stjórn- arskrá lýðveldisins og mun stjórna landinu lögum samkvæmt. Hann fullvissaði Hindenburg um, að hann myndi leggja áherslu á, að öllum lögum ríkisins yrði hlýtt. Stefna Hitlers í utanríkismálum, sagði talsmaður hans, er óbreytt. London, 30. janúar. Það, að Hitler yrði kanslari, rjeðst eftir að ríkisforsetinn Hind- enburg hafði í morgun átt langt tal við Hitler, von Papen og Hug- enberg. Ástæðan til þess að stjórn v.on iSchleiehers fór frá var sú, að stjórn hans var ekki meirihluta- stjórn, en líkur eru taldar'til þess, að það geti stjórn Hitlers orðið, vegna þeirra samninga, sem tekist hafa, við nokkra menn úr öðrum flokkum, svo sem von Papen, Neu- rath og Hugenberg. Þó er það ekki víst ennþá, hver aðstaða nýju stjórnarinnar er, og veltur hún mest á afstöðu Miðflokksins, en hann hefir ekki tekið endanlega afstöðu enn í málinu. Líklegast er talið, að ef svo reynist að nýja stjórnin fá.i ekki þingmeirihluta, muni koma til þingrofs og nýrra kosninga, áður en langt um liður. (PÚ.). . 5jólfsafneitun. Alþýðublaðið sagði í fregnmiða á sunnudaginn, að járnsmiðirnir hefðu „unnið sigur“ í deilunni við járnsmiðjurnar. Er ekki nema gott. að heyra, að Alþbl. og járnsmiðirnir sjeu ánægð ir yfir úrslitum deilunnar. Vinnu- veitendur, eigendur járnsmiðjanna eru ánægðir — svo mikið er víst. Því járnsmiðirnir — eða fulltrúar fjelags járniðnaðarmanna gengu að tilboði vinnuveiténda. Að vísu var það tilboð vinnu- veitenda fram borið og fyrir hendi snemma í janúar — í upphafi deilunnar. En járnsmiðirnir neituðu sjer um að taka því, fyrri en á laugar- daginn var — neituðu sjer um að „vinna sigur“ þann sem Alþbl. talar um fvrri en að 4 vikum liðnum. Er það meirí sjálfsafneitun en nlment gerist. s > Inflúensan magnast enn í Eng- lalndi. London, 30. jan. United Press. PB. Inflúensan er enn mjög útbrefdd og verður síður en svo vart, að úr henni dragi. Ýmislegt bendir til, að veikin sje að fá á sig ein- kenni alvarlegs faraldurs. Sem dæmi um útbreiðslu hennar í fjarliggjandi sveitaþorpum og hve liart hún kemur niður er þess getið, að í þorpinu Midlletonwolds í Yorkshire, eru allir íbúarnir veik ir, nema 100 af 700. í Norfolk er 176 skólum lokað. Einn af lækn- um Lundúnaborgar ljest nýlega úr brjósthimnubólgu og inflúensu. Talið er að um smitun frá sjúk- lingi liafi verið að ræða. Hryllilegur glæpur. Oslo, 30. janúar. í Gesta ætlaði verkamaður ejnn í nótt að ráða sex börn sín áf lífi og fvrirfór sjálfum sjer síðan. flann rjeðist. á börnin með öxi pg fundust þau illa útleikin þegar ná- búarnir komu 'að, en þó öll með lífsmarki. — í morgun fanst Hk verkamannsins sjálfs í hlíðinní fyrir ofan bæinn. — Hafði hann tekið sig af lífi með því, að kveikja í dýnamíthylki, innan í munninum á sjer. (FÚ.). Undirróður kommúnista. Oslo, 30. janúar. Lögreglan í Finnlandi hefir ný- lega tekið fasta allmarga kommim ista víðsvegar um landið og voru þeir grunaðir um undirróður í þágu Rússa. -— í Abo voru 16 kommúnistar teknir fastir, en á öðrum stöðum í landinu 12. (PÚ.). Verkfall í írlandi. London, 30. janúar. Pregn frá Belfast segir að verk- fall járnbrautarmanna í Norður- írlandi muni hefjast á miðnætti í nótt. Yerkfallið nær til starfs- manna á, öllum brautum í Norður- frlandi nema tveimur, sem báðar ná einungis yfir stutta spotta. — Rúmlega 5000 starfsmanna mun ta.ka þátt í verkfallinu, en það er hafið út af launadeilu, því að j árnbrautarfj elögin ætla að lækka launin uni 10 af hundraði. (PÚ.). Er Hinlder enn á lífi? London, 30. janúar. Það hafði verið ákveðið áð halda minningarguðsþjónustu . í London í dag til minningar tún flugmanninn Hinkler, en á síðus|u stundu var henni aflýst, vefuía þess að nýjar frjettir sögðu, p,ð ekki væri enn vonlaust um að Hinkler fyndist, lífs eða liðinn.— (PÚ.). Stjórnmál Dana. Oslo, 30. janúar. Samningar milli flokkanna í Danmörku um frumvarp stjórnar- innar um að banna verkföll, óg verkbönn liafa ekki tekist ennl Vinstri flokkurinn gerir þá kj nm gjaldeyrismálið, að krí irerði verðfest. í sterIings<|»Sffigi rinhvers staðar milli 22 ýjjfSkl króna og er búist við ! iórnin muni ganga inn á þ«sta. PÚ.L .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.