Morgunblaðið - 19.02.1933, Side 3

Morgunblaðið - 19.02.1933, Side 3
M () R G U K TU AÐ'B I JHorgunblaMA Ctí-ef.: H.f. Árvakur, Reykjarlk. Rltatjórar: Jón KJartanason. Valtýr Stefánuon. Rttatjórn og afgreltSsla: Austurstrætl 8. — Slnal 1Í00. AuKlýsingaatjórl: £1. Hafberg. Auglýslngaskrlfstofa: t Austurstrætt J7. — Slati Í700 V Helatastaiar: Jón KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. B. Hafberg nr. 8770. Askrlf tagtald: Innanlands kr. 2.00 & máanBL Utanlands kr. 2.50 á aaánuBL 1 lausasðlu 10 aura elntakiV. 20 aura meO Hesbðk. Rluörumdl. Nii þegar stjórnarfrumvörpin •eru komin fram, flest að minsta1 kosti reka menn upp stór augu og spyrja? Hvar eru ráðstafanir þær, sem landsstjórnin hyggst að gera til þess að draga úr útgjöldum ríkis- ins? Eða hefir landsstjórnin lifað fram á þenna dag, án þess að hafa fengið skýra liugmynd um hið al- varlega fjármálaástand? Ætlar landstjórnin að skella ■skollaeyrum við öllum þeim kröf- um, sem fram hafa komið um nið urfærslu ríkisgjalda og lækkun skatta, og humma fram af sjer þá skyldu sína, að færa útgjöld ríkis- ins til samræmis við gjaldgetu þjóðarinnar ? Ætlar þingið að dómollast í tsama aðgerðaleysi? Menn spyrja — og heimta svar. Ekki oi-ð, innantóm, heldur at- ’hafnir. Þingið verður að skipa sparn- aðarnefnd strax, er ötullega vinn- iir að því að fram verði hornar róttækar og djarflegar tillögur um sparnað á rekstri þjóðarhiísins. Hafi stjórnin engar slíkar til- lögur í fórum sínum, verður hún a. m. k. að styðja starf þeirrar uefndar. Hafísinn fyrir Vestfjörðum. ísafirði 18. febr. Hafís allmikill hefir verið á tsveimi utan við Djúpið og alt Inn á Bolungavík, að undanförnu. Bátar komust engir til fiskjar hjer í gær og mistu margir lóðir á miðvikudaginn. Siigfirðingar og “Onfirðingár mistu nokkuð af lóð- um undir hafísinn í gær. Ur f.jalli hjá Bolungavík sást •ekki yfir ísinn í gær og jaka rak inn á Súgandafjörð. — Yjelbátar komust nauðulega lit fir Djúp- inu suður um í gærdag. í morgun hefir ísinn rekið al- 'gerlega undan Bolungavík og talið áreiðanlegt, að „Brúarfoss“ kom- ist hingað í dag. Harðstjórn bolsa. Samkvæmt liinum nýju lögum Rússa um vega brjef milli borga og sveita, er ■ '?>t að 75 þúsund manns liafi verið vísað úr Charkow, höfnð- borginni í ITkraine. — Mun rúss- neska stjórnin hafa í hyggju, að ■stofna nýbýli í Síberíu handa Itessn fólki. (FÚ.). Uerslunarólag ’Jónasar ’Donssonar. „Unöir fölsku yfirskyni“. Jónas Jónsson frái Hriflu skrif- ar í Tímanum í gær um Reykja- hlíðar-málið svonefnda. Skýrir hann þar frá því, að laust eftir stjórnarskiftin í vor hafi Vigfús Einarsson skrifstofustjóri komið ti’ sín og óskað eftir skriflegri umsögn um jörðina Reykjahlíð í Mosfellssveit, því skrifstofustjór- inn hefði 5 hyggju að bjóða eign- ina „bænum eða landinu“ til kaups. Kveðst J. J. hafa orðið við beiðni skrifstofust jórans; gaf hann svo skriflega umsögn. Þegar Jónas frá Hriflu kemst að samningaumleitunum, sem fram liöfðu farið milli Magnúsar Guð- mundssonar og Vigfúsar Einars- sonar viðvíkjandi eign þessari, iðrast hann auðsjáanlega þess, að liafa látið skrifstofustjóranum í tje skriflega umsögn um eignina, og skrifar honum svohljóðandi brjef: „Sambandshúsið, 14./2 1933. Herra skrifstofustjóri Vigfús Einarsson, Rvík. Fáum dögum eftir að jeg fór úr landsstjórninni síðastliðið vor kom uð þjer til mín og báðuð mig um skriflegt álit mitt á jörð yðar Reykjahlíð. Skildist mjer, að þjer hefðuð í hyggju, að bjóða hana til kaups bæjarstjórn Reykjavíkur eða Alþingi.*) En af því sem þjer og núver- andi landsstjórn hefir síðan gert í jarðakaupamáli þessu og vitneskja er fengin um alveg nýskeð, krefst jeg þess að þjer endursendið mjer tafarlaust framangreinda umsögn mína um áðurnefnda jörð, með því að þjer hafið fengið þessa umsögn undir fölsku yfirskyni.*) Sömuleiðis vil jeg ráðleggja yð- ur, að fella tafarlaust niður samn- ing þann er þjer virðist hafa gert við sjóð í yðar umsjá, á þann hátt, að ef þjer bætið ekki úr undir eins hlýtur það að setja heiður yðar og atvinnu í hættu. Jónas Jónsson frá Hriflu' ‘. Jónas frá Hriflu getur þess ekki hvernig lians uiiisögn var. En lesa má það milli línanna í grein hans í Tímanum og eins í brjefinu til skrifstofustjórans, að hvergi hafi þar verið dregið úr ágæti þessarar eignar. En þá ástæðu ber J. J. nú fram, að umsögnina hafi hann lát- ið í tje vegna þess, að bjóða átti eignina til kaups „bæjarstjórn Reykjavíkur eða Alþingi". Nú munu flestir sammála um, að eign þessi sje of dýru verði keypt fyrir 90 þús. kr., en sú upp- hæð mun vera tilgreind 1 samnings tilboðinu. Einn er þó sá, sem virðist hafa einkennilega sjerstöðu í þessu máli. Þessi maður er Jónas frá Hriflu. Hann virðist hafa gefið eiganda Reykjalilíðar mjög glæsi- lega umsögn um eignina. Þetta kveðst hann hafa gert vegna þess, að reyna átti að fá bæjarstjórn Reykjavíkur eða Alþingi (þ. e. ríkið) til þess að kaupa eignina, Þegar hann svo sjer, að nýr aðili er fyrirhugaður sem kaupandi, heimtar hann með harðri hendi og hótunum umsögnina til baka og ber því við, að hún hafi verið fengin „undir fölsku yfirskyni". Með öðrum orðum: Jónas frá Hriflu játar, að hann hafi gefið vísvitandi ranga umsögn um Reykjahlíð. Hann játar ennfrem- ur, að þessa röngu umsögn hafi hann gefið með það fyrir augum, að bæjarsjóður Reykjavíkur eða ríkið yrði látið kaupa eignina! Menn taki eftir: Það er trúnað- armaður þjóðarinnar, alþingismað ur, sem þessa játningu gefur. Vtðskiftasamningar Ðreta og íslendinga. Skejúi frá United Press, sem birtist hjer í blaðinu í gær, skýrði svo frá, að líkur væru fyrir því að breslta stjórnin mundi innan skamms samþykkja viðskiftasamn- inga við ísland á grundvelli þeim er lagður var af hálfu samninga- nefndanna frá í vetur. í gær átti Mbl. tal við forsæt- isráðherra og spurði hann nánar um þetta. Forsætisráðherra tjáði blaðinu að skeyti þetta mundi bygt á mis- skilningi. Hann hefði í gær símað til Sveins Björnssonar sendiherra og spurst fyrir um, hvort nokkuð nýtt hefði gerst í málinu. Svaraði sendiherra því, að alt stæði við það sama og vár, er samningaum- leitanir hættu, og að UP.-skeytið, sem einnig kom til danskra blaða, mundi bygt á misskilningi. Annars stendur mál þetta þann- ig, eftir því sem forsætisráðherra skýrði frá: Samninganefndirnar komu sjer Leturbreyting hjer. saman um uppkast, sem þó ekki var tæmandi. Skyldi svo bíða með frekari samninga, uns samnings- aðilar hittust aftur. Samskonar fyrirkomulag var haft við samn- ingana við hin Norðurlöndin. Þau hafa nú verið kvödd til samninga aftur 1. mars, en engin tilkynn- ing enn komin til okkar í þessu efni. En eftir þeirri kvaðning bíðum við, segir forsætisráðherra. Óeirðirnar í Þýskalandi. Berlín 18. febr. FÚ í (gær urðu óeirðir í nokkrum hverfum í Berlin. í hverfinu Schöneberg lenti kommúnistum og nationalsósíalistum saman og fjell sinn maður af hvorum, en. þrír lrommúnistar voru teknir fastir. í hverfinu Charlottenburg lenti og kommúnistum og nation- alsósíalistum saman og fjell sinn maður af livorum. Franska þingið hefir samþykt að veita 80 þúsund mörk til hjálp- ar bágstöddum í Neunkirchen. — (PÚ.). Ofriðurinn í Rsíu. ÞjóðabandalagiO máttlaust. London 18. febr. FÚ Japanar hafa gert herforingja Kínverja í Kailu í Jehol úrslita- kosti, og skipað honum að hverfa þaðan með her sinn í skyndi, annars muni þeir hefja árás á Kailu. Frá Peking kemur sú frjett, að Kínverjar liafi ákveðið að virða þessa orðsendingu að vettugi. í enskum blöðum er mikið rætt um skýrslu 19-manna nefndarinn- ar um Mansjúríumálið, en þó er talið að með þessari skýrslu sje starfi Þjóðabandlagsins í raun og veru lokið og geti það ekkert meira gert í málinn. Winston Churchill hefir í ræðu lýst yfir því, að hann álíti það óskynsam- legt að grípa til vopna gagnvart Japan, enda hafi Þjóðabandalagið meira en nóg að verkefnum í Ev- rópu, þó það sje ekki að takast á hendur vonlausa baráttu í Anst- ur-Asíu. Lord Lytton formaður Mansjúríu nefndarinnar, er einnig á móti stríði við Japana og telur hann, að mörgum öðrnm vopnum sje hægt að beita, svo sem bann á skotfæra og vopnasölu til Jap- ana, neitun um lán o. fl. Tokio, 18. febi’úar. United Press. FB. Japönsku fulltrúarnir í Genf Iiafa fengið fyrirskipun um það frá ríkisstjórninni, að hafna svo ótvírætt sje, áliti 19-fulltriia nefnd ar bandalagsins. Míðlkurverð I Dískalandi. Víðast hvar í Þýskalandi eru mi mjólkurbú, sem taka við mjólk bænda og selja hana. í Núrnberg er eitthvert fullkomnasta mjólk- urbú, sem til er í Evrópu og var það afardýrt. En Núrnberg og Fúrth lögðu fram 60% af bygg- ingarkostnaði, mjólkursalar 15% en mjólkurframleiðendur ekki nema 25%. Þar er mjólkin aðal- lega seld í biiðum en víðsvegar um Þýskaland er hún seld á götunum .úr „mjólkurvögnum“ og fara þeir tvisvar á dag í sölu- ferðir um borgirnar. Mjólkurverðið er 21—24 pfenn- ig fvrir lítra. Af því fá framleið- endur 10—14 pf. og er dreifing- arkostnaður þvi 10 pf. á lítra. „Mjólkurbúin eru nú hætt við það að framleiða smjör og osta jöfnum höndum. Þykir það ekki geta farið saman, því að af ost- unurn leggur ramman þef, en eins og allir vita, er mjólkin ákaflega næm iá það að drekka í sig meng- un úr loftinu og ostaþefurinn þvkir spilla þeirrri mjólk, sem á að hafa til smjörgerðar. Þess vegna er komin sú skifting á að ostar og smjör er framleitt sitt í livorum stað. Heiðursmerki. Bretakonungur hefir sæmt þá Gayford og Nicho- Ins. sem fyrir skömmn flngu frá Englandi til Suður-Afríku. og settu nýtt met í langflugi, heið- ursmerkjum fyrir afrek þeirra. — Græimeti o» ávexiir ný}ir, þnrkaðir og niðnrsoðnir Dagbók. □ Edda 59332217 — 1. Atkvgr. I.O.O.F. 3= 1142208 = 81/2 O. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5) : Lægðarmiðjan er nú skamt út af Vestfjörðum og hreyfist hratfr norðaustur eftir. Vindur er all- hvass S með 4 st. hita vestan lands eu á Anstnrlandi er logn og bjart- viðri með 2 st. frosti. Um S.-Græn- land og vesturliluta Atlantshafs- ins er liáþrýstisvæði og hægviðri. Lítur út fyrir að vindur muni verða vestanstæður hjer á landi á morgun og kólna nokkuð í veðri. Veðurútlit í Rvík í dag: V- eða NV-kaldi. Nokkur snjójel, einkum framan af. Dagskrár Alþ. á morgun. Efri: deild: Prestlaunasjóður skuli feld- ur niður og um innheimtu prests- gjalda. Vegarstæði og götulóðir í kaupstöðum og kauptúnum o. fl. Rjettindi og skyldur embættis- manna. Utflutningsgjald af land- búnaðarafurðum. — Neðri deild: Fjárlög 1. umr. Fjáraukalög fvrir árið 1931. Samþykt á landsreikn- ingnum 1931. Till. til þál. um skipun kreppunefndar. Hvernig ræða skuli. Fjárlögin eru 1. mál á dagskrá í neðri deild á morgun. Eins og venja er til gefur fjármálaráð- herra við þetta tækifæri yfirlit um afkomu ríkisbúskaparins s.l. ár. Fjárlagaræðunni verður út- varpað. Frá Alþingi. Stuttir fundir voru í báðum þingdeildum í gær. í efri deild voru 3 mál á dagskrá og fóru þau öll til nefnda. 1 neðri deild voru einnig 3 mál á dag- skrá, er fóru til nefnda. Nokkrar umræðnr urðu um bráðabirgða- jögin frá 5. des., um íhlutun um sölu og útflutning á fiskfmm- leiðslu ársins 1933. Þessum br^p- birgðalögum var frá upphafi Mtt þau tímatakmörk, að þau skyldu aðeins gilda til 1. apríl. Ferðasýningin í Sundhöllinhi. Fjöldi fólks skoðaði sýninguna í gær og voru sýningargestir mjjög ánægðir. Meiri koma þangað í dag. Allii’, sem kaupa aðgöngu- miða verða þátttakendur í happ- dræ.tti sýningarinnar. Vinningur er farseðill til útlanda fram og aftur. Sýning Ferðafjelagsins. Strætis- vagnafjelag Reykjavíkur heldur uppi föstum ferðum með 15 mín. millibili frá skrifstofu fjeíagsins í LækjargötU inn að Sundhöllinhi. Aðgöngumiðar að sýningunni verða seldir í skrifstofunni og í Hressingarskálanum. Allir, sem liafa aðgöngumiða að sýninguii'hi fá ókeypis far inn eftir með þeim strætisvagni sem heldur uppi þess um ferðum. — Kl. 3 í dag æt>a skátar að skemta á sýninguillii. Sýningin er opin kl. 1—6 og 8—10 síðd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.