Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1933, Blaðsíða 5
Fyrirtceki Reykjauíkur. Útuarpserinði lóns ^orlákssonar borgarstjóra 13. febrúar. Þegar útvarpsráðið ákvað, að þessar svokölluðu „étjórnmálaum-, ræður“ um bæjarmál Reykjavík- ur skyldu fara fram, þá höfðu Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fyrir sitt leyti alveg neitað að taka þátt í þeim umræðum. — Erindi mitt hjer í kvöld ber því ekki heldur -að skoða sem neitt st jórnmálaerindi um bæjarmái Reykjavíkur. En mig langar til að nota tækifærið til að segja útvarpshlustendum frá nokkrum fyrirtækjum Reykjavíkur og fara nokkrum almennum orðurn um hag bæjarins. Jeg mun svó ekki tivka frekari þátt í- þessum svo kölluðu stjórnmálaumræðum. Vatnsveitan. Þegar jeg settist að í‘ Reykja- vík árið 1904, þá var bjer í bæn- aœ ekki neitt af þeim mannvirkj- »h, sem þarf tii þess að skapa Væjar- eða borgarlíf. Það var bara samsafn af húsum, og í þeim lifðu j rnenn við sömu þægindi eða þæg- indaleysi eins og í sveitum lands- ins, að öðru leyti en þröngbýl- imi sem var fremur erfitt. Þá var vaknaður nokkuð almennur skilningur í bænum á þörfinni fyrir því að koma upp vatnsveitu, Nokkuð tíðir og alvárlegir elds- voðar höfðu meðal annars fært mönnum heirn sanninn nm það, að ekki var á. það hættandi að láta. bæinn búa til lengdar við þau mjög svo ófullkomnu vatns- ból, sem bjer voru. Parsóttir, er upp komu, og stundum mátti rekja til óhreinna brunna, studdu einuig að þessu. Pyrsta stórfram- kvæmd höfuðstaðarins á sviði verklegu málanna var sú, að vatnsveita bæjarins var bygð árin 1908—9, og kostaði þá rjett við V> miljón króna, sem þótti stór- rseði og stórfje á þeim. dögum Stðan hefir þetta fyrirtæki verið rekið af bænum. Og bærinn hef'r farið mjög vaxandi síðan, bæði að viðáttu og fólksfjölda. Af því hefir leitt stöðuga 'Jþörf fyrir aukning vatnsveitunnar. Aðal- aukningin var ný vatnsæð frá Gvendarbrunnum árið 1923, og kostaði 700 þús. kr. Aðrar aukn- ingar hafa sjerstaklega verið á vatnsveitukerfinu innanbæjar ár- Iega, eftir því sem vöxtur bæj- » ai’ins útheimti, og verið varið til þeirra. frá upphafi og fram til ársloka 1931 um 800 þúsund kr. í lok reikningsársius 1931 var bærinn þannig búinn að verja til vatnsveitunnaar samtals 2 milj. króna. Pyrir þá, sem ekki eru kunn- ugir í Reykjavík, vil jeg geta þess, að vatnið er sótt nokkuð lengra burt en títt er í bæjum á stærð við Reykjavík. Ovend- arbrunnar liggja 'um 13. km. frá miðbiki bæjarins. 1— Fyrsta vatnsveitan var einungis ein vatns æð þar ofan að, 12 þuml. víð efst, en 10 þuml. neðan til. Við aðalaukninguna 1923 var þessi að | færsluæð aukin á kafla með þvi að leggja nýja æð, víðari en áður og á kafla með lagningu nýrrar æðar við hlið hinnar eldri. Sam- tals flytur nú vatnsæðin 100 lítra á hverri sekúndu. En hin upp- haflega vatnsveita flutti einungis 40 lítra á sekvmdu. Hvernig hefir nú fjárhagsaf- koma þessa fyrsta fyrirtækis hæj- aritts orðið? Reikningurinn fyrir 1931 sýnir, að ]>á var búið að afskrifa sem kalíað er, 840 þús. kr. af þessum 2 milj. Þá er bviið að borga þær og færa bókfært verð fyrirtæksins niðvtr um sömu upphæð. Varð þá verð fyrirtæk- sins talið 1160 þús. ltr. en þar að auki var í sjóði og öðrum eignum 145 þús. kr. Skuklir, sem hvíldu þá á fyrirtækinu, námn alls 586 þvvs. danskra króna eða 710 þús. ísl. kr. Það er liðugur Vc- þess,' sem fvrirtækið liefir kostað frá upphafi. Hitt er alt búið að borga. Þetta fyr,irtæki ! ga'f í árlegar tekjur fram á síð- asta ár um 230 þús. kv. og er þó áætlun nokkru hærri fvrir yfir standandi ár, eða alls 345 þús. kr. Af þessu lrefir ekki farið neniá um 1/10 hl. eða, 22 þús. kr. í eiginlegan rekstrar- og viðhalds- kostnað á ári. 1 vexti hefir auð- vitað farið nokkur úpphæð, lækk- andi þó. En laugmestur hluti t.< knanna liefir á ári hverju geng- ið til nauðsynlegrar aukningar á vatnsveitvmni. Hagur vatnsveit- vvnnnar er þess vegna mjög góður. Nú er svo komið, að vatns- rnagnið er naumast nægilegt og liggur fyrir að rúða fram úr, hvort eigi að gera aðalaukningu, eða gera ráðstafanir til að minka hið ónauðsynlegasta af vatnseyðsl unni, Vatnið er ekki skamtað mönnum, heldurnotarhver og einn það eftir vild. Enda er á sumum stöðum v bænum látið renna meira, vatn en i rauninni er notað. — Það liggur fyrir hæjarstjórninni á næstu árutn að ráoa fram úr, hvernig haga eigi þeim aðgerð- ) um, sem nú eru nauðsynlegar til þess að allir bæjarbúar geti fengið nægilegt vatn. Gasstöðin. Næsta fyrirtæki bæjarins var gasstöðin, og var hvm bygð næst á eftir vatnsveitunni — eða 1910. Prarn til ársloka 1931 hefir bær- inn varið til gassstöðvar 913 þús. kr. alls.Þar af var búið af afskrifa 421 þús. kr. En bókfært verð gas- stöðvarinnar var 492 þús. kr. Enn fremur átti hún í vöru- birgðum og sióði 112 þvvs. kr. svo að bókfært verð allra eignanna var 604 þús. kr. Skuldir, sem á þessú fyrirtæki bvíldu, allar, inn- lendar, voru þá 292 þús. kr. eða tæplega helmingur liins bók- færða verðs, og ekki % af því, sem til fyrirtækisins var kostað frá upphafi. Árleg sala af gasi , nemur 336 þús. kr. þessi aíðustu | reikningsár. Og það má telja, að hreinar tekjor afgangs rekslurs- 9 Heíðraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra &g ómengaðra FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK gott og það er drjúgt — og þegar þjer þvottaefni en er eins vitið að FLIK-FLAK getnr sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættit — er þá ekki sjálf- sagt að þjer þvotð að eins með FLIK-FLAK. FLIK FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þyottinn ; það uppieysir öll óhreinindi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótthreiiwandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. kostnaði sjeu um 100 þús. kv. á á,ri. Gasstöðin var ekki vinsælt fyr- irt.æki í bænum meðan hún var í smíðum. Menn þektu ekki notk- um gassins og töldu óþarft að ráð- ast í þetta. En vinsældir gassins bafa vaxið með á.ri hverju, ekki síst hjá kvenþjóðinni, lvúsmæðr- vmum og yf’irleitt starfsfólki við matreiðslu í húsum. Gasið er eitt- bvert þægilegasta eldsneyti til smærri matreiðslu og bitunar á vatni. I upphafi var trú manna á nytsemi gassins ekki meiri en það, að til þess að örfa fólkið til notkunar, þótti nauðsynlegt að leggja gasæðarnar ókeypis inn í hús manua, alt inn i eldhús. — Þessu hefir svo verið haldið síð- ‘an, þangað til nú, að v byrjun þessa árs var á þessvv gerð breyt- ing. Er nú svo komið, að gas- stöðin getur ekki bætt við sig mjög mikíu af notendum eða nevslvv, án þess að böfuð aðgerð eða stækkun fari fram. Það þótti þess vegna ekki fjárhagslega skynsamlegt að halda áfram að örva menn til að tengja sig við gasstöðina, með því að lá.ta í tje fría innlögn, heldur snúa inn á þá leið, að nota rekstrarafgang gasstöðvarinnar til stækkunar lvennar sjálfrar, ef meun vilja halda áfram á þeirri braut, að þavv hús, sém rísa upp í þessum vaxandi hæ, fái einnig gas til notkunar , ; ejd’.iúsi. En á því er tfilinn nokkur vafi, hvort menn sækist eftir gasi í eldhús, þegar rafmagnsmál bæjarins eru komin i það horf, að unt er að fá nægi- lega ódýra vaforku til matreiðslu. Af þessu stutta vfirliti sjáum við, að gasstöðin hefir orðið gott fyrirtæki í höndum bæjarms. — Ilún skuldar nú ekki helming af bókfærðu verði sínu, og árlegar hrehiar tekjur henuar nema hjer um bil V:i af‘ allri skuldarupp- hæðinni. Höfnin. Xæsta stórfyrirtæki, sem Reykja víkurbær j jeðist í eftir byggingu gasstöðvarinnar, var bygging hafnarinnar. Á henni. var byrjað 1913. Verkið stóð í 4 ár, var lokið 1917. Þá voru komnir upp nauð- synlegir skjólgarðar kringum höfniua og bólverk fyrir eitthvað 3 skip. Þessi fyrsta byrjun kostaði 2Vz milj. kr. En mannvirkiu hafá aukist árlega síðan; sjerstaklega eru bygðar bryggjur og bólverk, dráttarbátur befi verið útvegaðuv, auk ýmislegs annars, sem mest nauðsyn var til þess að höfnin kæmi að notum. Alls er búið að leggja í liafnarmannvirki í Rvík um 7 milj. króna síðan byrjað var. Þaj' af er búið að skrifa nið- ur um 1 Vu milj. kr. Eignir eru bókfærðar um 5% milj. kr. Af þessu er meira en 1 milj. kr. beinlínis i arðberandi eignum, sjóði, skuldabrjefum og lóðum sem búnar hafa verið til á kostn- að hafnarinnar. Þær eru leigðar úl og gefa því árð. En 1 arvirkin ásamt vitum og tækjum eru bókfærð á 3 milj. 800 þús. kr. Af þessum 7 milj. s?m lagðar liafa verið í lvafnar- virki hjer í Reylcjavík, eru 2y2 milj. i sknld ennþá; þar af um 1 milj. í dönskum krónum. Hitt eru innlend Lán. Árstekjur hafnarinnar árið 1931 voru 840 þús. kr. Af því fór liðugur helmingnr j reksturskostn- ao og vaxtagreiðslur og viðhald eða 430 þvis. Til nýrra mann- virkja fórvv 160 þús. kr. Afskrif- aðar voru 170 þús. kr. og hagn- aður bókfærður 80 þús. kr. Þetta fyrirtæki hefir þannig verið rekið með mjög góðunv fjárhagslegum árangri; og hagur þess er sjerlega góður. þar sem skuldir eru ekki nema rúmar % 'hluti þess, sem lagt hefir verið í verkið, og minna en helmingur þess, sem það er bókfært nú. Og árlegvvr rekstursafgangur er í raun úg veru um 400 þvvs. kr. Hpfnin var auðvitað fyrst og fremst gerð fyrir tvo aðalatvinmv- vegi bæjarins, fiskveiðarnar og verslunina. Og hún hefir komið að tilætlvvðum notum allan tím- ann síðan hvúv var gerð. Fiskveið- arnar með togurum hafa farið vaxandi og verslunin dregist meir og meir hiugað. Þetta fyrra er þó ekki alveg rjett hvað tvö síð- ustu ár snertir, því að togaravvt- veguriim virðist þola ver lvið l%a fiskverð heldur en aðrar tegund- iv sjávarútvegs, þar sem minni höfuðstóll er hundinn. Þetta er nú ir.örgum hæjarbúum áhyggju- effai. En enginn þarf að efast, um, að Reykvíkingar muni ráða fram úr þessvv vandamáli. Fyrsta verlv mitt eftir að jeg tók við borgarstjórastöðunni uvn áramótin var það, að biðja liafn- arstjóra, sem sjálfur er verkfræð- ingur, að leggja frarn áætlun vun fískibátahöfn innan hafnarinnar, þar sem sjávarútvegur gæti vax- ið upp og hafst við, sem eklti er eins fják’magnsfrekur og tog- %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.