Morgunblaðið - 19.02.1933, Page 6

Morgunblaðið - 19.02.1933, Page 6
6 MORUUNBLAÐIÐ m fc araútgerðin, og' ib’ðisl eiga auð- veldara með að laga starfrækslu. sína eftir því lága fiskveiði sem . i nu er. Kafnarstjórinn gerði tiliögur; um þessa bátaköfn, sem á að verða undan Ægisgötu í Vestur- bænum. Bæjarstjórn hefir- þegar samþykt þessar tillögur og það er byrjað á framkvæmd verksins af fullum krafti nú þegar, enda var nokkurn veginn nægilegt fje fyrir hendi í hafnarsjóði t-il þess. Er nú ákveðið, að í byrjun næstu vetrarvertíðar verði búið að búa í haginn fyrir mótorbátaútgerð hjeðan úr bænum, sem megi reka upp á hagstæð skilyrði. Við von- um að þetta verði eiun þáttur nauðsynlegra ráðstafana til þess aftur að hleypa liæfilegum vexti í fiskveiðar höfuðstaðarins. Rafmagnsveitan. Þegar fyrsta hluta hafnarinnar var lokið 1917, stóð heimsstyrj- öldin í algleymingi og næstu ár- in þótti ekki fýsilegt að ráðast í mikil stórvirki. En árið 1919 var þó ákveðið að byggja raf- magnsveituna sem framkvæmd var 1020—21. Þá voru virkjaðar Elliða árnar, og settar þar upp vjelar, 1500 hestöfl alls. . Þetta fyrsta verk kostaði um 3 milj. kr. Síðan hefir bærinn rekið þetta fyrirtæki undir sjer- stakri stjórn og með sjerstöku reikningshaldi, og hefir tekjum fyrirtækisins verið varið jöfnum höndum til þess að greiða áhvíl- a.ndi lán, og til þess að borga árlega aukningu, sem hefir verið mikil. Til ársloka 1931 hafa verið lagðar í rafmagnsveituna. alls 6 milj. kr. Afskrifaðar hafa verið 3 milj. 290 þús. kr. Skuldir fyr- irtæksins voru tæplega 21/2 milj., kr., eða rúml. það, ef gengismun- ur er talinn með. Árlegar tekjur voru orðnar 1 milj. 58 þús. kr., og þar af fór rúmur helmingur til reksturskostnaðar og vaxta- greiðslu; en hinn helmingurinn, eða 525 þús. kr. var bókfærður sem afskrifanir að 4/5 og hagn- aður að Vs. Pyrir hendi er nú lijá raf- magnsveitnnni árlega rúmar 200 þús. kr. til afborgana á eldri lán- um, og önnnur eins upphæð eða nokkru hærri til nauðsynlegra.r aukningar. Þegar lokið er yfir- standyandi ári, verður aukning ú vjelaafli við Elliðaárnar komin upp í 4500 hestöfl úr 1500 hest- öflum. Og tilsvarandi aukningar eru þá einnig orðnar á tauga- kerfinu, sem leiðir raforkuna. Það eru 2 þús. liestöfl, sem gert er ráð fyrir að hæta við á yfir- standandi ári.. Er þegar búið að greiða mikið af kostnaði við þá stækkun, því ekki er eftir annað en að stækka stöðvarhúsin og setja upp sjálfar vjelarnav. — Vatnið er tilbúið til þess að snúa vjelunum þegar þær koma á sinn stað. Virkjunarmöguleikar Elliðaánna eru ekki tæmdir með þessu. Ef ekki þykir áður hlita að fara lengra burt til stærri aukningar, þá er ennþá nnt að bæta við 3 þús. hestafla vjelum við Elliða- árnar, og yrði þá vjelaaflið alls 7500 hestöfl. Þessi aukning er sjerstaklega ódýr. Mun kostnaður- inn nema um 400 kr. á hvert upp- eett hestafl. ; Menn inunu sjá af þessum töl- . um, að rafmagnsveitan er ekki síð : ur f járhagslega gott fyrirtæki en j þ?u önnur fyrirtæki, sem jeg hefi ; nefnt. En það liggur nú nærri að setja fram þá spurningu að því er snertir öll þessi fyrirtæki bæj- arins, sem hafa verið rekin með svo ágætuni f járhagslegum ár- angri sem jeg hefi lýst: Borga bæjarmcnn ekki of mikið fyrir þessi þægindi og þær vörur, sem þessi fyrirtæki láta bæjarmönnum ' tje fyrir núverandi verð? Er ekki þessi góða afkoma fyrirtækj- anna fengin með of háu verði fyrir þessi gæði? Um það hygg jeg að megi hiklaust segja, að viðskiftin milli hæjarhúa og þess- ara fyrirtækja sjeu á þá lund, sem lieilbrigð viðskifti eiga að vera, þ. e. a. s. að bá.ðir aðiljar hafi hag af viðskiftunum. Engir bæjarbúar munu vilja fara á mis við neitt það, sem þessi bæjarfyr- irtæki láta mönnum í tje fyrir nú- verandi verð. Það verður líka að gera þá kröfu til slíkra fyrir- tækja, að afkoma þeirra sje svo góð, að þau geti sjálf horið uppi framfarir á sínu sviði, einkum vegna þess að þessi fyrirtæki eru ekki látin bera útsvör. Með út- svörum sínum halda bæjarhúar aunars uppi framkvæmdastjórn bæjarins og leggja nokkuð af mörkum til þess að næsta kynslóð geti tekið við hetri aðbúnaði en núverandi kynslóð tók við. Með því að bæ.ja.rfyrirtæki þessi leggja ekki neitt í útsvör, til þess þannig á sviði hinna almennu mála að bæta og búa í haginn fyrir næstu kynslóð, þá verður lieimtuð af þeim svo góð afkoma, að þau hvert á sínu sviði annist um viðhald sitt og aukningu af sínum eigin tekjum, svo að bæjarbúar þurfi á engan hátt að standa straum af þeim greinum framfaranna með útsvörum sínum. Og þetta hefir verið gert. Hitaveitan. Þá ætla jeg að síðustu að minn- ast á yngsta fyrirtæki bæjarins, seni ennþá er ekki hægt að líkja við annað en ba.rn í vöggu. og það er hitaveitan. Á árinu 1931 kom til framkvæmda fyrsti hluti hitaveitu bæjarins, með því að veitt var heitu vatni frá þvotta- laugunum og borhohim við laug- arnar inn í bæinn. Þetta fyrirtæki kostaði innan við 250 þús. kr. og er ekki komið að fullum notum ennþá. því að það er ekki búið að veita því um hæinn eins og þarf. Það verk stendur einmitt yfir nú. Én á átrinu 1931 fekk þó þetta fvrirtæki fyrstu tekjur sín- ar, þar sem það seldi Austurbæj- arskólanum hita fyrir 10400 kr. Þetta er tiltölulega mjó æð. eða 4 þumlnngar, en vegalengdin frá laugimum er 3—4 km. Vatnið er um 85° heitt þegar það kemur inn í bæinn og til notkunar í mið- slöðvarhitunum má nýta hitann frá 85° og þar til því er hleypt burt með 40° hita. Þetta fyrirtæki kann nú að sýnast næsta óveru- legt, í samanburði við þau, sem jeg nefndi. En það er að því leyti nokkuð líkt Magna litla syni Þórs, að það hefir í sjer meiri kraft, en lítur út fyrir, eftir stærð. Hita- magn. þessarar litlu veitu, sem nothæft er til húsahitunar í mið- stöðvum, er jafnmikið og hita- magn það. sem fá mætti úr 6000 hestafla rafmagnsstöð austur við Sog. Jeg nefni þessar tölur sjer- staklega af því aö nú er á döfinni má.laleitun um það að byggja 6 þús. hestaíia stöð austur við Sog- ið, til þess að bæta við raforlcu- veitu bæjarins. Það er nú oft sim, ao haft er mest dálæti á yngsta barninu ái heimilinu. Og jeg get ekki neitað því, ao nýi fcorgar- stjórinn í Reykjavík hefir ofur- litla tilhneiging til að hafa mest dálæti á yngsta barninu í þessari fyrirtækjafjölskyldu bæjcrins. •—• Jeg geri mjer vonir um, að Rvík eigi eftir að lifa það, að hitaveita komist á í bænum, bygð og- rekin fyrir bæjarins reikniug. Og jeg er isannfærður um, að eins og þessi fjögur fyrirtæki, sem nú eru komin nokkuð til aldurs, hafa blessast, mjög vel fjárhagslega, eins muni þetta fimta fyrirtæki blessast vel þegar það fær að Sjálfblekiuigar Carters sjálfblekungar eru pennategund sem treysta má fullkomlega Endast langa æfi og eru við hvers manns hæfi. — Fást í BMsversltm Siyfásar Eynsiraássoiiar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34 hyu JSemUfe fðtaitfeitœii# iitmt <7TT 34 c$ínit $30O JKtykiavík. Pullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk 10 ára reynsla. vaxa. Oft ér á það minst, hvernig hagur Reýkjavíkurbæjar sje í raun og veru, og margt sagt mis- jaft um stjórn bæjarins, eins og gengur. Yilji maður segja sann- leikann, þá er hann sá, að hagur Reykjavíkurkaupstaðar er ágæt- ur. Og hann er fyrst og fremst ágætur vegna þess, að þeir, sem bænum hafa stjórnað, liafa haft framsýni og fyrirhyggju til að ráðast í þessi fjárhagslega heil- brigðu fyrirtæki til almennings- ]>arfa, sem bærinn svo hefir haft í sínuni höndum. Það fjármagn og sú gjaldgeta, sem liggur falin í þessum fyrir- tækjum, það er er auður, sem í raun og veru getur borið uppi miklar framfarir í hænum, og á eflaust eftir að gera það. En um liag bæjarins sjálfs, eins og hann birtist í reikningum bæj- arins, vil jeg aðeins geta þess, að allar eignir kaupstaðarins, að þessum fyrirtækjum meðtöld- um, voru í árslok 1931 metnar samtals á 22 miljónir króna. Sam- tímis voru skuldir bæjarfjelagsins, að skuldum allra þessara fyrir- tækja meðtöldum tæplega 9/4 milj. ki\, en skuldlausar eignir taldar 12y., milj. kr,- Þessar tölur bera stjórn bæjarins á undan- förnum áratugum loflegt vitni — bvað sem segja má um einstaka smámuni — um framtakssemi og drengskap þeirra manna, sem liafa staðið í því striti að stjórna þeim höfuðstaðnum á Norður- löndum, sem mestur vöxtur hefir verið i á þessum áratugum. Þeim hefir hepnast að koma bænum í það horf, að þeir íslendingar, sem kiinna að vera svo efnaðir, að þeir eru þess sjálfiáðir, hvar þeir ala aldur sinn í landinu, þeir mundu flestir kjósa að vera hjer í Reykjavík. Og þeir, sem svo eru bágstaddir, að geta ekki af eigin rammleik fleyst áfram, en verða að leita opinbers styrks, þeir kjósa líka belst, hjer að vera og enginn þeirra vill hjeðan fara. — Þeim finst lilutur sinn betri hjer en annaarstaðar. Þetta ber líka að öðru leyti gott idtni þeim niönnum, sem hjer hafa staðið að stjórn bæjarmála. Nú lýk jeg máli mínu og þakka þeim, sem hlustað hafa á erindi mitt með velvildarhug til þess fólks, sem í höfuðstaðnum stritar. bæði hárra og lágra. Margt iná segja um Reykjavík, til lofs og lasts. En jeg vil leyfa mjer að niinna livern og einn sem á mál mitt lilýðir. á ]iað, að velvild skyldi hver maður bera til höf- uðstaðar lands síns. en enginn þó gleyma því, að heima er hverj- „ best. Revkjavíkurbrjef. 18. febrúar. Veðirið. Veðrið í vikunni sem leið, er var hin 17. vet-rar vikan, hefir verið umbleypingasamt. Um síðustu helgi var ofsaveður af vestri um alt. land með stórliríð um allan vesturhluta landsins. Helst veðrið fram á máinudag en gekk þá skyndilega í S-hláku er aftur hreyttist í bæga V-átt með nokkru fjúki á þriðjudagskvöld. Hjelst svo fremur hæg V- og N-átt með talsverðu frosti þangað til á laug- ardagsmorgun að aftur gekk til S áttar með þíðviðri á Vesturlandi. f Rvík vav mestur hiti 7.1 st., en lægstur 9 st. frost. Hitasveiflan yfir vikuna, því 16 st. TTrkoma var alls yfir 9 mm. Útgerðin. Togararnir eru nú að koma af ísfiskveiðum. Hefir ísfisksala ver- ið sæmileg undanfarna viku, og fremur góð, eftir árstíma. Einn togari hefii' verið á saltfiskveið- um, ’Max Pemberton4. Kom í dag með meðalafla eftir langa útivist, enda bafa gæftir verið slæmar. Sölusamban d f iskfr aml eið en d a sendi um daginn út fyrirspurnir um það til útvegsmanna um land alt, bvort þeir vildu á þessu ári fela. sambandinu fisksöluna. Eru allar líkur til að svo verði, því undirtektir útgerðarmanna hafa orðið hinar bestu nndir framhald þessa sölufyrirkomulags. Með og móti. Sósíalistar eru altaf við og við að vbbast gegn starfi Sölusamlags íslenskra fiskframledðenda og nudda um að það sje gagnstætt vilja og stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Hefir lítið verið sint um að svara því skrafi, enda ekki þörf að eyða að því mörgum orðum. Eins og Magnús Sigurðsson bankastjóri sagði á aðalfundi Fiski f jelagsins um daginn, miðar starf- semi sambandsins fyrst og fremst að þvi, að tryggja bátaeigendum og minni framleiðendum yfirleitt sama verð fyrir fiskinn og þeir fengju, sem besta hefðu aðstöðu til að selja, ef engin samtökin væru. Ættu sósíalistar ekki að f jandskapast gagnvart slíkri starf semi. En l'.vað snertir stefnu Sjálf- stæðismanna í verslunarmálum er rjett að minna sósíalista á, að því hefir altaf verið haldið fram hjer, að með frjálsri samkeppni væri líklegast að vöruverðið fengist sem lægst. Með hömlnm á saxa- keppni hækkaði verðið. Gagnvart þessari viðskiftareglu vilja sósíalistar breyta, með því að liafa liöft á innflutningsvöruna og gera þær almenningi dýrar. En Sjálfstæðismenn líta svo á, að betra sje, þegar hægt, sje að koma því við, að hagnýta sjer þetta við- skiftalögmál með því, að fá sem mest fyrir útflutningsvöruna, en láta almenning sitja að sem lægstu verði á innflutningsvörum með því að lát-a þar frjálsa samkeppni lækka verðið. Tilboð. Ulfaþytur nokkur liefir orðið hjer í bænum út af því, að Magn- ús Guðmundsson ráðherra hefir lagt svo fyrir, að fjárveitinga- nefndir Alþingis fengju tilboð um að ríkissjóður leigði nýbýlið Reykjahlíð í Mosfellssveit fyrir fávitahæli, er þingið í fvrra ákvað að koma skyldi á fót. Leigan skvldi miðast við að fullir vextir fengjusl af kaupverði býlisins 90 þús. ki\ og keypti gjafasjóður Jóhanns Jóhannessona.r þá býlið fvrir það vei'ð. Óvildarmenn Magnúsar þafa gert tilboð þetta að miklu árás- arefni, og revnt að dylja það, að Magnús sjálfur sló einmitt ]iann varnagla, að leggja það iindir dóm annara, hvort jörðin skyldi keypt. Er því auðsætt, að hvernig sem á málið er litið, er enginn skaði skeður, hvorki fyrir gjafasjóðinn nje ríkissjóðinn. Ýmsir telja kaupverð býlisins 90 þús. kr. muni vera of hátt, og óvíst, hvort fávitahælið og e. t. v. síðar gamalmennahæli, sje vel set.t þarna í Mosfellsdalnum. Og víst er, að það vekur tortrygni og leiðindi, er skrfistofustjóri at- vinnumálaráðuneytis selur sjóði þeim er hann hefir undir höndum — stóreignir sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.