Morgunblaðið - 24.02.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1933, Blaðsíða 2
2 MORGONBLAVIB Heildsðlubirgðir Appelsínur ”Jaffa“, mjög stórar, sætar og safamiklar. Laukur — Kartöflur ísl. og útl. Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir. Stórkostleg verðlækkun ð Unoleum l Höfum fengið miklar birgðir af allskonar gólfdúkum Verðið miklu lægra en nokkru sinni fyr. Helgi Magnnsson & Go., Hafnarstræti 19. Byggingarsamvinnofjelag Reykjavikur. Framhaldsaðalfundíur fjelagsins verður haldinn í Kaupþingssalnum þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 8y2 síðd. Stjórnarkosning og önnur aðalfundarstörf. Teikningar þær, er frammi lágu á síðasta fundi verða til sýnis fjelagsmönnum í húsi Búnaðarfjelags íslands, uppi. Ennfre"* ur geta fjelagsmenn, gegn sýningu fjelags- skírteinis, fengið keyptar kopíur af teikningunum hjá Axel Sveinssyni,' verkfræðing, Skólavörðustíg 6, b (8—9 síðd. sími 2290), skrifstofu húsameistara ríkisins, Arnarhváli og teiknistofu Byggingar- og landnámssjóðs, Arnarhváli. STJÓRNIN. Alríkisstefnan eitir Ingvar Signrðsson. „Yfirleitt er ekkert til, sem skerp- ir betur hugsun okkar um mann- kynið, en kærleikurinn til þess“. (Bls. 126). Bókin fæst í bókaverslunum. Tilkvnning frá byggingarnefnd. Fundir byggingarnefndar eru venjulega haldinir 2. og 4. fimtudag hvers mánaðar. Umsóknir um byggingarleyfi ásamt uppdráttum verð- ur að afliefídá á skrifstöfu byggingarfulltrúa fyrir kl. 5 síðdegis þriðjudaginn í sömu viku/Komi þær seinna, fá þær ekki afgreiðslu á fundinum í þeirri viku. Boroarsljórlnn. Karlmaðnr eða kvenmaður, í?em kann tvðfalda bókfærslu og sem er fær um að vinna á eigin hönd, getur fengið atvinnii frá 15. mars n. k. Umsóknir ásamt kaupkröfu og meðmælum, merkt „117” sendist A. S. I. fyrir 25. þ'. m. A. S I. simi 37M. t Prófossor lohannes Schmidt. „Hnigin er hetja, skarð er fyrir skildi”. Símfregn hefir borist hing- að, um að prófessor Johannes Sehmidt væri látinn. Við fráfall bans er stórfenglegu og heims- frægu æfistarfi lokið, æfistarfi,- er var nánar tengt íslenskri náttúru og íslenskum atvinnuvegum, en al- ment gerist nm æfistarf erlendra stórmenna. Schmidt -var fæddur í -Tægers- pris í Danmörku 2. jan. 1877, og var því 56 ára að aldri, þegar dauðinn batt enda á lífsferil hans, og einhvern þann glæsilegasta lífs- fcril, sem gáfaður og framtakssam- ur vísindamaður getur hugsað sjer. Snemma Imeigðist hugur Itans til náttúruvísinda. Að loknu stúdents prófi, 1854. tók 'hann áð stunda nám í náttúrufræði við Hafnarhá- skola. Lauk hann meistaraprófi (Magisterkonference) í grasafræði 1898. Pyrstu ár vísindastarfsemi sinn- ar helgaði hann grasafræðinni, skrifaði nokkrar merlcar ritgerðir, og varði eina þeirra til doktors- gráðunnar 1903. Á árunum 1901—1902, var hann aðstoðarmaður á sjórannsóknastöð inni dönsku. Árin 1902—1909 hafði hann þrennskonar störfum að gegna, Hann var aðstoðarmaðnr við Verkfræðingaskólann, aðstoðar maður við grasafræðideild háskóh ans, auk þess, að hann fekkst við hafrannsóknir. Frá og með árinu 1903 stjórnaði hann f.jölda vísinda iegra hafrannsóknaleiðangra. með- al annars hingað til íslands, eins og mörgum mun kunnugt. Fyrst kom hann hingað á ,gamla Þór‘, en seinna á Dönu. Árið 1910 varð hann forstjóri í lífeðlisfræði plantna, á „Oarlsberg Lahratori- um'‘, og síðustu ár.æfi sinnar var hann einn af st.jórnendum alþjóða fiskirannsóknanna. Schmidt hefir skrifað fjöldann allan af vísindalegum ritgerðum. Starf hans í fiskifræði mun lengst halda heiðri hans á lofti.. Mestu og merkustu ritverk hans eru rit- gerðin um lifnaðarhætti álsins (Contributions to the Life-Historv of the Eel, 1906), skýrslan um í-annsóknaleiðangurinn til Mið- jarðarhafsins 1908—1910, og loks bók sú um egg og lirfur þorsk- fjskanna í Norður-Atlantshafi, sem út kom árið 1909. Hepnin fylgdi Schmidt í öllu þyí, sem hann tók sjer fyrir hend- ur. Hann var s.jálfkjörinn foringi, en beitti hinum miklu gáfum sín- um og áhuga, einungis í þágu vís- indanna. Hann hafði sjerstakt, lag á þvi, að sfjórna fólki. óg skipu- lagsbinda öll þau mörgu störf, sem honum var falið að leysa af liendi. TTm víðsýni og hugsjónir bar hann höfuð og herðar yfir velflesta VÍS- indamenn, enda bar árangurinn af rannsóknum hans ávalt vott um, að vel var í haginn búið. Hann var fríður maður sýnum og glæsimaður mikill. Altaf var hann hógvær og stiltur, vinur vina sinna, en þungur þeim» sem á móti lögðust. Öfundsmenn átti liann marga, eins og allir miklir menn og á liinn bóginn átti* liann þá líka að fagna vináttu bestu manna margra. þjóða víðs vegar um heim. Viðurkenningar hlaut Iiann fyrir starf sitt, og þær fleiri en flestir aðrir, eins og verðskuld- að var. Með próf. Schmidt er fallinn í valinn einn af þeim mönnum, sem m'esta frægð liafa unnið landi. sínu lít á við. Hann hefir lagt drýgst.an skerf af mörkum til þess að gera, Danmörku að stórveldi á hafrannsóknasviðinú. ög ])að liefir tekist.' AUir viðnrkenna það. Hitt vita færri, að Hchmidt var einlægnr fslandsvinur. Hann bar djúpa virðingu fyrir íslenskti þjóðinni, sögu hennar og dugnaði. Hvar sem hann siglcli skipi sínu á 'hðfum hnattarins gleýmdi hann aldrei rannsóknunum við Tsland. Líklega hafa fyrstu leiðangrar hans hingað til landsins haft djúp á.hrif á hina löngu vísinda- slarfsemi hans síðar meir, enda átti hánn því láni að fagna, að njóta góðs af þekkingu þess manns, sem best gat hjálpað hon- um að leysa h jer verkefnin, en þessi niaður var dr. Bjarni Sæmunds- son. B.jarni var altaf lians hægri hönd við rannsóknirnar hjer, og Schmidt var maður. sem meta kunni áhuga og vinarþel. Schmidt lætur eftir sig konu, en engin börn. Árni Friðriksson. Crepe de Ghlne frá 4 kr. metrinn Georgette frá 5 kr. mtr. — og margt fleira, mjög ódýrt. Nýi Basarinn. Hafnarstræti 11. Sími 4523. ÖfriSurinn I Hsfu. Kínverjar leita enn til Þjóðabanda- lagsins. Nanking 23. febr. ITnited Press. FB Ríkisst.jórnin hefir tilkynt, að hún ætli að snúa sjer til Þjóða- bandalagsins enn á ný og fara fram á það, að það þegar í clag geri ráðstafanir til þess, að með alþjóðavaldi verði komið í veg fyrir blóðuga stvrjöld milli Jap- ana og Kínverja. Ætla Kínverj- ar að skora á Þjóðabandalagið að hefjast harda í nafni mannúðar- iúnar, en ef Kínyerjum verði eng- in hjálp veitt veíði þeir ,að verj- ast, og muni þá ef þörf krefji. leggja alla þjóðina í sölurnar. Japanar hafa í hótunum. Tokio 23. febr. TTnited Press FB. Nippon Demps frjettastofan til- kynnir, að Japan segi sig úr Þ.jóða bandalaginu 1. mars, ef banda- lagið fallist á álit 19.fulltrúa- nefndarinúar. Kínverjar svara Japönum. Nanking 23- febr. United Press FB. Kínverjal• hafa sent, svar sitt við orðsendingu Japana um úr- slitakosti. í svari sínu endurtaka Kínverjar að þeir sjeu að eins að verja sig fyrir ágengni Jap- ana. en ef til frekari ágengni og árása komi af hálfu Japana, verði þeir að leggja áherslu á rjett sinn til þess að verja land sitt og þjóð. Að síðustu taka þeir fram, að ábyrgðin hvíli öll á Japönum. Es. Hekla fór um hádegi í gær fi’á Fáskrúðsfirðí áleiðis til Ólafs- víkur og Flateyjar. SkiDtafundur | ' -JR í firmanu F. H. Kjartanssön öí* Co. h.f. í liquidatíon, verður haJcl- inn í Oddfellowhúsinu föstudag- inn 3. mars kl. 314 síðd. Á fundinúin verður lagt frarn yfivlit yfír skuldir og eignir f.ii-mans. Reykjavík 24. febrúar 1933. Skilanefndin. Lðð «0 *■• yeii, leJI nálægt liöfninni til leigu, hentug fyrir vörugeymslu. Upplýsingar í síma 3676 eða 2289. Nýkomið: Hinir marg- eftirspurðu mislitu silki Kaffidúkar komnir aftur. Vöruhúsið. Flygel í ágætu standi til sölu. Verð kr. 1500:00. IJppIýsingar í síma 2585. Sænskt Flatbrauð " ' " ~ >_r * ' * fæst best f <?,r f m is 1. smiðr 4 t V frá bændum fyrirli££jandi. Lækkað verð! Lækjargðtu 10 B. k).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.