Morgunblaðið - 25.02.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAi'IÐ Heildsðlnbirfiðir: Appelsínur ”Jaffa“, mjög stórar, sætar og safamiklar. Laukur — Kartöflur ísl. og útl. Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir. NauðsynjamáL Eftir beiðni allmargra hefi jeg áformað að endur- flytja erindi það ,Um nauðsyn slysavarna' er jeg flutti í útvarpinu 29. jan. sl., í Nýja Bíó sunnudaginn 26. febrúar 1933 kl. 2 síðd Vinir og velunnarar Slysavarnafjelagsins. Jeg vona að þjer fyllið svona lítið hús. Annars er mín ánægja engin, og of lítið gagn fyrir fjelagið. Aðgöngumiðar fást hjá Slysavarnafjelaginu og við innganginn og kosta 1 krónu og rennur allur ágóði til Slysavarnafjelagsins. Vinsamlegast. Ó1 Ð. Björnsson. Hlntab?Jef til sðln. — Upplýsingar yeiur Láras Fjeldsted. Kreppæmálln. Eftir lón Sigurðsson, Reynistað. Það hefir vakið undrun mína hve fáir bændur hafa látið opin- Lerlega til sín heyra um þau vand- ræði er nú steðja að landbúnaðin- um og sem enn þá sjer hvergi fram úr. Um ekkert er þó meira rætt í sveitunum, en því miður verður flestum ógreitt um svör er benda skal á færar og fljót- farnar leiðir út rir ógöngunum. Umræður manna um þessi efni hafa hingað til aðallega snúist um beina hjálp frá því opinbera. Um hitt hefir nálega ekkert verið rætt hvað við bændur gætum gert sjálf- ir til að ljetta okkur kreppuna og brjótást fram úr henni. Við þurf- um ekki að vænta þess, að steiktar gæsir fljúgi í munn okkar, jeg hefi þá trú, að sá sem ekki reynir að hjálpa sjer sjáífur, honum verð- ur ekki hjálpað, síst til langframa. Orsakir krepDunnar. Eins og allir aðrir atburðir, á íslenska landbúnaðarkreppan sín- ar rætur eða orsakir í atburðum liðna tímans. Blaðamenn og ýms- ir aðrir, er sækjast eftir hylli okkar bændanna, hafa flestir lát- ið svo um mælt, að verðfallið á vörum bænda væri nálega einasta orsök krej^punnar. Þessi kenning lætur vel í eyrum, og er vel fallin til að svæfa bændur, fá þá til að skoða núverandi kreppuástand sem böl, er hefði hlotið að koma yfir ]<á með öllum þess þunga, hvernig sem þeir hefðu hagað sjer. — 1 þessu efni sem flestu öðru, er holl- ast að sannleikurinn sje sagður afdráttarlaust. Því aðeins tekst að ráða varanlega bót á krepp- unni, að orsakir hennar sjeu að fullu kunnar. Er hjer um að ræða merkilegt rannsóknaefni, sem full þörf væri á að leysa. Slík rann- sókn mundi kenna bændum margt, og þá sjerstaklega, hvað þeir verði að varast og hvað þeim beri að gera, til þess að liggja ekki fram- vegis eins flatir fyrir áföllum af- urðaverðfalls eða annara ájfalla. einsog nú hefir orðið raun á. Skuldasöfnun bænda. Þegar leita skal annara orsaka landbúnaðarkreppunnar, en verð- fallsins, sem þegar hefir verið nefnt, vil jeg sjerstaklega nefna. skuldasöfnun bænda, áður en verð fallið hófst. Margt hefir stuðlað að ]>ví, að búskapurinn hefir yfirleitt ekki orðið bændum sú fjeþúfa er ætla mætti, miðað við árgæsku undanfarinna ára, áður en krepp- an skall yfir. Allmargir bændur, að minsta kosti hje-' norðanlands, komust í stórskuldir' veturinn 1920, vegna matvörukaupa til skepufóðurs. — Búa vafalrust nokkrir að því enn. Þá hefir hlutfallið milli afurða verðs og kaupgjalds jafnan verið óhagstætt fyrir bændur. Loks hafa opinber gjöld víða vaxið aði mun, og margt fleira mætti nefna. Þrátt | fyrir þetta hefðu þó flestir bændur þar sem jeg til þekki, staðið sæmi- lega að vígi ef þeir hefðu beitt þeirri varfærni í starfi sínu og búnaðarliáttum, er íslenskur sveita búskapur heimtar, ef vel á að fara. Yæri auðvelt að benda á ekki allfá dæmi því til sönnunar. Því miður hefir orðið verulegur misbrestur á þessu. Trúin á skuldirnar. A síðasta áratug' hefir okkur bændunum verið boðuð sú kenn- ing, að alt ætti að framkvæma með lánsfje. Margir tóku þessari kenningu tveim höndum, og flest- ir smituðust af henni, meira eða minna. Eftirfarandi smásaga er ljós vottur þess hvernig margir bænd- ur hafa hugsað síðustu árin. Bóndi einn skrapp til Reykja- víkur skömmu áður en verðfallið hófst. Þegar hann kom heim sagði hann, sem dæmi þess hve öllu væri nú dásamlega stjórnað, að nú þyrftu bændur ekki annað en rjetta út hendurnar til að fá pen- inga í lánsstofnunum, eins og þeim sýndist. í hans augum var þetta aðal- atriðið. Lánstofnanir okkar bændanna höfðu verið stór efldar, og nýj- um hrundið af stokkunum er veittu bændum stór lán. Svo voru menn, er bókstaflega keptust um að bjóða bændum lánsfje, til þess að halda viðskiftum þeirra. Því verður ekki neitað, að það er mikils vert að eiga sæmilega greiðan aðgang að lánsfje, því lánsfjárnotkun er nauðsynleg fyr- ir marga bændur til að koma í framkvæmd stórfeldum umbótum. Miklar og þarflegar umbætur hafa líka komist í framkvæmd, með lánsfje síðustu árin og gefa nú sumar góðan arð. En því er líkt háttað með þetta hjálpar- meðal, eins og ýms ágæt lækn- islyf, að það getur orðið ‘ban- vænt ef það er notað ógætilega. Hvað hefir orðið af láns- fjenu. Af skjölum er legið hafa fyrir Alþingi og af viðræðum við kunnuga menn víðsvegar á land- inu, virðist nær alt benda til þess að í árslok 1930 hafi hagur margra bænda verið orðinn mjög erfiður. Þá var svo komið, að margir bændur höfðu fjötrað sig svo á höndum og fótum, að þeir voru orðnir fjárhagslegir ör- kumlamenn, er gátu kannske eitt hvað barist í bökkum, en áttu sjer engrar viðreisnar von þótt svipað verðlag hefði haldist. — Þannig var ástandið áður en verð- fallið hófst fyrir alvöru og þrátt fyrir árgæsku undanfarinna ára. Skilríkur og nákunnugur banka- maður sagði mjer þá, að t. d. í einum hreppi er hann þekti (ekki á áveitusvæðinu sunnan lands) hefði verið gert nákvæmt yfirlit yfir hag hreppsbúa og útkoman hefði orðið þannig; að samtals hrukku eignir bændanna í hreppn um ekki svipað því fyrir skuldum. Kreppa vegna ógætilegrar lánsfjárnotkunar. Allir geta sjeð að í þessari sveit var kreppan skollin á, áður en verðfallið hófst. Og þannig mun það hafa verið víðar, enda er það alkunnugt að ógætileg notkun láns fjár hefir hrint af stað alvarleg- um kreppum á ýmsum tímum. Slík kreppa hygg jeg að hjer hefði skollið á innan fárra ára, þótt verðlag hefði lítið eða ekki breyst til hins lakara, ef bændur hefðu lialdið áfram uppteknum hætti. Aðrar orsakir kreppunnar. Þótt* skuldasöfnun bænda hafi verið gerð hjer sjerstaklega að umtalsefni, sem annar höfuðþátt- ur núverandi kreppu, ásamt verð- fallinu, þá má þó nefna fleiri at- riða, svo sem litla kaupgetu kaup- staðanna, vegna erfiðrar afkomu atvinnuveganna við sjávarsíðuna, og þarafleiðandi tekjurýrnunar og atvinnuleysis. — Enn fremur fá- breytta framleiðslu bænda o. fl. er jeg sje ekki ástæðu til að rekja. Ekkert verður með vissu vitað um til hvers lánunum hefir raun- verulega verið varið, er bændur hafa fengið síðasta áratuginn. — Því miður má telja það víst, að aðeins nokkur hluti þeirra hafi verið festur í arðberandi fyrir- tækjum og að ríflegur hluti þeirra hefir gengið til þess að greiða eyðsluskuldir, eða verið lagður í fyrirtæki, er gefa búum bænda engan arð. Vaxandi kröfur sveitafólksins um lífsþægindi, munað o. fl., hafa átt sinn þátt í þessu. Góðæri und- anfarinna ára ýtti undir þessar breytingar, sem að sumu leyti voru eðlilegar. Greiður aðgangur að lánsfje, og þá. sjerstaklega versl- unarlánum_, gerðu bændum kleift að lifa yfir efni fram, og safna evðsluskuldum, jafn vel ár frá ári. * Að bændur hafa verið komnir út á varhugaverða braut, má meðal annars marka á því, að nú væri hægt að nefna allmarga. bændur, er hafa snúist, þannig við kreppunni, að þeir hafa tak- markað úttekt sína til heimilis- þarfa um %—% þess er áður var og lifa þó áreiðanlega jafn góðu eða jafnvel hollara lífi en áður. Hagur bænda. Um ástæður bænda þarf jeg ekki að ræða sjerstaklega, hefi jeg drepið á, hvernig mjer virðast, þær hafa verið, áður en verðfallið hófst. Síðan hefir eðlilega þrengt enn meira og almennara að bænd- um, en áður, nýjar skuldir safn- ast, og samtímis hafa eignir þeirra fallið stórkostlega í verði. T. d. er skattmatsverð á sauðf je í Skaga f jarðarsýslu fullum helmingi lægra nú, en í janúar 1930. Nefndarskipunin. Nefndarskipun ríkisstjórnarinn- ai, til að rannsaka hag bænda, og gera tillögur til úrlausnar, tel jeg sjálfsagða og rjetta, hefði jeg kos- ið hana fjölskipaðri af bændum. Því sá veit gjörst hvar skórinn kreppir, ér hefir hann á fæti. Framh. Banska viðskiftasendinefndin kom til London á fimtugdag, og er fjármálaráðherra Dana forseti hennar. Nefndin kemur til loka- umíræðna, við bresku stjórniná um viðskiftamálin. (TTP FB) EHH íslensk og dönsk. Siðasta samkoman af hinum stóru; hátíðlegu vikusamkomum er í kvöld kl. 8V> í K. F. U. M. í Hafnar- firði. Blandaður kór úr Reykja- vík syngAir. Ókeypis aðírangur fyrir alla. Ljósmyndastofan er lakuD í dag og naestn daga. K a 1 d a 1. Heiðruöu húsmæöur! biðjið kaupmann yðar eða kaup- fjelag ávalt um: Vanillu Citron búðingaduft Cacao frá Rom H.f. Efnagerö Reykjavíkiir. Haupið Hvanneyrarskyrið. Nýtt í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.