Morgunblaðið - 25.02.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1933, Blaðsíða 4
MQRGUNBLAÐIÐ 4 Glæný ýsa; reyktur fiskur. —- Fiskbúðin í Kolasundi. Sími 4610. Sunnudag og mánudag. Rjóma-, .Orem- og Rúsínubollur, allan dag- inn. Sími 2475. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldugötu 40, þriðju hæð. Ráðskona óskast, þarf að vera vel að sjer í matartilbúningi. — Ingimar Sigurðsson, Fagrahvammi Ölfusi. Upplýsingar í Flóru — eími 2039. Sænskt Nýtt böglasmjör Silkiklæði, besta teg. nýkomið í versl. „Dyngja“. Sími 1846. Kniplingar á upphlutsbak, nýjar tegundir, ódýrari og betri en áður hafa þekst, nýkomnir i iVersl. „Dyngja", Bankastræti 3. gulrófur, nýteknar upp úr jörðu, jafngóðar og á haustdegi. Hvítkál. Gleymið ekki blessuðu silfurtæra þorskalýsinu, sem allir lofa. Björninn. Slifsisborðamir nýju, eru nú komnir aftur í stærra úrvali en áður var. Slifsi og Svuntuefni í góðu úrvali. Versl. „Dyngja“. Standlampar, fallegir og ódýrir. Mikið úrval. Skermabúðin, Lauga- veg 15, Mahogni standgrammófónn til söiu á Laugaveg 76, uppi. A. Borgen. Vasa-áttaviti fundinn á Nönnu- götu. Eigandi vitji á A. 8, í. Fiskbúðin Frakkastíg 13. Dag- lega nýr fiskur. Reyktur og næt- ursaltaður. Lægst verð. Áreiðan- leg viðskifti. Skrifið í símaskrána 2651.________________________ Morgunkjólaefni frá 3.75 í kjólinn. Sömuleiðis stórröndótt Tvisttau. Skotskt bómullartau í ódýru úrvali. Versl. „Dyngja". Ný ýsa og þorskur. — Einnig reyktur, þurkaður og útvatnaður fiskur. Fisksalan; Vesturgötu 12. Sími 4939. Nýr bátafiskur daglega. Fisk- salan á Bergstaðastræti 2. Sími 435L Pantið í tíma. FLÓRA, Vesturgötu 17, sími 2039. — Höfum úrval af blóma- og matjurtafræi. Biðjið um verð- listann. Mislitar Blúndur á Eldhús- gardínur, Hörblúndur, breiðar og mjóar. Handgjörðar blúndur. Koddaveishorn. Versl. ,Dyngja‘. Slifsiskögur í mörgum litum. Flöjelisteygja í 3 breiddum. Flöjelisbönd, svört og mislit. Hlírabönd, margir litir. Blúsu- teygja, nýkomið. Versl. Dyngja. Svört og hvít og munstruð efni í upphlutsskyrtur og svuntur. Svört efni í kjóla. Fermingar- kjólaefni, nýkomið. Versl „Dyngja“. Eldhúsgardínuefni, falleg og ódýr. Glugga- og Dyratjalda- efni. Storesefni frá 1.95 meter. Nýkomið. Versl. „Dyngja“. Ráðvandur maður óskast til að safna áskrifendum að nýrri bók. Upplýsingar í síma 4235. Holasalan s.f. Síml 4514. með svo vægu gjaldi, sem frekast er unt, hel^st endur g j aldsíaust fyrsta árið; þar innu svo börnin að heyöflun undir stjórn einhvers kennarans, sem til þess yrði val- inn. Hey þetta ætti svo að selja úr bólstrum þar á staðnum, en andvirði þess að leggjast í sjóð er heiti: „Mjólkursjóður skóla- barna£‘, mætti auka hann með mörgu móti t. d. skólaskemtunum, mundu þær vel sóttar verða því að mikið er hjer um sanna barna- vini, einnig mætti auka hann með matjurtarækt er börnin innu sjálf að og seldu. Hefir „Sumargjöf“, þegar komið auga lá þá leið og lialdið inn á hana, eins og vænta mátti, ekki síst af forstjóra henn- ar. — Áheit og frjálsar gjafir gætu einnig komið sjer vel. Borgarsjóður Reykjavíkur mun hafa tekið á sig ábyrgð fyrir kr. 9000.00 til mjólkurneytslu í barna skólunum. Mjer er nær að halda að börnin sjálf gætu innunnið sjer þessa upphæð á lári ef vel væri stjórnað, ef nefnd kennara með skólastjóra sem oddamann við hvorn skóla, en jeg vona að ýmsir vitrir og góðir menn verði mjer sammála um það, að fjárupphæðin sje þó ekki þýðingarmesta atriðið í þessu máli heldur hitt, að þroska ^n ekki deyfa, strax í barnssálinni þá hollu Guðsgjöf: Heilbrigða sjálfsbjargarhvöt. Jeg þekki þá ekki heilbrigða barnslund rjett ef að þetta mundi ekki skapa börn- unum ósvikna ánægju og hollustu að vinna að þessu í góða veðrinu undir stjórn kennara síns sem til þess væri hæfur og þeim þætti vænt um. Það er leið til að standa á frjálsum fótum, með samstarfi, og ættu postular Austurbæjarskól- ans síst á móti því að mæla. Sem betur fer man jeg svo oft eftir því, meðan jeg dvaldi í sveit- inni, að jeg sá arfinn frá höfundi lífsins speglast á unglings andlit- unum að loknu vel unnu starfi, en á þessu er nú mikil breyting, eink- um í kaupstöðum „aftur og fram um hundamó". Vjer mælum orðið alt of margt á mælikvarða mynt annarinnar eða annara fjármuna. Það eru ekki ætíð bestu launin. Magmús Lárusson. 40 ára verður í dag Kristinn Magnússon málari í Hafnarfirði. Dagbók. □ Edda 59332287 — I. Veðrið í gær: Kyrt veður um alt land. Lítilsháttar snjókoma sums staðar á A-landi, og einnig dálítil úrkoma úti fyrir V-landi. En á N og S-landi er veður bjart. Frost víðast 2—4 stig, mest 7—-9 st. sums staðar nyrðra. Há- þrýstisvæðið mun haldast yfir landinu næsta sólarhring og litlar breytingar verða á veðurlagi. Veðurútlit í Rvík í dag: Kyrt og þurt veður. Messur á morgun: í Dómkirkj- unni kl. 11; síra Friðrik Hall- grímsson; kl. 5 síra Bjarni Jóns- son (altarisgan ga) í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2; síra Hálfdán Hjelgason, Mos- felli. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2- síra Jón Auðuns. f Aðventkirkjunni kl. 8 síðd. Dagskrár Alþingis í dag: Efri deild: Um leiðsögu skipa. Eftirlit með sparisjóðum. Neðri deild: Ljósmæðralög. Læknishjer- aðasjóðir. Eitt mál var á dagskrá í hvorri þingdeild í gær og fóru bæði mál- in til nefnda. Inflúensan á Norðfirði. Þann 2f. þ. m. var veikin komin í 14 hús. en 35 höfðu tekið veikina. Ekki veit landlæknir til, að veik- in hafi breiðist neitt út frá Norð- firði. Bifreiðaskatturinn. — Fjárhags- nefnd Nd. hefir skilað nefndar- áliti um frv. stjórnarinnar, um bifreiðaskatt. Mælir nefndin með því að frv. verði samþykt, en ein- stakir nefndarmenn áskilja sjer rjett til að bera fram breytingar- tillögur. Meðal farþega á Brúarfossi til lítlanda í gær voru: Guðrún Þor- kelsdóttir. Signý Tulinius, Guð- rún Þorsteinsdóttir. Guðrún Guð- mundsdóttir. Þóra Jóhannesdóttir. Skíðafæri hið besta er nú upp við Kolviðarhól og upp við Svana staði. Bílfært var í gær upp á Sandskeið, og búist yið að hægt yrði að moka veginn upp að Kol- viðarhól í dag. En upp að Svana- stöðum var bílfært alla leið. — Skíðafjelagið fer á morgun annað hvort til Kolviðarhóls eða Svana- staða, ef veður og færi leyfa. •— En nánar um það fá fjelagsmenn að vita hjá L. H. Muller. Nemendamót Verslunarskólans hefst í kvöld kl. 8 1 Iðnó. Verður þar mikil þátttaka. Nemendur skólans sem alls eru rúmlega 180 verða þar allir, eða því sem næst, auk fjölda eldri nemenda og ann- ara velunnara skólans. Skólablað Verslunarskólanemenda kemur iit í dag, 32 bls. með ýmsum greinum um áhugamál verslunarmanna, þar á meðal um skólann, starf hans og framtíð. Iðnskólinn hefir dansskemtun í kvöld í K. R. húsinu og hefst hún kl. 9. Papeyjarslysið. Rannsókn sjó- rjettarins er lokið í bili. En hún heldur áfram er Guðmundur Magnússon skipstjóri er orðinn það heill heilsu, að hann geti mætt til yfirheyrslu. Lítið mark- vert kom fram í prófunum hina síðustu daga umfram það sem áður hefir verið sagt hjer frá. — Þess hefir ekki verið getið hjer áður að í þýska skipinu Brigitte Sturm var íslenskur maður, Gísli Eyland fyrv. skipstjóri, er yfir- heyrður hefir verið. Bar honum sainan við Arp skipstjóra um það að siglingaljós hefðu ekki sjest á Papey fyrri en rjett áður en áreksturinn varð. Þeir sem kynnu að hafa sjeð til ferða Papeyjar á mánudagskvöld hjeðan út úr höfn inni, ættu að gefa sig fram og segja um það, hvort þeir hafi sjeð siglingaljós línuveiðarans. Brigltte Sturm er nú um það bil að fara hjeðan. Skemdir skips- ins við áreksturinn urðu litlar. Voru metnar í gær. Togarar allmargir eru nú að búa sig á saltfiskveiðar, að því er hafn arskrifstofan sagði Morgunbl. í gs?f. Júpíter og Maí í Hjafnarfirði farnir á veiðar. Afli hefir verið góður undan- farna daga á Akraness og Vest- manna.eyjabáta. Gullfoss lá í sóttkví á ytri höfn- inni % gær; en kom að landi í gærkvöldi. Inflúensan í Englandi. Dauðs- föll af völdum inflúensu í Eng- landi og Wales síðastliðna viku voru 630 talsins. (UP—FB) Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 12.—18. febr. (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 37 (48). Kvefsótt 122 (152) Kveflungnabólga 4 (7). Barna- veiki 0 (1). Blóðsótt 5 (9). Gigt- sutt 1 (1). Iðrakvef 30 (39). In- flúensa 20 (0). Taksótt '2 (3). Hlaupabóla 7 (2). Munnangur 0 (2). Stingsótt 1 (1). Kossageit 1 (4). Þrimlasótt 1 (1). Mannslát 8 (7). Ljindlæknisskifstofan. FB. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Edel Einarsson hjúkrun- arkona og Ágúst Einarsson kaup- fjelagsstjóri frá Hallgeirsey. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 18,15 Háskóla- fyrirlestur (Ág. H. Bjarnason próf.) 19.05 Þingfrjettir. 19,30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 LaugarvatnskvÖld. Útvarp frá Laugarvatnsskóla. 21.00 Tónleikar (útvarpskvartett- inn). Grammófónkórsöngur: (Or- fei drángar) : Alfvén: Sveriges flagga. Wennerberg: Hör os, Svea. Josephson: Stjárnorna tindra. Prins Gustav: Sjung om student- ens lyckliga da ’r: Glad- sásom fágeln. Kuhlau: O hur hárligt majsol ler. — Danslög til kl. 24. Síðasta samkoman af hinum vikulegu samkomum í K. F. U. M. í Hafnarfirði, verður í kvöld; sjá augl. í blaðinu í dag. Næsti háskólafyrirlestur próf. Ágústs .H. Bjarnasonar um nýj- ungar í sájarfræði er í kvöld í Háskólanum. Öllum heimill að- gangur. Manndauði úr áfengiseitrun í U.S. Bannið komst lá í Bandaríkjun- um 1920. Síðan hafa þar dáið úr áfengiseitrun á 100.000 íbúa: 1920 1.0, 1921 1.8, 1922 2.6, 1923 3.2, 1924 3.2, 1925 3.6, 1926 3.9, 1927 4.0, 1928 4.0, 1929 3.7, 1930 3.5. — Á þessu tímabili hefir þá mann- dauði úr áfengiseitrun ágerst stór- um, meira en þrefaldast. Síðasta árið hafa þá dáið úr áfengiseitrun í Bandaríkjunum um 5000 menn. KAFFI er yfirleitt drúkkið til sælgætis og hressingar. Það er því afar áríð- andi að kaffið sem þjer kaupið sje VERU- LEGA GOTT. Suana katfl (Mokka og Java blandað) er bragðgott, Ijúffengt og djrúgt og þar að auki er verð- launamiði í hverjum. pakka. Reynið það í dag og þjer munuð framvegis. verða fasíur kaupandi. Skrá yfir gjaldendur til ellistyrktar- sjóðs í Reykjavík árið 1933 ligg- ur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum bæjarins, Austurstr. 16, frá 1.—7. mars næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Kærur yfir skránni sendast borgarstjóra eigi síðar en 14. mars Borgarstjórinn í Reykjavík, 24. febrúar 1933. Jón Þorláksson. ^mmmmari KJörskrá til alþingiskosninga í Reykjavík,. er gildir fvrir tímabilð 1. júlt 1933 — 30. júní 1934. liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum bæjarins, Austurstr. 16, frá 1.—14. mars næstkemandi, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Kærur yfir . kjörskránni sjeir lcomnar til borgarstjóra eigi síð- ar en 21. mars. Borgarstjórinn í Reykjavík, 24. febrúar 1933. Jón Þorláksson. Nýkomið: Hinir marg- eftirspurðu mislitu silki Kaffidúkar komnir aftur. •Stó Vöruhúsið. JÓOOOOOOOOtKKK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.