Morgunblaðið - 25.02.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1933, Blaðsíða 3
M O K G U N K L A Ð , Ð. JpElorgmiHaftid Út*ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjfirar: Jfin KJartanaaon. V&ltýr Stefánaaon. Rltatjðrn og afgrelCala: AuaturatrœtL 8. — Slaal 1800. Auglýalngastjörl: B. Hafberg. ▲uglýalngaakrlfatofa: Austurstrœtl 3 7. — Slaal 8700 Helaaaatuar: Jön KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. B. Hafberg nr. 8770. Áskrlttaglald: Innanlanda kr. 2.00 á mánuVl. Utanlanda kr. 2.50 á aaánuttL 1 lauaaaölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Leabök. Fjáraflaplðn Sigurðar lönassonar. * Þar kom að því, að bæjarbú- œ birtust nokkur liin meiriháttar „fjáraflaplön1 Sigurðar Jónassonar forstjóra og bæjarfulltrúa. Lengi hefir hann unnið að því, að gera sjer rafmagnsmál bæjarins að fjeþúfu. Hugsar hann sjer að “tvær peningalindir renni þar í sinn vasa, með því að leggja á sjáift rafmagnið, sjer og nokkrum öðrum til hagnaðar og með því að græða á sölu raftækjanna. Að óreyndu máli höfðu menn Tialdið, að fjáraflaplön Sigurðar í þessum efrium væru ekki jafn stór fengleg í ósvífninni og raun er á. Bn í hinni ítarlegu greinargerð Jóns Þorlákssonar, er birtist hjer í blaðinu á fimtudaginn, er alveg 'flett ofan af þessu braski Sigurð- ar, þó þar sjeu aðeins tölurnar látnar tala, án þess nokkuð sje að því vikið hvílíkt hugarfar og frekja lýsir sjer í athöfnum manns ins. — Margoft hefir Sigurður Jónas- son lýst því fjálglega hvílíkt djiásn •og dýrgripur meðal heimsins fall- vatn iSogið sje. En hvernig hugsaði hann sjer svo ■ao láta Reykvíkinga verða að- njótandi þessa marglofaða og á- gæta fallvatns? Með því móti að Sigurður Jón- Æisson og Co. setji þar upp rafstöð. Og síðan átti „compani" þetta :að selja bænum rafmagn. Samkvæmt áætlun þeirri sem gerð hefir verið um rafstöð við 'Sogið er bærinn ætti og ræjd átti •árskílówattið að kosta, við 1. virkj nn 122 kr. Eftir næstu viðbótar- virkjun 71 kr. og -eftir full-virkj- un 54 kr. En samkvæmt „fjáraflaplönum“ 'Sigurðar átti hann og fjelag hans að geta selt Reykvtkingum árs- kílówattið í 30 ár fyrir 169 krónur. Og þetta datt Sigurði í hug að 'hamra í gegn, enda þótt sýnt væri að Reykvíkingar geta fengið 2000 kílówatta viðbót við Elliðaárnar fyrir kr. 32.50 árskílówattið. oo Þiððshandaiaaið. Fulltrúar lapana ganga af funöi. London 24. febr. FIJ Fundur Þjóðabandalagsins í dag varð einhver sá alvarlegasti í sögu þess. Eftir að fulltrúar Kína og Jap- ana höfðu talað, var gengið til atkvæða um álit 19-manna-nefndar innar, og því greidd 42 atkv; Jap- anar einir voru á móti; en full- trúi Siam greiddi ekki atkv. Matsuoka, aldursforseti jap- önsku sendinefndarinnar, kvaðst finna sig knúðan til að lýsa yfir því, að stjórn hans gæti ekki leng- ur unnið með Þjóðabandalaginu að friðsamlegri lausn deilunnar. Japan gæti ekki með nokkru móti fallist á nefndarálitið. Hann hjelt því fram, að Þjóða- bandalaginu hefði algerlega sjest yfir hina óheyrilegu og hræðilegu óstjórn í Mansjúríu. Kína hefði um langan aldur brugðist skyldu sinni sem yfirstjórnandi, og hefði þetta einkum komið niður á Jap- önum. Hann ljet í ljós sorg sína yfir því, að með athöfnum sínum hefði Þjóðabandalagið látlaust hvatt Kína til þess að beita þrjósku og ósanngirni. Kínverjar töluðu um kærleika, frið og reglu, en það sæti sjerstaklega illa á þeim. Japan hefði um langan aldur háð erfiða baráttu til eflingar friði og betrá skipulagi í Man- sjúríu. Það kynni að sýnast mót- sögn, en væiú þó fullkomin alvara Japana, að fyrir þeim vekti að eins það að hjálpa Kína til þess að koma á friði og reglu í Austur- löndum. Lauk hann máli sínu á þessá leið: „Jeg bið yður þess, í dýpstu alvöru, að breyta gagnvart okkur á þessum grundvelli, og veita okk- ur framvegis traust yðar. Þess vegna bið jeg yður, að samþykkja ekki þetta nefndarálit.“ Þá er hann hafði lokið þessari ræðu, sem flutt var af mikilli al- vöru, gekk hann fvrir hinum jap- önsku fulltrúum út rir salnum. Sukimora, sem er einn af elstu embættismönnum Þjóðabandalags- ins, varð eftir í salnum er hinir gengu út, og gerðu menn sjer vonir um að það þýddi það, að Japan væri eklii endanlega geng- ið úr Þjóðabandalaginu. En í þeim svifum stóð hann upp, og lýsti yfir því, að hann ljeti af embætti sínu og hvarf sf fundi. f forsölum og áheyrendabekkj- um fundarsalsins var mikill mann- fjöldi, sem fylgdist með störfum fundarins með mikilli athygli. Af gangi málsins er það að öðru leyti að segja, að forseti fundarins setti fund og tilkynti að 19-manna-nefndin sæi sjer ekki fært að breyta einu orði í áliti sínu og yrði því að ganga til atkv. um það í þeirri mynd sem það væri. Yen, fulltrúi Kína, tók þá til máls og ljet í Ijós gleði sína yfir því hugrekki sem Þjóðabandalag- ið hefði sýnt með þessum úrskurði gagnvart einum af voldugustu með limum þess. Kvað hann Þjóða- bandalagið mundi ganga sterkara út úr þessari eldraun. Jafnframt ljet hann svo um mælt, að Kína mundi meta stórkostlega mikils þann skilning og þá samúð sem því nú væri sýnd, er það stæði í byrjun sinnar þjóðlegu viðreisn- ar, með hinum hræðilega, en rjett- láta áfellisdómi á hendur jap- anskri hernaðarstefnu, og þeim sem bæru ábyrgð á henni. Loks kvað hann Kína taka með gleði þátt í samvinnu við Bandaríkin og Sovjet Rússland, eins og lagt hefði verið til af nefndinni. Þingi Þjóðabandalagsins slitið. Genf 24. febr. United Press. FB. Þingi Þjóðabandalagsins var elitið kl. 6,21 síðd. Á vígvellinum. London 24. febr. \ United Press. FB. Fregnir frá Tungliao herma, að alt bendi til að sókn Japana og | Mansjúríuliðsins sje hafin, þótt miklar hríðar sjeu þar eystra. — Fullyrt er, að herliðið í Peipiao hafi flúið, en íbúarnir dregið Man- sjúríuflaggið á stöng. Erfiðleikar bresku útgerðarinnar. En þá brást Sigurði Jónassyni bogalistin. Flokksmenn hans gátu ■ekki fengið af sjer að ljá þesshátt- ar stórsvindli lið. Ekki einn ein- asti bæjárfulltrúi greiddi atkvæði með slíkum fjörráðum við' efna- 'hagslegt sjálfstæði bæjarins. Framtíð Reykjavíkur byggist á því, sagði Ölafur Friðriksson, að bæjarbúar fái ódýrt rafmagn. Það er ákaflega ólíklegt að nokkrum manni detti í hug að ’leita hollráða til Sigurðar Jónas- :sonar hjer á eftir í þeim efnum. London 24. febr. United Press. FB. Að tillögu Howard Grittens hef ir neðri málstofan rætt erfiðleika- ástand fiskveiðaútgerðarinnar. — j Hvatti Gritten til þess, að aukinn væri innflutningstollur á fiski, er lagður væri á land í breskum höfnum af erlendum fiskiskipum. Elliot, fiskveiða og landbúnaðar- ráðherrann, kvaðst viðurkenna hve útgerðin ætti erfitt uppdrátt- ;ar, eins og ástatt væri, en ef til vill væri erfiðleikarnir búnir að ná hámarki. Nú yrði að gæta þess að viðskiftaumleitanir Breta og ýmissa annara þjóða yrði til lykta leiddar fljótlega. Ríkisstjórnin myndi hafa í huga að ráða bót á erfiðleikum útgerðarinnar, eftir því sem unt væri, en þeir væri svo miklir, að ekki mætti flana að neinum ákvörðunum. Ameríkufhis: ítalanna um Island. London 24. febr. United Pess. FB. Þegar hópflug ítölsku flug- mannanna til Bandaríkjanna um ísland og Grænland fer fram í vor, verða sex breskir botnvörp- ungar hafðir til aðstoðar ef með ^ þarf, á flugleiðunum milli Bret- i lands og íslands og Grænlands. Kommúnistar. Stjórnin í Rúm- | eníu ákvað á fundi að hef ja bar- áttu um alt land gegn kommún- istunum. FU. Ftð aukafundi Uæiarstiórnar. Á aukafundi þeim sem lialdinn var í bæjarstjórn út af tilboði frá li.f. Sogsvirkjun um sölu á raf- magni frá Sogsstöð, flutti borgar- stjóri, Jón Þorláksson, ítarlega ræðu um málið. En þar Óð hjer birtist í fimtudagsblaðinu hin ná- kvæma greinargerð lians viðvíkj- andi þessu máli, er ekki ástæða til að rekja hjer ræðu þessa. Skýrði hann frá því, að þeir rafmagnsstjóri, Steingr. Jónsson, og hann hefðu skift með sjer verk- um við rannsókn þessa máls. Niðurstaðan er sú, eins og les- endum blaðsins þegar er kunnugt, iað eigi gat komið til nokkurra rnála að taka tilboði h.f. Sogsvirkj unar, að rafveitan getur sjálf stað- ið straum af viðbótarvirkjunum við Elliðaárnar, og sú viðbótar- virkjun géfur bænum það lang- ódýrasta rafmagn sem er fáanlegt, árskílówattið fyrir kr. 32.50. (Til- boð li.f. Sogsvirkjunar er 169 kr. fyrir árskílówatt). Og að Raf- magnsveitan.getur á næstu 8 árum greitt allar skuldir sínar, • átt Ell- iðaárstöðvarnar og bæjarkerfið skuldlaust, og er þá opin leið til lántöku, fyrir svo vel stætt fyrir- tæki, til að virkja Sogið. Á fundi bæjarráðs á fimtudag bar Stefán Jóh. Stefánsson fram eftirfarandi tillögu, er síðan lá fyrir bæjarstjórnarfundinum: „Bæjarstjórnin telur það bestu og sjálfsögðustu leið til þess að bæta úr raforkuþörf bæjarins, að bærinn sjálfur eða ríkið, virki og reki raforkustöð við Sogið. En út af tilboði því, er fyrir liggur frá h.f. Sogsvirkjunin, um sölu á rafmagni til bæjarins, þá telur bæjarstjórnin það ekki að- gengilegt, en álítur þó rjett, að frekari samningatilraunum verði haldið áfram við fjelagið, og að þess verði jafnframt farið á leit við fjelagið, að það láni eða tryggi bænum fje til virkjunar Sogsins“. Á bæjarstjórnarfundinum benti Ja.kob Möller St. Jóh. St. á það, hve loðin og óákveðin þessi tillaga hans væri. í upphafi tillögunnar telur hann það „bestu og sjálfsögðustu leiðina“ að bærinn eða ríkið virki Sogið. En í síðari hluta tillögunnar tal- ar hann utan að því, að samning- ar haldi áfram við h.f. Sogsvirkj un (þ. e. Sig. Jónasson) um virkj- un eða fjárútvegun. Þessa samúð hefir St. Jóh. St. með „plönum“ Sigurðar enn. Fyrr fundinum lá og svohljóð- andi tillaga frá borgarstjóra: „Ut af þessu máli leggur bæjar- ráðið til að bæjarstjórn geri svo hljóðandi álvktun: Bæjarstjórnin heldur fast við fyrri áform sín um að auka Raf- magnsveitu bæjarins með virkj- unum fyrir reikning hennar sjálfr ar, og felur bæjarráðinu að undir- búa tillögur um næstu aukningar, sem bæjarstjórnin telur æskilegt að geti byrjað sem fyrst eftir að lokið er þeirri stækkun á Ell- iðaárstöðinni, sem ákveðin er á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs“ Báðar þessar tillögur voru feld- ar með jöfnum atkvæðum, tillaga borgarstjóra feld, vegna liðsinnis Hjalta Jónssonar við sósíalista. 9 fL, verður leikinn á sunnudaginn kl. 8 síðdegis. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir kl. 1—4. — Nokkur stæði eru óseld; en verð kr. 1.50. Pelikan Blekforði Pelikan lind- arpennans er altaf sjá- anlegur, því að blek- geymir hans er úr gegnsæju Bákelite. Fyllitækið er fábrotin bulla (stimpill), sem skrúfuð er upp og nið- ur. Engin gúmmíblaðra Blekdreyfirennurnar, sem eru undir sjálfum pénnanum eru af nýrri gerð, sem tryggir það að penninn gefur jafna skrift og klessir ekki. Pelikan- lindarpenn- ar kosta aðeins 22 kr. BákUiócUuv Lækjargötu 2. Sími 3736. En áður hafði feld verið dag- skrártillaga frá Jakob Möller, er sagði ekki annað en það, að bæj- arstjórn hjeldi fast við það, að bærinn virkjaði sjálfur fyrir sig, og teldi tilboð h.f. Sogsvirkjunar ekki aðgengilegt. En að öllum þessum tillögum feldum, var sem fvr segir, bæjar- stjórn á einu máli um það, að ■vísa tilboði h.f. Sogsvirkjunar á bug. Sig. Jónasson sýndi sig ekki á fundinum. Skólabörnin og miólkurgjafirnar. Það var nokkru fyrir jól í vet- ur, ef jeg man rjett, að Arngrím- ur Kristjánsson kennari reit grein arstúf sinn í Morgunblaðið um mjólkurþörf skólabarna. Grein þessi virtist rík af samúð með börnunum, en úrlausn á mál- efninu gat jeg ekki fundið aðra en þetta hiáværa varhugaverða nú- tíma liróp: Kröfurnar til annar, ekki síst til þess .,opinbera“. Arngrími til innleggs ætla jeg þó að spá því að grein hans hafi aðallega átt að vinna að hinrii knýjandi þörf í bili„ en hugsanir sínar í þessu máli hafi hann geymt og borið fram í kyrþey á rjettum stöðum“, en hafi einhver þeirra týnst úr lestinni langar mig að mega hnýta einni eða svo aftan við í staðinn. Ef jeg man rjett þá er ræktaða bæjarlandið í Fossvogi 22.82 ha. Mjer hefir komið til hugar, ef til vill fleirum líka, hvort bæjar- stjórnin hjer gæti ekki orðið því samþykk að láta barnaskólana hafa ca. 4—5 ha. af landi þessu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.