Morgunblaðið - 01.03.1933, Síða 2

Morgunblaðið - 01.03.1933, Síða 2
2 MOKGUNBLAY 11» f Skúli 5kúlason prófastur, f. 26. apr. 1861; d. 28. febr. 1933. Það var forðum daga sagt um IÞorlák biskup Runólfsson, að hann hefði verið „hugþekkur hverjum góðum manni“. Hið sama xmin með sanni verða sagt «m „síra Skúla frá Odda“, •eins og hann venjulega var nefndur, sem nú er hniginn dauðans faðm, tæplega 72 ára .gamall. „Hugþekkur hverjum góðum manni“ er áreiðanlega sann mæli um síra Skúla. Við það munu allir kannast, sem kynt- ust honum á lífsleið hans, sem :nú er á enda runnin; því að þess betur, sem menn kyntust honum, þess auðsærri urðu mannkostirnir, sem prýddu hiina góðu og göfugu sál, er inni fyrir bjó, og mótuðu alla framkomu hans hið ytra bæði til orða og verka. Fyrir því má •öllum vinum hans þykja mikill hiarmur að sjer kveðinn við frá- fall jafn ágæts manns. Að vísu var aldurinn orðinn nokkuð hiár, en flestir, sem þektu hann munu þó hafa vonað, að hann ætti enn nokkurn aldur ólifað- an, svo tiltölulega lítið, sem hann var farinn að láta á sjá. En enginn kemst yfir skapa- dægur sitt, og því er að taka fráfalli hans með undirgefni ‘Og gleðjast við endurminning- arnar, sem geymast frá sam- -vistardögunum. En þær endur- minningar eru margar og hug- Ijúfar eftir jafn hugþekkan mann. Prestskapurinn varð hið eig- xnlega æfistarf hans. Og það æfistarf fór honum alla tíð svo úr hendi, sem best má. Hann var manna vandvirkast- ur við ræðugjörð og gerði sig aldrei ánægðan með að bjóða fióknarbörnum sínum annað en það besta, sem hann gat þeim í tje látið. Vandvirkni var yfir- OÍtt eitt af aðaleinkennum sírs> Skúla við öll sín störf. Hann kastaði aldrei höndunum til nokkurs þess verks, sem hann átti að vinna og þá síst af öllu tfi prjedikunarstarfsins. Til þess var það altof háleitt í huga hans. Öll altarisþjónusta fór þonum prýðilega úr hendi, því að hann var ágætur raddmað- nr og söngvinn með afbrigðum — en afleiðingar þess að tala í köldum kirkjum urðu að síðustu þær, að hann misti röddina og -varð svo erfitt um ræðuflutn- ing, að hann varð að láta af prestskap aðeins 57 ára gamall. Hann var ennfremur ágæturj nngmennafræðari — eins hann hefir eflaust verið búinn ágætum kennarahæfileikum — og munu hin mörgu ungmenni, hann bjó undir fermingu lengi minnast þessa fermingar- föður síns með ást og virðingu. Loks stundaði hann með mikilli alúð sálgæslu innan safnaða sinna og var óspar á að vitja sjúkra og gamalmenna, þar sem hann vissi af þeim í sóknum sín- um. Með þessari emstöku skyldurækni við hin prestlegu störf ávann hann sér elsku og virðingu sóknarbarna sinna svo að fáir prestar hafa átt þetta á hærra stigi en hann. Og sókn- arbörnum hans var því ljúfara að láta honum þetta í tje, sem hann var prestur í allri fram- komu sinni, — maður, sem á- reiðanlega mátti segja um að „prýddi lærdóminn með grand- vöru lífemi“. En auk þess, sem síra Skúli Skúlason var fyrirmynd ann ara sem prestur, var hann það líka sem fjelagsmaður innan sveitar sinnar og sýslufjelags meðan hann starfaði í sveit. Mun það ekki ofmælt, að ekki hafi verið völ á betri fjelags manni en hann var, bæði til- lögubetri úm öll hjeraðsmál og áhugasamari um tímanlegan hag sóknarbarna sinnu og fram- faramál öll. Fyrir því varð hann líka mikill áhrifamaður innan sveitar sinnar og sýslufjelags, einnig í tímanlegum efnum. Allir báru hið besta traust til hans sökum vitsmuna hans, ráðhyggni og ósjerplægni, enda hlóðust á hann margvísleg trún aðarstörf, sem ekki þóttu bet- ur komin í annara höndum. Sjálfur var síra Skúli sál. fyrirtaks búsýslumaður og má með sanni segja, að hinn forn- frægi Odda-staður hafi ekki verið betur setinn af öðrum en honum, og er þó alkunna hve margir ágætismenn hafa á öll- um tímum gert þar garðinn frægan. Hann prýddi staðinn með ágætum húsabótum, svo að ekki þótti önnur prestsetur hjer á landi taka fram Odda- stað að híbýlaprýði og allri um- gengni staðarins, utanhúss og innan. Þar ríkti þá líka rausn og höfðingskapur á háu stigi alla embættistíð síra Skúla þar eystra. — • Þegar á alt er litið, verður það sannastur dómur um síra Skúla Skúlason, sem segir í upphafi: Hugþekkur hVerjum góðum manni!“ sökum mikilla mann- kosta sinna, manngæsku, trú- mensku, stillingar og prúðmensku Þess vegna mun hans lengi xinst verða með kærleikshug og söknuði af þeim er kyntust honum á lífsleið hans, en þó af engum fremur en ástvinum íans, sem stóðu honum næst lífinu og þektu hann best, eftir- ifandi eiginkonu og börnum, sem nú harma hann látinn! Blessuð sje minning hans! 1918, er hann vegna heilsu- brests varð að láta af prest- skap. Síðustu 5 árin í Odda var hann jafnframt prófastur í Rang árþingi. Hann var fyrstur presta, sem fjekk embætti hjer samkvæmt kosningu safnaða. Frá því er síra Skúli Ijet af prestskap, dvaldist hann hjer í bæ og hafði lengst af á hendi skrifstofustörf í fjármálaráðu- neytinu. Hinn 15. júní 1887 kvæntist hann Sigríði Helga- dóttur (lectors Hálfdánarson- ar) og lifir hún mann sinn eftir nærfelt 46 ára farsæla og gæfu- ríka sambúð, ásamt þrem son um þeirra, Skúla ritstjóra Helga augnlækni og Pál rit- stjóra, og eihni dóttur, Soffíu, matreiðslukenslukonu. En tvær dætur mistu þau hjón: Þórhildi og Guðrúnu, báðar uppkomn- ar. — * * Bankalokun í Ðandaríkjum. Iltsala byriar í dag. Verslun Ben. S. Þórarinssonar selr fyrir hálfvirði og minna: Stufkápur, Morgunkjóla, Svuntur, Náttkjóla, Skyrtur, Bamanáttföt, Gúmmísvuntur, Vinnujakka og Smádrengjajakka, í Matrósaföt og fl. Útsalan stendr til helgar. — Frá New York er símað, að um 20 fylki í Bandaríkjunum ætli að setjast á ráðstefnu iit af banka vandræðunum. — Þingið hefir sam þykt skyndilög um að leyfa ríkj- unum að stöðva útborganir banka. — Auk þeirra ríkja sem þegar hafa verið nefnd, hafa nú New York, New Jersey. Nebraska, Ohio, Pennsylvania og Deleware v sam- þykt, að veita bönkunum greiðslu frest. — Bankarnir í Columbus, Cleveland og Dayton í Ohio hafa lokað í gær og er innstæðufje þeim talið að nema 815 miljónum dollara. — Bankastjórar 12 helstu þankanna í New York eru nú að ráðgast um, hvort ekki megi tak- ast að finna einhvern annah gjald miðil í stað peninga meðan vand ræðin standa yfir. — Roosevelt hefir einnig haft marga fundi með tilvonandi fjármálaráðherra sínum Woodin og ýmsum fjármálasjer- fræðingum. (FÚ.). Skattfrelsi samuinnufjelaga. Verður það afnumið í Eng- landi? Síra Skúls Skúlason prófast- ur var fæddur á Breiðabólstað í Fljótshlíð 26. apríl 1861. For- eldrar hans voru: Skúli pró- fastur Gíslason (t 1888), þjóð- kunnur merkisprestur (systur- sonur Bjarna Thorarense.:) og Guðrún Þorsteinsdóttur, prests í Reykholti, Helgasonar (f 1839). Hann útskrifaðist úr skóla 1884 og af prestaskóla 1886 með hárri lofseinkunn frá báðum þessum skólum. Ári síð- ar gerðist hann eftirmaður síra Matthíasar, sem prestur í Odda ogl og dvaldist þar í 31 ár, eða til London, 28. febrúar. Nefnd sú sem fjármálaráðherra Breta skipaði fyrir nokkru til þess að athuga skattgreiðslu samvinnu- fjelaga, hefir nú skilað áliti sínu, og er það á þá leið, að nema beri úr gildi þau ákvæði um undan- þágu frá skatti sem samvinnufje- lög hafi yfir önnur framleiðslu- og verslunarfjelög. (FÚ.). Danskt skip rænt. Oslo, 28. febrúar. Kínverskir sjóræningjar rjeðust á danskt skip skamt frá Hong Kong í gær, og rændu öllu fje- mætu um borð. Hótuðu þeir far- þegunum með skammbvssum og hnífum, og höfðu síðan 3 þeirra á brott með sjer sem gísla. Fyrsti stýrimaður særðist í kviðinn af skammbyssuskoti, en þó ekki ,hættulega. Skipið er 3000 smá- lestir að stærð, og er frá Aaben- yaa. (FÚ.). Colman's albektu vörur fyrirliggiandi: Karry - Sinnep - Línsterkja. Sfmi: Einn - Iveir - þrfr - ffúrir. Segiun 5 Krúnur. í dag fá flestir útborguð laun sín, megnið af þeim peningum fer í viss útgjöld, en sem betur fer, verður oftast nær eitthvað eftir óráðstafað. í þetta sinn verður þeim peningum ekki betur varið en að kaupa miða í bílhappdrætti íþróttafjelags Reykjavíkur. 4000 króna bíll fyrir 1 krónu. Fata- og frakkaefni. Nýkomtð úrval. Arni & Bjarni. Dppsklpnn á Best South Yorkshire Hard Steamkolum stendur yfir í dag og næstu daga. Kolasalan S.f. Sími: 4514. Tilkynning. Hjer með tilkynnist heiðruðum viðskiftamönnum að jeg hefi pr. 1. mars þ. á. selt þeim systrunum, Guðrúnu og Elísabet Jónsdætrum, þvottahúsið „Grýta“. Um leið og jeg þakka viðskiftin, vona jeg að þær fái að njóta sömu velvildar og jeg. Virðingarfylst. Franlz Hákansson. Samkvæmt ofanrituðu höfum við undirritaðar, sem áður voru starfsstúlkur hjá herra Hákansson, tekið við þvottahúsinu „Grýta“, Laufásveg 19, pr. 1. mars. Um leið og við munum kappkosta að vanda alla vinnu, svo sem verið hefir hingað til, vonumst vjer eftir velvild heiðraðra viðskiftavina. Virðingarfylst. Gnðrún og Elísabel Júnsdætnr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.