Morgunblaðið - 01.03.1933, Side 3

Morgunblaðið - 01.03.1933, Side 3
* Jffior&mtWttMft Út*«f.: H.f. Árrakur, BirUkTlk. Kltatlörsr: Jðn KJsrtsnaaon. Vsltjr St«fánuoo. Rltatjðrn og sfgrdtils: Austurstrœtl 8. — Stssl 1600. ÁBglJilngsitJðrl: XL Hsfbirg. Ausl^alngrsakrifctofs: Austurstrœti 17. — Slssi 6700 Hslsssslsssr: Jðn KJartansson nr. 6742. Valtýr Stefánason nr. 4220. B. Hafberg nr. 8770. Áakrlftsglsld: Innanlands kr. 2.00 á. mánutSi. Utsnlsnds kr. 2.60 A ssAnuBL, 1 lsusasðlu 10 surs slntskiS. 20 surs msO Lssbðk. Pinghúsbruninn. Síðastliðið ár hefir Alþýðu- lilaðið reynt að telja lands- mönnum trú um, að mikið djúp væri staðfest og jafnvel, óbrú- Rndi, milli sósíalista og komm- únista þessa lands. Þótt þessir flokkar eða flokks- brot hafi skammast óbóta- skömmum, og- forystumenn Jieirra borið hvern annan verstu svívirðingum, hafa menn ekki dagt mikinn trúnað á klofn- inginn. 'Götudrengseðli manna ryður «jer til rúms, hvort heldur þeir elga viðskifti við flokksmenn, skoðanabræður eða andstæð- anga. 1 gærmorgun bárust hingað ■þær fregnír, að þýskir komm- únistar hefði í fyrrakvöld gert hina stórkostlegu íkveikju í iþinghúsi þýsha lýðveldisins, sem skýrt er frá á öðrum stað hjer í blaðinu. Átti þinghús- þruninn að verða uppreisnar- tákn fyrir gervallan byltinga- lýð Þýskaiands. En hvað gerir stjórnmála- Titnefnd Alþýðublaðsins við fregn þessa? Hún snýr henni við. Það eru ■ekki kommúnistar, sem kveikt ’Jhafa í þínghúsinu í Berlín, seg- ir hr. alþm. Hjeðinn Yalde- tnarsson. öðru nær. Það eru þýsk yfirvöld, sem lagt hafa hina glæstu þinghöll að miklu leyti í rústir(I). Eins og hann viti þetta ekki langtum betur, en t. d. lögreglan í Berlín (!) En hvers vegna þessi yfir- "breiðsla yfir talandi staðreynd- ir, hvers vegna þessar barna- legu málsbætur fyrir athæfi og 'byltingastarf þýskra kommún- ista? Skýringin er auðfundin. Alþýðublaðið, skjÓl og skjöld ur hins íslenska kommúnisma, breiðir í lengstu lög yfir óvirð- ingar erlendra skoðanabræðra - samstarfsmanna — til þess að .alþjóð manna hjer á Islandi gangi þess sem lengst dulín, að hjer er flokkur manna, sem hlakkar yfir hermdarverkunum í Þýskalandi, og býður þess með ■óþreyju, að þeim takist, að láta loga hjer við Austurvöll. Ríkisvald, varalögreglu, vald til þess að hindra kommúnista 'í fyrirætluðum fordæðuskap •sínum mega Alþýðublaðs-menn •ekki heyra nefnt á nafn. ••• *••• Fundur í Kvennadeild Slysa- varnafjelags íslands í kvöld kl. '8V2, í K. R.-húsinu, upþi. Fundar- efni: Fjelagsmál og skemtíatriði. Allar konur, sem styðja vilja starf semi deildarinnar og gerast með- "limir hennar, eru velkomnar á 'fundinn. kgunrlab: Kommúnistar í Þýskalanöi efna til borgarastyrjalöar. Otsala. Þeir kveikja í ríkisþinghöllinni í Berlín og urðu á henni miklar skemdir. Einn aif brennuvörgunum næst. Ríkisþinghöllin. Þingmenn og foringjar kommúnista handteknir, útgáfa blaða þeirra bönn- uð í mánuð. Berlín 28. febr. United Press. FB. Stuttu eftir klukltan 9 í gær- kvöldi varð þess vart, að eldur var uppi í Ríkisþingbyggingunni. Kl. 10,k5 hafði slökkviliðsmönnum tekist að slökkva eldinn. Húsið varð fyrir miklum skemdum, eink- ■anlega í aðalsalnum, en í hinum mikla og veglega. forsal þinghúss- ins flóir alt í vatni. Var þangað varpað bekkjum og borðum úr þingsalnum, er unnið var að því að kæfa eldinn. Yms herbergi á fyrstu hæð hússins skemdust mik- ið. Nokkur hætta er talin á, að þaklivelfingin hrynji. Hollenskur kommúnisti hefir verið handtekinn og sakaður um að hafa kveikt í húsinu. Játaði hann á sig söldna. Því næst skip- aði Göhring ríkisforseti svo fyrir, að liafðir skyldi í haldi allir þing- menn kommúnista, einnig flokks- leiðtogar þeirra, og Ijet gera ráð- stafanir til þess að banna útkomu allra kommúnistiskra blaða í mán- uð, en blöð jafnaðarmanna um hálfan mánuð. Hollenski kommúnistinn, van der Luebbe, liefir játað, að hann hafi staðið í sambandi við jafn- aðarmenn í flokki þeirra. Var útkoma blaða jafnaðarmanna bönn uð af þessum orsökum. Berlín, 28. febr. FII Af brunanum, sem varð í ríkisþinghöllinni í Berlín í gær, er það að frjetta, að slökkvilið- inu tókst eftir erfiða og hættulegá vinnu í hálfa aðra stund að tak- marka svo eldinn, að hann breidd- ist ekki út þaðan, sem hanii hafði upptök sín. Brann miðálman til kaldra k,ola og þar með fundar- salur þingsins og áheyrendapall- ar. Tjónið nemur miljónum ríkis- marka. Húsið var eitt hið fegursta þinghúsi í heimi og bygt á ár- únum 1884—94; valt byggingar- kostnaðurinn á tugum miljóna rík- ismarka, og þótti svo mikið í bor- ið, að lnisið var í skopi kallað miljónahöllin. í tilkynningu frjettastofu prúss- nesku stjúrnarinnar segir, að þetta sje gífurlegasta íkveikja, sem sög- ur fari af. ITm alt liúsið, frá kjall- ara og upp undir þak hafi verið dreift tundrum, og eftir að brun- ans varð vart hafi lögregluþjónu, sem hljóp inn í höllina, rekist á marga menn, sem voru á hlaup- um að koma fyrir tundrum. Hafi þeir verið með blys í höndum og borið þau að eldfimum efnum, er þeir hafi dreift um húsið. Er lög- regluþjónninn sá þetta, greip hann til skammbyssunnar og skaut á mennina, og náðist í þeirri viður- eign Hollendingurinn, sem getið hefir verið um. í tilkynningunni segir að þetta sje svívirðilegasta ógnunartilraun, sem komnnpiistar hafi framið utan Rússlands. Enn fremur segir í tilkynning- unni, að um daginn, þegar rann- sókn var gerð í Karl Liebknecht Haus, aðalbækistöð kommúnista í Berlín, hafi þar fundist sönnun- argögn fyrir því, að kommúnistar ætluðu sjer að hefja ógnaröld; um Þýskaland að hætti bolsivikka. Þar hafi fundist fyrirskipanir og áætlanir nm íkveikjur r ýmsum helstu opinberum byggingum. gripasöfnum, höllum, kirkjum og viðskifta- og iðnaðarbóhmi. Nú sje þetta að vísu hindrað með hús- rannsókniinni, en þetta, sem gerð- ist í gær hafi iátt að vera merki til kommúnista um að nú skyldi upp- reisnin hefjast, en samkvæmt á- ætlunum þeim, sem fundust við húsrannsóknina í Karl Liebknecht Haus, hafi síðan átt að hefja rán og rupl í dag bæði hjá ríkinu og emstökum mönnum, en á þennan hátt ætluðu kommúnistar að hleypa um borgarastyrjöld. Göhring innanrikisráðherra hef- ir lýst yfir því, að hann nntni neyta allra bragða til þess, að liindra óaldarmennina frá hinum glæpsamlegu fyrirætlunum. Þegar Þessa viku seljum við með mjög miklum afslætti.: Kjóla Ulsterefni, mjög hentug í vorkápur fyrir börn og fullorðna. Kjólatau • i . og ýmsar aðrar vörur. CHIC Bankastræti 4. sje búið að setja lögregluvörð í allar opinberar byggingar, bilið sje að hervæða alla aðallögregl- una og kalla saman varalögregl- una. — Tveir þingmenn kommúnista hafa verið úrskurðaðir í varðhald, vegna þess að grunur hvilir á þeim um hlutdeild í íkveikjunni í þinghöllinni, en allir aðrir þing- menn kommúnista hafa verið tekn- ir í gæslu. Göhring skorar á alla góða borgara til aga og löghlýðni og biður þá að stuðla að því að óaldaráform kommúnista nái ekki fram að ganga. (FÚ.). Berlin, 28. febrúar. United Press. FB. Göhring liefir gefið út yfirlýs- ingu og lýst yfir því, að uppreisn- artilraun bolsivikka hafi verið kæfð í fæðingunni. Hundrað og þrjátíu kommún- istar hafa verið handteknir út af íkveikjunni í ríkisþingsbygging- nnni, iflestir kommúnistar og flokksfulltrúar, einnig nokkrir þingmenn. Á meðal hinna handteknu er Hermann Remmele, kommúnisti, sem á sæti í ríkisþinginu, og Al- fred Apfel lögfr., róttækur þing- maður. Miðstjórn jafnaðarmannaflokks- ins hefir símað Göhring og neit- ar liún því mjög ákveðið, að flokk urinn hafi átt nokkurn þátt að íkveikjunni. Lögreglan hefir gert húsrann- sókn hjá blaðinu Vorwárts og var morgunútgáfan gerð upptæk. Berlin, 28. febrúar. Þýska ríkisstjórnin helt fund í dag kl. 10 til þess að ræða um íkveikjuna í ríkisþingsbygging- unni. Stjórnin hefir til meðferðar tillögur um neyðarráðstafanir út af brunanum og verður alt per- sónulegt frelsi stórkostlega heft með riáðstöfunum þessum. — Göh- ring skýrði frá því á fundinum, að í neðanjarðarlivelfinu í Karl Liebknecths-liúsinu hefðu fundist söhnunargögn fyrir þvi, að kom- múnistar ætluðu sjer að hefja ógn aröld um alt ríkið og hann taldi það sannað, að sumir af foringj- um kommúnista hefðu undirbúið íkveikjuna. Hann kvað menn verða að vara sig á njósnurum kommúnista, því þeir kæmu fram í einkennisbúningum Stálhjálma- manna óg Nazista. Torgið við ríkisþingsbyggingunai er í höndum lögreglunnar og slökkviliðsins og enn rýkur nokk- uð úr rústunum. — Lögreglan hef- ir tekið um 130 menn fasta og eru margir þingmenn meðal þeirra, t. d. Torgler og Schminke, og hinir þektu rithöfundar Ludwig Renn, Erich Múhsam og Bgon Erwin Kisch. í borgum um alt Þýskaland hef- ir lögreglan í nótt hafið húsrann- sóknir hjá kommúnistum og jafn- aðarmönnum og tekið marga fasta. í Hannover einni hafa 140 menn verið teknir fastir. (FÚ.). •••• •••• Grænlandsmálið. Hvemig dómstóllinn í Haag starfar. Að lokinni málfærslunni í Græn landsmálinu fengu dóinarar nokk- urra daga frest til þess að kynna gjer enn betur málsútlistun beggja aðilja. Síðan verður ákveðinn dag- ur þegar dómarar eiga að koma á fund og úrskurða hver málefni eigi að koma til greina og hverjum megi sleppa sem niðurstöðu dóms- iiis óviðkomandi. Síðan er aftur veittur athugunarfrestur og að honum liðnum á hver dómari að koma fram með skriflegt álit sitt á málinu og rökstyðja það. Ollum þessum álitsskjölum verður útbýtt meðal dómenda og síðan ákveður dómsforseti umræðufund um mál- ið, þar sem hver dómari heldur fram sinni skoðun. Að þeirri um- ræðu lokinni fer fram bráðabirgða atkvæðagreiðsla. Að henni lokinni er skipuð nefnd, dómsforseti og tveir dómendur úr meiri hlutan- um, og á hún að koma fram með uppkast að dómsniðurstöðu. Hún verður svo tekin til umræðu á fundi, og að þeim umræðum lokn- um fer loka-atkvæðagreiðsla fram. Þessi er hinn venjulegi gangur mála hjá gerðardómnum. En vegna þess hvað Grænlands- málið er óvenjulega yfirgripsmik- ið, er í ráði að kjósa nokkrar nefndir og fela hverri þeirra sjer- staka hlið málsins til athugunar. Hjer er um sjerstaklega þýðing-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.