Morgunblaðið - 08.03.1933, Side 3

Morgunblaðið - 08.03.1933, Side 3
MORGUNBLAVIB S JftorgtttiMaMft ÍTtiref.: H.í. Árvakur, Roykjavlk. Rltitjörar: Jön Kjartannaon. Valtýr Stef&nMon. Httatjörn og aftfreiCala: Auaturatrætl 8. — Staal 1600. Auarlýaingaatjörl: B. Hafbers. Anrlýainraakrifatofa: Auaturatræti J7. — Staal 8700 Kaiaaaatmar: Jön KJartansson nr. 8742. ValtJ'r Stefánaaon nr. 4220. B. Hafberg nr. 8770. ÁakrlftaKlald' Innanlanda kr. 2.00 * aaAnuBL. Utanlanda kr. 2.50 á aaánuCL t lauaaaölu 10 aura alntaklV. 20 aura meU Leabök. Eina leiðin. * Samsteypustjórn sú, sem nú situr að völclum var mynduð með það fyrir augum, að hún annaðist viðunandi lausn kjördæmamáls- ins. Er Ásgeir Ásgeirsson myndaði ráðuneyti sitt í vor sem leið, ’hjet; liann því, að leggja fyrir næstaj þing, frumvarp um stjórnarskrár- breytingu, er fæli í sjer nauðsyn- lega lagfæring á liinu óviðun- andi kosningafyrirkomulagi. Ásgeir Ásgeirsson hefir nví efnt þetta loforð sitt, að því leyti, að hann, eða stjórn hans, hefir borið fram frumvarpið til stjórnarskrár hreytingar .Hann hefir tekið ..mál- ið að sjer, eins og tilskilið var í vor, er samsteypustjórnin var anynduð. Allviða frá þingmálafundum Tbárust þær fregnir fyrir þing, að menn óskuðu eftir því, að sam- vinna flokkanna, sú er tókst í vor ífengi að halda- áfram. Þetta miá takast með því, að ‘frumvarp stjórnar Ásgeirs Ás- geirssonar nái samþykki Alþingis, og verði afgreitt á þessu þingi. 'Til þess var tjórnin mynduð. Þetta •stjórnarskrárfrumvarp er sam- steypustjórnarinnar aðalmál. Verði það mál fellt, í þinginu, er •grundvöllur samst eypust j órnar- innar um leið úr sögunni, og sam- vinnan þar með úti. Þetta er alveg augljóst. Stjórn •sem mynduð er til þess að leysa^ eitt ákveðið mál, og hér síðan, «eins og sjálfsagt er fram frum- varp í málinu, getur ekki í þing- ræðislandi setið við völd, nema þetta aðalmál hennar hafi hægi- legt þingfylgi, til þess að það fái íramgang. Þeir menn, sem aðhyliast sam- vinnu flokkanna, þá sem nú er, og styðja vilja samsteypustjórn- ina, mega ekki gleyma því, að •eina leiðin til þess að samvinnan haldi áfram er sú, að stjórnar- •skrárfrumvarp Ásgeirs Ásgeirs- ■sonar nái afgreiðslu á þessu þingi. Inflúensan í Englandi og afleiðingar hennar. London 7. mars. United Press. FB. Heilbrigðismálaráðuneytið til- liynnir, að fyrstu 8 vikur ársins liafi heilsutryggingarstofnunin greitt, samkvæmt kröfum. 1 milj. sterlingspunda meira í heilsu- tryggingar en á sama tíma árið 1931. Hina.r auknu útborgahir ••stafa af völdum infhiensunnar. fjárhagsuanörŒðin í Banðaríkjunum. Fje svift úr bönkum. London 7. febr. Fjármálaráðstefna sú, sem nú situr á rökstólum í Washington eftir boði Roosvelts forseta, hefir skýrt frá því, að á einni viku (sl. viltu) hafi verið teknar út úr bönkum í Bandarikjum 962 milj. dollara. Nefndin bendir á það, hversu hættulegt það geti verið fvrir viðskiftalíf þjóðarinnar að svo mikið fje sje skyndilega tekið úr umferð. Bankarnir opna aftur. Washington 7. mars. United Press. FB. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að bankarnir geti hafið viðskiftastarfsemi sína á ný. — Woodin fjármálaráðh. hefir kunn- gert að bönkunum sje heimilt að hefjá á ný venjuleg viðskifti, að því er snertir brýnustu þarfir, svo sem að láta af hendi fje til mat- mæla. og lyfjakaupa, vinnulauna og annars, sem óhjákvæmilegt þykir, að því tilskildu, að ekkert gull sje af hendi látið og fylstu varúðar sje gætt til þess að koma i veg fyrir, að það fje, sem leyft er að taka út, sje dregið úr um- ferð til geymslu. Bráðabirgða gjaldeyrir. Frá New York kemur sú frjett að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að gefa út sjerstök skír- teini í stað gjaldeyris, til bráða- birgða. Vegna ófyi-irsjáanlegra tafa, hefir eigi enn orðið af iitgáfu bráðahirgðaávísana, en Woodin hefir gefið út boðskap til þess að kunngera, að greiðslujafnaðar- stofnunum sje heimilt að gefa út bráðabirgðaávísanir 10. mars. þar eð stjórnin telur heppilegast að útgáfa slíkra ávísana fari fram samtímis um gervalt landið, en að fengnu sjerstöku leyfi fæst þó heimild til litgáfu slíkra ávísana fyr. Alræðisvald í fjármálum. Ríkisstjóranum í New York ríki hefir verið fengið í hendur mjög aukið vald, sem í fram- kvæmdinni er talið nokkurn veg- inn eins og alræðisvald í fjár- málum ríkisins. FÚ Ríkislögreglan til 1. umrseðu í Efri deild. Frumvarp stjórnarinnar um lögreglu ríkisins var til 1. um- ræðu í Ed. í gær. Magnús Guðmundsson flutti máli.ð. Sagði hann m. a.v að frv. þetta væri komið fram vegna at- burða þeirra sem lijer urðu þ. 9. nóvember, þar sem nauðsyn rík- islögreglu ótvírætt kom í ljós, enda skylda allra ríkja, og al- viðurkend um allan heim, að halda uppi lögum og reglu í landinu. Er ráðherrann hafði talað, reis upp Jón Baldvinsson til andmæla. Talaði hann alllengi, en ekki jafn kröftuglega. Endurtók fyrri full- yrðingar, að' lögreglunni væri ein- göngu beint gegn verkalýðn- um(!), óspektímar 9. nóv. hefðu verið Sjálfstæðisflokknum(!) og lögreglunni(!) að kenna o. fl. þess háttar sagði hann. Síðan tók hann til að lesa upp ýmsar samþ. yerkalýðsfjelaga gegn varalög- reglunni, sem allar eru að meira og minna leyti gerðar með ramm- skökkum forsendum. Að lokum hótaði Jón því, að verkalýðsfjelögin mttndu stofna lið gegn ríkislögreglunni. Út af umtali J. Bald. um það, að mikil útgjöld yrðu við ríkis- lögregluna, benti Magnús Guð- mundsson á það, að það kæmi mest undir Jóni og fylgismönnum hans, hve öflug lögreglan þyrfti að vera. Er þeir höfðu talar um frv. Magnús Guðmundsson og J. Bald. tók Jónas Jónsson til máls. í upphafi ræðu sinnar hallaðist hann helst að því, að frv. næði fram að ganga í einhverri mynd. En síðar þótti honum ófært að nefna þetta ríkislögreglu, því þetta kæmi ekki nema Reykja- víkurbæ við. En hann gat hugsað sjer, að Reykjavík setti á fót 60 manna lögreglu og ríkið greiddi 15% kostnaðar, við lögreglu þessa. Með öðrum orðum. Áður en liann sjálfur virtist hafa veitt því eftiftekt var hann farinn að tala á móti ríkislögreglu, eins og sann- ur vinur og velunnari kommún- ista. Hann sagði að vísu, er hon- um var bent á, að hann ræki þarna erindi kommúnista, að ,,þeir deildu á sig, sem betur færi.“ Greiddu deildarmenn frumvarp- inu atkv., nema Jón Bald. Hann einn greiddi atkv. á móti. En Jónas Jónsson greiddi ekki atkv. Að lokinni umr. var málinu vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Jónas vildi koma málinu í alls- herjárnefnd. En tillaga Magn. Guðmundssonar að það færi til fjárhagsnefndar var samþ. með 8 atkv. — (Sjálfstæðismenn, Jón í Stóradal og Guðm. í Ási) gegn 5. Viðsklftasamníngar Dana og Englendinga fara út um búfur. Hert á innflutningshöftum. Berlín 7. mars. Að því er alþýðuflokksblaðið breska „Daily Herald“ hermir, liafa verslunarsamningaumleitan- ir þær, sem hófust í vibunni er leið. milli Dana og Breta farið út um þúfur. Kennir blaðið Iskyldum þeim, sem England hefir tekist á herðar við nýlendur sínar með Ottawasainningunum um það, að svo varð að fara. (F. Ú.) Elliot, landbúnaðarmálaráðh. Bretlands hefir lagt fram frum- varp í neðri málstofunni um auk- in innflutningshöft á ýmsum land búnaðarafurðum og fer hann fram á það, að frumvarpið verði af- greitt fyrir páska. FÚ Uirkjun Efra-5og5ins f Stefðn frá Hvítadal. Frumvarp fram- komið á Alþingi. 1átin n. J. Þorl. og Jak. Möller flytja frumvarp, um virkjun Efra- Sogsins. Frv. að mestu samhljóða þessu hefir verið flutt á þrem undan- förnum þingum, en ekki háð fram að ganga. 1 1. gr. frv. segir svo: „Bæjarstjórn Reykjavíkur er heimilað að virkja fallvatnið Efra Sog, milli Þingvallavatns og Úlf- ljótsvatns, til þess að vinna úr því raforku til almenningsþarfa, svo og að leggja háspennutaugar til Reykjavíkur og að gera af- spennistöð hjá Reykjavík, og að framkvæma þau mannvirki, sem þarf til þess að koma orkunni til notenda í umdæmi rafmagnsveitu Reykjavíkur.“ í frv. er ákvæði um ríkisábyrgð á alt að 7 milj. kr. láni handa Reykjavíkurbæ. Flm. geta þess í grg., að þeir sjeu reiðubúnir til samkomulags um það, að inn í frv. verði tekin ákvæði, er tryggja það, að unt verði samtímis virkjuninni að koma upp báspennulínum til þeirra staða á Suðurlandi, sem eftir rannsóknum milliþinganefnd arinnar hafa aðstöðu til þess að nota sjer raforkuna án beinna framlaga úr ríkissjóði. Kommúnistar vinna hermdarverk í Þýskalandi. Berlín 7. mars. í gær urðu blóðugir bardagar í Hamborg milli lögreglunnar og S. A. árásardeilda Nationalsósíalista annars vegar og Kommúnista hins vegar. Rjeðust Kommúnistar að lögreglunni með skothríð, og hjelt logreglan fyrst í stað, að hún mundi geta ráðið niðurlögum upp þotsins án þess að grípa þyrfti til neinna sjerstakra ráðstafana. Ljet hún sjer því fyrst í stað nægja, að loka götum með gaddavírs- flækjum, en það kom fyrir ekki, svo að hún svaraði skothríðinni með^ vjelbyssum sínum. Yar nú boðið út öllu lögregluliði úr Ham- borg og Altona, en sá bær liggur í Prússlandi og er þó samvaxinn við Hamborg. Var lögregluliðið hervætt og því fengnir stálhjálm- ar til varnar gegn skotum í höf- uðið. í viðureigninni særðust 198 manns hættulega, svo vitað sje, en talið er að særðir menn muni vera miklu fleiri, því að ógerningur hef ir reynst að kasta tölu á þá með sanni, vegna þess að Kommiínist- ar rjeðust með skotum á sjúkra- vagnana, sem fluttu hina særðu á spítalana. Á herrasetri einu skamt frá borginni Kassel á Vestur-Þýska- landi, varð eldur uppi í gær, og brunnu öll bæjarhúsin til kaldra kola. Fórst þar mikið af korn- og heyföngum, en skepnum öll- um tókst að bjarg.a. Á brunastaðn um voru handteknir nokkrir kommúnistar, grunaðir um að hafa kveikt L (F. Ú.) Sú fregn barst hingað í gæ«, að Steíán skáld frá Hvítadal hqfði látist þá um morguninn að hefm- ili sínu, Bessatungu í Saurbæ í Dölum. Stefán átti alla ævi við ólækn- andi og örðugan sjúkdóm að berj- ast, og hafði nú legið rúmfastur mestan hluta vetrar. Wenizelos fallinn. Alt í uppnámi í Grikklandi. Berlín 6. mars. Þingkosningar fóru fram i Grikklandi í gær og lauk þeim með ósigri fyrir stjómina. Stjórn- arandstæðingar fá 135 sæti í þing- inu en áhangendur Venizelos að eins 115. Búist er við, að stjórnin muni segja af sjer mjög bráðlega. Aþepuborg 6. mars. United Press. FB. Plastiras hesrhöfðingi hefir til- kynt, að einræðisstjóra ha.fi verið komið á, í þeim tilgangi, að bæla niður kommúnismann í landinu og halda uppi lögum og reglu. Hernaðarástandi hefir verið yfir- !ýst. Aþenuborg 7. mars. United Press FB. Otheoneos hershöfðingi hefir verið útnefndur forseti hernaðar- legrar bráðabirgðastjórnar. Rík- isstjórnin afturkallaði í gær aUar fyrirskipanir og ráðstafanir Plas- tirasar, einnig boðskap hans uni herlög og eftirlit með blöðum og skeytasen dingum. 5kip farast. Oslo 7. mars. NRP. FB Frá Vardö er símað, að enski botnvörpungurinn „Lord Dera- more‘ hafi strandað aðfaranótt mánudags á Hornöya við Vardö. Botnvörpungurinn sökk á þrem mínútum. Fjórir menn, er voru! niðri í skipinu, komust ekki upp og fórust með því, en 10 var bjargað. Skipstjóri vildi ekki yf- irgefa skip sitt og kallaði til þeirra, sem björguðust, er þeir voru komnir í skipsbátinn: „Good luck“. Eftirlitsskipið „Michael Sars“ tók við skipbrotsmönnum, en eftirlitsskipið hafði einnig tek~ ið við farþegunum af „Prinsesse Ragnhild.“ Frá Tromsö er símað að sel- veiðaskipið Gudnir frá Álasundi, hafi farist í Hvítahafi. Frönsk viðskiftaráðstefna. Berlín 7. mars. Frakkland hefir nú í hyggju að halda franska viðskiftaráðstefnu, svipaða þeirri, sem Bretar hjeldu innan ríkis hjá sjer í fyrra. Er tilgangurinn sá, að samræma við- slciftareksturinn um alt ríkið og nýlendur þess, sjerstaklega í tolla- og gengismálum. (F. Ú.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.