Morgunblaðið - 22.03.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1933, Blaðsíða 2
2 MOB6UNBLAÐI8 Leikhúsið »» Karlinn í Kreppunni", eftir Arnoíd og Bach. Haraldur Sigurðsson (Pjetur Mörland) og Magnea Sigurðsson (Doria Sveinsson). Þessi þýski skopleikur vakti ó- stjórnlegan hlátur, og það er í raun og veru fátt annað um hann að segja. Hann er hvorki verri nje betri en þúsundir annara leikja sömu tegundar, og efnið svipað: Allskonar misskilningur og flækj- ur í kvennamálum og peninga- málum, klúður og klandur, hrell- ur og hramholt, sem alt endar með kossum og trúlofunum. Samtölin eru hvergi meinfyndin, en slark- fær, ef vel er á þeim haldið, og persónurnar — það sem leikend- urnir geta úr þeim gert. Þetta er með öðrum orðum ódýr varning- ur, en útgengilegur, fluttur inn á krepputímum, af leikfjelagi, sem ekki má við skakkaföllum. F.mil Thoroddsen hefir íslensk- að leikinn, snúið honum upp í sögu úr Reykjavíkurlífinu (og tekið sjer það skáldaleyfi, að láta bæinn vera margfalt stærri en hann er nú). Þýðingin var víða skemtileg og hnittin, og aukið inn í græskulausum hnútum til ýmsra mætra borgara, sem margir voru á frumsýningunni, og virtust taka því með kristilegri þolinmæði, að náunginn skemti sjer á þeirra falli í gleymsku, en r&unar líka margir lærðari menn. Pulltrúi þessarar tilgerðar og ómenningar var hárgreiðslukona, sem einhvern tíma hafði verið nokkurn tíma í Kaupmannahöfn, og orðið fífl upp úr því, æfilangt. Pe»-sónurnar eru margar, og ekki tök á að geta hjer um, aðra leikendur en þá, sem mest lögðu fram af fjöri og gáska. Fyrst skal frægan telja Harald Á. Sigurðsson r- ’—'V3T Arndís Björnsdóttir (Jarþrúður Hansdóttir). Haraldur Sigurðsson (Pjetur Mörland) og Brynjólfur Jóhann- esson (Friðmundur Friðar). kostnað. Þá hafði þýðandinn feng- ið þá þakkarverðu hugmynd, að gera fyndna og harðvítuga árás á hið sóðalega, dönskuskotna hrogna- mál sem sumt íslenskt fólk lætur sjer sæma að tala, sjerstaklegá ómentað fólk, er hefir komið út íyrir pollinn, og vill ekki að það (Pjetur Mörland), sem hvorki hefir góða talrödd nje mikla til- breytni í leik sínum — en allir hlæja að öllu sem hann gerir og segir. Hann þarf ekki annað en sýna sig, gamansemina leggur af ásjónu, tilburðum og fasi eins og hlýju frá bálkyntum ofni. Og svo hefir hann þann höfuðkost skop- ieikarans að hann skemtir sjer sjálfur eins og harn — engum manni í leikhúsinu finst eins gam- an og honum sjáifum. Brvnjólfur Jóhannesson ljek Friðmund Friðar (sömu persónu og í Karlinum í krapinu), eitt af sínum þestu’hlut- verkum, mjög skemtilega. Marta Kalman ljek hárgreiðslukonuna, | sem einu sinni hafði siglt — og sú : mannlýsing var forkostuleg. Hún var það sem dónarnir kalla hold- angskvenmaður, haldin og um- fangsmikil, gassafenginn vargur í aðra röndina, en þó fúll af hlíðu og hjartagæðum, þejrar alt ljek í lyndi. Orófgerð almúfrakona, sem af' misskilningi var orðin að fínni stássrófu. Alfreð Andrjesson ]jek fjelítið vísnaskáld, snarráðan pilt og skringilegan, sem er á þönum eftir gulli og gæfu. Þessi leikari er að verða eftirtektarverður — jeg hefi varla sjeð öllu sprækari ung- an mann á leiksviði voru. Honum tókst ágætlega, að sögn, að herma eftir einum af leikdómurum höf- uðstaðarins. Magnea Sigurðsson ljek unga, fallega, lausláta leik- konu, — ljett, eðlilega og skemti- lega. G-estur Pálsson ljek kvenna- gull, Þóra Borg piltagull, hæði gerðu hlutverki sínu góð skil. Yfirleitt var mikið fjör í leikn- um. Jeg hefi sjaldan heyrt hlegið meira í gömlu Iðnó. En það er gaman að fleiru en að hlæja. Eftir Æfintýri á göngu- för og Karlinn í kreppunni væri vel til fallið að Leikfjelagið reyndi að þjóða upp á eitthvað — ennþá betra. Kristjáji Albertson. Skákþing íslanös. Bestu skákmenn íslands keppa. Skákþingið hefst í kvöld kl. 8 í Varðarhúsinu. Þátttakendur eru margir og verða þar háðar marg- ar snarpar orustur, því flestir inu, höfum vjer heyrt nefnda Jón stríð um skákmeistaratign lands- ins. Af þeim er taka þátt í þing- inu, höfumv jer heyrt nefnda Jón Guðmundsson stud. med. sem nú er skákmeistari íslands, og kunn- ur er ennfremur frá Hamborgar- för sinni. Hefir hann fullan hug á að halda tign sinni óg virðingu en á við marga vígfima að etja. Þar verða fyrverandi skákmeist- arar og Hamborgarfarar Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson og Ás- mundur Ásgeirsson, er ekki vilja láta hlut sinn, en vinna aftur tign sína og konungsnafn. Asmundur hefir farið um landið, telft fleir- tefli og blindskákir og alls staðar getið sjer mikinn orstír. Þá er Þráinn Sigurðsson skákmeistari Rvíkur, sem ýmsir spá að verði hættulegur keppinautur við gömlu skákiöfrana. Akureyringar sendá Jón Sigurðsson, sem um mörg ár hefir verið meðal bestu skák- manna þar. Siglfirðingar sénda Svein Hiartarson kaupm., er marg ir telja bestan Norðanmanna. Og ekki má gleyma Austfirðingum. Þaðan er Árni Snævarr, sem kom nú frá Þýskalandi vel æfður með mesta hrósi sem ágætur taflmaður- — en það var hann raunar áður en hann fór utan. Þá ber að nefna Steingrím Guðmundsson sem með- al skákfjelaga sinna hefir oft ver- ið nefndur konungsbani, því oft- ast hefir hann mátað þá er tign- ina hafa hlotið eða þá_ lagt þann stein í götu annara, er þeir hafa fallið um. Margir eru þar fleiri einkum frá Taflfjelagi Reykjavík- ur auk ýmsra er tefla í öðrum flokki víðar að af landinu. Enginn efi er á því, að flestir bestu ská.kmenn vorir tefla þama, og ættu því allir þeir er hafa gam- an af að horfa á fagra skák að fara í kvöld og næstu kvöld í Varðarhúsið. Þar er góð slremtun og um leið styðja menn fagra og göfuga íþrótt. ' Hestahafrar, daoskir, úrvals tegond. HænsnaSóðnr. Hveitiklíð. Bifrelðaskoðon. Þær bifreiðar í Reykjavík og- nágrenni, sem ekki hafa verið skoðaðar á þessu ári, en eru í notkun, komi til skoð- unar að Arnarhváli fyrir næstu mánaðamót. Skoðun daglega frá kl. 1—6 síðdegis. Bifreiðaeltirlitið. Hverflsgata 30 er til sölu. í húsinu eru 2 stórar og góðar íbúðir með öllum þægindum og sjerkyndingu á hvorri hæð. Báðar íbúðimar geta verið lausar 14. maí. Eigninni fylgir stór og góður blóm- og matjurtagarður. Nánari upplýsingar gefur H. JAl. nagnós. (læknir.) Lanösími fslanös. Út er komin „skýrsla um störf Landsímans árið 1931“, allstórt hefti og fróðlegt á marga lund um sögu Landsímans. Því að aulc ársskýrslunnar sjálfrar, er þar vfirlit um starfsemi símans frá upphafi. Samkvæmt skýrslunni vorn árið 1931 lagðar landsímaiínu' sem voru 177 km. að lengd. Bygðar voru fjórar þráðlausar talstöðvar, í Flatey á Breiðáfirði, Stykkis- hólmi, Papey og Djúpavogi, en gamla loftskeytastöðin í Flatey var lögð niður. í innanbæjarsíma- kerfinu í Reykjavík voru lagðir jarðstrengir, samtals 16.5 km. en víralengd þeirra var 3208.2 km. 77 bæir í sveit fengu síma ‘út frá landsímastöðvunum. í lok ársins var lengd langlín- anna 4136.4 km., þar af •S'æsími 115.84 km. og jarðsími 26.4 km., en lengd víra alls 12496.0 km., eða rúmlega helmingurinn af þeirri' vegalengd, sem er milli heimskaut- anna. Á árinu bættust við 17 nýjar j símastöðvar (þar af ein eftirlits- stöð) en þrjár stöðvar voru lagð- ar niður (á Prestsþakka, Múla og Ljósavatni). Yoru í árslok opnar 387 landsímastöðvar, þar aL 3 loftskeytastöðvar til afnota fyrir almenning, 4 þráðlausar talstöðvar og 3 landsímastöðvar, sem jafn- framt eru þráðlausar talstöðvar. Ank þess 33 línueftirlitsstöðvar. Við stöðvar landsímans voru tengdir 496 talsímanotendur, sem sjálfir áttu línur og áhöld. Starfsfólk landsímans var í árs- lok 609 talsins, þar af 90 talsíma- meyjar og 371 stöðvarstjórar á landsímastöðvunum. Síðan hefir símameyjum fækkað að mun vegna sjálfvirku stöðvanna, sem komið var upp í Reykjavík og Hafnarfirði. Skeytaskifti við útlönd. A árinu voru skeytaviðskifti við Danmörk mest, eða rúmlega fjórði hluti allra skeytaviðskifta við út- lönd. Næst komu skeytaviðskifti ■'.ið England, fjórði hluti, skeyta- viðskifti við Noreg 15.9% og við Þýskaland nær 11%. Skeytavið- skifti við lönd utan Norðurálfu voru hverfandi lítil, 1.5% af send- um skevtum og 2% af meðtekn- um skeytum. Milli Danmerkur og íslands fóru 34.617 símskeyti, milli Englands og Islands 32.228 skeyti, milli Nor- egs og íslands 20.181 skeyti, milli Þýskalands og íslands* 13.680 skeyti. Alls voru gjaldskyld sím- skeyti landa á milli 127.015, veð- urskeyti lijeðan til Englands og Færeyja 1618. og þjónustuskeyti 12.741. Skeyti frá íslandi t.il út- landa liafa vfirleitt verið fleiri heldur en skeyti frá sömu löndum hingað, en þjónustuskeyti frá út- löndum hafa. verið talsvert fleiri on hjeðan voru send. Gullútflutninffur frá Bandaríkjum. New York. 20. mars. United Press. FB. Fyrstu útflutningar gnlls, frá því er gullútflutningurinn var bannaður á dögunum. fór fram á laugardag. Voru þá sendar 8-507.- 500 í gulli áleiðis til ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.