Morgunblaðið - 13.04.1933, Síða 2
Mannskaðinn 10. apríl
er þrettán menn drukknuðu af „Skúla fógeta“
Guðm. Stefánsson.
2. matsveinn.
Eðvarð Helgason
háseti.
„Skúli fógeti“.
Sigúrður Engilbert Sigþór Júl. Jóhannsson
Magnússon, háseti. háseti.
Jón Kristjónsson
kyndari.
Ásgeir Pjetursson
háseti.
Sigurður Sigurðsson
bræðslumaður.
Gunnar Jakobsson
kyndari.
Eðvarð Jónsson
matsveinn.
Ingvar Guðmundsson
2. vjelstjóri.
Jakob Bjarnason
1. vjelstjóri.
Markús Jónasson
loftskeytamaður.
Það er hvorttvegg-ja, að Ægir
er stórgjöfull við íslensku þjóð-
ina, enda krefur hann mikið í
staðinn. Mannfórn á mannfórn of
an er honum færð við strendur
lándsins. Þetta virðist lítið breyt-
ast við bættan skipakost. Hann
tók mannslífin af opnu bátun-
um, síðan af þilskipunum og nú
af gufuskipunum. Enn í vetur
hafa blóðtökurnar farið fram á
mánuði hverjum. Og loks hefir
nú sá atburður orðið, að alla set-
Ur hljóða, og það væri ekki kyn-
legt þó að þeir, sem um sárast
eiga að binda, spyrðu: Er það
sanngjarnt að við greiðum þetta
voðalega gjald?
Varla mun til vera í víðri ver-
öld hraustlegri og einarðari fylk-
ing, en sjómannaliðið íslenska. 1
vetrarmyrkrum og grenjandi ó-
veðrum hafast þeir við á hafinu
og slaka ekki á. klónni fyr en í
fulla hnefana. Þessir menn eiga
atorkuna, þrekið og þrautseigj-
una sameiginlega með öðrum
þeim, sem fastast ganga að starfi.
En lífshættuna á þessi stjett um-
fram aðrar stjettir. Sagt var, að
skotgrafahemaðurinn setti æfi-
langt mót á þá, sem í honum tóku
þátt. Þessi stöðuga óvissa urn það,
hvenær jörðin opnaðist undir fót-
um þeirra, eða eldi rigndi úr lofti,
þessi huldi geigur við bráðan
bana í launsátri við hvert fótmál,
hvíldi eins og koldimmur skuggi
yfir öllum hversdagsins athöfn-
um. En hvað er það annað, sem
sjómennirnir búa við? Bak við
hversdags starfið og kappið vi6
vinnuna er lífshættan, þrálát og
aldrei að heiman. Eftir bjartan
og blíðan dag getur beðið hættu-
leg nótt. Sjómennirnir okkar eru
arftakar víkinganna fomu, án
mannvíga, bróðurhaturs eða blöð
þorsta, en kappið saraa, kjarkur-
inn áþekkur. Það er víking á
Þorsteinn Þorsteinsson
skipstjóri.
hendur Ægi, uppgripamikil, æf-
intýrafull -— og hættuleg. Það er
karlmenskunnar aðferð að sækja
björg í bú, þangað sem mest er
að hafa, þótt erfiðast sje til sókn-
ar. Það er stríð fyrir fjölskyldu
og föðurland.
Þjóðin á að skilja þetta, og
hún skilur það. Það er ekki ein-
göngu einstaklingssorg, sem
hlýtst af viðburðum eins og þeim,
sem hjer varð á mánudagsnótt-
ina. Það er þjóðarsorg. Það er
sorg, sem er óháð því, hverir það
voru, sem eftir urðu á vígvellin-
um. Það voru stríðsmenn þjóðar-
innar, trúir á verðinum til hinstu
stundar, sem ljetu lífið í öllum
herklæðum. Ekkert annað en sl k
tilfinning getur safnað samsn
slíkum mannf jölda, og vakið svo
heitan og samhuga söknuð
sem þann, er hjer kom fram, er
minst var sjómannanna af Jóni
forseta fyrir nokkrum árum. Og
það sama kemur fram nú. Og það
sama kemurfram, þó að pað sjá-
ist ekki jafn greinilega á yfir-
borði, í hvert skifti, sem góður
drengur lætur líf sitt á þessum
orustuvelli íslensku þjóSarinnar.
Þjóðin veit, að það eru hennar
stríðsmenn, hennar varnarmúr-
ar, sem hjer er um að ræða. Hún
veit hvað hún á þeim upp að inna.
Og hún veit hvaða hug hún á að
senda þeim, sem eftir standa,
sviftir ástvinum og forsjá fyrir
alþjóðarnauðsyn. Það fólk, sem
örlögin kveðja til þessarar þung-
bæru skattgreiðslu, ætti sannar-
lega ekki að krefja upp frá því
um greiðslu frekari gjalda til
þess opinbera. Það hefir goldið
Torfalögin og þó full freklega.
Og það ætti að viðurkenna.
Dymbilvikan — sorgarvikan
mikla um öll kristin lönd, hefir
haldið innreið'sína í okkar garð
með þessum gagntæka sorgarat-
burði. En jafnvel þessi voðalegi
viðburður hefir einnig orðið skóli.
Miklu hefði hann að líkindum
orðið voðalegri, ef ekki hefðu
góðir menn og ötulir verið búnir
að hefjast handa til varna og
gagnsóknar, og því getað sótt í
greipar heljar meiri hluta þeirra,
sem hún hafði sjer vígt. Er því
vonandi, að enn verði hert á þess-
ari sókn og vöm. Það, sem liðið
er, verður ekki aftur kallað. En
hitt er enn á voru valdi, að gera
það, sem mannlegur máttur ork-
ar til þess, að vernda líf þeirra,
sem þj óðin sendir út í þessa hörðu
baráttu fyrir heill hennar og lífs-
viðurværi.
Magnús Jónsson.