Morgunblaðið - 13.04.1933, Page 5

Morgunblaðið - 13.04.1933, Page 5
Fimtudaginn 13. apríl 1933. Orsakir kreppuniiar. Eftlr Barðar Oíslason, „Aldrei kefir þjóð okkar verið í meiri vand-a stödd en nú. Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar liggur við fjárhagshrun----- „Þessar þrengingar eru afleiðingar kreppu, sem er viðhatdið um allan heim af stjettarbræðrum íhalds- manna hjer heima------“. Framkvæmdarráð Framsóknarflokksins. (Úr brjefi til samherjanna). Svo algengt er það orðið á síð- ari árum, að sjá óliróður og róg um kaupmannastjett landsins, eða einstaka menn hennar í opin- berum blöðum Framsóknarflokks- ins, sósíalista og kommúnista, að enginn tekur það öðru vísi en nokkurs konar flóabit, sem manni ei' gert að skyldu að þola vegna dýranna sjálfra. En þegar horfið er að því ráði að vega aftan að þessari stjett og þeim stjórnmála- flokki, sem hún næstum einhuga fylgir, með flugritum og livísl- ingum um það, að þar sje að finna upphaf og viðhald núverandi fjár- kreppu hjer á landi, munu marg- ir vera þannig skapi farnir, að þeir geti ekki lengur setið þegj- andi lijá. Ávarp framkvæmdaráðs Fram- sóknarflokksins til bændanna er gott dæmi í þessu efni, þótt einnig megi benda á blöð samherjanna, sem öll vilja leysa flokksbræður sína undan þeirri þungu sekt, að hafa leitt þjóðina i fjárhagsleg vandræði, svo mikil að sjálfstæði hennar leikur á þræði. Allir þessir samiierjar telja þjóðinni trú um það, að verðfall íslenskra afurða sje aðal orsök kreppunnar. Og það er ofur þægi- legt að sýna bændunum fram á það, hve miklu meira gjaldþol þeirra hefði verið, ef verðið á dilkum, gærum og ull liefði verið hærra. Og það er óneitanlegt að þá hefði farið betur, eða orðið lengri dráttur á því, sem nú er fram komið- Verðfallið á afurðunum er auð- vitað mjög tilfinnanlegt og kem- ur ójafnt niður á þjóðinni; því fremur sem hún fær ekki fylli- lega notið þess verðfalls, sem sam- tímis hefir orðið á aðkeyptum vör- um, og er engu minna í fram- leiðslulöndunum. Þessu valda toll- ar, flutningsgjöld og ýmiskonar kostnaður, sem lítið eða ekkert hefir lækkað. En þetta kreppumál á dýpri rætur. Eins og ráðlag þjóðarinnar hefir verið og högum hennar háttað á seinni árum, var það jafn eðlilegt að hún kæmist í fjárþröng, eins og það að hestur grípur sundtök- in, þegar hann nær ekki lengur botni. Nú er því aðeins undir því komið hve breiður állinn er og þolið mikið. Þjóðin hefir lengi verið að ösla lengra og lengra út í skuldafenið utanlands og innan, þrátt, fyrir góðærið. Var ástæða til þess að ætla að hún hefði horfið af þeirri leið, fyr en einhver atvik færðu henni heim sanninn um það, að nú væri oflangt gengið ? Verðfallið var það atvik, sem var fyrirfjáan- legast, hverjum framsýnum og fyrirhyggjusömum manni. Því það er ekkert annað en straumhvðrf í viðskiftalífinu sem næstum dag- i lega hefir verið talað um í blöð- j um og útvarpinu á síðari árum. | Góðærin, aflasældin og allar ! framkvæmdir síðustu áratuga , megnuðu ekki að halda við spila- | borginni, sem pólitísku leikararnir I höfðu bygt upp með lánsf je og , illa fengnum efnum. Engan hefði i furðað þótt nú væri á þeim sak- , leysissvipur, ef eldgos, ís eða önn- i ur ófyrirsjáanleg náttúruöfl hefði lagst á móti þeim, þótt sú sök , verði ætíð samviskusömum mönn- , um þung „að leggja á tæpasta ^vaðið", með fjárliag og sjálfstæði heillar þjóðar. j En nú skeður það einkennilega og einstaka fyrirbrigði, að leik- ! ararnir sem leitt hafa þjóðina í vanda, vilja „slá sjer til ridd- ara“ með því að klína sökina á . aðra, og einmitt þá, sem hafa varað við hættunni, viljað spara og gæta hófs. Áður viltu þeir kjósendunum sýn, með því að ásaka sjálfstæðismenn um íhalds- semi, en nú vilja þeir kenna þeim um kreppuna og leitast við að telja mönnum trú um það, að þeir og kaupmenn hafi hag af því að halda henni við. Mikla trú hafa þeir á bændamenningunni. Hvaða álit hafa kjósendur lands- ins, eða hver cinsfakur bóndi á þeim þjóni, sem uppvís er orðinn cð ótrúmensku og óreiðu, en gerir þó tilraun til þess að koma sök- inni á samþjón sinn? Hann yrði væntanlega rekinn úr vistinni með þeim ummælum að láta aldrei sjá sig aftur. Yfirstandandi fjárhagsvandræði hjer á landi eru sjcrf taklega af tvemis konar samfljettuðum rót- um runnin. Onnur'rótin er stjórn- mála öngþveitið og eyðslan; hin er verslunar ólagið. í stuttri blaðagrein get jeg ekki gert þessu máli full skil, eins og það horfir við mjer, enda er ó- þarft að fjölyrða um stjórnmála- hliðina, þvi hún er mikið rædd. T ó get jeg ekki sem gjaldþegn og atvinnurekandi í landinu látið vera að benda á það, hve þjóðin laut lágt í stjórnarfari þau árin, er hún hafði sem atvinnumálaráð- herra þann mann, sem greitt hefir þær hæstu fjársektir fyrir at- vinnuróg, sem mjer er kunnugt um að greiddar hafi verið hjer á landi, og samtímis dóms’málaráð- herra sem víðfrægastur er núlif- andi fslendinga fyrir ofstopa og ósanngirni (svo ekki sje fastara að orði kveðið. Hvers má vænta um gerðir slíkra manna fVinarþelið til helstu atvinnu- og atorlcumanna þessa lands, lýsti sjer í einni af hinni stóru gljápappírs myndabók, sem þessir fulltrúar þjóðarinnar og verndarar atvinnuveganna gáfu út í heimildarleysi á ríkisins kostnað, til þess að slcruma af verlcum, sem mörg voru einnig unnin fyrir gripið fje og nú eru þjóðinni til þyngsla. í þessari bólc eru nær 60 hæstú skattgreiðendur (Sjálfstæðismenn) bæjarins taldir með nöfnum og sakaðir um slcatt- svik á fínan máta og kallaðir „óknyttafólk“. Mun mönnum því skiljast að hvorki liafi verið ljúft að vinna með þeim, fá þeim fje í hendur nje vanda þeim kveðjur. Stjórnarfar þeirra var í fám oi'ðum sagt einn samanhangandi feril fjárbruðlunar og óhófs, hlut- drægni í rjettarfari, óþarfar em- bættastofnanir, veitingar óhæfra manna í þarfar stöðúr, vinagjafir og bitlingar til samherjanna, róg- ur um andstæðingana og suma atvinnuvegina, smjaður við kjós- endurna, óviðráðanleg slculda- söfnun og síðast en ekki síst slcerð ing á frelsi og framtaki einstak- linga, sem oft miðaði aðeins til þess að gefa einhverjum „rjett- trúuðum“ amlóða byr í seglin. Með öllu þessu og ótal fleiri syndum, álitu þeir sig vera að þóknast bændunum og tryggja sig í stjórnarsætum. En alt þetta bruðl og brölt þeirra hefir haft meira en litlafjárhagslega þýðingu fyrir þessa smáþjóð, og á því fyllilega sinn þátt í kreppunni. Hjer við bætast svo skipakaup, fjárframlög til verslunarreksturs, til ýmsra bygginga og annara óarðberandi fyrirtækja, sem vel gátu beðið betri tíma. A.ð því er snertir hina aðal- ástæðuna fvrir kreppunni — versl unar ólagið —1 verður að líta nokkuð aftur í tímann. Það var strax á stríðsárunum að jafnaðarmenn fengu ríkisstjórn ina til þess að byrja verslunar- starfsemi. Sú verslun óx hröðum fetum. Mun hún um skeið hafa haft um 10 miljóna rekstursfje frá ríkinu bundið í vörum og skip- um. Þegar hún loksins hætti mörgum árum eftir stríðið, hafði hún flutt inn vörur er svöruðu að verðmæti rúmlega til alls þriggja ára innflutnings landsins í með- al ári. Verslun þessi seldi fylli- lega eins dýrt sem heildsalar, en hafði að ýmsu leyti langtum betri aðstöðu, — jafnvel einkainnflutn- ing og sölu á einstökum nauð- syngjavörum um nokkurt skeið, þó hefir sáralítill arður af þessu verslunarbákni komið fram og út- förin verið gerð með mestu leynd- Má óhætt telja að þarna hafi farið miljóna verslunarhagnaður út í veður og vind vegna ljelegrar stjórnar, óheppilegra innkaupa, eftirlitsleysis og skuldatapa. Þá hafa einokunarverslanirnar, sem Framsókn hefir komið á fót af þægð og í greiðaskyni við jafn- aðarmenn, unnið þjóðinni ómetan- legt tjón. Óhætt má segja, að af steinolíu einokuninni, sem að ýmsu leyti var illræmd, leiddi það af sjer, að innflutningstollur á ull hjeð- an, var stórum hæklcaður í Ame- ríku, og markaðurinn fyrir ull og gærur því eyðilagður þar þau þrjú árin sem þessi einolnm var við lýði. Beint og óbeint tjón af þessum Bolsa-greiða nam marg- falt meiru en hið núverandi verð- fall á ull og gærum. Kvartaði þó enginn um að það ylli kreppu, enda voru kringumstæður bænda þá betri að öðru leyti, og þessu TNaimM aOilsem fengum með e.s. Dettifoss: Ágætar appelsínui Jaffa 144 stk. Citrónur. Lauk. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. HEHPELS SKIBSFABVER. Hempels „Kron£rátt“ á járn- byggingar og annað járn. — Birgðir hjá umboðsmanni vorum: Sllppfiel»ii5 f Reykiavfk h f. Þelr sem vllja gjarnan hafa plögg sín í góðri reglu — samninga, sendibrjef, reikn- inga og önnur verðmæt skjöl — »ttu að líta á skjalabindin í Bikaverslnu Sigfnsar Eymnndssonar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34). Fyrirliggjandi: Handsápur — margar tegundir. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400 (3 línur). óheppilega axarskafti lítið haldið á lofti. Tóbakseinokunin fyrri var einn- ig stofnuð eftir kröfum jafnaðar- manna. Hún reyndist ekki að von- um og var lögð niðúr, en öll sam- bönd hennar ntanlands og innan vorn gefin Tóbaksverslun íslands, sem SÍS stóð' að með nokkrum vinum sínum. Síðan var tóbaks- verslunin frjáls um nokkurt skeið og reyndist sú verslunaraðferð að öllu leyti betur; meiri beinar tekjur í ríkissjóð, ódýrari, betri og fjölbreyttari tegundir á boð- stólum og atvinnugrein fyrir marga. Hinir vísu löggjafar lok- uðu þó augunum fyrir öllum þess- um staðreyndum, þegar þeir stofn- uðu tóþakseinokun í annað sinn, enda þurftu þá jafnaðarmenn aft- ur að fá bita og Tóbaksverslun Islands skjóta sölu á birgðum sínum og hæga aðstöðu til skulda- innheimtu. Nú hefir reynslan aft- ur sýnt hvert ólán slík einokun er. Á miljóna tap síldareinkasöl- unnair vil jeg aðeins benda, því nokkuð hefir verið um hana rætt áður opinberlega. ' Þórsútgerðin og Fisksala ríkis- ins varð sjer og öðrnm t.il skaða. Hún lenti í ógöngum og óreiðu, sem hver kaupmaður hefði horið bleika kinn fyrir. Einkasala ríkisins á tilbúnum áburði, er aðeins einn af þeim bitum, sem ríkisstjórnin hefir rjett að S. í. S. Innkaup ríkisstofnana er eitt I verslunarfyrirtæki ríkisins, eða undir vernd þess. Þ'að virðist sjer- staldega sett á fót til þess að koma verslun ríkisstofnana í við- skifti við S- 1. S. og útlenda kaup- menn, svo þessi viðskifti falli að minsta kosti ekki til innlendra heildsala. Sömu reglu hefir Áfengisverlun ríkisins trúlega fylgt í seinni tíðr án tillits til hvaða kjörum væri hægt að ná með milligöngu ínn- lendra heildsala, sem eins og kunn ugt er hafa góð og fjölbreytt er- lend samhönd. Þá tók ríkið einkasölu á út- varpstækjum, sem einnig þrengdi verksvið kaupmanna og hefir þá. sömu ókosti og annmarka, seín allar aðrar einokunarverslanir. Fleiri verslanir af þessu tagí hirði jeg ekki um að nefna, en ekki er vafi á því, að tjónið af öllu þessu verslunarbrölti ríkisins muni nema árlega beinlínis og óbeinlínis svo miljónum króna skiftir, miðað við frjálsa versl- un, er því ekki að efa, að hjer er ein orsakagrein kreppunnar. Þá er röðin komin að SlS, sem vel þolir að ganga á metin á móti ölln verslunarfargani ríkis- ins, enda er nú kaupfjelagsskap- urinn meira og minna samtvinn- aður ríkisrekstrinnm. Eins og kunnngt er, vorn pönt- unarfjelög og kaupfjelög stofnuð fyrir löngn hjer og hvar nm landið, með það fyrir angum að útvega bændum ódýrar vörur, gera afurðir þeirra markaðshæf- ari og sporna við skuldasöfnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.