Morgunblaðið - 13.04.1933, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Margir góðir og áhugasamir
bændur unnu með ósjerplægni að
þessu starfi og náðu oft tilætl-
uðum árangri. Þeir lijeldu stjórn-
málunum dyggilega utan við versl-
unarsamtökin, og ljetu ekkert
aftra sjer frá því að versla við
hvern þann, sem bauð hagkvæm-
ust kjör.
Seint á stríðsárunum sendu jafn-
aðarmenn bændum flugumann, er
síðan hefir læðst um á meðal
þeirra undir sauðargæru, þótt nú
sje hann talinn að vera soramark-
aður Rússum, eða talsmönnum
þeirra hjer, (kommúnistum). —
Þessi maður — hað má kalla hann
Jónas — sá þá leik á horði, að
nota þessi verslunarsamtök bænda
í pólitísku augnamiði; fyrst og
fremst sem fjeþúfu til þess að
halda uppi pólitískri starfsemi og
í öðru lagi til þess að sameina
bændurna um kosningu hans sjálfs
og skoðanabræðra hans, til valda
og mannforráða í landinu, til
þess að koma á nýju þjóðskipu-
lagi eftir rússneskri fyrirmynd.
• Að launum áttu bændurnar, að
minsta kosti, að fá tímanlega far-
sæld. Þá var Tíminn stofnaður
til þess að flytja fagnaðarerindið,
og Guðbrandur ráðinn, en hann
reyndist ekki stöðunni vaxinn,
frekar en í Þykkvabænum og vín-
versluninni, og þá var það að
presturinn kom til sögunnar.
•Það er óþarfi að telja hjer upp
fyrirheitin, smjaðrið og hræsnina.
En á það verður að benda, að nú
var horfið frá upphaflegum til-
gangi og ásetningi fjelaganna,
cn öll áherslan lögð á það að
eyðileggja kaupmannastjett lands-
ins og leggja alla verslun undir
Samvinnufjelögin, er svo eru
nefnd. Róglierferðin alkunna gegn
kaupmönnum var hafin og við-
skiftabann lagt á þá, sem viðnám
veittu. Þeir sjálfstæðu bændur, er
sáu hvert stefndi og færðust und-
an fjelagsskapnum, voru eltir á
röndum með storkunaryrðum um
óf jelagslvndi og óhagssýni og kall-
aðir „kaupmannasleikjur". Kaup-
mannsnafninu hafa þessir „spekú-
lantar“ viljað koma inn í málið
sem skammaryrði, og hafa jafn-
vel óspart notað það sem svipu
á pólitíska andstæðinga, að þeir
væru studdir af kaupmönnum, er
þeir vildu umfram alt að bændur
skoðuðu sem óvini.
Á þenna ódrengilega hátt, sem
fáheyrður mun vera í verslunar-
sögu nokkurs lands, svo og með
hóflausum lánveitingum og bitl-
ingum til smalanna sem hæst
liórrðu, hefir þesari samvinnu-
verslun tekist að ná mörgum á-
hangendum og miklum viðskift-
um. Til þess hefir hún þó einnig
notið sjerstakrar löggjafar með
sjerrjettindum og ívilnunum á
opinberum gjöldum, góðrar að-
slöðu hjá peningastofnunum lands
ins og ríkisverslunum- Þá sýndi
ríkisstjórnin eitt sinn þessari versl
nnarstarfsemi þann sóma að gefa
út (í heimildarleysi) eina af sín-
um stóru gljápappírs myndabók-
um með hóflausu hóli um kaup-
f jelagsskapinn og stórbyggingarn-
ar, sem bsendum er ætlað að horfa
á sjer til ánægju, þegar þeir koma
í kaupstaðina, og þá ekki :; t
hingað til höfuðstaðarins.
Aftur á móti hefir minna verið
gert til þess að benda á ógæfu-
sporin, sem Sambandið hefir tsigið
— enda er sú liliðin óvinsælli.
Samábyrgð bændanna, eða hin
margþætta ábyrgðarflækja — einn
fjo'ir alla og allir fyrir einn —
um alt land, fyrir öllum skuld-
bindingum og skuldum sambands
fjelaganna, er mesta ólán og sá
hnútur, sem fyrst þarf að leysa-
Með hinni gengdarlausu sam-
kepni við kaupmenn, hafa kaup-
fjelögin beinlínis stofnað til hinn-
ar mestu skuldaverslunar, sem
þekst hefir hjer á landi og hafa
þau þá stundum notað líka óeðli-
legt verðlag, meðan verið var að
koma keppinautum á knje eða
flæjna þá burtu. En á þeim stöð-
um þar, sem þau hafa orðið ein-
ráð um verslun, hafa þau oft selt
erlendar vörur með okurverði, og
neytt, þá sem það gátu, til þess
að sækja verslun til fjarlægra
staða, með ærnum kostnaði.
Þá hafa þau að kalla alveg eyði
lagt peningaviðskifti þar sem þau
hafa náð bestum tökum. Þau hafa
víða litlar eða engar byrgðir af
nauðsynjavörum, sem þeim ber þó
siðferðileg skylda til að hafa, sjer-
staklega þar sem þau hafa bolað
öðrum verslunum í burtu.
Um langt skeið töldu orðhákar
Sambandsins mönnum trú um, að
kupmenn væru „óþarfir milliliðir"
og gintu menn þannig til fjelags-
skapar og viðskifta. Síðan reynsl-
an hefir sýnt og sannað að sam-
vinnu verslanirnar nota fleiri,
óþarfari og óhæfari milliliði, er
hætt að flagga með þessu slagorði.
Samvinnuverslanirnar hafa átt
samleið með rekkjunautum sínum,
ríkisversluriunum í því að forð-
ast viðskifti við innlenda heild-
sala og umboðsmenn, þrátt fyrir
það þótt báðir hefðu getað haft
hag af þeim viðskiftum. Þar er
ekki verið að hirða um að hlúa
að innlendum skattþegnum. eða
leita samvinnu við þá um sem hag-
kvæmasta verslun við útlönd. Nei,
aðeins að kúga og kirkja eftir því
sem aðstaðan gefur tækifærin. —
Hverjum útlendum ,,agent“, sem
hingað leitar til vörusölu, er veitt
góð áheyrn, og það lítur oft svo
út að þeim mönnum, sem að ýms-
um þessum þjóðlegu! stofnunum
standa, sje mjög ógeðfelt að versl-
unararður falli íslenskum kaup-
manni í skaut.
Þá munu þess finnast dæmi að
beinlínis hafi verið gerð tilraun
til þess að spilla viðskiftum kaup-
manna erlendis og ein rótarlegasta
níðgrein Tímans hefir fundist þar
a sveimi í enskri þýðingu.
Oheppilegast er þegar þessi r.jett-
nefnda, samvinnusamkepni miðar
að því að fella verð á íslenskum
afurðum erlendis, eða undirselja
kaupmenn, í stað þess að leyta
samvinnu og samkomulags við þá
fáu kaupmenn, sem þar hafa land'
afurðir á boðstólum. því það álít
jeg auðvelt og auðsótt, — hvað
sem samkepninni líður hjer innan-
lands. Kaupmenn eiga vanalega
vörurnar, sem þeir versla með, og
hafa því eigin liagsmuna að gæta,
eða þeir selja vörur fyrir menn,
sem hafa aðstöðu til þess að snúa
sjer til annara, ef þeir eru ekki
ánægðir með gerðir umboðssalans.
Samvinnufjelögin aftur á móti,
hafa vörur bænda í hendi sjer
með fullum umráðarjetti, og verða
eigendurnir að taka, með þögn og
þolinmæði hverju sem að
þeim er rjett fyrir þær, — ekki
aðeins hvað sjálfa upphæðina
snertir, heldur einnig í hverju
liún er greidd — hvort heldur er
með biiðarrusli cða þarfavörum
með okurverði.
1 utanför minni sl. haust, seldi
jeg fyrir viðunandi verð alla þá
ull, sem jeg átti og hafði undir
hendi. Meðan jeg dvaldi utan-
lands, ljet jeg fara þess á leit við
SÍS að það byði mjer ull meö
ákveðnu verði. Ekki var við það
komandi; heldur var gerður út
þangað erindreki síðar, með ærn
um kostnaði, sem bauð þar ull með
töluvert lægra verði en jeg náði,
— hver sem árangurinn annars
varð.
Jeg hefi orðið að fara fljótt
yfir sögu og stikla aðeins á nokk-
urum steinum, en vona þó, að
þetta, sem jeg hefi sagt Um versl-
unar ólagið, nægi til þess að sann-
færa menn um það, að hjer er
að finna gilda rót kreppunnar.
Ekki vil jeg þó að orð mín sjeu
skilin þannig, að jeg álíti fram-
kvæmdastjóra og fulltrúa SfS ekki
starfi sínu vaxna, enda er það
vitanlegt að þeir hafa þótt nauð-
synlegir í bankaráð Landsbank-
ans og Útvegsbankans, í stjórn
Eimskipafjelagsins, Sjóvátrygg-
ingarfjel. og annara helstu þjóð-
þrifastofnana- Meira að segja varð
að fá lánaðan ráðheirra úr Sam-
bandshúsinu um nokkurt skeið.
Þá þótt.i það ekki ótilhlýðilegt að
fá þaðan nokkurs konar forráða-
mann kaupmanna, að því er snert-
ir vörukaup þeirra og innflutning
frá útlöndum, og enginn fanst
annarsstaðar til þess að semja
um viðskifti við erlendar þjóðir
fyrir ríkisins hönd. Ef mennirnir
standa vel í aðalstöðum sínum,
með þessum og öðrum hjáverkum,
þá eru þeir meira en meðalmenn
og þakkar vert, að bændur lána þá
á krepputímum.
Nú virðist vera mestur áhugi
fyrir því að glæða innlenda mark
aðinn, fyrir landafurðirnar, sem
síst er að lasta. Munu kaupfjelög
og samvinnufjelög þegar eiga eða
standa á bak við nokkrar matsölu-
búfir hjer í bæ, þar sem þau selja
kjöt og aðrar matvörur. Jeg á
ekki von á að Reykjavíkurbúar
amist við þessu, jafnvel þótt þeir
máske verði látnir borga nokkru
hærra verð fyrir þær, en fáan-
legt er á erlendum mörkuðum, eða
samskonar innfluttar vörur kosta.
En ekki kæmi mjer á óvart þótt
einhverjum góðum Sjálfstæðis-
manni yrði flökurt af feita kjöt-
inu, ef honum skyldi verða það
á að líta í Tímann meðan á mál-
tíðinni stendur. (
f hinum tilvitnuðu orðum, sem
gáfu mjer tilefni til þess að
skrifa þessar línur, stendur að
þrengingarnar sjeu afleiðingar
kreppu, sem er viðhaldið um allan
heim af stjettarbræðrum íhalds-
manna hjer heima- Þetta á þó
ekki við Rússland, því þar eru
t. d. pólitískar samvinnuverslanir,
o g ættu því samskonar verslanir
og vörur að vera þar vel sjeðar.
En það er ekki laust við að Rússa,
vörur sjeu hálf illa sjeðar víða
þar sem ennþá er frjáls kaup-
mannaverslun. Svo langt hefir
gengið að verslun með Rússa-
vörur hefir verið takmörkuð eða
' önnuð í einstökum löndum, -og
gætir þess jafnvel hjer, að minsta
kosti meðal kaupmanna, sem best
Sæfumaður
nýja sagan
eftir
E. H. Kvaran
er bók sem
allir þurfa
að lesa.
ÍdlMúÍatv
Lækjargötu 2. Simi 3736.
unna frjálsum viðskiftum, að þeir
ganga fram hjá þeim vörum að
öðru jöfnu.
Vonandi er það ekki orðið svo
hljóðbært meðal kaupmanna, er
kaupa venjulega ísl. landafurðir
erlendis, að þær sjeu að miklu
leyti í höndum pólitískrar versl-
unar, sem studd er með ærsla-
gangi og æsingum af lcommún-
tum og sósíalistum; virðast þó
„samherjarnir“ hafa grun um
þetta, þar sem þeir kenna „stjett-
arbræðrum íhaldsmanna hjer
heima“ um kreppuna eða viðhald
hennar.
Hvað segja Samvinnufjelögin um
þetta ?
Hamingju Islands sje lof fyrir
það að kreppan virðist vera að
opna augu margra hinna gætnari
og gleggri manna innan Fram-
sóknarflokksins. En komúnista-
armi flokksins er auðvitað áhuga-
mál að keyra nú alt í kaf, svo hin
margþráða bylting verði auðunnin.
Ef samherjarnir trúa því hins
vegar, sem þeir segja, að þjóðin
hafi aldrei verið í meiri vanda
stödd, og vilja koma henni til
hjálpar, þarf tafarlaust að finna
meinið og skera fyrir rætur þess,
svo yfir taki sem fyrst, og ekki
sæki í sama horfið aftur.
Allir góðir fslendingar eiga að
geta sameinast í þessu starfi.
Friðarmálin.
Rómaborg, 12. apríl.
United Press. FB.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum hafa Bretland, Frakkland,
ítalía og Þýskaland fallist á til-j
lögu Mussolini um fjórveldasam-
þykt til þess að varðveita frið-
inn í álfunni. Mussolini hefir lýst
því yfir að hann muni ekki gera
orðalag samþyktarinnar að á-
greiningsefni, ef ekki verði geng-
ið fram hjá því meginatriði, að
alt sem unt er verði gert til efl-
ingar friðinum.
Göhring: off v. Papen.
Berlin, 12. apríl.
United Press. FB.
Göhring hefir verið útnefndur
forsætisráðherra í Prússlandi.
Hindenburg befir tekið til greina
lausnarbeiðni von Papens ríkis-
ráðherra í Prússlandi.
Vortðskurnar
teknar upp í gær.
Leðnrvörndeild
Qljúðfærakðssins
Bankastræti 7 og
Atlabnð
Laugayeg 38.
Takið eitir.
íslenskt smjör á 1.50 pr. y2 kg.
Smjörlíki 80 aura y2 kg. Hvítkál á
20 aura % kg. •
Minnist, þess ávalt, að kaffi, —
sj'kur og aðrar nauðsynjar eru
ódýrastar hjá
Jóhannesi Jóhannssynt,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
ÍEOFfl ni
Seljast vegna
gæðanna.
Elns og
Svanurinn
bor af ððrnm fngl-
nm, svo ber
af ððrn kaffl.
(Mokka og Java blandað)