Morgunblaðið - 13.04.1933, Page 7

Morgunblaðið - 13.04.1933, Page 7
MOKGUNBLAÐIÐ 1 SveStir og siávarútgerð. Margt er ritað og' rrákið er rætt xim örðugan fjárliag manna á landi hjer um þessar mundir. Og þyí er miður að nú, eins og reynd- -ar oftast annars mun mikill þorri manna hafa minna úr að spila en seslrilegt væri. Reyndar er þetta <ekki nýtt, því svo hefir lengst af verið og mun verða. Orsakir þessa sem nú er eru ýmsar og þó einlrum verðfall á vörum á erlendum markaði, því ekki verður sagt að illa ári nje liafi gert meira að segja um margra ára bil. Bkki liafa verið jarðskjálftar eða eldgos, ekki haf- is eða kuldar, ekki drepsóttir nje annað slíkt. Sumur liafa verið góð og vetrar mildir, heyföng í besta lagi og afli úr sjó ríkulegur. — Verkalýður borið mikið úr býtum þá er vinna hefir gefist. En samt er víst meira en lítið að, sjerstaklega er það bænda- atjett landsins, sem talið er að ■s.je illa stödd og hjálparþurfi og ^ber ekki að rengja að satt sje um það sagt. Þó er harla ótrúlegt að ástandið sje jafnbágborið og af er látið í nágrenni Reykjavíkur og annara kaupstaða landsins, því aðstaða til sölu á afurðum búa sinna hafa bændur þar svo góða að ekki mun -víða betri vera- I Reykjavík greiðir almenning- ’ur hátt verð fyrir allar íslenskar neysluvörur, t. d. kjöt 1,10—1,30 'kg., mjólk 0,42 ltr., smjör ekki fjarri 4,00 kg., egg 16—20 aura stk., og mundu t. d. danskir bænd- nr þakka ef þeir gætu selt af- Tirðir sínar slíku verði og hjer er nefnt- Binnig á ýmsan hátt njóta þeir menn góðs af, sem er þannig sett- Ir að vera í nágrenni kaupstað- anna. Það er gleðilegt að sjá að þetta sjer líka staði og að ástandið er miklu betra en af er látið. — Nokkur stærri stórhýsin í Reykja *vík, sem til þessa hafa verið bygð þar, eru reist af bændum. Þeir eiga þar margar stórverslanir, og eru þar með aðnjótandi þess arðs, ■sem verslun gefur, en hann hefir ekki verið óverulegur hjá kaup- mönnum að sögusögn samvinnu- manna Einnig munu þeir njóta mjög góðs af húsaleigu í stórhýs- >um sínum hjer. Ótalið er einnig að ekki fáir •sveitamenn koma hingað í atvinnu leit, og fá hjer atvinnu til móts -við borgara bæjarins og hlýtur það að vera mörgum miltil hjálp. Að þessu og ýmsu öðru athuguðu virðist fjarri að þörf sje á því fvrir búendur í nágrenni kaup- ■staðanna, t. d. Rangár-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósar-, Borgarfj.- og Mýrasýslum að leita hjálpar hjá hinu opinbera- Sama mun mega segja um nágrenni Akur- eyrar og ef til vill hinna annara kaupstaða lands vors. Meðal þess sem nú er rætt um «r að gefa bændum upp skuldir •sínar og margt er sagt, sem ekki er sjerlega hvetjandi til að menn haldi gefin loforð og geri sig verð- uga trausts annara. Og er það ilt verk sem þeir menn vinna, sem sífelt eru að prjedika neyðina fyrir öðrum, líka þá neyð, sem yonandi ekki er, í stað þess að telja dáð og dug í aðra. Það er hyggilegra og drengilegra að hvetja hvern einn til að af fremsta megni að hjálpa sjer sjálfur og að standa við sitt eftir föngum, en að heiinta æfinlega alt af öðrum og það þá ef til vill af þeim, sem ver ei’u staddir eða ekki betur en þeir sjálfir. Því hefir rjettilega verið haldið fram, að bændastjettin væri land- inu mjög svo þörf, bæði sem fram- leiðendur og af þyí hve margir hefðu þar atvinnu. Þetta hafa aðrar stjettir þjóðfjelagsins sjeð cg sýnt það í verkinu, með því á Alþingi að styðja að því að hartnær allar framkvæmdir bænda væru styrktar á einn og annan hátt af almannafje — fje sem að mjög miklu leyti var frá sjávar- síðunni og bæjum runnið. Þetta lxefir verið gert fyrir milligöngu Búnaðarfjelagsins, Ræktunarsjóðs, Landnáms og byggingarsjóðs, Bún aðai’bankans o.s-frv. Og þetta hefir verið gert einnig þegar góð- æri hafa verið lxjá landbúnaðinum. Vegir og brýr um land vort hafa að mjög miklu levti verið bygt fyrir fje frá sjávarsíðunni og hæj- um-, en bæjirnir sjálfir kostað sína vegi. Ojldendur við sjávarstíðuna, — ekki.síst í Reykjavílr, — hafa þótt skattarnir undanfarin ár næsta háir, og telja sig því illa undir ])íið búnir að hæta á sig auknum hyrðum, vegna stjettar, sem árum saman hefir verið styrkt af al- mannafje, — hversu þörf sem hún annars er. Bændavinir vorir mega vel gæta þess að svo kann að koma að lokum, að bæirnir verði ekki aflögufærir — og hvað tekur þá við? Bins og að framan er sagt, eru bæirnir bestu viðskiftamenn land- búnaðarins, það er því háskalegt að ala á öfund og hat.ri milli lands og sjávar, og ala á því að gera sem óbilbjörnustu kröfur til bæj- anna frá landbxxnaðarins hálfu, og þar með að lama kaupgetu bæj- anna til að geta keypt afurðir bænda fyrir ekki lakara verð, en , frá hefir verið skýrt. Borgari. Dómur reynslunnar er fenginn. Þessi: „Mum“ skúriduftið er eitt hið allra besta sem völ er á hjer á markaðinum, enda framleitt í H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kemisk-tekinslc verksmiðja. Alt tll havenl Velledende kmtalof erholdet p9i enmodnlng Qratls tllmendt ^ Herlofson’s Frohandel, Oslo.^ Miðunarstðð á HeyRi.nesi í hvei't sinn, sem stórslys verða, vakna menn úr dvala þeim, sem ríkir meðal þeirra, og eru því þess- ar línur ritaðar nú, í þeirri von, að einhverjir vilji um það hugsa og ræða eða rita, annað hvort með eða mót, hvortradio-miðunarstöíJ myndi ekki koma að góðu haldi á Reykjanesi (vitanum), til þess að leiðbeina þeim skipum, sem veitt geta slíku móttöku, í dimm- viðri, byl eða þoku. Frá því fyrsta, að siglingar hóf- ust, eru það tjón á skipum, skýrsl- ur um þau, vinna og athuganir þeirra, sem þær skýrslur hafa haft til meðferðar, sem mestan og bestan þátt hafa átt í því, að endurbæta og auka það, sem á einn eða annan hátt getur trygt, að sjófarendur á sem öruggastan hátt komist leiðar sinnar yfir haf- ið. — Að vísu fara mörg skip fram með Reykjanesi, sem ekki geta notfært sjer þær leiðbein- ingar, sem miðunarstöð gæfi, en svo er það um allan heim. Prakkneskur skipstjóri að nafni Lemaitre Jean á botnvörpu- skipinu „Simon Duhamel II, mun hafa verið á líkum slóðum og „Skúli fógeti“, aðfaranótt hins 10. apríl, og er bilurinn skall á, breytti hann stefnu, dró úr ferð skipsins og byrjaði að stika dýpið með rafmagnsdýptarmæli. Segist skipstjóra svo frá, að hann hafi haldið sjer á öruggu dýpi út af Reykjanesi, en ekki þorað að halda áfram til Reykjavíkur, enda hafði hann áætlað 5 gráða drift frá stað þeim, sem hann fór frá, austarlega á Selvogsbanka, meðan \dndur var SV, en áætlaði þá drift of lengi, eftir hann gekk í austrið, og var því heldur djúpt af Reykjanesi er upp stytti. — Segir hann, að þetta hafi munað sig því, að í stað þess að geta byrjað hjer vinnu með morgnin- um, kom hann ekki fyr en síðari hluta mánudags 10. apríl til Reykjavíkur. — Sömu sögu hafa aðrir togaraskipstjórar að segja þennan sama dag. Þeir þreifa sig áfram með lóðinu, t. d. „Snorri goði“, sem hefir rafmagnsdýpt- armæli og miðunartæki. Telja þessir skipstjórar, að þeir hefðu áhikað getað haldið áfram ferð sinni til Reykjavíkur, hefði mið- unarstöð verið á Reykjanesi. Tímar þeir, sem við lifum á, og kapphlaup það, sem hvervetna virðist vera háð, eru svo, að til vandræða horfir; hvernig kapp- hlaupið á skipunum, bæði fiski- og flutningaskipum er orðið er- lendis, sýna hinar þjettu miðun- arstöðvar á landi þar og slys, áð- ur en þær voru settar, sem orðið hafa af hinum mikla vinnuhraða, sem leyfir ekki að viðhafa nauð- synlegar varúðarreglur. Þegar svo er komið, verður að hefjast handa og hugsa upp einhver með ul til að vinna gegn slysum, sem af hraða þessum geta leitt. Skamt frá Reykjanesi, beggja megin, hafa á fáum árum farist þessi skip: „Ása“, „Cap Fagnet“, „Jón forseti", togarinn „Norse“ og „Skúli“, og sýnir það, að á þessum slóðum er sigling ekki hættulaus. Mönnum gæti dottið í hug, að sterkir þokulúðrar gætu komið að góðu haldi á þessum slóðum, en það mál verður að at- huga vel, áður en í er ráðist. og afar mikla dómgreind þarf til þess að nota þá r ett. í dag má lesa í Morgunbl xðinu, að það hafi verið tilviljun ein, að símastjórinn í Grindavík heyrði, að „Skúli fógeti“ hefði strandað. Væri ekki rjett að taka það at- riði til yfirvegunar? Er eigi auðið að koma því svo fyrir, að sjerstök bjalla væri á hverri björgunarstöð, sem aðeins væri notuð, þegar á skipreka þyrfti að benda frá aðalstöðinni hjer, sem áreiðanlega gerði að- vart, þegar skip væri í hættu satt, nálægt þeirri stöð, sem hringt væri til. Slysavarnaf jelag íslands á það skilið, að það fengi alla þá að- stoð sem þyrfti, éf það vildi koma því öryggi í framkvæmd. Reykjavík, 11. apríl 1933. Sveinbjörn Egilson. —» ^ 8> ^ »•*• Horsku samuingarnir samþyktir á Alþingi, sem ,,bráðabirgðalausn“. Norsku samningarnir komu til 3. umr. í Ed. í gær. Hjer verður fyrst skýrt nokk- uð frá umræðum þeim, sem fram | fóru um málið í fyrrakvöld. Umræðurnar í fyrrakvöld. Magnús Torfason kvað samn- ingana vera fullkomna neyðar- samninga, og allir samningar við Norðmenn yrðu aldrei annað en neyðarsamningar. Lýsti ræðum. mjög átakanlega yfirgangi og lögbrotaferli Norðmanna hjer við land á fyrri árum. En ræðum. kvaðst líta svo á, eins og í pottinn væri búið, að Alþingi bæri alt á- byrgð á samningunum. Það hefði lagt fyrir stjórnina að semja. Að lokum kvaðst ræðumaður vilja samþykkja samningana til þess, ef ske kynni að það yrði til þess að vekja þjóðina! Halldór Steinsson kvaðst vera mjög óánægður með samning- ana. Ekki vegna þess, að hann á- liti þessa samninga mikið verri en þá frá 1924 — þeir hefðu líka verið neyðarúrræði. En þá stóð svo á, að Noregur var nálega eina landið, þar sem við höfðum mark- að fyrir kjöt. Nú horfði málið hinsvegar þannig við, að kjötsal- an til Noregs færi minkandi ár frá ári, og yrði sennilega eigi langt að bíða þess, að norski markaðurinn lokaðist alveg. Þar sem svona væri kömið, væri frá- leitt að vera að veita Norðmönn- um nýjar ívilnanirstefnan ætti að vera sú, að lcsa okkur að fullu og öllu undan öllum ívilnunum Norðmönnum til handa. En eins og málið nú horfði við, væri eigi bráð yfirvofandi hætta fyrir síldarútveginn, þótt samn- ingarnir yrðu samþyktir nú, því að segja mætti þeim upp með 6 mánaða fyrirvara, og hugur þm. væri þannig, að treysta mætti því, að uppsagnarákvæðið yrði notað eins fljótt og frekast leyfði. Enn töluðu margir. Ráðherr- arnir svöruðu aðfinslum þmg- mannanna. Frá umræSunum í gær. Jón Baldvinsson tók fyrstur til máls. Fór hann fram á, að málið ■* Nýli kn kiólar og b ússur komnar. Afsláttur til páska. NINON Austurstrseti 12. —* Opið kl. 2—7. Ko a kðflnr, Saltskéflnr, fyrirligeiandl. Lðgt verð " * \ Sturlaugur Júnsson S Co. S ENGILBERTS, nuddlæknir, Njálsgötu 42. Heima 1—3. Sími 2042. Geng einnig heim til sjúklinga. Þ e ir, ■em kaupa trúJofunarhringre hjá Sigurþór verð altmf ánægðir. — Hýustu tegundlr af BúsðhOldooi fðst I e£iverj:)oo£) yrði látið bíða til laugardags, því að von væri á Sveini Björnssyni sendiherra heim fyrir þann tíma. Ef til vill myndi hann geta gefið einhverjar upplýsingar, sem máli skiftu. Ásg. Ásgeirsson kvað heim- komu sendiherra ekki að neinu leyti standa í sambandi við norsku samningana, heldur snerti hún samningana við Bretland. Allur orðrómur, sem verið hefði hjer á sveimi um annað, væri til- efnislaus. Ekki vildi ráðh. bíða til laugardags með afgr. málsins; kvaðst ekki vilja taka þá ábyrgð á stjórnina. Þessu næst deildu þeir um stund, Jón Baldvinsson og Jakob Möller um ýms ákvæði þessara samninga og samkomulagsinsfrá 1924. Jón Þorláksson tók nú til máls og fórust orð á þessa leið: Því hefir verið hreyft af Jóni Baldvinssyni hjer í deildinni, að stjórnin myndi gera það að frá- fararatriði, ef samningarnir yrðu feldir. Jeg hefi tekið það skýrt fram áður, að utanríkismál.eígi að sæta annari meðferð á Alþingi en önnur mál. Þeim ber að halda utan við flokkadeilurnar. Þess vegna má engin stjórn draga sKk mál inn í flokkadeilumar, með því að gera þau að fráfararatriði. Og núverandi stjórn má ekki gera það, að þrí er þetta mfi1 '•nertir. Þá kröfu verður til henn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.