Morgunblaðið - 26.04.1933, Page 3

Morgunblaðið - 26.04.1933, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Huers uegna? * 1 smábæ einum í Frakklandi vildi það til í vetur, að barna- kenmu'i einn Ijet í l.jósi vafa um sanngildi ýmsra sagna um þjóðar- .dýrling Frakka Jean d’Arc. Skólabörnin töluðu um þetta í lieimahúsum. Foreldrarnir kærðu fyrir forráðamönnum skólans. •— ‘Þeim mislíkaði kenslan. Skóla- •stjórnin daufheyrðist í fyrstu við kærum foreldranna. Sögukennar- inn átti að fá að halda áfram ‘kenslumii. Foreldrarnir tóku börnin úr •skólanum. Gæti slíkt komið fyrir á íslandi? Sinn er siður í landi hverju. Þess var get.ið hjer í gær, að langþol íslenskrar lundar myndi þrotið, þegar um er að ræða af- skiftaleysi yfirvalda og undan- látsemi við óspektalýð kommún- Ista lijer í bænum. Þjóðhollir æsku menn og borgarar bæjarins þola kommúnistum blátt áfram ekki iengur - byltingaundirbúning, æs- ingar; óspektir og göturáp rauð- liðafylkinga. En byltingastarfsemi þessara manna er annað og meira en úti- •störfin. Engu minni aMð leggja þeir við uppfræðslustarfsemina. TJpphafsmaður hins kommúnist- iska fræðslustarfs í la.ndinu er -Jónas Jónsson — þó kommúnista- flokkur íslands vilji nú e. t. v. ■ekki lengur viðurkenna hann nje annað rekald úr herbúðum Tím- ;ans. Kommúnisti var gerður Menta- •skólarektor. Kommúnisti var gerður hjer barnaskól ast jórii. Froðusnakk úr kommúnistahóp var troðið inn í kennaraskólann. Svona mætt.i lengi telja. Svona er umhorfs í skólamálum vorum. Þetta vita allir. Hin unga og upprennandi kyn- slóð fslands hefir átt að taka við hinni austrænu ólvf jan. með skóla- lærdómum alt frá starfrofskveri til stúdentsprófs. Hvers vegna láta þjóðræknir íslendingar þetta viðgangast? Hvers vegna sameinast ekki for- eldrar og forráðmenn, ungir og gamlir gegn þessari spillingu í •uppeldismálum landsins? ,,At ósi skal á stemma,“. Starfsemi kommúnista í skólum landsins þarf að uppræta. Höfnin. Tveir franskir togarar !:omu hingað í gær til þess að fá sjer kol og vistir. Suðurland fór Jil Borgarness. Landsfundur Sjálfstæðismanna. Rfkislögregla. - Kreppumðl. Ríkislögreglan. gær var fundur ríkislögreglan á Kl. 10 árd. í settur og var dagskrá. Ríkislögreglunefnd skilaði áliti í málinu og lagði tillögu fyrir fundinn. Framsögu f-li. nefndar- innar hafði Sigurður Sigurðsson, sýslumaður. Hóf hann mál sitt með því að lesa upp álit nefndarinnar, og tiflögu, sem var á þessa leið: Undanfarið hefir það oft sinnis komið fyrir að ríkisvaldið hefir ekki reynst þess megnugt að halda uppi lögum og reglu í land- inu, enda hefir ríkisvaldið verið mjög veikt- Af þessu hefir leitt að æ gerast. fleiri og fleiri til þess að rísa gegn ríkisvaldinu og að flokkar hafa. eflst í landinu, er beita ofbeldi í starfsemi sinni og stefna að því ákveðna takmarki að kollvarpa því þjóðskipulagi, er vjer búum við, með ofbeldisverk- um og uppreisn. 1 Reykjavík er svo komið að þar er fjöldi manna, sem er þess al- búinn að beita ofbeldi og stefna til barsmíða og blóðsúthellinga eins og best kom fram 9. nóvbr. síðastliðinn. Víðsvegar út um landið, einkum í kaupstöðum, og hinum fjölmenn ari kauptúnum, er svo ástatt, að telja má víst að fyrir látlausan undirróður öfgamanna mun brátt sækja í sama horfið og reynslan ber fott um í Reykjavík, enda hefir komið til alvarlegra óeirða viðsvegar um landið, sem ríkis- valdið hefir ekki við ráðið. Þetta ástand hefir hipa alvar- legustu hæt.tu í sjer fólgna fyrir alt þjóðlíf vort og lítur nefndin svo á að ríkið verði að leggja hina mestu áherslu á að rækja þá megin skyldu sína að lialda uppi friði og lögum í landinu og að ekki sje borfandi í þó það hafi nokkurn kostnað í för með sjer. Að þessu leiðir, að nefndin á- lítur að efla beri iögregluna í landinu að miklun mun og leggur áherslu á að það sje gert með stofnun ríkislögreglu, er hægt. sje að beita hvar í landinu sem er. Nefndinni dvlst ekki að ríkis- lögregluna þurfi að mynda á sem kost.naðar minstan hátt og sjer nefndin m. a. þessar ieiðir til þess: t fyrsta lagi verði lögreglu- stjórum í lögsagnarumdæmum utan Reykjavíkur, sem mesta þörf hefir fyrir aukna lögreglu fenginn hæfur maður til þess að koma á fót æfðri sveit manna er aðstoði lögregluna sem fyrir er ef þörf krefur. Sjeu sveitir þessar ólaun- aðar, að öðru en því að þær fái þóknun fyrir æfingu og kvaðn- ingar. Flokkstjórana mætti jafn framt láta vinna ýms önnur verk I þágu lögreglustjóraembættanna. f öðru lagi sjeu tollverðir vald- ir þannig að þeir geti gegnt lög- reglustörfum. T þriðja lagi sje stofnaður flokkur ríkisiögreglumanna í Rvík, er hafi að baki sjer öflugt vara- lið. Standi flokkur þessi undir sjerstakri yfirstjórn og sje hreyf- anlegur þannig. að hann geti veitt liðstyi-k hvar sem er á landinu. Loks sjeu skipshafnir varðskip- anna valdar og æfðar þannig, að þeim verði beitt sem ríkislögreglu liði er á þarf að halda og varð- skipin notuð til flutningá á ríkis- lögregluliði, ef nauðsyn krefur. Nefndin vill sjerstaklega láta í ljósi þakklæti sit fyrir skörulegar aðgerðir dómsmálaráðlierra til verndar borgurunum hjer í Rvík, eftir þá liroðalegu atburði, er hjer gerðust 9. nóv. s-I. Að þessu athuguðu leggur nefndin til að samþykt verði á landsfundinum svo hljóðandi til- laga: „Landsfundur Sjálfstæðismanna skorar á Alþingi að samþykkja á þessu þingi löggjöf um ríkislög- reglu, er unt sje að beita hvar á landinu sem er. Fundurinn leggur áherslu á að að baki lögreglunnar standi öflugt varalið er sje eflt eftir því, sem þörf krefur á hverjum tíma.“ Ýmsir hafa litið svo á, að eigi væri þörf á ríkislögreglu annars staðai' en í Reykjavík. En Sig. Sig. benti á það mjög rækilega í framsöguræðu sinni, að það er' bráðnauðsynlegt að koma einnig upp ríkislögreglu í ýmsum kaup- stöðum og kauptúnum út um land. Hann benti á nýafstaðna atburði á Akureyri, og vitanlegt væri, að á Siglufirði væri mikil nauðsyn á aukinni lögreglu. Þá væri einnig svo komið, að sum kauptún á landinu þyrftu að fá meiri lög- regluvernd en þau nú hefðu. Sumir vildu halda því fram, sagði Sig. Sig- sýslumaður, að ríkið hefði ekki ráð á að koma upp ríkislögreglu. En ef svo væri. þá kvaðst sýslumaður vilja spvrja þessa sömu menn hvort sú þjóð, sem ekki teldist hafa ráð á að halda uppi lögum og rjetti í land- inu — hefði þá ráð á að halda uppi sjálfstæðu ríki ? Miklar umræður urðu um þetta mál á fundinum, og voru allir á einu máli um það, að krefjast þess af Alþingi, að það gerði skyldu sína í þessu máli. Tillaga ríkislögreglunefndar, sú e1- að framan greinir var samþ. í einu hljóði. Einnig var samþ. í einu hljóði svohljóðandi tillaga frá Sig. Jóns- syni rafvirkja: „Landsfundur Sjálfstæðismanna skorar á miðstjórn flokksins að beita sjer fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn geri fullnægjandi ráð- stafanir til að vernda borgarana, ef ríkisvaldið bregst skyldu sinni í því efni“. Kreppumálin. Á fundinum, sem hófst kl. 5 síðd. í gær voru kreppumálin til umræðu. Kreppumálanefnd skil- aði álit.i. Framsögu hafði Jón Sig- urðsson bóndi á Reynistað- Hann gerði grein fyrir tillögum nefndar- innar og lýsti mjög skilmerkilega erfiðleikum þeim, er bændur ættu við að stríða og hverrar hjálpar þeir þyrftu með. Hjer fer á eftir nál. kreppnmálanefndar og tillög- ui. sem samþvktar voru hljóði: Nefndin hefir sökum mjög tak- marlraðs starfstíma tékið til athug- nnar þessi höfuðatriði: 1. Nauðsyn þess að gerðar sjeu sjerstakar ráðstafanir af Alþingi til að greiða fram úr skuldmálum bænda og hverjar leiðir væru lík- legastar til heppilegs árangurs- 2. Hver ráð væru líklegust til að kom í veg fyrir að það öngþveiti sem bændur eru nú komnir í end- urtaki sig síðar meir. Nefndin er sammála um að hag- ur bænda allvíða á landinu sje svo bágborinn að ekki verði hjá því komist að gera sjerstakar og al- veg óvenjulegar ráðstafanir meðal annars til þess að koma í veg fyrir að þeir flosni upp af jörðum sínum og verði að hrekjast í kaup staðina, og ennfremur til að varna því að á þá bændur sem enn eru bjargálnamenn eða meira leggist ekki svo þungar byrðar að þeir fái ekki undir risið, en hvoru- tveggja telur nefndin allvíða yfir- vofandi ef ekkert væri aðgert. Nefndin hefir fengið til athug- unar aðalfrv. bændanefndarinnar. Sökum takmarkaðs tíma hefir nefndin ekki sjeð sjer fært að taka til meðferðar eða rökræða smærri atriði frumvarpanna en aðeins snúið sjer að aðalstefnu þeirra. Nefndinni er það Ijóst að þótt komið gæti til mála að velja aðrar leiðir en þær er bændanefnd- in hefir valið til að greiða fram úr yfirstandandi erfiðleikum bænda þá treystir hún sjer ekki að öllu athuguðu að benda á aðra leið annmarkaminni og jafnlíklega eða líklegri t.il góðs árangurs. f nefndinni komu fram raddir um það að meiri hjálp væri í því fvrir bændur að lánstími fasteigna, veðlána yrði lengdur og árlegar greiðslur af þeim lánum færðar niður samkvæmt því, en þó þeir fengju afborgunarfrest um nokk- ur ár. í tilefni af þessu vill nefnd- in beina, þeim tilmælum til þing- manna Sjálfstæðisflokksins, að þeir taki þetta til athugunar. Tillögur bændanefndarinnar miða fyrst, og fremst að því að gera bændum kleyft að komast, fram úr yfirstandandi örðugleik- um. Um árangur þessa stuðnings fer vitanlega mikið eftir því hvort búrekstur bænda getur borið sig fjárhagslega á næstu árum, takist það ekki er hætta á að sæki í sama farið. Með þeim horfum sem nú eru á um kjötsöluna á þessu ári meðan ekki verður sjeð hversu tak ist samningar við Breta, þá telur nefndin nauðsynlegt að Alþingi lieimili ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hindra verðhrun á kjöti innan lands á yfirstandandi ári. Enn- fremur telur nefndin nauðsynlegt ’að unnið ATerði að því af alefli af bændum sjálfum með stuðningi þess opinbera að gera framleiðsl- una miklu fjölbreyttari og not- hæfari fyrir innlendan og útlendan markað en nú er, og að kept sje að því að landsmenn búi sem mest að sínu. Nefndin lítur svo á að skulda- verslanir verði að teljast versta ólán íslenskra bænda og því beri að leggja. alt kapp á að útrýma henni svo sem frekast eru föng til. — Samkvæmt framansögu ber einu'j nefndin fram eftirfarandi tillögur: I 1. Fimdurinn telur að hagur bænda víðsvegar á landinu sje svo örðugur að ekki verði hjá þvi komist að gera sjerstakar ráðstaf- anir þeirra vegna. Fundurinn felst því í aðalatriðum á tillögur bænda nefndarinnar um ráðstafanir tfl að hlaupa undir bagga með bændum vegna kreppunnar. 2. Fundurinn telur nauðsynlegt að Alþingi heimili ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að hindra verðhrun á kjöti á yfirstandandi. ári með því að sýnt þykir að samningum við Breta verði ekki lokið áður þingi slítur. 3. Fundurinn leggur áherslu á að bændur vinni að því af alefli með stuðningi Alþingis að gera framlciðsluna fjölbrejittari en nú er og stefnt sje að því að lands- menn búi sem mest að sínu. 4. Fundurinn skorar á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að beita sjer fyrir því að reistar verði skorður við söfnun nýrra verslunarskulda, t d. með því að fyrirskipa skamm- an fyrningarfrest þeirra og komá vaxtatöku af þeim. Víðskiftasamningar Dana og Breta. voru undirskrifaðir í London á mánudaff, 1 tilkynningu frá sendiherra Dana segir, að viðskiftasamningar Dana og Englendinga liafi verið úndirskrifaðir í London á mánu- daginn var, af þeim Ahlefeldt- Laurvig greifa, sendiherra Dana í London og John Simon utan- ríkisráðherra, og Runciman ATersl- unarmálaráðherra Breta. Dönum er trygð 63% a,f svínakjötsútflutn- ingi sínum til Englands. Samning- arnir verða staðfestir síðar, og einstök atriði þeirra verða ekki birt fvr en síðar. „islenska vikan" byrjar næsta sunnudag og stendur yfir alla næstu viku. Treystir framkvæmdanefnd vik- unnar öllum verslunum bæjarins til þess, að sýna aðeins íslenskar vörur í gluggum sínum þá daga og að vanda til sýninganna eftir föngum. Verður að vikunni lok- inni úthlutað verðlaunaskjölum fyrir bestu sýningar á íslenskum vörum og dæmt eftir þeim sýning- um sem komnar verða fyrsta dag vikunnár. Jafnframt treystir nefndin því, að þær verslanir er ekki hafa ísb ATörur tili að sýna, Ijái glugga sína þeim er íslenskar vörur hafa. eða skreyti gluggana með islenskum fánalitum. Því er ennfremur treyst, að alt verslunarfólk geri sitt, ítrasta til að selja fremur íslenskar vörur en erlendar þessa viku. og veki athygli neytenda á þeim ísl. vömm er komið geta í stað hinna er- lendu. Ennfremur er þess.óskað a.ð ísl. fáni verði dreginn að hún á hverri einustu fánastöng í bænum, st.rax að morgni næsta sunnudag, og hann látinn blakta þar að minsta kosti allan þann dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.