Morgunblaðið - 28.05.1933, Page 5
Sxumudaginn 28. maí 1933.
lizisíer 09 Birir Diðilr.
Grein þessi er rituð áður en samkomulag náðist
um fjórueldabandalagið.
Þjóðverjar voru komnir langt
á leið með það að leiða sáttastefnu \
Stresemanns heitins til sigurs,
þegar Nazistar tóku við völdum
í Þýskalandi. Smátt og smátt tókst
fyrst Stresemann og svo eftir-
mönnum hans að skapa að nýju
traust á friðarvilja Þjóðverja. Og
jafnhliða þessu tókst þeim að af-
nema ýms hin ranglátustu ákvæði
friðarsamninganna. Hið erlenda
setulið í Rínarhjeruðum var kvatt
heim fyr en ákveðið var í Ver-
salasamningnum. Hernaðarskaða-
bæturnar hafa verið strikaðar út.
Og í lok ársins 1932 viðurkendu
stórveldin jafnrjettiskröfur Þjóð-
verja sem meginreglu í afvopnun-
armálunum. Þó var eftir að ákveða
hvemig rjettlætið skyldi fram-
kvæmt. Annars voru landamæra-
ákvæðin einu ákvæði Versalasamn-
ingsins, sem ekki hafði verið
hróflað við. Bn kröfur Þjóðverja
um breytingar á landamærunum
mættu vaxandi skilningi og sam-
úð erlendis. ekki síst í Bnglandi,
TT.S.A. og ftalíii. Prakkar stóðu
svo að segja einir. Þannig var á-
statt þegar Nazistar t.óku við
völdum.
- En hvernig er svo ástatt nú?
Nú standa ekki lengur Frakkar
heldur Þjóðverjar svo að segja
einir. .Heimurinn er á mót.i okkur'
sagði Hitler í ræðu sinni 1. maí.
Og frjettaritari hægrablaðsins
.Deutsche Allgem. Zeitung' símar
frá Genf að andúðin á móti Þýska.
landi sje nú meiri en nokkru sinni
áður síðan Þjóðverjar hófu kaf-
bátahernaðinn fyrir alvöru á
stríðsárunum. Hvað veldur þess-
um umskiftum? Nazistum finst
beimurinn vera óþakklátur. Naz-
irstar hafa bælt kommúnismann
niður í Þýskalandi og lamað só-
síalista. En þrátt fyrir það mætir
Nazistastjórnin andtið meðal borg-
aralegra flokka erlendis, einnig
meðal hægrimanna og það í lönd-
um, þar sem Þjóðverjar annars
mæta samúð, í Englandi, U.S.A.,
Norðurlöndum og víðar.
Borgaralegir flokkar erlendis
harma auðvitað ekki þótt Naz-
istum hafi tekist að uppræta Marx
ismann í Þýskalandi. En víða er-
lendis, ekki síst. á Norðurlöndum,
í Englandi og í TJ.S.A. eiga menn
vfirleitt erfitt með að fella sig
við Nazistastjórnina þýsku. Veld-
ur því aðallega tvent: f fvrsta iagi
framferði' Nazista gagnvart and-
stæðingum sínum í Þýskalandi. í
<"ðru lagi ótttast menn að sá andi,
sem nú ríkir í Þýskalandi kunni
að hafa alvarlegar afleiðingar út
á við.
Nazistar hafa lögleitt einræði
x Þýskalandi og afnnmið prent-
frelsi o. fl. borgaraleg’ rjettindi.
sem eru grundvöllur þjóðræðisins.
Það er ekki nema eðlilcgt, að
þetta vekji óánægju í löndum, þar
rem fylgismenn þjóðræðisins eru
x meiri hluta. Síðan stjórnarbylt-(
ingin mikla varð í Prakltlandi
liefir þjóðræðið smátt og smátt J
rutt sjer til rúms í Vestur- ogj
Norður-Evrópu, í Þýskalandi eft-
ir byltinguna 1918. „En nú verða
hugsjónir frönsku byltingarinnar
fótum troðnar“, segir Nazistafor-
inginn dr. Rosenberg.
í skjóli einræðisins hafa Naz-
istar beitt andstæðinga sína fá-
ctæma hörku. Við því var að búast,
að Nazistar mundu ekki hlífa
kommúnistum, sem frá upphafi
hafa beitt ofbeldi í baráttunni
á móti Nazistum og sem hafa of-
beldisverk á stefnuskrá sinni. —
En harðstjórn Nazista hefir líka
bitnað á sósíalistum, borgaraleg-
um vinstriflokkum, kaþólskum
miðflokksmönnum, friðarvinum og
Gyðingum. -Jafnvel ,þýsk nation-
alir‘ kvarta undan framferði Naz-
ista. Einn af foringjum ,þýsk-
nationala' flokksins, dr. Oberfo-
hren, liefir meira að segja franiið
sjálfsmorð vegna núverandi á-
r-t ands í Þýskalandi. Yfirleitt tala
hin mÖrgu sjálfsmorð í Þýska-
landi sínu eígin máli um kjör
Nazi-andstæðinga í .þriðja ríkinu1.
Ekki síst hafa ofsóknirnar gagn-
vart Gyðingum, ýmsum rithöfund-
um og vísindamönnum í Þýska-
landi vakið andúð gegn Nazistum
erlendis. Það mælist eðlilega illa
fyrir, þegar Nazistar lýsa í bann
og brenna bækur eftir víðfræga
rithöfunda (Remarque o. fl.) og
reka heimsfræga vísindamenn frá
háskólunum. Þetta minnir menn á
ástandið á miðöldunum.
Geta menn tieyst því, að Naz-
istar beiti ekki einnig ofbeldi
gagnvart öðrum þjóðum? Þessa
spurningu má oft sjá í erlendum
blöðum, þ.á.m. Times. Þess ber
að gæta, að Nazistar eru ekki
færir um að fara í stríð, fyr en
þeir hafa aukið vígbúnað Þýska-
lanvls að miklum mun. Þar við
bætist, að Hitler hefir margsinnis
lýst yfir því, að Nazistar vilji lifa
í friði við aðrar þjóðir. En jafn
hliða þessum fullyrðingum leggja
Nazistar kapp á að vekja að nýju
hinn gamla prússneska hernaðar-
anda, sem setur máttinn í stað
rjettarins. „Að eins mátturinn
skapar rjett í heiminum“, sagði
Hitler nýlega í ræðu til foringja
Nazista hersins. Nazistar vegsama
hernaðarandann og reyna að upp
ræta friðarstefnuna. Hún er t. d.
lýst í bann í skólunum, og bæk-
ur, sem fordæma stríð, eru bann-
aðar. ,,Times“ segir, að Nazistar
viðurkenni sjálfir að baráttan á
móti Gvðingum sje meðfram
sprottin af því að mentamenn
meðal Gyðinaa eru yfirleitt frið-
arvinir. „Priðarstefnan er óþrosk-
uð lifsskoðun“, sagði v. Papen
í lrinni frægu ræðu í Miinster h.
13. þ. m. Hann bætti því við, að
friðarsinnaðir rithöfundar rejmi
að telja fólki frú um það, að
óeðlilegt sje að deyia á vígvell in-
um. En sannleikurinn sje sá, að
vígvöllurinn sje eins eðlilegur fyi’-
ir karlmenn og barnsfæðingar sjeu
fyrir kvenmenn. Hvernig á að
samrýma alt þetta við yfirlýs-
ingar Hitlers um friðarvilja Naz-
ista ?
t mars fór May Tlonald til Róma
borgar og kom aftur með tillögur
Mussolini um fjórveldabandalag,
er vinna á að því, að friðarsamn-
ingarnir verði endurskoðaðir og að
Þjóðverjar fái hernaðarlegt jafn
rjetti. Upphaflega leit út fyrir,
að þessum tillögum yrði vel tekið
í Englandi. En skömmu eftir
Rómaborgarför Mac Donalds byrj-
uðu Gyðingaofsóknirnar í Þýska-
i landi fyrir alvöi*u. Þær eiga mik-
inn þátt í því, að Englendingar
hafa nú yfirleitt snúist á móti
tillögum Mussolini. „Englendingar
voru vinveittir Þjóðverjum, enNaz-
istar hafa á einni nóttu gert Eng-
lendinga viu veittíl Prökkum“,
sagði Wedgewood offursti í enska
þinginu. Og Chamberlain fyrv.
utanríkisráðh. sagði í þingræðu
að „síðustu viðburðirnir í Þýska-
landi geri það að verkum, að end-
urskoðun friðarsamninganna geti
ekki komið til mála.“ Chamber-
lain er að vísu vinveittur Prökk-
um, en Times .segir, að hann hafi
án efa látið í ljós þá skoðun, sem
ríkjandi sje í neðri málstofunni
ensku. Times segir enn fremur, að
Þjóðverjar hafi á fáeinum vikum
eyðilagt þá samúð, sem þeir hafi
áunnið sjer á síðustu 12 árúm.
Valdi því viðburðirnir þeir, sem
gerst hafi í Þýskalandi upp á
síðkastið. Englendingar hafi and-
stygð á öllum ofsóknum. En Naz-
istar kxigi pólitíska andstæðinga
og Gyðinga með ofboðslegri hörku.
Pramferði Nazista sje besta sönn-
unin fyrir, því, að ekki sje hægt
að veita núverandi valdhöfum í
Þýskalandi yfirráð yfir landsvæð-
um, hvorki í Evrópu nje annars
staðar, þar sem íbúarnir sjeu ekki
þýskir að þjóðerni. Blaðið á
vafalaust við „pólitíska ranghal-
ann“, þar sem allmargir Pólverj-
ar búa, og svo við nýlendurnar.
Nokkru seinna skrifaði Times:
„Síðan Hitlerstjórnin byrjaði að
setja máttinn í stað rjettarins og
vegsama hernaðarandann, hefir al-
menningsálitið í Englandi snúist
meira og meira á móti því, að víg-
búnaður Þjóðverja verði aukinn.
| Allir flokkar, bæði hægri og
1 vinstri, eru sammála um, að Naz-
istum megi ekki leyfast að búa
r-ig undir að rjúfa friðinn.11
Þannig' skrifar Times, sem fyr-
ir fáeinum vikum studdi kröfur
Þjóðverja um hernaðarlegt jafn-
rjetti og breytingar á landamæra-
ákvæðum Yersalasamningsins.
Ofsóknirnar og hinn nýi lxern-
aðarandi í Þýskalandi hefir þann-
ig valdið því að margir Englend-
ingar. sem hingað til liafa stutt
hinar rjettmætu kröfur Þjóðverja,
snúast nú á móti þeim, Sama má
segja um marga í U.S.A.
Khöfn í maí 1933.
P.
K íli úr e dhús æðu Jóns Þorláks-
sonar í efri detld,
Hvalreki. Piskimaður í Noregi
fann fyrir skömmu ungan hval
rekinn á land skamt frú Túns-
bergi. Hvalurinn var lifandi og
treysti maðurinn sjer ekki einn
að ráða niðurlögum hans. — Pór
hann því að leita aðstoðar. En er
hann kom aftur með nokkra menn
þangað sem hvalurinn lá, var hval-
urinn dauður. Hafði bann bylt
sjer þannig við í fjörunni að nú
lá hann á bakinu og hafði blást-
ursholan farið á kaf í sand, svo
að hann hafði kafnað.
Seinni aðalkaflinn 1 eldhús-
ræðu Jóns Þorlákssonar í efri
deild fyrra mánudag var um
verðbr j ef aver slun iandsins. —
Verður hjer skýrt frá því helsta
sem hann sagði um það mál, en
fljótt yfir sögu farið.
Jón Þorláksson gat þess, að
Veðdeild Landsbankans hefði
veitt fasteignaveðlán gegn 1.
veðrjetti fyrir 25—27 milj.
ltróna. Starfsemin hjeídi enn á-
fram, og auk þess hefði bætst
við tvær nýjar veðlánastofnan-
ir, þar sem væru Ræktunarsjóð-
ur og veðdeild BúnaðarbanJc-
ans.
Starfsemi veðdeildar Lands-
bankans hefði frá 1926 til 1930
verið hagað þannig, að veðdeild
in veitti lán gegn 1. veðrjetti,
en Landsbankinn keypti brjef-
in. Gengið á brjefunum hefðí
fyrst verið 90 kr. fyrir 100 kr.
nafnverð og síðar kr. 87.50
Þetta hefði verið viðunandi.
En seint á árinu 1930 hefði
verið svo krept að öðrum deild-
um Landsbankans, að þæú
hefðu eigi sjeð sjer fært að
kaupa veðdeildarbrjefin.
I fyrstu hefði verið búist við,
að stöðvun þessi yrði aðeins um
stundarsakir. En það hefði
brugðist, og' síðan hefðu engin
kaup farið þar fram.
Samt sem áður hjeldi lána-
starfsemi veðdeildarinnar á-
fram. Mönnum væri afhent
brjefin; þeir síðan orðið að selja
þau sjálfir fyrir það verð, sem
f;L.nlegt væri. Verð brjefanna
hefði komist niður fyrir 70 kr.
þegar það vai; lægst, hækkaði
síðan upp í 75 kr. pr. 100 kr.
nafnverð brjefs. Þetta væri
mjög óheppilegt fyrir atvinnu-
lífið, einkum fyrir það fólk, sem
hefði atvinnu við byggingar.
En á þetta kvaðst J. Þorl.
minnast sakir þess, að til væri
ákvæði í lögum um þetta efni.
Þetta ákvæði væri í 63. gr.
Landsbankalaganna frá 1928,
svohljóðandi:
„Þangað til lög verða sett um
opinbera verðbrjefaverslun og
kaupþingsskráningu verðbrjefa
skal bankanum skylt að kaupa
l af almenningi og selja almenn-
ingi trygg innlend verðbrjef,
þau er ræðir um í 29. gr., gang
verði, sem ákveðið sje af banka
ráði, að fengnum tillögum
framkvæmdarstjórnar, eigi
sjaldnar en einu sinni á viku,
og birt almenningi með aug-
lýsingu á áberandi stað í aðal-
afgreiðslustofu bankans og úti-
búa hans. — Bankinn er þó und
anþeginn skyld-um þeim, er
ræðir um í þessari grein, ann
aðhvort um kaup eða sölu, ef
eign bankans í slíkum verð-
brjefum fer fram úr því eða
niður fyrir það, sem fram-
kvæmdastjórn bankans telur
hæfilegt“.
Þessi ákvæði þýddu það,
'sagði J. Þorl., að Landsbank'
anum væri skylt að birta í af-
greiðslustofu bankans söluverð
verðbrjefa. Voru það því til-
mæli J. Þorl. til ríkisstjórnar-
innar að hún sæi um að Lands-
bankinn vanrækti ekki lengur
þessa skyldu, sem ekki kostaði
bankann nein fjárútlát.
Það tíðkaðist mjög, að ýmsir
opinberir sjóðir legðu fje í verð-
brjefakaup. Þetta væri holt og
gott. En það vantaði algerlega
skráning brjefanna, svo sjóðirn-
ir vissu hvaða verði þeir ættu að
kaupa.
Nokkur brögð myndu vera
að því, að forráðamenn opin-
berra sjóða gerðu það fyrir
kunningja sína að kaupa brjef
hærra verði en gangverð þeirra
væri. iSvo gæti verið ástatt hjá
einstaka sjóði, að rjettmætt
væri að kaupa brjef hærra verði
en gangverði; en almennt væri
það ekki. Forráðamenn opin-
berra sjóða gættu því eigi
skyldu sinnar ef þeir keyptu
verðbrjef hærra verði en gang-
verði.
Að lokum minntist J. Þorl. á
Brunabótaf jelag íslands. Sjóð-
ur þess væri einn stærsti op-
inberi sjóðurinn sem til væri
í landinu, og því bæri að hafa
gát á, að gæsla þess fjár væri
óaðfinnanleg.
í lögum Brunabótafjel. og-
reglugerð stofnunarinnar væri
ákvæði um fjárvarðveislu sjóðs-
ins. Hún skyldi vera með tvenn-
im hætfl: 1) handbært fje í
:ryggri peningastofnun og 2)
trygg verðbrjef, sem fjármála-
ráðherra samþykti.
Einu tryggu verðbrjefin væri
vitanlega handhafaverðbrjef,
sem væru skráningarhæf og
ætti sjóður Brunabótafjel. því
eingöngu að leggja fje í slík
brjef. En orðrómur gengi um
það í bænum, að ávöxtun sjóðs-
ins myndi ekki að öllu leyti
vera svo sem reglurnar mæltu
fyrir.
Raöiómiðunarstöð
í Uestmannaeyjum.
Nauðsynleg fyrir siglingar
til íslands.
Um sama leyti og ákveðið var
að reisa átti Radiovitann á Dyr-
hólaey, var hreyft við því nokkuð
í blöðum, af nokkrum loftskeyta-
mönnum, að heppilegra mundi
verða að reisa heldur Radiomið-
unarstöð í Vestmannaeyjum, því
luin mundi ltoma að meira gagni
en þessi fyrirliugaði viti. — Því
miður voru þessi skrif til einskis
höfð, og ladiovitinn var reistur.
En nú. er reynslan búin að sýna
það, að þó viti þessi hafi gert
mikið gagn, þá hefði miðunarstöð
í Vestmannaeyjum gert mikið
meira gagn, og nú erum við bíiin
að læra af reynslunni, að bráð
nauðsyn er á að hún komi, og
það sem allra fyrst. Skal jeg nú
nefna nokkur dæmi, máli mínu til
stuðnings. Almenningi til skýring-
ar vil jeg fyrst taka það fram,
að munurinn á Radiovita og Radio