Morgunblaðið - 03.06.1933, Page 3
MORGITNBLAÐIÐ
| »«H)
: H.f. Árvakur, KtrkltTtk,
JUtatjðrar: Jön Kjartanaaon.
Valtyr Statánaaon.
Jlltatjörn ok afaralöala:
Auaturatretl 8. — Sfaal 1801.
Aualýalnaaatjörl: H. Hafbara.
kUEl j'alnaaakrlfatofa:
Ánaturatrcstl 17. — llnl 8701
■alaaaalaaar:
Jön KJartanaaon nr. 8748.
Valtýr Stef&naaon nr. 4880.
B. Hafberg: nr. 8770.
Áakrlftaalald'
Innanlanda kr. 8.00 á aaánnCl.
Utanlanda kr. 8.10 A na&nuOL,
í * lanaaaöln 10 anra alntaklö.
10 anra mal Liaabök.
Uirkjun Sogsins.
f Þá er frunfvarp þeirra Jóns
Þorlákssonar og Jalcobs Möller
~«m virkjun Sogsins orðið að lög-
um, trygð rílrisábyrgð á virkj-
unarláninu, og lagður grundvöllur
tir að því að úr orkuveri við Sogið
fáist raforka, sem fiíllnægir ekki
aðeins Reykjavík, heldur öllu
Suðvesturl andinu.
í kosningabardaganum fyrir
tveim árum var Sogsvirkjunin 'á
<lagskrá. Þá töjúðu Framsóknar-
menn um hana sem glæfrafvrir-
tffiki. Þingrofið var jafnvel rjett-
lætt með því, að þurft hefði að
bjarga ríkinu frá ábvrgð á virkj-
vmarláni.
Síðan var reynt að ónýta þetta:
þjóðnytjanrál. Það átti að fleka
menn til þess að reisa \itla stöð viðj
'Sogið, sem fullnægði aðeins Reykja■
vík og e. t. v. Hafnarfirði. Um
aðra var ekki skeytt. Og hags-
muna notendanna átti að gæta,
með því að skuldbinda þá til að
kaupa dýra raforku frá þessu
besta fallvatni landsins, en láta
nokltra innlenda og fleiri erlenda
gróðamenn gera sjer rafveitu
þessa sjer að fjeþrifu. Það var
hinn landskunni sósíalista-brask-
ari, Sigurður Jónasson,- sem upp-
tökin átti að þessari fjárgróða-
tilraun.
Tíminn skrifaði lofsamlega um
þetta fjáraflaplan Sigurðar Jón-
assonar.
Málinu var bjargað fir fjárafla-
klóm hans. Og með þvi að and-
staðan í FramsÓkn gegn nytjamáli
þessu er niolnuð niður, gat frum-
varpið um virkjunina og ábyrgð
ríkis á virkjnnarláni orðið að
lögum.
Iíinir norsku verkfræðingar, sem
fengnir voru til þess að kveða upp
úrsiitaúrskurð um áætlanir þær er
■gerðar hafa verið, svo trygt yrði,
að besta og hagkvæmasta virkj-
unarleið yrði valin, eru nú farnir
heimleiðis. v\lit þeirra á að vera
fullgert fyrir áramót í síðasta
lagi. En eftir því sem borgarstjóri
skýrði frá á síðasta bæjarstjórn-
arfundi, er ekkert því til fyrir-
stöðu. enda svo ráðgert í lögunum,
að byrjað verði á nauðsynlegum
vegabótum að liinu væntanlega
orkuveri þegar 'á þessu sumri.
Konunúnistar dæmdir.
"FTamborg 2. júní.
ITnited Press. FB.
Fjórir kommúnístar, sem voru
sekir fundnir um þátttöku í óeirð-
um þeim, sem urðu í Altona sunnu
daginn 17. júlí 1932, hafa fengið
líflátsdóm. Tveir kommúnistar
voru dæmdir í tíu ára fangelsi,
fjórir í fimm ára fangelsi, en þrír
voru sýknaðir.
Ríkislögreglan.
lögfest á Alþingi.
Frumvarpið um lögreglumenn
kom til einnar umræðu í Ed. i
gær. Litlar umræður urðu um
málið. Jón Baldvinsson flutti tvær
brtt* Onnur var um það, að und-
anskilja skipshafnir varðskipanna
frá lBgreglustarfi (á landi); hin
var um að fella burtu 6. gr. frv.,
en í liinni eru ákvæðin um vara-
lögregluna.
Báðar brtt. J. Bald. voru feldar
með öllum greiddum atkv. gegn
hans sjálfs. Frv. þvínæst samþykt
með 13:1 atkv. (J. Bald.) og afgr.
sem lög frá Alþingi.
Þó að búið sje áðnr hjer í blað-
inu að skýra frá lielstu ákvæðum
þessara nýju laga, þykir rjett að
rifja þau hjer upp í heild.
Samkvæmt þessum lögum er rík-
isstjórninni hfeimilt, að fengnum
tillögum bæjar- eða sveitarstjórn-
ar að fyrirskipa, að í bæjum
(kaupstöðum og kauptúnum), þar
sem eru 1000 íbúar eða fleiri, skuli
wra alt að tveimur starfandi lög-
reglumönnum á hverja 1000 íbúa,
enda sje lögreglustjóri þár bú-
settur.
Ríkislögregla.
| Þegar ríkisstjórnin hefir fyrir-
skipað áðurgreinda ankningu á
lögreglu á einhverjum stað, skal
ríkissjóður greiða Ve hluta bostn-
aðar við lögreglu og löggæslu
bæjarins, en þó eigi fyr en að
minsta kosti einn lögregluþjónn
.kemur á hverja 700 íbúa. Sjötti
liluti lögregluliðsins í Reykjavík
skal vera. sjerstök deild og starfa
sem lögreglumenn ríkisins á
venjulegum tímum. f öðrum bæj-
um ræður ríkisstjórnin yfir starfs
kröftum lögreglunnar í hlutfalli
við framlag.
Starfsvið ríkislögreglunnar.
Lögreglumenn ríbisins* skulu m.
a. starfa að undirbúningi saka-
málsrannsókna, eftirliti, með um-
ferð á þjóðvegum, útlendingúm,
áfengislöggjöf og því að halda-
uppi reglu á mannfundum utan
bæjanna.
Lögreglumenn ríkisins skulu,
þegar iögreglustjórar telja þess
þörf, aðstoða lögreglu bæjanna til
að halda uppi löggæslu og reglu.
Ef lögreglustjórar óska, er rikis-
stjórninni heimilt að skipa þeim
fulltriia eða. yfirlögregluþjón til
að stjórna lögreglumönnum rík-
isins.
Lögregluna má ebki nota til
þess að hafa önnur afskifti af
vinnudeilum en að halda þar eins
og annarstaðar uppi friði og af-
stýra skemdum, meiðslum eða
vandræðum.
Skipshafnir varðsþipanna telj-
ast til lögreglúmanna ríkisins;
heimilt er ráðherra að lákveða
liið sama um tollverði, þó ebki nú-
verandi tollverði, ef þeir eigi óska
þess.
Varalögreglan.
Þegar sjerstaklega stendur á og
ráðherra telur nauðsynlegt öryggi
bæjar, að lögregluliðið sje aukið
enn meir. getur hann. að fengnum
tillögum bæjarstjórnar, bætt við
varalögreglumönnum, og greiðir
þá ríkissjóður alt að helmingi þess
kostnaðar, sem af aukningunni
leiðir, eú þó ekki hærri fjárhæð
en nemur Vi kostnaðar af hinu
veiijulega lögregluliði. — Vara-
lögreglumenn fá þóknun fyrir æf-
ingar og kvaðningar.
Vernd lögreglumanna.
Lögreglumenn ríkisins, hvort
sem er í föstu starfi eða kvaddir
lögreglunni til aðstoðar, eru sýsl-
unarmenn ríkisins. Bannað er að
tiálma því, að maður gegni lög-
reglústörfum og varðar það sekt-
um frá 100 til 1000 kr., nema
þyngri refsing liggi við að lögum.
Lögreglumenn ríkisins og vara-
lögreglumenn eiga rjett á bótum
fyrir meiðsli og tjón, sem þeir
verða fyrir vegna starfsins.
Lögin öðlast gildi þegar þau
liafa \ærið staðfest.
Danir os: Norðmenn
í Austur-Grænlandi.
Thnburhúa
Oslo 1. júní. NRP. FB
Frá Kaupmannahöfn er símað,
að austur-grænlenska fjelagið
Nanok hefði haldið aðalfund sinn
í Höfn í gær. Formaður fjelagsins
Godtfred Hansen, gaf í skvn, að
til mála gæti komið, að höfðað
yrði skaðabótamál á hendur norsk
um veiðimönnum, sem hann hjelt
fram að Iiefði ruðst ínn á veiði-
svæði fjelagsins.
Fiskverslunin í Englandi.
London 2. júní.
United Press. FB.
Elliot landbúnaðar og fiskimála
ráðhei'ra hefir lagt fyrir neðri
málstofuna frumvarp það um fisk-
veiðar og fisksölu, sem áður hafði
verið boðað. 1 frv. eru m. a.
ákvæði um stærð þess fiskjar,
sem selja má 'á breskum markaði
Byggingar samvinnuf j elagsins.
Skiftar voru skoðanir um það
á bæjarstjórnarfundinum síðasta,
hvort leyfa, ætti byggingasam-
vinnufjelagi Reykjavíkur að
byggja timburhúsahverfi vestur á
svonefndu Jóhannstúni.
Guðm. Ásbjörnsson lagði á móti
því, sagði að eigi væri langt siðan
að það hefði verið eitt hið mesta
áhyggjuefni Reykjavíkurbúa, hve
mikil samstæð hverfi bæjarins
hefðu verið bvgð úr timbri. Bæjar-
stjórn hefði því talið það skvldu
sína, að bæta sem fyrst og best
úr þessu, með því að leyfa ekki
timbnrhús.
í sama streng tók Guðm. Ei-
ríksson.
En Jakob Möller sagði m. a. að
bæjarstjórn hefði ekki enn tekist
að koma þeirri reglu á, að leyfa
og stofnun nefndar, sem á að hafa alls ekki timburhús. Menn væru
með höndum skipulagninu
veiða á sjó og sölu fiskjar.
fisk-Jaltaf við og við að fá undanþágur
frá þeirri reglu. Og svo hefði ver-
ið fram á þenna dag. Væri erfitt
um vik, að neita einum um það
sem öðrum væri leyft.
Þá vr og á það minst, að eld-
hættan hefði minkað mjög í bæn-
um, síðan brunaliðið væri orðið
svo öflugt og gott sem það er nú.
Jón Þorláksson benti á, að það
væri brot á skipulagi því sem gert
hefði verið innan Hringbrautar, að
leyfa að byggja timburhúsahverfi
á því skipulagða svæði Það væri
afturför að hverfa að timburbygg-
ingum í stórum stíl, eins og lijer
væri ráðgert. Allar líkur bentu til,
að menn myndi iðra þess. Sögulok
allra timburbprga hefðu verið stór-
brunar.
Umsókn Byggingasamvinnuf je-
lagsins var samþykt, sem fyr er
frá sagt.
Lokun sölubúða.
Frá umræðum á bæjar-
stjórnarfundi.
Tillaga kom fram um það á
bæjarstjórnarfundinum síðasta. að
loka sölubúðum á sumrin kl. 1 á
laugardögum.v Pylgdu sósíalistar
henni. Þó kvaðst Ól. Fr. ekki vera
því fyrirkomiulagi sjerlega fylgj-
aú'di, þvf hann bjóst við, að í súm-
úm verslunum myndi ekki vera
hægt að Ijúka nauðsynlegum af-
greiðslum á þessum tíma, frá
morgni til kl. 1, og myndi starfs-
fólk verslananna því ekki losna úr
vinnunni, þó lokað væri.
Jakob Möller var á þeirri skoð-
un, að ekki væri hægt að koma því
við, að loka búðum svo snemma.
Guðrún Jónasson taldi, að komið
gæti til mála að loka a.m.k. sum-
um búðum kl. 1 :á laugardögum, —
með því skilyrði, að þær biiðir
gætu fengið að vera opnar fram á
föstudagskvöldin t. d. til kl. 9.
Samþykt var laugardagslokun
kl. 4, mánuðina júní til 'ágúst. sem
fyr var frá sagt. og gengur sú
regla í gildi í dag.
Dagbók
Veðrið í gær: Lægðarmiðja suð-
vestur af Reykjanesi á hægri
hreyfingu norður eftir. Vindur all-
hvass A á SV-landi en liægviðri
í öðrum landshlutum.
Hiti 7—11 stig á S og A-landi,
en 12—15 stig á V og N landi.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
SA gola. Sennilega skúraleiðingar.
Hlýtt.
Háflæði í dag ld. 12.15 e.h.
Hvítasunnumessur:
f dómkirk junni: Hvítasunnudag
kl. 10, síra Friðrik Hallgrímsson;
kl. 5 síra Bjarni Jónsson. 2. livíta-
sunnudag kl. 10 síra Bjarni Jóns-
son; kl. 5 síra Fr. Hallgrímsson.
f fríkirkjunni: Á hvítasunnu-
dag kl. 2 sr. Árni Sigurðsson. ■—
Annan dag hvítasunnu kl. 5 sr.
Magnús Guðmundsson frá Ólafs-
vík. ■
í Hafnarfjarðarkirkju engin
messa á morgun. Á annan i hvíta-
sunnu kl. 1 y2.
f fríkirkjunni í Hafna.rfirði á
livítasunnudag kl. 1 (ferming). Á
annan í hvítasunnu kl. Sþó síðd.
Altarisganga.
Á Kálfatjöm kl. 1 (ferming).
Hjónaband. í dag verða gefin
saman í hjónaband af lögmanni,
ungfrú Lára Þórðardóttir og Ámi
Ketilbjarnar, Laugaveg 86.
B
Bækur
og
fyrir helgina'er best að
kaupa í Bókhlöðunni.
Einnig alls konar
ritföng og pappír.
Lokað kl. 4 í dag.
BókMaioh'
Lækjargötu 2. Simi3736.
Lokunartími sölubúða. Hin nýja
reglugerð um lokunartíma sölu-
búða, ■ er bæjarstjórn afgreiddi á
. íðasta fundi sínum; hefir fengið
staðfesting stjórnarráðsins. Búð-
um verður því lokað í dag kl. 4.
Heimdallur. Eins og auglýst hef-
ir verið, fer fjelagið í beimsókn
til ungra Sjálfstæðismanna í Borg-
arnesi á annan í livítasunnu, verð-
ur lagt af stað hjeðan kl. 9 árd.
með Suðurlandi, en frá Borgarnesi
á miðnætti. Fundur verður hald-
inn um daginn með Sjálfstæðis-
mönnum í Borgarnesi og síðan
dansað í hinu nýja samkomnlnisi
Borgnesinga, þar til skipið fer.
Hljómsveit Bernþurgs verður með
í förinni, spilar hún undir dans-
inum, og um borð, á leiðinni. —
Borgai-nesferðir Heimdallar hafa
altaf þótt skemtilegar. Þátttaka í
förinni verður mikil og ern fje-
lagar ámintir um að tryggja sjer
farmiða í tíma. Þeir eru seldir í
dag frá kl. 6—9 í skrifstofu fje-
lagsins í Varðarhúsinu og kosta
6 krónur.
Sænski aðalræðismaðurinn Holm-
green er kominn heim og tekinn
við störfum aftur.
5 bekkingar Mentaskólans komu
til Víknr í Mýrdal í fyrrakvöld
og gistu þar. Ætluðu að Kirkju-
bæjarklaustri í gær. Hafði ferðin
gengið vel, en véður verið leið-
inlegt.
Hvítasunnuförin. Þeir sem ætla
að taka þátt í förinni í Selvog á
morgun, eru ámintir um, að fá
sjer farmiða fyrir kl. 3 í dag á
afgreiðslu Fálkans. Næturgisting
fæst aðeins lianda fáum í Selvogi,
nema í hlöðu. Þeir sem fara um
Grindavík til Krýsuvíkur kaupi
farmiða fyrir kl. 7 í kvöld.
Fólksbifreið livolfdi skamt ofan
við Baldursliaga í fyrrakvöld. —
Bifreiðin skemdist allmikið. Bíl-
stjór sakaði ekki mikið. Var undir
áhrifum víns. Málið í rannsókn.
Skátar, Lagt verður af stað í
Þrastaskógsförina frá Miðbæjar-
barnaskólanum kl. 8,45 í kvöld.
Ástand sjávarútvegsins. Þings-
ályktunartillaga Sjálfstæðismanna
um albliða rannsókn á fjárhags-
ástæðum og framtíðarmöguleikum
sjávarútvegsins, sem birt var ný-
lega hjer í blaðinu. var til um-
ræðu í neðri deild í gær. og var
þar samþykt í einu hljóði.
Norsku samningarnir. Þingsáltill.
sósíalista ,,um uþpsögn gildandi
samkomulags um viðskiftamál og
verslunar- og siglingasamninga
milli Tslands og Noregs“, kom til
umr. í Sameinuðu þingi i gær og
var þar feld með 14:13 atkvæðum.
Margir þingmenn voru fjarver-
1 andi.