Morgunblaðið - 21.06.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ■ Það verður ekki rengt sem sannai er H.f. Smjörlíkisgeröin hefir lofaö því að „Blái borðinn" skuli altaf vera besta smjörlíkið, best tilbúið úr, bestu fáan- legu efnum; hún mun ekki láta standa við loforðin ein. i 1) H.f. Smjörlíkisgerðin var fyrsta smjörlíkisgerðin sem blandaði smjörlíki sitt 5% smjöri, og sú smjörlíkisgerð sem staðið hefir við loforð sín í því efni. Með þessu var smjörlíkið í raun og veru lækkað um nær 10% (enda lækkað um 0.15 pr. kg. þar sem það er selt „ósmjörblandað“). 2) H.f. Smjörlíkisgerðin var fyrsta smjörlíkisgerðin sem auglýsti að í smjörlíkið yrði ekki notuð svínafeiti og hvalfeiti, eftir að bent hafði verið á að þær feititegundi r gætu verið óhollar fjörefnainnihaldi smjörlíkisins. Áð- ur höfðu allar íslenskar smjörlíkisverksmiðjur notað hvalfeiti að meira eða minna leyti. — H.f. Smjörlíkisgerðin hefir aldrei notað svínafeiti. 3) Blái borðinn er sendur daglega nýr úr strokknum í allar verslanir bæjarins, svo þjer eigið ekki á hættu að ía hann gamlan; það er einn kosturinn við að kaupa það smjörlíki sdm mest selst. Herta jarðhnetuolíu hefir H.f. Smjörlíkisgerðin notað í 3 ár undanfarið. Ábrrgð lekla á þrf, að „Blái borðinu“, sem seldar er í Reykjavík eg nágrenni inuibeldnr S°t (4,5--5,5) nýtt rjómbdssmjðr. liillta ai Knjorii Gjðrið svo rel að taka fram að þjer viljið fá „Bláa borð- ann“ ekkerl annað er jafngott. Kanpið það smjðrliki sem sannanlega er gert ár bestnm efnnm. jmjor \ 5kilagrein. Aflient á skrifstofu h.f. „Alli- anee“, til aðstandencla þeirra manna, er fórust með e.s. „Skúli íógeti“ 10. apríl 1933. Frá flugforingja G. J. van Gies- sen (ágóði af fyrirlestrf) kr. 218.00, P O. Bernburg (spilað á Austur- velli) kr. 395.74, skipverjum á Hannesi ráðherra ltr. 471.00, skip- ver jum á Tryggva gamla kr. 380.00, skipverjum á Baldur kr. 250.00, skipverjum á Otur kr. 171.86, skip verjum á Gyllir kr. 325.00, skip- verjum á Kára Sölmundarsyni kr. 398.19, skipverjum á Snorra goða kr. 28.51. Samtals kr. 2.548.30. Peningarnir hafa verið afhentir skrifstofu borgarstjóra. Gjafir til Kvennadeildar Slysa- varnafjelags íslands. Hafnarfirði: Frá Ónefndri 4 kr. Ragnhildi Guð- munclsdóttur 5 kr. Guðbjörgu Loftsdóttur 1 kr. Ónefndum 5 kr. Skipverjum á b.v. ,Garðar‘ 273 kr. Skipverjum á b.v. ,Andri‘ 131 kr. Skipverjum á b.v. ,Rán‘ 327 kr. Samtals 746 kr. Bestu þakkir. — Gjaldkerinn. Frú Svava Þórhallsdóttir frá Hvanneyri er nýkomin frá Kaup- mannahöfn, þar sem hún hefir verið að læra að mála á postulín hjá tveimur frægum kennurum í brssari. grein. Frúin auglýsir í blaðinu í dag að hún taki nem- endur á komandi vetri í þessum listiðnaði og sjer hún um að þeir munir sem væntanlegir nemendur mála verði brendir eftir þeim reglum, sem bestar eru. Frú Svava hefir tvfvegis áður verið erlendis við nám í málun og teikningu og kent þá námsgrein við barnaskól- n bjer og á námskeiðum í Kenn araskólánum og því mjög vel að sjer á þessu sviði. Hún hefir ýmsa muni lijer til sýnis, er hún hefir rnálað, sem þeir er áhuga hafa fyr- ir ])essum fagra listiðnaði, geti sjálfir gengið úr skugga um að liann er bæði lieimilisprýði og til gagns. Frúin biður þá er vildu tryggja sjer tilsögn í vetur, að finna sig að máli sem fyrst svo hún geti útvegað það er með þarf af litum og áhöldum handa vænt- anlegum nemendum. Þessa list, að mála á postulín, kvað ekki vera svo erfitt að læra sem margur hyggur, eftir því sem frú Svava segir. Nokkrir af þeim munum sem frúin hefir málað eru nú til sýnis í Listversluninni í Kirkju- stræti. S. Hjálparfrímerkin eru nú komin : út, og seld á Pósthúsinu hjer í Rvík og víðar. Eru þetta fyrstu hjálparfrímerki sem gefin eru út hjer á landi og er þess að vænta að menn bregðist vei við og noti þessi frímerki öðrum fremur. — Merkin eru selcl fyrir 195 aura en hafa burðargjaldsgildi fyrir 115 aura — rennur mismunurinn í sjerstakan sjóð sem verður varið til styrktar ýmsum velferðar- og mannúðarmálum. — Hver maður á að gera það að skyldu sinni að frímerkja brjef sín til vina og vandamanna með hjálparmerkj- unum, með því eru styrkt mannúð- ar og veiferðarmál í landinu. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.