Morgunblaðið - 21.06.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ B XJtgat.; H.£. Arvakur, Xvrkjavtk. Kitvtjðrar: Jön Kj&rtanaaon. ValtJ-r Btafánaaon. fiítatjörn og afgralBala: Auaturatrntl S. — Blaal 1I0(. Auflýalnffaatjórl: B. Hafbari. Aui’l^alnsaakrifatofa: Auaturatreeti 17. — Blaal S70C Saiaaaalaiar: Jön KJartanaaon nr. S74S. Valtýr Stef&naaon nr. 4SS0. H. Hafbers nr. S770. Aakrlftac.lald: Innanlanda kr. S.00 á aakanOl. Dtanlanða kr. S.IO A mAnuBl, ) lauaaaölu 10 aura alntaklB. 80 aura maB Laakök. Viðskifiarððstefnan. "Þ. 12. júní var viðskiftaráð- 'Stefnan sett í London. Þar voru rsaman komnir fulltrúar 67 þjóða, "til þess að ráða fram úr vanda- málum heimskreppunnar. ísland á þar fulltrúa — Svein Björnsson rsendiherra. Georg Bretakonungur setti ráð- ■stefnuna, sem kunnugt er. Ræð- mnni var útvarpað. Talið er að lilustendur víðs vegar um lieim hafi verið um 30 miljónir. Síðan talaði MaeDonald. Hann fordæmdi í ræðu sinni liaftapÓlitíkina, toll- unúrana, innflutnings'hömlurnar. — Alt þetta, sagði liánn, hefir gert fjárkreppuna verri. — Og hann sagði ennfremur: — Bngin l>jóð ■getur til lengdar gert sjer aðra 'þjóð að fjeþúfu. Sameiginleg vel- •gengni er skilyrði fyrir velgengni æinstaklinga. Yerkefni raðstefnunnar er geysi mikið og margbrotið, éins og úpp- kafsmaður hennar MaeDonald sagði í frumræðu sinni. Heimurinn 'hefir nægilegt vinnuafl, nægilegar vjelar og tæki. og nægilega mark- -aði. En ekkert af þessu er notað -sem skvldi. Skifta má verkefnum ráðstefn- tinnar í tvo aðalþætti sem þó eru mjög nálægir hvorir öðrum. Ann- ar er fjánnál og skuldamál þjóð- :anna, hinn er verslunarmálin. Því nær allar þjððir hafa á undanförnum árúm girt sig toll- •múrum, til þess að bæta verslunar- jöfnuð sinn .og halda uppi verð- laginu á heimaunnum vörum. Þess vegna hafa þjóðirnar meira ng meira orðið að greiða erlend- var skuldir sínar í gulli, Og gullið befir safnast fyrir í þeim löndum sem best hafa verið stæð gagn- vart útlöndum, svo sem Bandarík- in, Sviss, Frakkland og HoTland. Hefir þessi tilfærsla valdið mikilli "truflun á fjármálum heimsins. Bætt verður á ráðstefnunni mn verðlagið á heimsmarkaðinum, og livaða ráðum verðí beitt til-þess að fá komið almennri verðhækk- rinn á. Sjerfræðinganefnd leggur til að leitast verði við að jafna gullforða heimsins betur milli þjóðanna en nú er. Við það á að skapast gagn- kvæmari tiltrú í viðskiftunum, og 'bærra vöruverð. Bn tiltruin eykst «ekki síður, ef ráðstefnunni tekst •að lækka tollmúrana og draga úr -viðskiftahöftunum. Spurningin er hvort samkomu- lag næst nokkurt um það mál. Er talið að mest velti á afstöðu Breta og Bandaríkjamanna í því efni. Bjartsýnir menn telja mögulegt, að ráðstefnunni verði lokið á 5 -vikum. Framboðin. Þeir munu vera 114 frambjóð- endurnir, sem keppa um þingsæt- in að þessu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefir flesta frambjóðendur, eða 35 alls; næst kemur Framsóknarflokkurinn með 27. þá Jafnaðarmenn með 25 og loks Kommúnistar með 24; einn frambjóðandinn er studdur af Þjóðernishreyfingunni og tveir eru utan flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefir fram bjóðendur í öllum kjördæmum nema einu, Strandasýslu. Eigi er blaðinu kunnugt hvað veldur þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki mann í kjöri á móti Tryggva Þórhallssyni á Ströndum. Heyrst hefir, að Sjálfstæðisflokkurinn sýni Tr. Þ. þessa miskunn núna vegna þess að hann er lasinn og getur ekki tekið þátt í lcosninga- leiðangri. Sennilega er þetta á- stæðan, því ekki getur hinu verið til-að dreifa, að Sjálfstæðisflokk- urinn sje alt í einu orðinn svo ánægður með stjórnmálastefnu Tr. Þ. (fyr og síðar) og þess vegna sje rjettmætt að hann sje sjálfkjörinn. Það sem sjerstaklega er athygl- isvert i sambandi við framboðin að bessu sinni er það, hvernig Fram- sóknarflokkurinn og Jafnaðar- menn rugla saman reitunum í ýmsum kjördæmum. I I Reykjavík hefir Framsókn engan lísta í kjöri. Allir vita, að það er Hrifluliðið hjer í bænum, sem þessu hefir ráðið, enda full- yrt að Jónas bafi sagt liði sínu. að kjósa lista Jafnaðarmanna. f Norður-ísaf jarðarsýslu hefir1 Framsókn engan í kjöri og mun iiðinu þar ætlað að kjósa Vilmund Jónsson. Jafnaðarmenn hafa engan í kjöri í Húnaþingi, hvorki í vestur •^e austur sýslunni. Kjósendur sósíalista í þessum kjördæmum eru vanir því að kjósa með Fram- sókn, og er þeim ætlað að gera bað ennþá. I Skagaf jarðarsýslu er sam- vinna sósíalista og Hrifluliðsins mest áberandi. Þar hafa sósíalist- ar aðeins einn mann í kjöri. Liði sósíalista í Skagafirði er ætlað að kjósa skólastjórann á Hólum með Guðjóni B. Baldvinssyni. Jónas frá Hriflu vildi ekki hafa Brvnleif í kjöri með Steingrími á Hólum; hann vildi Hermann lögreglu- stjóra. .En Skagfirðingar vildu ekki Hermann ..í mýrinni“. Þetta mislíkaði Jónasi, og fekk hann þá sósíalista til þess að hafa aðeins einn mann í kjöri í Skagafirðj. Á þetta að vera hefnd á bændur i Skagafirði fyrir það, að þeir tóku Brynleif í sæti það, sem Her- manni var ætlað. Sami leikur á fram að fara í Rangárvallasýslu; þar bjóða Jafn- aðarmenn fram einn mann. Svona er þá af stað farið. Þrumuveður í Kaupmanna- höfn. Sunnudaginn 28. maí geisaði þrumuveður í Kaupmannahöfn. — Fylgdi því fjvst haglbylur og síðan úrhellisrigning. Olli veðrið talsverðu tjóni og til marks um það má geta þess að slökkviliðið var kallað 82 sinnum til aðstoðar. Rlþjóðaskákþingið í Folkstone. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). Folkestone, 20. júní. Erik Andersen vann biðskákina. við Asmund. Ásmundur gerði jaintefli við Italann Rosselli, en tapaði fyrir Svíanum Stalilberg. Eggert vann Ungverjann Vajda og Svíann Stoltx. Þráinn tapaði bæði fyrir Ung- verjanum Lilienthal og Svíanum Berndtsson. Einar tapaði fyrir Ungverjamnn Havasi. Hitt eru biðskákir. f dag tefla Islendingar við Tjekkóslóvaka. Hazistahreyfingin I Danzlg. Við þingkosningar í Danzig fyrir skömmu uunu Nazistar enn þá glæsilegri sigur en við þing- kosningarnar í Þýskalandi í mars. í Danzig fengu Nasistar einir hreinan meiri hluta í þinginu, 38 af 72 þingsætum. Fyrir kosning- arnar liöfðu þeir að eins 13 sæti í þinginu. Þingsætatala þeirra hef- ir þannig þrefaldast. Að undanförnu hefir borgaraleg samsteypustjórn setið við völd í Danzig. Stjórnarforsetinn er einn af foringjum þýsknationala flokks ins. Menn vir þýsk-nationala- flokkurinn hafa látið í ljós ósk um það, að nú verði mvnduð ný sam- steypustjórn með þátttöku Nazista og fulltrúa hinna gömlu borgara- legu flokka. En Nazistar taka það vafalaust ekki j mál. Þeir heimta að fá öll völdin í sínar hendur. Þeir vilja ekki hafa aðra við hlið sjer í stjórninni, ekki heldur menn úr þýsk-nationala flokknum. — f Þýskalandi er grunt á þvi góða milli Nazista og þýsk-nationala junkaraflokksins. I Danzig er fullur fjandskapur á milli þessara flokka. „Þessir sjálfbirgingslegu lierrar eiga erfitt með að skilja, að ekkert tillit verður tekið til þeirra. Þeim er algerlega of auk- ið.“ Þannig skrifaði Nazistafor- inginn Forster um þýsk-nationala- flokkinn daginn eftir kosningarn- ar. — Að heimsófriðnum loknum heimtuðu Pólverjar að fá yfirráð yfir Danzig, til þess að fá óhindr- aðan aðgang að góðri höfn. En Lloyd George kom í veg fyrir það að Danzig yrði innlimuð í Pólland. Þjóðverjar urðu þó að láta borg- ina af hendi. Danzig og nágrenni þorgarinnar var gerð að lýðveldi undir vernd og stjórn Þjóðabanda lagsins. Pólverjum var trygður ó- hindraður aðgangur að höfninni i Danzig, auk ýmsra annara rjett- inda þar í borginni. íbúarnir í lýðveldinu Danzig eru rúmlega 400.000 að tölu. Hjer um bil 90% af íbúunum eru þýskir að þjóðerni. Yfirgnæfandi meiri hluti íbúanna í Danzig hafa frá uppliafi unað illa hinu nýja fyrir komulagi í borginni og óska stöð- ugt að borgin sameinist Þýska- landi aftur. Þetta hefir valdið stöðugri og vaxandi óvináttu mllli Þjóðverja og Pólverja i Danzig. Óvináttan hefir magnast um allan helming síðan Pólverjar bygðu stóra nýtísku höfn í fiskiþorpinu Gdynia, fáeina kUómetra frá Dan- zig. Gdynia hefir síðan vaxið með amerískum hraða og verður Dan- zig stöðugt hættulegri keppinaut- ur. Þetta er aðalorsök hins mikla atvinnuleysis og vaxandi fátækt.ar í Danzig. Efnahagsleg vandræði og óá- nægja með það fyrirkomulag, sem friðarsamningarnir hafa skapað í Danzig, hefir vafalaust átt mestan þátt í sigri Nazista þar í borginni. Nú taka þeir við völdum. Hið endanlega markmið þeirra og allra: Þjóðverja er eðlilega það, að Dan- zig sameinist aftur Þýskalandi. Það má telja víst, að Pólverjar grípi til vopna, ef Nazista.r revna að framkvæma sameininguna með valdi. Að líkindum eru Nazistar þó svo hygnir að þeir gera ekki tilraun til þess fyrst um sinn. En þrátt fyrir þetta eru deiluefnin í Danzig mörg. Nazistar eru vafalaust óánægð- ir með núverandi þingræðisfyrir- komúlag í Danzig. En þeir getai búist við öflugum mótmælum frá Pólverjum, ef stjórnarskránni verður breytt. Þar að auki þurfa. þeir samþykki Þjóðabandalagsins til þess að breyta stjórnarskránni. Eins og þegar hefir verið sagt hafa Pólverjar ekki eingöngu að- gang að höfninni í Danzig. Þeir njóta þar ýmsra annara rjettinda. Þeir eiga að hafa tilsjón með sam- göngutækjum borgarinnar. Friðar samningarnir leggja utanríkismál Danzig-lýðveldisins í hendur Pól- verja. Þeir eiga að gæta hags- muna Danzigs út á við, einnig gagnvart Þýskalandi. Danzig hefir engan her. Pólverjar eiga að ann- ast hervarnir borgarinnar. Stjórn- in á að kalla pólskt herlið til hjálpar, ef hernaðarleg aðstoð er nauðsynleg til að gæta reglu í borginni. Og Pólverjum er heim- ilt að hlutast til um, að þjóðar- brotin í Danzig, þ.á.m. Pólverjar c g Gyðingar, sæti ekki illri með- ferð. f þessu sambandi má ekki gleyma framferði Nazista gagn- vart Gyðingum og pólitískum and stæðingum Nazista í Þýskalandi. Með tilliti til þess er erfitt, að sjá, hvernig Nazistastjórnin í Dan- zig getur komist hjá alvarlegum deilum AÚð Pólverja. Höfn í júní 1933. P. Hernaðarástand í Austurríki. Fjelaí?sskapur þjóð- ernissinna bannaður Vínarborg, 20. júní. UnÍtGd Press. FB. Ríkisstjórnin hefir leyst upp fje lagsskap þjóðernisjafnaðarmanna, ATegna hermdarverka, sem þjóðern- isjafnaðarmenn hafa orðið valdir að. I Krems lenti þeim saman -við HeimAvehr-liðið og aðstoðarlög- reghi og vörpuðu handsprengjum inn í flokk lögreglunnar og særð- ust þá 30 HeimAvehrmenn og lög- reglumenn. Hernaðarástandi hefif A-erið yfirlýst í Austurríki, m. a. í borgunum Stein og Mautern. Fólki er bannað að-hafast við á götum úti eftir kl. 8 að ltA’öldi. Lög- reglu og ríkislögreglu hefir verið hraðað á vettvang. — Ráðherra innanlands-öryggismála, Fey, hefir skipað þeim átta embættismönn- um, sem nýlega voru skipaðir til þess að hafa eftirlit með því, að öryggi fólksins væri ekki stefnt í voða, að beita A aldi til þess að bæla niður allan mótþróa og uppi- vöðslu af þeirra hálfu, sem berjast gegn lögum og rjetti. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir hvers konar hermdar- verk. LögregliU’annsóknir hafa leitt í ljós, að þjóðeraisjafnaðar- menn víðs vegar höfðu víðtæk samtök um að steypa Dolfuss- stjórninni af stóli. Samsteypiistjórn í Danzig. Ilanzig, 20. júní. United Press. FB. Samkomulagstilraunir um stjórn annyndun í fríríkinu Danzig hafa leitt til þess, að mynduð hefir verið samsteypustjórn. Eiga í henni sæti níu þjóðernisjafnaðar- menn, 2 íhaldsmenn (ka.þ.) og 1 óháður. Stjórnin Ieita.r traustB þingsins, sem kemur saman til fundar í dag. Dagbók. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Hægviðri og góðviðri um land alt. Þoka er þó alfvíða við N- og A- ströndina. Hiti víðast hvar 12—15 st. Ný lægð yfir S-Grænlandi hreyfist hægt austur eftir og veld- ur sennilega rivningu hjer á landi innan skamms. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Sennilega úrkomulaust, en nokkur hætta á skúraleiðingum síðdegis. Háflóð í dag kl. 16.35. Nýr viti. Hjá Sauðanesi við Eyjafjörð er nú verið að byg'gja nýjan vita. Er búist við bví að verkið múni standa yfir í 4 mán- uði og vitinn geti tekið til starfá í haust. Barnaheimilið Egilsstaðir. Eins og auglýst var í síðust.u viku starfar barnaheimilið Egilsstaðir í iúlí og ágúst í sumar og tekur börn á aldrinum frá 6—11 ára >ns og áður. Læknisskoðun á á- kveðnum fjölda barnanna fer dag- lega fram í Miðbæjarskólanum og hefst ld. 8 að kvöldi eins og fram er tekið á hverju dvalarbeiðnis- eyðublaði, sem afhent er 5 Reykja- víkur Apóteki. Eyðublöðin fá.st ekki lengur en til fimtudagskvölds og síðasta læknisskoðun fer fram bað kA’öld. því að á föstudag verð- ur telrin endanleg ákvörðun um Inraða börn fá sumarvist á barna- heimilinu. Börnunum sem fá vist- ina Arerður tilkynt á laugardag. Kjósendur SjáJfstæðisflokksins, sem fara burt úr bænum fyrir kjördag (16. júlí) og búast við að vera fjarverandi á kjördegi, eru ámintir um að kjósa hjá lögmanni áður en þeir fara. — Kosninga- skrifstofa lögmanns er í barna- skólanum við Fríkirkjuveg (geng- ið inn um portið) og er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Listi Sjálfstæðisflokks- ins er C-listi. Sjálfstæðiskjósendur utan af landi, sem dvelja í bænum og eiga kosningarrjett í öðrum kjördæm- um, og búast ekki Arið að verða komnir heim fyrir kjördag, eru ájnintir um að kjósa hjer hjá lög- manni og senda atkvæðin til við- komandi kjörstjóma tímanlega. Geta þeir snúið sjer til skrifst.ofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu um upplýsingar þessu viðvíkjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.