Morgunblaðið - 07.07.1933, Síða 4

Morgunblaðið - 07.07.1933, Síða 4
4 *» o 1ÖOKBL Á s m ■*a | Smá-auglýsingarj Nýr Silungur. Nordalsíshús. — Sími 3007,__________________ MorgunblaðiS fæst á Laugaveg 12._________________________ Morgunblaðið fæst keypt í <Jafe Svanur við Barónsstíg- Kvenbudda (brún) með 100 kr. seðli, og nokkurum smápeningum. hefir tapast. A. S. í. vísar á eiganda. Athugið! Nýkomnar karlmanna- fatnaðarvörur, ódýrastar og best- ar, Hafnarstræti 18. Karlmanna- hattabúin; — Einnig liandunnin hattahreinsun, sú einasta besta, sama stað. Heiihabakarí Ástu Zebitz, Öldu- götu 40, þriðju hæð. Sími 2475. „Arna“ flatbranfl. Pk 0.50. í bænum, næturvaktir, dag- yaktir og göngur kvölds og morgna. Sigriður Erlingsdúttir, Tjarnargötu 16. Sími 3748. Smábarnaföt. Hikið árval. Crott verfl. Vðrnhnsið. Dagbók. □ Edda. Ferðinni frestað. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5): Yfir Atlantshafi er grunn en víð- áttumikil lægð, sem háþrýstisvæð- ið er nú fyrir austan land og nær austur til Finnlands. Frá Bret- landseyjum, þar sem hiti er alt að 25 st., liggur hlýr loftstraumur norðaustur um Færeyjar til ís- lands, en vindur er alstaðar mjög hægur hjer á landi nema í Yest- mannaeyjum. Á SY- og V-landi liefir rignt lítið eitt í dag. Hiti er þar 10—13 st., en 12—16 st. á N- og A-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Úrkomulaust. Háflóð í Reykjavík ld. 5.10 og kl. 17.35. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. At,- hygli skal vakin á auglýsingu sam lagsins hjer í hlaðinu um þá breytingu, að framvegis verður skrifstofan opin á mánudögum til kl. 7Y2 síðd., en í sumar verður henni lokað á laugardögum kl. 5 síðdegis. Dánarfregn. Síastliðinn laugar- dag andaðist hjer í bænum Þor- steinn Friðriksson kennari frá Vík í Mýrdal. Hann var bróðir Niku- lásar Friðrikssonar umsjónar- manns hjá Rafveitunni hjer í bæn- um. Lík Þorsteins sál. verður flutt austur í Vík í dag. Framboðsfundir í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Fundur var haldinn í Höfnum í gærdag og bar Ólafur Thors þar gjörsamlega ægishjálm vfir hina frambjóðendurna. í gær- kvöldi var haldinn fundur 1 Grindavík og mun þar hið sama hafa orðið ofan á. Á morgun verða fundir haldnir að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd kl. 3 og sama dag í Garði kl. 8 síðdegis. Ungmennafjelagið „Þröstur‘f fer næstkomandi laugardag skemti- ferð austur í Holt. Lagt verður af stað kl. 5 á laugardag frá Austurbæjarskólanum. Þátttakend- ur gefi sig fram við stjórnina fyr- ir laugardagsmorgun. Nánari upp lýsingar gefur stjórnin. Nora-Magazin. 1 dag verður opnuð ný verslun í Pósthússtræti 9, þar sem áður var verslun Á. Ein- arsson & Funk, og gengur hún undir nafninu „Nora-Magazin“. Er líklegt að margri húsfreyjunni þyki bæjarbót að slíkri verslun, því að þarna er hægt að fá á ein- um stað óteljandi hluti, sem þær hafa annars orðið að leita að búð úr búð. Þarna eru seld eldhúsá- höld, glervörur, allskonar verlt- færi, glysvörur, pappírsvörur, smá vörur allskonar, sælgæti, hreinlæt- isvörur, snyrtivörur og margt fleira. Lögð verður áhersla á að selja þarna íslenskar iðnaðarvörur, svo sem sælgætisvörur, efnavörur, leikföng o. s. frv. En það er nýtt við þessa búð, að þar er enginn hlutur ’ seldur dýrara en þrjár krónur., Fylgir hún í því reglum erlendra ;,Magazina“. .— Búðinni hefir verið breytt stórkostlega síð- an Á. Einarsson & Funk höfðu þar byggingavöru- og eldfæraverslun sína, sem nú er komin niður að hafnarbakka. Er þar viðkunnan- legt um að litast og bjart inni. Stúlkurnar, sem afgreiða, eru í fallegum brúnum fötum, með fag- urt band um höfuð sjer. Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. Goðafoss fór frá Vest mannaeyjum í gærmorgun, áleiðis til Hull. Brúarfoss fer vestur í kvöld kl. 10. Lagarfoss fór frá Kaupmannahöfn 4. júlí. Dettifoss fór frá Hull 4 júlí, áleiðis til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Leith í gærkvöldi, áleiðis til Antwerpen. 40 ÁRA REVNSLA er lögð í hverja einustu „KODAK“, myndavjelina, sem er fræg heimskautanna á Hans Petersen. Bankastræti 4. Reykjavík. miili. Af þessari gerð er til vjel, sem hentar hverju augnamiði og sömuleiðis pyngju yðar Sundf jelagið Ægir. Æfingar eru í sundlaug Reykjavíkur á þriðjudags- og fimtudagskvöldum kl, 8. Aðalkennari er Jón Pálsson sundkennari og til aðstoðar Úlfar Þórðarson (hraðsund) og Jón Ingi Guðmundsson (bringusund). Skemtiferðaskipin. — Sænska skemtiferðaskipið „Kungsholm“ kom hingað í gærkvöldi. Það kem- ur frá New York og eru með því um 450 farþegar. í gærkvöldi var þeim sýnd íslehsk glíma á Austur- velli, og í dag fara þeir til Þing- valla og skoða sig um hjer í ná- grenninu. Skipið fer hjeðan kl. 4 í dag. í dag er von á tveimur öðrum skemtifararskipum, „Car- inthia“ og ,,Relianee“. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. Lesín dagskrá næstu viku. 20.00 Klukkusláttur. Grammófóntónleik- ar: Tschaikowsky: Pianókonsert í B-moll. (Solomon og Hallé or- kestrið, Sir Hamilton Harty). 20.30 Upplestur. (Dagbjartur Jónsson). 21.00 Frjettir. 21.30 Tónleikar. Hitaveitan. Á bæjarstjórnar- fundi í gær var samþyktur með 8:5 atkv. kaupsamningurinn um jarðhitarjettindi á Reykjum og Reykjahvoli. Sósíalistar voru enn á móti því, að Reykjavíkurbæ yrði trygð þessi rjettindi, en Tímamenn sýndu sig ekki á fundi þegar at- kvæðagreiðslan fór fram. íþróttamót heldur Ungmennasam band Borgfirðinga á íþróttastaðn- um hjá Ferjukoti í Borgarfirði á sunnudaginn kemur, og hefst það kl. 1 síðd. — „Suðurland" fer hjeðan til Borgarness á laugar- dagskvöld og aftur á sunnudags- morgun, svo að auðvelt er fyrir Reykvíkinga að komast á mótið. Skipið kemur svo hingað á sunnu- dagskvöld. — Bílferðir verða líka frá Reykjavík þangað upp eftir. Sundmeistaramót í. S. í. hefst á sunnudaginn kemur kl. 5 hjá sundskálanum í Örfirisey. Sund- Leikflokkur fer hjeðan næst- komandi þriðjudag með Dettifossi til Vestur- og Norður-landsins og ætlar að hafa leiksýningar í Isa- fu'ði, á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, og ef til vill Húsavík. I flokknum eru: Brynjólfur Jó- hannesson, Indriði Waage, Valur Gíslason, Alfred Andrjesson, Arn- dís Björnsdóttir, Martha Kalman og Elísabet Egilsson Waage. Flokk urinn ætlar að sýna þrjú leikrit og er livert þeirra í einum þætti. Er eitt norskt, annað rússneskt og hið þriðja enskt. Með sýning- unum ætlar flokkurinn sjer að gefa mönnum samanburð á skáld- skap og hugsjónum þessara þriggja þjóða. — Leikflokkurinn hefir þegar sýnt leikrit þessi við góðan orðstír í Grindavík og Keflavík og í gærkvöldi sýndi hann að Vífilsstöðum. Á laugar- dag og sunnudag verður sýnt á Akranesi. j Bifreiðaskoðunin. í dag á að koma með til skoðunar að Arnar- hváli bifreiðar og bifhjól, sem merkt eru RE 251—300. Stórstúkuþingið var sett í Vest- mannaeyjum í gær. Fulltrúar munu vera 40—45. Dollar lækkar enn. Samkvæmt símskeyti frá London í gær var gengi dollars í kauphöllinni skráð 4.5214 er viðskifti hófust, en er viðskiftum lauk. Meðtekið til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Áheit frá N. N. 25 kr., ^frá Dines Petersen til minningar I um Ragnheiði Þorgrímsdóttur 5 kr. 5. júlí 1933. Ól. B. Bjömsson. Dr. Kroner og frú í Berlín eru væntanleg hingað til Reykjavíkur innan skamms og ætla að dvelja hjer í nokkra daga. Fara þau síðan norður um land til Akur- eyrar og þaðan austur um land til Noregs. Þau Kroners-hjónin eiga hjer fjölda marga vini, sem munu fagna komu þeirra. Þau hafa altaf 'greitt götu íslendinga í Berlín eft- ir fremsta megni og á heimili þeirra hafa allir íslendingar verið fjelag Reykjavíkur sjer um mót þetta, og er vonandi að þar verði mörg afrek, sem í sögur eru fær- andi, og ný met sett. í engri í- þrótt, sem alþjóðir iðka, stöndum vjer fslendingar jafn framarlega og í sundinu. Þó druknar hjer fjöldi fólks á hverju ári. Hvers vegna ? Vegna þess að ekki er lögð rækt við það að kenna öllum að synda. Mai’kmiðið með sund- íþróttinni lijer á landi er ekki það eitt, að geta kept við aðrar þjóðir, lieldur hitt að gera sundið að skyldunámsgrein við alla skóla landsins, og leggja eigi minna kapp á það að böni standist sund- próf heldur en fermingu. Þetta fer að verða hægt. Skilyrðin til sundnáms fara stórbatnandi með ári hverju. boðnir og velkomnir. Hjá- þeim fer saman einlægt þispursley.si og alúð við gesti sína, svo að þeim finst sem þeir sje komnir heim til sín er þeir koma á heimili þeirra. Láti nú vinir þeirra hjer í Reykja vík þau finna til hins sama hlý- leika og innileika hjer eins og þau hafa þeim sýnt! Gistihús Fljótshlíðar hefir nú fengið síma (aukalínu frá Teigi) og geta því ferðamenn hjeðan, sem ætla austur í Fljótshlíð gert boð á undan sjer. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem fara burt úr bænum fyrir kjördag (16. júlí) og búast við að vera fjarverandi á kjördegi, eru ámintir um að kjósa hjá lögmanni áður en þeir fara. — Kosninga- skrifstofa lögmanns er í barna- Tíl Borgarflarðar og Borgarness alla mánudaga og fimtudajfa. Nýja BifreitastkfliK Símar 1216 (tvær línur). Til bðknnars y<i kg. hveiti á 20 aura, í 3^ kg. pokum á 1-50 í 5 kg. poka á 2 kr. y2 kg., rúsínur á 1 kr. Sykur, Smjörlíki og aðrar krydd- vörur, með sama lága verðinu. Jflhannes Jflhannsson, Grundarstíg 2 Sími 4131, Þráti fyrir innfintningshöttin og engar undanþágur, getum við* boðið ýmsar niðursuðuvörur, senu eru lítt fáanlegar í bænum um þessar mundir, ennfremur glænýtt bændasmjör á 1.65 % kg. o. m. fL Bjðrninn. Bergstaðastræti 35. Sími 409!.. Hvkoniið: Pokabuxur, fyrir dömur og herra, drengja stuttbuxur frá 3 kr. Næturtreflar á-3.75 og fL Manehester. Laugaveg 40. Sími 3894. skólanum við Fríkirkjuveg (geng- ið inn um portið) og er opin alta virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Listi Sjálfstæðisflokks- ins er C-listi. Sjálfstæðiskjósendur utan af landi, sem dvelja í bænum og eiga kosningarrjett í öðrum kjördæm- um, og búast ekki við að verða koranir heim fyrir kjördag, eru ímintir um að kjósa hjer hjá lög- manni og senda atkvæðin til við- omandi kjörstjórna tímanlega. Geta þeir snúið sjer til skrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarbúsinu um upplýsingar þessu viðvíkjandi..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.