Morgunblaðið - 27.07.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útlenda fjeð í Þerney. ». Karakúl kindur osr enskir nautgripir. í fyrradag var ýmsum mönnum boðið út í Þerney til þess að skoða hið útlenda í'je, sem þar er geyrrit, karakul-kindur og enska naut- gripi, sem ætlaðir eru til kynbóta. Fjenaður þessi var fluttur lring- að inn fyrir eitthvað mánuði, og stóð Búnaðarfjelag fslands fyrir því. Nautgripirnir eru fimm, fjögur naut og ein kvíga. Nautin eru sitt af hverri tegund: eitt af Gallo- way-kyni, kollótt, svart og hrokk- inhært um höfuð og háls, annað af Highland-kyni (skoskt) út- hyrnt, gulbrrint á lit og loðið mjög, sjerstaklega um hausinn, þriðja Stutthyrningur, brúnrauð- ur, með stuttum hornum sem standa beint vit, fjórða af Aber- deen Angus kyni, kollótt, svart og snögghært. Var það dýrasta uautið. Til jafnaðar munu naut þessi hafa kostað um 30 sterlings- pund hvert. Eru þau hvert öðru fallegra, en þó mjög ólík. Eitt hafa þau þó sameiginlegt fram yfir íslenska nautgripi og það er holdafarið. fitan, hinir miklu vöðvar, brjóstvídd, bógaþykt og læraþvkt. Þau eru rúmlega árs- gömul, en á stærð við tvævetur íslensk naut. Kvígan er tvævetur og af Gallo- ■way-kyni. Mun Búnaðarsamband Suðurlands sennilega kaupa hana ng Galloway-nautið til að koma sjer upp kynbótastofni. Hin nautin þrjú verða líka seld, og bafa ýms- ír verið að fala þau. Hálendings- kynið ætti að vera heppilegt hjer til kynbóta, því að það er harð- gert mjög og þolir litibeit ekki síður en hestar. — — Af Karakúlfje eru þarna 15 hrútar og 5 ær. Fje þetta er frem- ur óásjálegt, flest kollótt með löng slapandi eyru, stutt á lagð- inn með kryppu í baki. En ljótust er þó rófan. Hún gengur jafn- breið bakinu líkt og hlemmur miðja leið niður undir konungs- nef. Þar er líkt og' hamarsskora {. benni og gengur niður vir henni mjór dindill. Fjeð er ýmist svat'! eða grátt A litinn. Er það bæði ■af hreinu kyni og blendíngskyni. Fjeð var keypt af fjárræktarstöð í ITalle í Þýskalandi og var dýrt, 1000—1400 mörk hver kind af hreinu kyni og 375—500 rnörk hver kínd af blönduðu kyni. Æfn ar eru allar af hreinu kyni og sex hrútarnirnir. Fimm hrútarnir eru blandaðir í 10. lið, einn í 6. lið og þrír í 5. lið, en þrátt fyrir það hafa þeir öll einkenni knra- kúlfjár. Svo röm er kynfestan. Af þessu fje hafa«fjelög og ein stakir menn keypt 13 hrúta, en ríkið keypti 2 hrúta og ærnar fvrir sinn reikning, til þess að viðhalda kvnstofninum h.jer á landi. Hætt er við því, að fje þetta sje ekki mjög harðgert vegna þess að dekrað hefir verið við það í Halle. Og stjóm fjárræktarstöðv arinnar þar ráðlagði Búnaðarfje- laginu að hýsa það í alt sumar og gefa því kraftfóður með beit- inni Fram að þessu hefir það þó verið látið ganga úti og ekki bor- :ð á neinum kvillum í því Hagur sá, sem bændum 4er ætl- að að hafa af innflutningi þessa fjár, er ekki fólginn í kynbótum, heldur í sölu lambsskinna. Lömb undan karakúlhrútum hafa flest einkenni þess ættstofns, þótt móð- irin sje af öðrum stofni. Eru þau einkennilega falleg á belginn og hrokkinhærð þegar þau fæðast. Þau eru ekki látin lifa nema í hæsta lagi 3 sólarhringa. Þá er þeim slátrað og fyrir skinnið af hverju þeirra er hægt að fá 5 —6 dilksverð, eftir því sem fjár- ræktarstöðin í Halle segir. — Nú á að fara að liýsa fjeð úti í eyju og taka bændur ekki við því fyr en í haust. Verða þeir þá að gæta þess vandlega, að fóðra það á rjettan hátt, og sjálfsagt mega þeir ekki hafa hrútana í sama húsi og annað fje. Hætt er við að þeir muni næmir á þá kvilla, sem eru í sauðfje hjer, t. d. lungnapest, og þeir eru of dýr- ir til þess að vanhöld megi verða á þeim. Veðurra nnsóknir Hollendínga í Reykjavík. Yfirmaður hollensku loftrann- sóknastððvarinnar í Reykjavík dr. Cannegieter, hefir dvalið hjer í borginni síðan 17. júlí. Hefir hann nú með höndum rannsóknir á hitafari og loftþrýstingu í há- loftinu hjer uppi yfir, cnn þá hærra en flugvjelarnar geta náð til. Eru þessar rannsóknir á há- loftinu í heimskautalöndunum einn liður í pólarársrannsóknum þeim. er nii standa yfir. Áhöldin prófessoi- Cannegieter notar eru vísindaleg ný.jung og kend við riissneskan prófessor Moltchi- noff. í hverju áhaldi er ofurlítil sjálfvirk loftskeytastöð, er send- ir út reglubundin merki, sem heyrast í venjulegu viðtæki og gefa til kynna hitafar og loft- þrýstingu í loftinu. Könnunar- tækið er borið upp í loftið af stórum togleðursbelg, sem fyltur ei- með vetni og stígur með jöfn- um hraða, líkt og loftbelgir þeir, sem Veðurstofan hefir stundum sent upp, til þess að mæla loft- straumana hátt í lofti. Belgurinn verður nærri 2 m. i þvermál, þegar búið er að blása hann upp með vetni, og getur hann þá borið með sjer 3,5—4 kg. þunga. Eftir því sem Iiærra dreg- Ur frá jörðu og loftþrýstingin minkar, þenst belgurinn meira og meira út, þar til hann er orðinn h.jerumbil 4 metrar í þvermál. Þá springur belgurinn og áhaldið fellur til jarðar. Venjulega skeð- ur þetta í 18—20 km. hæð yfir ,jörð. Ef vindstaðan er þannig, að belgurinn berist til hafs, er ó- haldið vitanlega þar með úr sög- unni. Sje hinsvegar vindur af hafi svo belgurinn berist inn yfir land, má vel vera að áhaldið finn- ist. Þess vegna er lítil fallhlíf fest neðan á belginn til þess að varna því að áhaldið falli með ofmiklum hraða og brotni, þegar það skell- ur til jarðar. Skilvís finnandi get- ur þá bjargað áhaldinu og sent það aftur til eigandans. Síðustu dagana hefir dr. Canne- gieter sent slík áhöld upp í loft- ið daglega og mun halda því á- fram því nær óslitið til 10. ág. Þeir sem kynnu að finna þessi könnunartæki, eru vinsamlega beðnir að fara varlega með þau. Við hvert áhald er fest brjef (á íslensku), sem gefur leiðbeining- ar um hvernig með þau skuli farið og hvert þau skuli send. Á fvrstu 6—10 km. yfir jörð, fer hitinn venjulega sífelt mink- ^andi, en úr því verður hann nokk- urn veginn jafn. Samkvæmt rann- sóknum dr. Canhegieters, hefir það komið í ljós, að undanfarna daga hefir hitinn farið síminkandi hjer yfir bænum upp í 9 km. hæð og er frostið þá orðið milli 42 og 48 stig, en úr því hefir það haldist óbreytt, eða jafnvel held- ur dregið úr því. Þessi takmörk eru þekt um allan heim, en hæð þeirra getur verið nokkuð breyti- leg bæði eftir hnattstöðu og árs- tíðum. (Til dæmis eru þau aldrei lægri en 10 km. í Hollandi og alt upp í 12 km. og frostið þá 50— 60 stig). Lægri hluti lofthjúpsins, þar sem hitinn breytlst hröðum skrefum, nefnist á erlendu máli ..trópó-Ioftið", en eftir að hitinn verður því nær stöðugur ,,strato- loftið.“ Sumir halda því fram að í háloftinu Sje framtíðarflugleið um lofthafið. Þar er loftmótstað- an orðin hverfandi, hitabreyting- ar engar er heitið geti, ský og úrkoma heldur ekki. Ef til vill þarf einnig svo hátt frá jörðú til þess að finna ráðn- ingu á ýmsum gátum, sem veður- fi æðin á enn óleystar Jón Eyþórsson. Sveinn Miknel Sveinssnn Hinn 6. apríl f. á. andaðist að heimili sínu Sveinn M. Sveinsson bóndi og hreppsnefndarmaður á Tjörn í Vindhælishreppi. Kom sú fregn mörgum á óvart, þó menn hinsvegar viSsu, að hann var heilsubilaður. Þá var lega hans stutt bg hann var enn á besta skeiði, og átti svo margt ógert hjer. Sveinn heit. var maður hár vexti, en nokkuð grannur, svip- hreinn og fastur fyrir að sjá og skýrleiksmaður hinn mesti: enda ljett um mál á öllum mannfund- um og hnyttinn í orðum, glaðvær og greiðvikinn við hvern, sem hann átti. Enda átti hann alment vinsælduiU að fagna hjá ölluln þeim, sem þektu hann. Sveinn M. Sveinsson var fædd- ur á Hrauni á Skaga 29. sept. 1890. Foreldrgr hans voru þau Sveinn .Tónatansson, lengi bóndi á Hrauni, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, mestu sæmdarhjón. — Hann giftist 3. júlí 1915 Guð- björgu Kristmundsdóttur frá Hóli á Skaga, og lifir hún mann sinn ásamt 9 börnum, er þau eignuðust, Sama árið og hann giftist reisti hann bú í Kelduvík á Skaga og bjó þar. þar til 1923, að hann fluttist að Tjörn i Vindhælis- hreppi og bjó þar það, sem eftir var æfinnar. Sveinn heit. var athafna og röskleikamaður hinn mesti og sýndi hann það, að hverju sem hann gekk. Hann var búandi góð- nr og bætti mikið jarðir þær, er hann sat. Sljettaði tún og girti og endurreisti bæjar- og penings- hús; þar að auki var bann sjó- sóknari mikill og lagði oft hart að sjer með það á haust og vetr- arvertíð, því aðra tima árs var hann önnum kafinn við landbún- aðinn. Það var líka ánægjulegt að s.já hversu þau hjón komust vel áfram með sinn stóra barna- hóp, því ávalt voru þau samhent í öllu. Á heimili þeirra ríkti gleði og ánægja, iðni og nægjusemi með alt. Það var líka ætíð svo, að þar sem Sveinn heit. var, varð deyfð og drungi að víkja fyrir gamanyrðum hans og glað- værð, sem altaf fylgcli honum, og það var eins og hann gæti strokið burt sorgarskuggana og örðugleikana hvar sem var. fiuíd- ið ráð og bent á leiðir, sem aðrir sáu ekki. En hann var líka alvörumaður, sem sjest best, þegar sagt er frá því, að hann hjelt við þeim sið, sem víða var hjer á landi, en er nú að hverfa. Hann las hug- vekju á hverju kvöldi allan vet- urinn á heimili sínu og Passíu- sálmana söng hann alla föstuna. Encla var hann einlægur trúmað- ur og heitur í trú sinni. Við lít- um í anda inn á heimili, þar sem húsfaðir, húsmóðir og börn þeirra sitja og svngja saman hina fögru sálma Hallgrims Pjeturssonar og þegar því var lokið, tekur hús- faðirinn börn sín á knje sjer og talar við þau um guð og frels- arann í hrifningu trúarinnar, og við heyrum barnslegar spurning- ar og svör föðurins renna saman í fullri einíngu. Manni verður á að undrast, er staðið er við kistu slíks manns. Hví var liann tekinn frá foreldrum sínnm, sem li?a enn ellihrum, frá konunni sinni og börnnnum, svo mörgum og smáum? Hann sem var forsjá þessa alls. Foreldrarnir treystu því, að hann bygði þeirra hinsta hvílurúm. Konan hans hjelt, að hann ætti að ala upp börnin þeirra með sjer; og börnin vissu ekki annað en þau ættu að vera hjá föður sínum. þar til þau væru orðin stór. — Hvers vegna var stofninn, sem veitti skjól og frið, höggvinn upp; en gömul og visin trje og ungir viðarteinungar látn- ir standa eftir? Við þekkjum ekki guðsvegi. En hann, sem dáinn er, þekkir þetta. Hann bjóst við dauða sínum. Lengi hafði hann gengið með ólæknandi sjúkdóm, sem lamaði starfskrafta hans og vinnuþol. — Þegar hann kendi dauðans, ráð- stafaði hann með ró og stillingu, því sem hægt var, og Ijet ekki heyrast eitt æðruorð, þó margt væri framundan ógert. Hans mikla trú á sigur hins góða lýsti honum, og hann vissi líka, að það lýsti sama ljós veg hans nánustu hjer. Hann dó örnggur, örþreyttur eftir strit dagsins, eins og svo svo margir, sem eru fátækir af jarðneskum auði, en lifa við is- lcnska veðráttu. En andinn svífur í sælli trú ofar moldu. Sveitin þakkar þjer Sveinn, fyrir for- dæmið, sem þú hefir gefið. Þú hefir ekki kallað og bent á þig sem forvígismann; en þú komst og gekst ætíð fyrstur, öruggur, og viss í öllu þínu starfi. Guð blessi minni'ngu þína. P. J. 52 skátar frá Skotlandi koma hingrað I. ágúst. Með „Brúarfossi‘% sem kemtn* hingað 1. ágúst iræ-stk., koma 52 skátadrengir frá Glasgow og ætla að dvelja hjer í 10 daga Skát- arnir eru á aldrinum 12—30 ára, og er foringi þeírra Mr. Arthur B. Wright, skátaforingi frá Glas- gow. Skotarnir verða hjer á vegum Bandalags ísl. skáta, sem hefir skipað jrriggja nianna nefnd til að annast allan undirbúning við komu þeirra og ferðast með þeim. Samkv. fregnum frá þeirri nefnd munu hinir erlendu skátar dvelja hjer í bænum tvo fyrstu dagana. Um kvöldið þann 1. ágúst verður þeim haldið samsæti í garði Hress ingarskálans. Er ætlast til að all- ir reylcvískir skátar taki þátt í þessu samsæti, en þar að anki verða og nokkrir gestir, er B. í. S. býðnr. Þar munu ísl. skátarnir svngja og skemta á annan bátt. og skotsku skátarnir sýna þjóð- clansa sína og leika á sekkjahljóð færi. Nokkrir bestu glímudrengir ,.Ármanns“ ætla að sýria þar feg- nrðarglímu og kappglímu. Næsta dag verða þeim sýnd söfnin hjer í bænum. ýms iðnað- arfyrirtæki og fleira. Síðan fara nokkrir ísl skátar með þeim aust- ur í sveitir, og verða, þeir í því ferðalagi til 8. ágúst, en fara svo aftur heim til Skotlands með ..Brúarfossi" þ. 10. ágúst. Heimsókn þessara, erlendu skáta pv merkisviðburður í sögu ísl. skátareglunnar, því þetta er » fvrsta sinni að svo stór hópur út- lendra, skáta kemur hingað til landsins, og er óskandi að för beirra hepnist vel. T undjrbúningsnefndiinni, sem áður er getið, eru þeir Jón Odd- "'eir Jónsson form., Daníel Gísla- son og- Jean Claessen. Balbo líst vel á íslandsleiðina. t nýkomnum Berlingatíðindum er frá því sagt, að Balbo liers- höfðingi hafi sagt blaðamönrium, er liann kom til Cartwright, að lionum litist vel á fiugleiðina um Skotland, ísland og til Kanada. — Sagði hann, að ef skip væri höfð á hafinu á flugleið þessari, myndi álvættan verða svo lítil, að reglulegar farþegaferðir þessa leið myndu hefjast innan skams. Fundur flugsjerfræðinga var haldinn á New-Foundland um sama leyt! og Balbo flaug vestur. Þar var rætt um flugleiðina uiri fslancl, Þar komust menn helst að þeirri ‘niðurstöðu, að flugleiðin myndi verða lögð frá fslandi beina leið til Shediac. En meira og meira hverfa menn nit frá því, að nota Grænlancl sem viðkomu- stað. Aftur á móti hafa veður- spár á Grænlandi mikla þýðirigu fyrir flugið, og eins er gott að geta notað grænlenskar hafnir í viðlögum. Búist er við að fara megi á 10 klukkustundum frá Reykjavík Dönsku knattspyrnumennirnir fóru hjeðan með Gullfossi í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.