Morgunblaðið - 13.08.1933, Side 4

Morgunblaðið - 13.08.1933, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ j Smá-auglýsingar j Blómkál, Hvítkál, Gulrófur, Næpur. í Gróðrarstöðinni. 8ími :]Q72. — Glæsileg stofa og svefnherbergi í nýtískuhúsi , á fegursta stað í t/ásnum, til leigu. Upplýsingar í síma 4639, frá 12^'til 2 síðd. Lyklar að bifhjóli töpuðust ný- iega í Selportinu. Sá, sem yrði var vi.ð þá er feeðinn að skila þeim til Morgunblaðsins eða lögreglunnar. Maturinn á Café Syanur er við- urkendur fyrir gæði, svo ódýr sem hann þó er. Einstakar máltíðir og fast fæði. — Spyrjist fyrir eða reynið. fitorgunblaðið fæst keypt í Uafé írranur við Barónsstíg. Morgunblaðið fæst á Laugaveg !•’ Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldu- götu 40, þriðju hæð. Sími 2475. Gladeolus, íris. Georginur, Ast- ers, Levkoj, Nellikur o. fl. í Gróðr- arsföðinni. Sími 3072. Islenskarl7 ainrðir jMlðtu: f umboðssölu, Albert Obenhaupt. Hamburg 37, Klosterallee 49. Símnefni: Sykur. dregnir á flot og í flæðarmálið íyrir framan kaupstaðinn. Þar er hnullungafjara, og því var þokka- legra að fást þar við hvalskurðihn. Pyrirkomulagið var þannig, að Olafsfirðingar allir gátu hagnýtt sjer af hvalnum það sem þefr vitdu. Þeir sem hvalina ráku í Iand gerðu enga sjerkröfu til hlutdeild- ar í vgiðinni, og heldur eigi land- eigairai, þar sem hvalirnir komu á tond. En aðkomumenn greiddu nokk- úrf gjáld, fvrir það sem þeir fengu af hval. Var Aærðið mjög lágt, 10—30 kr. fyrir heilan hval, að •sögn, Andvirðið rann í lireppssjóð Glaf|fjarðar. Sóttur var hvalur frá Húsavík, Dalvík, Hrísey, Akureyri, Siglu- fö'ði og víðar. írska stjórnin tekur sjer ein- ræðisvald. Dublin, 12. ágúst. United Press. FB. Kíkisstjórnin hefir ákveðið að beita ákvæðum laga um heimildir tií öryggisráðstafana, til þess að koma í veg fyrir öeirðir á morgun. Hefir ríkisstjórnin þar ^if leiðandi lagt bann við því að „bláa liðið“ fari um borgina, þar eð takmark liðsins sje tortiming þingræðiS'- legra stofnana og ætli að beita vaidi til þess að koma þessu á- formi sínu í framkvæmd. Með því að beita ákvæðum ör- yggisráðstafanalaganna getur rikisstj'órnin tekið sjer fult vald í hendur í flestum. efnum, m. a. kveðið upp lífláts-skyndidóma yfir andstæðingum ríkisvaldsins, stöðv- að alla flutninga og umferð o. s. frv. „Bláa liðið' fer í kirkju. Dublin, 12. ágúst. Vegna banns fríríkisstjórnar- innar. liefir O’Duffy, höfuðmaður „Bláa liðsins“, tilkynt, að eigi verði af kröfugöngunni á morgun, en hinsvegar muni liðið efna til kirkjugöngu um gjörvalt fríríkið sunnudaginn 20. þ. m. Dagbók. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Yfir Grænlandshafi er lægð, sem hreyfist NA-eftir og veldur SA- og S-átt hjer á landi og rigningu á S- og V-landi. Hiti er 11—16 st. A morgun verður vindur S—SV um alt land með skúrum á S- og V-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Skúrir. Háflóð í Rvík kl. 10.20. Messur í dag: í dómkirkjunni kl. 10. Ásmundur Guðmundsson docent. prjedikar. í fríkirkjunni kl. 10 síra Árni Sigurðsson. Messunni verður út- varpað. Laust embætti. Hjeraðslæknis- embættið í Fáskrúðsfjarðarhjeraði er auglýst laust og er umsóknar- frestur til 1. september. Áheit á Hallgrímskirkju í Saur- bæ. Frá Á. Þ. 10 kr. S. S. lö kr. Afh. af Gn. J. 10. ág. 1933. Ól. B. Björnsson. Þórður Þorbjarnaréon, læknis frá Bíldudal, er nýlega kominn ■ r"o.að heim frá Ameríku. Hann liefir stundað nám við fiskiðn- fræðaháskólann í Halifax, hinn eina háskóla þeirrar tegundar í heiminum. Lauk hann burtfarar- prófi þaðan í vor með ágætum vitnisburði. Hann starfar fyrir Fiskifjelag Islands í sumar, en í haust fer hann til Englands til framhaldsnáms. Útvarpið í dag: 10.00 Messa í fríkirkjunni: Sr. Árni Sigurðsson. 11.15 Veðurfregnir. 15.30 Miðdeg- isútvarp. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Grammófóntónleikar: Wagner: Lög úr „Meistersinger“. 20.30 Er- indi: íslenskir siðaskiftamenn. (Guðbrandur Jónsson). 21.00 Frjettir. 21.30 Grammófóntónleik- ar: Schumann: Píanókonsert í A- moll (Gortot). Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun. 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veður- fregnir. 19.40 Tilkynningar. Tón- leikar: Alþýðulög. (Útvarpskvar- tettinn). 20.30 Óákveðið. 21.00 Frjettir. 21.30 Tónleikar. Betanía. Samkoma í kvölcl kl. 81/". Ebeneser Ebenesersson vjel- stjóri talar. Allir velkomnir. 50 ára er á morgun Jón Krist- jánsson, Grimsby 6, Grímsstaða- holti. Sundsýning. í dag kl. 2 sýna 80 til 100 börn sund í sundlaug- unum innfrá. Flest þessi börn voru í vorskóla Austurbæjarskólans í vor eða hafa verið á sundnám- skeiði vorskólans, sem byrjaði í júlí. Bömin era á aldrinum 5—14 ára og aðeins örfá þeirra höfðu fengið lítilsháttar tilsögn í sundi áður. Nú í dag ætla þau að sýna hvað þau hafa verið dugleg að læra að synda í 4—5 vikur og bjóða bæði pabba og mömmu, afa og ömmu ?u5 koma inneftir og horfa á sig busla í vatninu. Öll börn, sem lært hafa að fleyta sjer á sundnámskeiði vorskólans, eru beðin að mæta i Austurbæjar- skólanum kl 1 í dag stundvíslega. Meinleg prentvilla varð í Morg- irnblaðinu í gær í greininni um Landsspítalann, þar sem segir frá fæðingadeildinni. Stendur þar, um konur þær sem komu þangað 1931: „12 þeirra dóu án þess að fæða“, en átti að standa: 12 þeirra fóru án þess að fæða. Um þessar konur er það ennfremur að segja, að þær veiktust nokkru áður en þær skyldi fæða og voru því lagðar inn á fæðingadeild spítalans. En svo batnaði þeim, og fóru þær þá heim aftur, en lögðust síðan inn í spítalann er þær skyldi fæða. — Til viðbótar b - sem sagt er um dánartölu barna í fæðingardeild- jpni ma geta þess, að öll þau börn, sem dóu skömmu eftir fæðingu, voru ófullburða. Stroelstra heitir ungur liollensk- ur vísindamaður, sem dvelur hjer í sumar. Ætlar hann að skrifa doktorsritgerð um íslenska úti- legumenn, og er að safna drögum til hennar í Landsbókasafninu. — Hann les íslenska tungu reiprenn- andi og talar liana furðanlega Arel, þegar tillit er tekið til þess að hann hefir aðeins lært hana af bókum. Til Strandarkirkju frá ónefnd- um 100 kr. N. N. 4 kr. Togarinn Kári Sölmundarson er nú að búast á ísfiskveiðar. Bifreiðin RE 836 ók út af vegin- t:m fyrir sunnan íþróttavöllinn laust eftir kl. 1 í fyrri nótt. Stúlka, sem var í bílnum meiddist eitthvað, en líklega ekki alvaidega. Hjónaefni. Trúlofun hafa birt ungfrú Sjgurlaug Knudsen og Bjarni S. Einarsson verslm. hjá Kjöt & Fisltur. Skipafrjettir. Gullfoss er vænt- anlegur hingað i dag. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. — Dettifoss kom til Siglufjarðar í gær kl. 11 árd. — Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. — Selfoss fór frá Leith í fyrradag. Botnía fór hjeðan til útlanda í gærkvöldi. Ása Hanson danskennari fór utan með Brúarfossi seinast til Englands til framhaldsnáms í list- dansi og til að nema nýtísku- dansa. Hún kemur heim aftur 1. október og tekur þá við dans- skóla systur ginnar, Rigmor Han- son. — Ull, 162.750 kg. af idl var flutt út í júlímánuði og verð liennar talið rúml. 162 þús. kr. Þjóðhátíð Vestmannaeyja var frestað í gær vegna þess hvað veður var vont í eyjunum. í gær- kvöldi fór veður batnandi og var búist við að hátíðinni mundi hald- ið áfrarn í dag. Meistaramótið í Vestmannaeyj- um lijelt áfram í gær, þrátt fyrir vont veður. Hófst það með því að forseti í. S. í. vígði hina nýju hlaupabraut í Herjólfsdal. Þá hóf- ust íþróttirnar. í 100 m. hlaupi <!raði Garðar Gíslason (K. R.) á 11-6 sek. I hástökki sigraði Þor- steinn Einarsson(Á.)1.60 m. í 1500 metra hlaupi sigraði Olafur Guð- mundsson (K. R.) á 4 mín. 36,3 sek. í 5000 metra hlaupi sigraði Karl Sigurhansson á 15 mín. 6,5 sek. í langstökki sigraði A. Steins- son (í. R.) 3 metrar. Kveldúlfstogararnir komu allir til hafnar í gær með síldarafla. — Höfðu þeir fengið veiðina á Húna- flóa. Skallagrímur var með 2100 mál, Þórólfur 2100, Gyllir 1800, Gulltoppur 1800, Snorri goði 1600, Arinbjörn hersir 1600 og Egill Skallagrímsson 1500 smál. Alls Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því, að samkvæmt reglugerð um gjald- eyrisverslun 2. okt. 1931, 2. gr., (sjá og viðbðtar-reglugerð?' um gjaldeyrisverslun 17. febr. 1931, 1. gr. b.), er bannafr að selja íslenska seðla til útlanda og varðar brot gegn reglugerðum þessum sektum frá kr. 100.00 til kr. 50.000.00. Menn eru því hjer varaðir við að selja íslenska seðla tií útlanda, eða taka þá með sjer og selja þá erlendis, þar eð- þeir munu verða látnir sæta ábyrgð fyrir slíkt. GfaldeyrIsnefnd bankanna. nvkomið: Epli í kössum 2 teg. Appelsínur 176, 200 og 252 stk. I vukur í kössum, Kartöflur. Eggert Kristjánsson & Ce. Sími 1400 (3 línur). ______ Rafstððin l Heflauik er til sölu nú þegar með útinotum, heimtaugum og yfirleitt öHu sem henni tilheyrir í því ástandi sem það nú er í. Einkarjettur til reksturs stöðvarinnar fylgir fyrir- næstu 5—6 ár. Tilboð sjeu komin fyrir 20. þ. m. til Eyjólfs Ó. Ásberg' eða Elíasar Þorsteinssonar í Keflavík er gefa allar upp- lýsingar. Keflavík, 11. ágúst 1933. Stiirn Rafveitnfjelags Keflavíkur. Haupmem ög kaupfieiög! höfum til sölu nýjar RÓFUR frá Hvanneyri.^ Lægst verð í bænum. H. Benediktsson & Co. 0i!S Lj Símar 1228. hafa skipin veitt í sumar af síld: Skallagrímur 12400 mál, Þórólfur 14500, Gyllir 11500, Gulltoppur 10100, Snorri goði 11500, Arin- björn hersir 10100, EríII Skallfi- g'rímsson 9600 mál. Samanlagður afli togaranna nam í gær 79.700 málum síldar á móti 49 þús. mál- um sáma dag í fyrra. Til Hkureyrar og Húsavíkur. fer 7 manna bifreið (Buick) { riðjadaginn 15. þ. m. Laus sæti- Uantið far I síma 4776. Teiknimyndasýningu Olafs Gul- bransons í Miinchen hefir verið lokáð af yfirvöldunum. Ástæðan e: talin sú, að Gulbranson liafi áð- ur teiknað myndir til háðungar hreyfingu þýskra þjóðernisjafnað-: armanna. Mvndir þessar birtust í; Simplissimus áður en þjóðernis-! jgfnaðarmenn komust til valda. (N.R. FB. 12. ág.). HartOfiur. nýjar á 0.15 pr. kg. Pokinn kr. 7.00. Halldðr R. Gunnarsson, Sími 4318. — Aðalstræti 6-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.