Morgunblaðið - 13.08.1933, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Bankabyggsmjöl
Bankaby££
Bækigrjón
By££grjón
Mannagrjón
Semuleífrjón
fæst í
Corsilet.
Barna undirföt.
Barna náttföt o. fl.
Versl. Manchester.
Laugaveg^Oj^^Sími^SO^.
þær eru gegnvættar í sjerstökum
legi, sem ver þær sjerstaklega fúa
og áti smálífgróðurs í sjónum, og
hefir þetta reynst betra en börk-
un, t. d. í I^íoregi. Síðar verða
framleiddir öngultaumar, færi og
fleira.
Norskur fagmaður, Fr. B. Peter-
son, hefir verið fenginn til þess að
standa fyrir öllu hinu verklega
hjá hinu nýja fyrirtæki, Hann
hefir um miirg ár unnið lijá
„Spilkeviks Snöre-Not og Garnfa-
brik“ í Álasundi. Svo fór hann
t i. Ameríku fyrir þá verksmiðju
og eftir að bann bafði unnið í út-
búi hennar þar um hríð, stofnaði
hann með ýmsum öðrum veiðar-
færagerð í Seattie og vann þar í
0 ár. St.arfar sú veiðarfæragerð
enn, en Petersen hvarf heim til
Noregs vegna ]>ess að kona hans
vildi ekki flytjast vestur um haf.
En þegar lieim til Noregs kom
fekk hann ekki atvinnu, og þess
vegna var Veiðarfæragerð íslands
svo heppin að ná í hann. Er það
m.jög þýðingarmikið fyrir nýtt fyr-
irtæki að hafa frá öndverðu í
þjónustu sinni faglærða menn, sem
þekkja alt til iðnaðar síns.
Vjeiar til verksmiðjunnar hafa
verið keyptar frá Noregi og eru
þær knúðar með rafmagni. Geta
þær spólað alt að 36 þræði í senn,
og síðan má tvinna og þrinna þá
þræði eftir vild. Gengur þetta af-
ar fljótt, og er mikill munur á
þesum vinnubrögðum eða meðan
dt var unnið i höndunum. Er sá
munur viðlíka mikill og er á hand'
naddu og nýmóðins spunavjel eða
tvinningarvje] í klæðaverksmiðju.
Þurkarnir í Noregi.
1 í Noregi hafa verið afskaplega
miklir þurkar og hitar í sumar
og segir „Gula Tidend“ svo frá
afleiðingum þeirra:
Á hverjum degi koma fregnir
um það hvernig þurkurinn svíður
akra og engi. Tjónið, sem liann
veldur, er ómetanlegt og á mörg-
um stöðum er jafðvegur svo svið-
inn, að hann nær sjer ekki í mörg
ár. Þetta er með öðrum orðum
þjóðarböl, að minsta kosti fyrir
bændur á Vesturlandi. Víða er
orðið svo ilt, að bændur hafa
neyðst til þess að slátra nautpen-
ingi sínum. Þeir sjá ekki nein ráð
til }>ess að afla honum fóðurs. En
með svo stórkostlegum niður-
skurði, sem verður, og þegar er
byrjaður, er hætt við }>ví að kjÖt-
verð falli niður úr öllu valdi.
Það er eigi aðeins á Vesturlandi
að þurkarnir hafa gert stórtjón.
í Þrændalögum hafa þeir einnig
eytt öllum gróðri á mörgum stöð-
um. fín hvergi hafa þeir þó gert
meira tjón heldur en á eyjunum í
Norður-Noregi. Þar er svörður
mjíig grunnur og víða er svo svið-
ið að ekki sjest stingandi strá.
Þar liefir ekki komið dropi úr
lofti svo að kalla síðan í apríl.
Þetta óáran til landsins þar norð
urfrá bætist ofan á óáran til sjáv-
arins. lltgerðih gekk sæmilega í
vetur hjá flestum þeim, sem reru
hjá Lófót, en á Finnmörk var út-
koman afar slæm og síklveiðin
brást alveg.
f flestum bygðum er fólkið orð-
ið svo skuldum hlaðið, að kaup-
menn þora ekki að lána því neitt,
svo að þar liggur við hungurs-
neyð. Er ekki að furða þótt menn
beri kvíðboga fyrir haustinu og
vetrinum, því að þá verður hung-
ursneyð ef ekki verður hjálpað.
Bókafre^n.
Fyrir skömmu bárust mjer bæk-
ur um sálræn efni, eftir tvo
danska höfunda, sem báðir eru
þektir lijer á landi. Tvær þeirra
eru eftir hinn fræga, danska leik-
fimiskennara I. P. Muller og heita
„Blandt Engle og Djævle“ (í tveim
bindum), en sú þriðja nefnist
„Vejen mellem Himmel og .Tord“
og er saman tekin og að nokkru
leyti skrifuð af danska miðlinum
Einar Nielsen.
Bókum Mullers skipa jeg hik-
laust í flokk þeirra spíritistiskra
bóka, sem hljóta að stjaka hugs-
andi mönnum frá spíritismanum,
ef þeir þekkja ekki aðrar og betri
hliðar hans. Þarna úir og grúir af
fáránlegum ósönnuðum staðhæf-
iugum, sem lesandanu hlýtur ólijá-
kvæmlega. að gruna að sprottnar
sjeu af sjúkum ímyndunum. Af
slíkum bókum er all-mikið til og
],að er leiðinlegt til })ess að vita,
að T. P. Muller, sem búinn.var að
geta sjer góðan orðstír á sínu
verksviði, skuli hafa lagt út á þær
brautir, sem honum virðist vera
ofvaxið að þræða. Jeg hefi oft
verið hissa á því moldviðri hleypi-
dóma og vitlevsu, sem hefir verið
þyrlað upp utan um spíritismann
í Danmörku, en }>að fer að verða
skiljanlegt ef þeim eru fengnar
margar svonn bækur í hendur.
Þá kem jeg að bók Nielsens
„Vejen mellem Himmel og -Tord“,
sem jeg skrifa þessar línur aðal-
lega til að benda á. Jeg las hana
mjer til mikillar ánægju. Bókin
scgir frá uppruna og þróun sál-
rænna hæfileika þessa merkilega
manns. Hún er skrifuð ljóst og vel,
og eru ýmsar frásagnir hennar
hrífandi, en þó fleiri sannfærandi
og merkilegar. Um engan miðil
á Norðurlöndum hefir verið meira
deilt eða ákafar, með og á móti,
en Einar Nielsen. Við sem áttum
kost á að kynnast hæfileikum hans
í Reykjavík, vitum að hann gat
elcki hafa svikið fyrirbrigðin, en
jeg vil sjerstaldega benda þeim,
sem farið hafa um hann ómakleg-
um orðum, á það, að þá skuld er
])eim skylt að gjalda — ekki hon-
um, heldur sannleikanum og rjett-
lætinu — að þeir lesi þessa bók,
sem bæði geymir frásagnir sjálfs
hans og ummæli margra mætra
manna um hæfileika hans. Hjer á
landi er fjöldi manna og kvenna,
som hefir áhuga fyrir sálrænum
efnum og les dönsku, en ekki
önnur tungumál; jeg fullyrði við
ykkur, sem þannig er ástatt fyrir,
að á síðustu árum hefir engin önn-
ur betri bók dönsk um þessi efni
komið út og jeg ræð eindregið til
að hún sje lesin.
Prýðilegan formála hefir Einar
H. Kvaran skrifað, en sjálf fæst
bókin í bókaverslun Snæbjarnar
Jónssonar.
Jón Auðuns.
Ókurteisi, Franskt blað hefjr
nýlega birt skírnarvottorð hinnar
„síungu“ leikkonu Mistinguettes.
Samkvæmt því er hún fædd árið
1869.
AugJýsing' svohljóðandi var á
farþegaskipi einu: Stólarnir í
sí.lnum eru fyrst, og fremst handa
kvenfólkinu. Karlmenn mega fyrst
set.jast í þá, þegar kvenfólkið er
sest þar.
Verðlskkun
Dömutöskur, ekta leður, nýj-
asta tíska 10.00
Vekjaraklukkur ágætar 5.00
Borðhnífar ryðfríir 0.80
Matardiskar ekta steintau 0.55
Sjálfblekungar með glerpenna 1.50
Sjálfblekungar með postu-
línspenna 3.00
Sjálfblekungar með gullpenna 7.50
Skrúfblýantar með brjefavigt 2.75
Alt nýkomið.
Bankastræti 11.
Kaupmenn!
er lang útbreiddasta blaðið
til sveita og við sjó, utan
Reykjavikur og um hverfis
hennar, og er því besta
auglýsingablaðið á þessum
slóðum.
13
Getur bú fyrirgetið ?
lausu lífi og virðist ekki hafa gert
neitt það, sem vakið geti óvináttu.
Þar að auki var hann vandlátur
um val á vinum sínum. Það er því
hvorlci liægt að ganga út frá pen-
ingaþröng, kvennastappi, nje einni
eða annari óvináttu“.
„Já“, samsinti foringinn. „Þá
er ekki mikið til að fara eftir“.
,.Það er hreint ekkert“, svaraði
hinn.
Majór Lorton hleypti brúnum.
„Við getum ekki látið við svo
búið standa, Rodes“, sagði hann.
„Látum oss nota þau fáu atriði
sem við höfum i höndum“.
„Jeg hefi sjálfur rannsakað alla
jarðeignina og byrjaði á vopna-
búrinu og bakhlið hallarinnar, þar
sem hann sást síðast. Hann lilýtur
að hafa yfirgefið húsið gegn um
vissar dyr, annars hefði hann mætt
eínhverju af þjónustufólkinu eða
orðið að fara fram lijá aðal-eldhús-
inu. Það eru fáein dauf fótspor
— auðs.jáanlega eftir ljetta skó —
út að hliðinu, líklega eitthvað um
hundrað metra frá húsinu. Fyrir
utan hlið þetta tekur við vondur
vegur, sem liggur yfir engið, en
er aldrei notaður, nema t.il að
keyra þar heim trjáviði. Jeg sá
ocdögg hjólför eftir bíl, en var
sagt að kaupmaðurinn og erind-
reki barónsins færu þar stundum
með bíla sína. Jeg hefi vitaskuld!
rannsakað, hvort ekki hafi get.að
verið um ókunnugan bíl að ræða,
en án árangurs. Bama má segja
um lýsinguna af hinum unga
manni, hún hefir ekki borið nokk-
urn á,rangur“.
„Svo var það símahringingin,
livað segið þjer um liana?“
„Jeg er búinn að tala við fólkið
á símastöðinni í Norfolk. Stúlkan,
sem hafði þetta samtal, segir að
það hafi verið frá einhverri aðal-
stöð, en hún átti mjög annríkt,
svo að hún hugsaði ekki meira
um það. Símaþjónarnir hafa gert
alt til þess að fá upplýsingar í
því máli. Að línan slitnaði, var
án efa tilviljun ein. Það var verið
að fella trje í skóginum, og eitt
]>eirra hafði verið látið standa
hálf-sagað, ])ví logn var og álitið
ao ekki sakaði, en um kvöldið
hvesti snögglega, og það kastaðist
um koll. Aðallínan til Honerton
og annars húss, sem er lengra
fcurtu, er slitin. Það var miskunn-
arlaus tilvil.jun, en tilviljun er
það“.
„Alt, og sumt sem við höfum
grætt á upphringingunni er þá, að
hinn ungi maður er á lífi“, sagði
majórinn.
„Já, ekkert annað“.
„Og þar sitjum við fastir“.
„Já, þar sitjum við fastir“, end-
urtók Rodes, myrkur á svip.
„Þjer viðurkennið sjálfsagt, að
ástandið er mjög 6viðkunnanlegt“.
„Já, óneitanlega“.
„Hafið þjer myndað yður nokkra
sjerstaka skoðun á málinu V 1
„Jeg er orðinn alveg útslitinn“,
fullvissaði Rodes. „Á endanum
verður ekkert nema skurnið eitt
eftir, og það er til einkis“.
„Það er bara þetta“, tók majór-
inn til máls í vingjarnlegum róm.
„Það er bara þetta, sjáið þjer“,
sagði Rodes. „Enginn getur út-
skýrt þetta hvarf hins unga
manns á venjulegan hátt. Hann
átti enga óvini, og var einn af
ríkjistu ungmennum þessa lands.
Eini möguleikinn er að það sje
lausnargjald eða verðlaun, sem
um er að ræða. Bara að fjölskylda
hans vildi opna munninn til að
segja eitthvað, en á hvern hátt
hann var neydclur til að yfirgefa
höllina þetta kvöld, og verða ein-
hverjum að bráð, það er með öllu
óskiljanlegt“.
„Jeg tek eftir því sem þjer seg-
ið, gjörið svo vel að halda áfram“.
„Ef jeg geri það“ sagði Rodes
og stundi, „komumst við út í tóm-
an þvætting. Yísindin gera gys að
okkur daglega. Jeg hefi spurt
sjálfan mig að því, hvort það sje
ekki ein eða önnur uppfinning,
sem einhver glæpamannaheili hef-
ir komist yfir, áður en hún varð
alkunn. Ef vísindin geta ekki
hjálpað olckur hjer, hvað er þá til
ráða? Hvers vegna ætli menn gætu
ekki gert sig ósýnilega? Maske-
leyne og Cook hafa gert það, eða
framkallað samskonar áhrif“.
„Það er mjög athyglisvert frá
hagfræðislegu sjónarmiði“, sagði
majórinn þurlega, ,ten það er ekki
þess háttar sem almenningur vænt-
ir af okkur“.
„Við böfum ekki þær hjálpar-
lindir, sem almenningur óskar“
var hið stutta svar. „Og það er
best að þjer fáið að vita það. Ef
ungi maðurinn hefði fylgt skytt-
unni eftir út að bakdyrunum, þá
gæti maður myndað sjer mjög at-
hyglisverða skoðun. En það gerði
liann ekki, svo segir skyttan mjög
ákveðin. Fáið þjer hann bara út
að bakdyrunum, þá fyrst verða
möguleikarnir athyglisverðir. L.jós
geisli á veginum — neyðaróp —
skugga bregður fyrir — þannig
hafði alt freistað hans til að fara
út“.
„Og þegar þjer svo hafið hann
við hliðið, hvað þá?“ spurði ma-
jórinn. „Hann hlýtur að hafa farið
sjálfviljugur, hvergi sáust merki
eftir áflog. Þar að auki voru marg
ir bílar alt um kring. Ungur mað-
ur í samkvæmisbúningi, hefði verið
auð])ekkjanlegur, í livaða vagni
sem var“.
„Jeg trúi því ennþá fastlega, að
hinn ungi maður hafi verið fluttur
burt á alveg sjerstakan hátt, und-
ir sjerstökum áhrifum“.
„Þjer snúið yður aftur að ]>ví
yfirnáttúrlega“.
„Já, yfirnáttúrlegt fyrir almenn-
ing. Vísindin fyrir okkur“.
Majórinn varp öndinni. „Jeg á
að gera skýrslu um þetta í stjórn-
arráðið“, sagði hann. „Þjer haldið
þó ekki að svona lagað efni sje
til nokkurs fyrir mig?“
„Jeg segi ekki heldur að svona
sje það. Jeg trúi ekki meira á
hið yfirnáttúrlega, en ])jer sjálfir,
en jeg held því fram, að hvarf
Ernst Fernham verði ekki útskýrt
án þess að taka eitthvert nýtt
meðal til athugunar“.
„Enn sú játning, í Guðs bænum
haldið henni eingöngu fyrir sjálf-
an yður“.
„Mjer dettur ekki í hug, að tala
um hana“, var hið dauflega svar.
„Taugar mínar eru búnar að fá
meira enn nóg“.
„Eruð þjer nógu nærri jörðinni
til þess að viðurkenna, að þjer
álítið það vera lausnargjald sem
með þarf?“
„Það er eini hugsanlegi tilgang-
urinn“, svaraði hinn. „Ef innan-
ríkisráðherrann vill gefa Honerton
gott ráð, þá látið hann hækka fjár-
upphæð þá, er heitið hefir verið
þeim, er sagt gæti til hans, og
engar spurningar“.
„Það er auðmýkjandi fyrir olck-
ur“, tautaði majórinn.
„Verra er það fyrir mig enn
nokkurn annan“, fullvissaði Rodes
hann. „Þetta er mín deild, og jeg
get ekki lengur talað um það áf
viti, eftir því sem þjer segið sjálf-
ir. Það er sú vonlausasta játning,
sem maður í minni stöðu getur