Morgunblaðið - 17.09.1933, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1933, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ veriiakkui: Matarstell 7 teg. 6 m. frá 17.50 Matarstell 6 teg. 12 m. frá 30.00 Kaffistell 28 teg. 6 m. frá 10.00 Kaffistell 19 teg. 12 m. frá 16.50 Ávaxtastell 26 teg. 6 m. frá 3.75 Ávaxtastell 18 teg. 12 m. frá 6.75 Mjólkurköimur ótal teg. frá 0.60 Sykursett margar teg. frá 1-35 D-iskar afar margar teg. frá 0.30 Kökudiskar ýmiskonar frá 0.50 Skálar margskonar frá 0.25 Bollapör 44 teg. postulín frá 0.50 Borðhnífar ryðfríir frá 0.80 Skeiðar og Gafflar 2ja turna 1.85 Skeiðar og Gafflar ryðfritt 1.00 Dömudtöskui’ ekta leður frá 9'50 Vekjaraklukkur ágætar frá 5.00 Aldrei hefir úrvalið hjá okkur verið eins mikið og nú eða verðið eins lágt. ' l. inn & IIMid Bankastræti 11. Gull á sjávarbotni sem reynt er að bjarga. Áiúð 1799 sökk enskt skip, „Lu- tine“ hjá Hollandsströnd' rjett vestan við eyna Terschelling. Það var hlaðið gulli — 6 miljónum dollara. Oft hefir verið reynt að bjarga þessum fjársjóði, en það hefir jafnan mistekist, og nú fyrir löngu er skipið sandorpið þarna á sjávarhotni. Er talið að um 5 metra þykt sandlag sje ofan á því. Nú í sumar hófst hollenskt björgunarfjelag handa um að reyna að bjarga fjársjóðnum. — Ljet það smíða geysistóra trekt sem nær til botns og stendur þar a hvolfi, en mjórri endinn nær talsvert hátt upp úr sjó. Eerlíki þetta vegur um 40.000 kg. Innan í því eru sterkar sogdælur, sem dæla upp sjó og sandi úr botn- inum, og á þennan hátt liugðust menn að komast niður að skips- flakinu. Hefir verið unnið að þessu af kappi í alt sumar, þeg- ar veður hefir leyft. En fyrir skömmu gerði storm og urðu björgunarskipin að flýja til hafn- ar og liggja þar í 10 daga. Á meðan var enginn vörður um hina miklu trekt- En er skip komu þar að aftur, kom í ljós, að trektin var svo stórskemd, að hætta verð- ur við björgunartilraunimar. — Undir sjávarfleti var komið átta metra breitt gat á trektina. — Hafði þar verið svift úr þremur þykkum járnplötum. — Er enginn efi á því, að skemdir þessar eru af manna völdum. Hefir gloppa þessi verið sprengd á trektina með þrúðtundri á meðan björgunar- skipin lágu í höfn. Er talið, að annað björgunarfjelag, sem gjarna vill komast þarna að, hafi látið framkvæma þetta spellvirki. En fjelagið, sem hefir unnið að björguninni í sumar, ætlar að láta smíða nýja trekt í vetur, og halda starfinu áfram þegar vorar. Þýski flotinn í Scapa Flow. Hver lýst getur fagnaðarfundun- um þeim, svo fjarri’ öllum háska og grandi? Það var með vilja og vitund Breta, að hon- um var sökt. í endurminningum Kenworthys sjóliðsforingja, sem nýlega eru út komnar, segir hann að það hafi verið með vilja og vitund Breta, að þýska flotanum var sökt í Scapa FIow. „Frakkar kröfðust þess, að flot- anum yrði skift sem herfangi milli Frakklands, Italíu, Póllands og Serbíu“’ segir hann. „Ög til þess að drága úr yfirráðum vorum á hafinu, höfðu Bandaríkin ákveðið að styðja þessu kröfu. En vjer vorum ekkert ginkeyptir fyrir því að auka flota annara þjóða, og sjálfir vildum vjer ekki eiga neitt af skipunum. Breska flotamálaráðuneytið ljet þvi tilkynna þýska flötamálaráðu- neytinu óg flotaforingjanum í Scapa Flow livernig ástatt væri. Var gefið í skyn að Bretar mundu virða það meira við óvinina að þeir söktu flota sínum, heldur en að þola þá niðurlægingu, að af- henda hann sem herfang flotum tveggja latneskra þjóða, sem þýski flotinn liafði aldrei átt í höggi við. Bresku blöðin vissu ekkert um það, sem gerðist bak við tjöldin og þau urðu óð og uppvæg eins og frönsku blöðin, þegar flotanum var sökt. En þegar farið var að sljákka í þeim, sendi breska flota- málaráðuneytið á laun alla hina handteknu þýsku sjóliðsforingja lieim til Þýskalands. Til minningar nm frú Vigfúsínu Gilsf jörð (fædda Thorarensen). Fædd 25. feb. 1857. Dáán 7. nóv. 1929. (Undir nafni eiginmanns hennar, Marísar M. Gilsfjörð). Þii elskaðir lífið og alt var svo bjart, þú unnir því sanna og rjetta; og æskan þjer brosti með unað og skart, þjer alt vildi gönguna Ijetta. Þjer dilluðu söngvar og gigjunnar glóð, og gáfur þjer leiftruðu’ í augum, því Thorarensenanna bragkvika blóð þjer bálaði’ í æðum og taugum. Þá knýttust hin saklausu systkina- bönd, þá seiddu’ ykkur framtíðarmyndir og alstaðar fanst ykkur ónumin lönd og andlegar svölunarlindir. Og bróðurnum einum þú unnir svo heitt, þó aldrei þið samvista nytuð, en það var hann Bjarni, er særinn gat seitt; hans saga varð brimstöfum rituð. Og stríðið við ægi varð stolt hans og þrá, hann stæltist, ef reyndi á þorið. En svo fór að lokum, að brimald- an blá hans breiddi’ yfir síðasta sporið. Nú hefir hann sædrifinn siglt til þín heim að sólbjörtu friðarins landi. 1 Stórholti bænir við lærðum og ljóð og Ijekum að skeljum og völum; þar náttúran kvað oldtur íslensk- an óð, frá elfum og fossum í dölum. Og náttúran íslenska notadrýgst varð og námið frá æskunnar dögum, á því bygði framtíðin æfinnar arð og örlögin spann úr þeim brögum. Svo liðu þeir dagar — og leiðir um stund í lífsflaumi áranna skildu, en aftur þær mættust, sem elfur á grund, er öi’lögin sameina vildu. Þá gáfum við hvort öðru hjarta og hönd, og hjeldum svo ótrauð á veginn; í algleymingssælú við bundum þau bönd, -----þá brugðum við hamingju- sveiginn. Og trútt var þitt hjarta og trygg var þín lund, þjer treysti’ eg með ástinni’ að vaka. Með samúð þú læknaðir sjerhverja und; — þín.sál átti’ af miklu að taka. Á lífinu kunnirðu Ijettustu tök; með Ijúfmensku vanstu þjer hylli. Þú ræddir hin flóknustu fortíðar- rök, og fræddir með aliið og snilli. Þú skapfestu áttir og aðalsmanns lund, og eignaðist trygglynda vini. Þú vaxtaðir göfugt og A’erðmikið pund; þú varst og af stórmenna kyni! Þú vildir ei sýnast, en vera því meir og vinna í frelsarans nafni; svo lifa og sofna að síðustu þeir, er sigla með drottin í stafni. Ef lífið mig þreytti og þung urðu spór og þjáði þig áhyggna fjöldi, þú yljaðir hug minn, sem unaðsríkt vor, svo alt var það læknað að kvöldi. í sameining þráðum við hjart- næmt og heitt að helgustu vonirnar rættust, — því vetri í sumar eitt barn get- ur breytt —, í bæninni sálirnar mættust. Er þess varð ei auðið, var opin sú leið, af öðrum í fóstur að taka, og fagurt var starfið þitt, sem fram undan beið, þeim fómandi yfir að vaka. Sem dóttir og sonur þau unnu þjer æ, þau ást þína’ í hvívetna fundu, sem andaði’ um sál þeirra ylrík- um blæ frá angandi sóleyjagrundu. Þú horfin ert sjónum og sviðið er autt, í söknuði hjarta mitt grætur; nú finst mjer allt lífið svo fálátt og snautt og frostkalt um viðkvæmstu rætur. TUkynnliig. » Þriðjudaginn 19. þ. m. kl. 6 síðd. hefjast fastar ferðir, hvern virkan dag, í nýjum fólksflutningabíl frá Reykjavík tii Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis. Burtfarartími sunnanað kl. 8—9V2 árd. Úr Reykjavík kl. 6y2 síðd. Afgreiðsla á Nýju Bifreiðastöðinni í Reykjavík. Sími 1216. í Keflavík hjá Stefáni Bergmann, sími 15, og á Síma- stöðinni í Gerður í Garði. Bíllinn er mjög vandaður og bílstjórinn er Erlendur Sigurðsson. Á morgun hefst stórkostleg ntsala á allskonar hannyrðavörum, áteiknuðum og ísaumuðum. BF* Hannyrðaverslun Þuríðar Sigurjónsdóttur. Bankastræti 6. Henol íslensku. dönslu, ensku og enska hraðritun. Enn fremur kenni jeg börnum allar námsgreinir undir fermingu. Óvanalega lágt kenslugjald. Kenslan hefst 1. okt. Aðalbjörg Vigfúsdóttir, Hverfisgötu 34. Veggfóðnr. Gólfdúkar, nýkomið í fjölbreyttu úrvali. H,f. »Veggfóðrarinn". Sími 4484. Kolasundi 1. Nýjar bækur: Mannætur, eftir mag. Árna Friðriksson. Daglegar máltíðir, eftir dr. Björgu C. Þorlákson. Rit um jarðelda á fslandi. SKELJAR, 3. hefti. Hið eina, sem ljettlr mjer ellinnav spor og einveruskuggunum dreifir, er minningin um þig, sem varst mjer sem vor, er viðkvæmstu strengina hreyfir. Við þökkum þjer, vina mín, um- hyggju’ og ást, og alúð í sjerhverju verki. Þín háttprýði aldrei frá barnæsku brást, þú barst uppi göfginnar merki. Hve þrái jeg lifenda ljósheiminn þinn, svo langt yfir jarðlífsins þokum, þar veit jeg í þriðja og síðasta sinn \Tið sameinast eigum að lokum. G. Geirdal. Ifiilr kaisir selfast á mánudag. Afcsel Heide, Hafharstrætí 21. Á radiosýuingu í Lundúnum fyrir skömmu, var skyndilega hætt fjærsýnisútvarpi með inn- rauðum geislum. Það hafði komið i Ijós, að ein ungfrúin stóð þar, eins og Eva í Paradís, þareð geislarnir höfðu kastast gegn um föt hennar og gert þau ósýnileg. Spakmæli. — Þegar karlmanni leiðist, þarfnast hann liressingar; þegar konu leiðist, þarfnast hún hirtingar. Etienne Rey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.