Morgunblaðið - 23.09.1933, Síða 5

Morgunblaðið - 23.09.1933, Síða 5
Laugardag 23. sept. 1983. 5 „Jeg ýti úr vör“. Ljóðmæli eftir Bjarna Gríslason. Jeg opnaði ljóðabók þessa með talsverðri forvitni, því að jeg hafði lesið allmörg kvæði eftir þenna liöfúnd í blöðunum og þótt, þau ‘að mörgu merltileg og eftirtektar- verð. En þó að menn geti birt eftir sig sæmileg eða jafnvel góð kvæði í blöðum, þá hefir stundum svo t'arið. að þegar þeir sömu menn liafa í’áðist í að gefa út lieila bók, hefir heildarsvipurinn orði ðallur annai' og mögru kýrnar verið svo margar, að þær liafa etið upp hin- ar feitu. En við lestur þessarar bókar, hefi jeg ekki orðið fyrir neinum slíkum vonbrigðum, því að svo góðan orðstír, sem Bjarni M., Gíslason liefir getið sjer fyrir þau einstöku kvæði, sem birst hafa ef.tir liann, þá er ekki um það að villast, að hann vex stórum af bók jiessari. Bólrín er 125 bls- að stærð og eru í henni 58 kvæði. Efni þeirra er margvíslegt, ættjarðarl jóð, minni, ástarljóð og sjófarakvæði^ Höfundurinn er sjómaður og þekk- ij- þvi vel sjóinn og kann að lýsa honum bæði í blíðu og stríðu. 1 angum lians er hafið ekki aðeins nægtabnrið mikla, heldur liefir það annað veglegt hlutverk, sem sje það að skapa hráusta og liarð- fenga þjóð, en vekja um leið ásl- ina til landsins. Kvæðið ,,Brim- hljóð'" byrjar með fallegri sjávar- lýsingu, þar sem skáldið lýsir feg- u rð hafsins, en áður en varir verður landsýnin ríkust í huga bans. Hann sjer landið sitt, vera að Kveðja og kvæðið endar svo á því að vera dýrlegur ættjarðaróður: Fagurt varstu í faðmi sólarlagsins sem friðartákn í kvöldsins geisla- roða. En fegurra skaltu skína á himni dagsins sem skjöldur og vagga nýrra tím- ans boða. Bjartsýni og hreysti blómgi þína vegi og bendi lengra fram mót nýjurn degi. Þannig kveður sonur liafsins fósturjörð sína, er liann sjer hana hverfa í sæ. „Römm er sú t,aug. er rekka dregur föðurtúnlf til“. Sjómaðurinn elskar landið heitara af því að hann fær ekki nema svo sjaldan að njóta þess. Og í kvæðinu „Heimaóðal'', þar sem hugsunin beinist að æskustöðvun- um og sveitinni, kemur það í ljós, að þar er hugurinn meira heima en á hafinu, þó að lífsbaráttan hafi mest verið lváð þar: Því kyéð jeg n'ú alt og alla i sátt. Hjer eignaðist jeg minn sterkasta þátt. Geymi óður minn útsýn og mátt, er han'n af norrænum toga- Hóimaóðal, þú hjarta mitt átt, þjer helga jeg streng minn og boga. í þessrr fyrsta kvæði í bókinni kemur þegar fram virðing sú og ást á landi og þjóð, sem skín í mörgum kvæðum skáldsins, og þá ekki síður traust hans á framtíð íslands, aðdáun lians á starfi og vinnu. Skýrast kemur þetta fram í kvæðinu „Frumherjar" (Jón Sigurðsson) : A þroskans stofni er sterkasta greinin, hin starfandi hönd er á plóginn lögð. Kotbóndans saga. er klæðir stein- inu, livergi verður að fullu sögð. Sá spinnur be.stan þjóðlífsþáttinn, et- þjálfar aflið hvern skinandi dag, rís tneð sól og fer seinast í háttinn, og semur ei mest.við eigin hag. Hreystinni og karhnenskunni syngur skáldið minnilegt lof í kvæðinu ,,Ari frá Nesi'1. sem segir frá útskagaeinyrkja, sem hætti bæði lífi sínu og framtíð konu og barna til þess að bjarga útlendri skipshöfn úr sjávarháska og tókst það fyrir þrek sitt og áræði. Það kvæði og sú mvnd karlmensku og fórnfýsi, sem það bregður upp, ætti skilið að vera á hvers manns vörum. Fögur og athyglisverð eru þau kvæði, sem skáldið yrkir til móð- ■í' sinnar. Það er engin tilviljun, að sá, sent el.skar land sitt og' æskustöðvar, elski einnig móður sína og sje um leið sá drengur að unna henni sæmdar. Því miður er ekki rúm til ]>ess að geta sjerstaklega fleiri kvæða, en það er ekki vegna þess, að mörg önnur kvæði í bókinni eigi ekki eins slcilið að vera nefnd. Málið á kvæðunum er kjarnmikið og íslenskt. Víða eru snjallar og mergjaðar setningar. Ljett er skáldinu um rím og' sýna það best ferslceytlur hans síðast í bókinni, sem allar eru vel kveðnar og sum- ar ágætlega- •Jeg vil að lolvum þakka Bjarna M. Gíslasyni fyrir þessi ljóð og hvetja hann til að yrkja meira og gera til sín háar kröfur. Kvæði hans flytja þær lmg'sanir, sem Is- lendinga skortir nú inest: Ást á landinu, trú á þjóðina, virðing fyrir vinnu og starfi, óeigingirni, sjálfsbjargarhvöt, trú á guð í sjálf- um sjer. Þessir eiginleikar hafa lengi Verið þjóðareinkunnir ís- lendinga og' vel sje þeim, sem reyna að syngja þær inn í hjörtu þeirra. Guðni Jónsson. „Fjelag ófarsælla hjóna“, heitir fjelag eitt í Avignon á Frakklandi. Stendur það opið öll- um, sem lifa í ófarsælu hjóna- bandi, jafnt konum sem körlum; og sem einhverra liluta vegna þó ekki hafa skilið. Fjelaginu er skift í tvo flokka, þannig að úti- lokað er, að hjón mætist þar, ef þau. hvort í sínu lagi, hafa gerst meðlimir. — Aðaltilgangur t'je- lagsins er sá, að hinir vansælu geti hist og talast við, og þannig feng- io liuggun í sameiginlegum raun- um. Vérður ]ietta stundum til ]>ess að hjón sættast, þvf að þau sjá, að maki þeirra gæti verið miklu verri. Sumir meðlimir segja frá svo ömurlegu fjölskyldulífi, að hinir sjá, að æfi sin er lireinasta Paradís í samanburði við þau ó- sköp, sem þessir fjelagar hafa við að búa. Bílslysin í Italiu. í skeytum liefir verið sagt laus- lega frá bílslysum þeim, sem urðu við kappaksturinn hjá Monza hinn 10. september. Nánari fregnir hafa útlend blöð að færa. Þennan dag áttu að fara fram tveir kappakstrar, sem sje ítalíu Grand Prix og Monzas Grand Prix. Ætluðu allir bestu kappaksturs- menn Evrópu að taka þátt í þeim. í ítalíu-kappakstrinum, sem var 500 km. varð kepnin aðallega milli tveggja inanna, Fagioli (á Alfa Romeo-bíl) og Nuvolaris (á Mas- erati-bíl). Þegar þeir höfðu ekið tvo hringa var Nuvolaris þegar langt á undan, en þá vildi honum það óhapp til, að liann varð að skifta um hring á bílnum og varð svo mikil töf að því, að liann náði keppinaut sínum ekki eftir það, en var |jó ekki nema liálfri mín- útu á eftii' honum að marki. Fagi- oli ók vegarlengdina á 2 klst. 51 mín. 41. sek. og' er það sania sem 174.74 km. á klukkustund til jafn- aðar. - Á, eftir fór Monza-kappakstur- inn fram. Campari (á Maserati- bíl) ók með' geysihfaða á vegar- beygju en þar skriltaði bíllinn í olíu-polli og kollsteyptist. — Þrír rnenn aðrir voru á hælunum á hon- um, Borzacchini, Oastelbarco og Barbieri. Þeir settu allar hemlur á hjólin í dauðans ofboði, en afleið- ing þess var sú, að bílarnir tókust á lof't, hentust langar leiðir og mölbn^tmiðu er þeir komu niður á veginn aftur. Campari var dreg- inn nár út iir rústum bíls sins, en þeir Barzocdiini og Castelbaro voru fluttir i sjúkrahús, stór- meiddir, og þar dó hinn fvr nefndi rjett á eftir. Barbieri slapp ó- meiddur og þykir það kraftaverk. Þrátt fyrir þessi slys var kapp- akstrinum haldið áfram, en á 10. hring misti Frakkinn Czayhowski greifi vald á bíl sínum á nákvæm- lega saina stað og Campari. Bíll- inn tókst á háaloft, en er liann kom niður. kviknaði í honum. Var ekki hægt að koniast að lionum fyr en eftir drykklanga stund, en þá var greifinn dauður og svo nijög brunninn, að líkið var ó- þekkjanlegt. Þá var kappakstrinum aflýst- Hitler og landvarnaliðiÖ býska. Hingað til hefir alinent verið alitið, að landvarnaliðinu þýska væri litið gefið um Hitler. Annað varð uppi á teningnum við heræf- iugar, þar sem Hitler var við- staddur. Laiidvarnaráðherra hjelt þar mikla lofræðu fyrir Hitler. Sagði hann, að menn hefðu fyrir skömmu sjeð dálæti þjóðarinnar á þessu átrúnaðargoði hennar. Við heræfingarnar hefði komið í ljós hrifning hermannanna. Enda væri það ekki furða. í ríkiskanslara sæi landvarnaliðið hinn sanna lier- ínann, sem í 4 ár hefði barist á vigstöðvunum í lieiinsstyrjöldinni, síðan verið foringi í hinum póli- tíska bardaga fyrir heill Þýska- lands, og sem væri nú foringi al- þjóðar. Ennfremur sagði land- varnaráðherra: „Við eigum lionum mikið að þakka. Hann hefir gefið hervaldinu þá stöðu sem því ber. Mýkomi Laukur í pokum — ágæt tegund. Aunelsínur 176 og 252 stk. E n 1 i. §ími 1234. Bnið á Skjaldbreið. Borðið á Skjaldbteið. Fegur ÐARMEÐAL FILM- STJARNANNA Ummhyggjan fyrir hörundinu, er það fyrsta, sem leikkonan heíir í huga, til þess að vi'Shalda fegurö sinni, því hi'ð næma auga Ijósmyndavjelarinnar sjer og stækkar hverja misfellu. Þess- vegna nota þær Lux Handsá- puna. HiS ilmandi löður hennar íieldur hörundinu mjúku og fögru. Því ekki að taka þær til fyrirmyndar og nota einnig þessa úrvals sapu i •-.r.t Sjáiti hvað hin yndislega RENÉE ADORÉE segir : .... AS halda við æskuútliti sínu er mest undir því komið a5 rækja vel hörund sitt. Þessvegna notum viö Lux Handsápuna. Þessi hvíta ilmandi sápa, heldur hörundinu sljettu og silki-mjúku." LUX HÁNDSAPAN LEVER HROTHF.RS LtMITF.D, PORT SUNLIGHT, ENGLAND X-LTS 232-50 IC Útboð ð raflS í suðurálmu geymsluhúss Reykjavíkurhafnar. Þeir, sem vilja gera tilboð í raflögn þessa, vitji teikn- inga og lýsingar til Jakobs Gíslasonar, verkfr., Landssíma- húsinu, 4. hæð, og greiði kr. 10.00, er verða þeim endur- greiddar er teikningum er skilað aftur. Útboðsfrestur er til mánudags 25. september kl. 5 síðd. og verða tilboðin þá opnuð á hafnarskrifstofunni, Hafnarstræti 9. Hafnaritjórinn. lslenskar afurðir. Tek að mjer sölu á allskonar íslenskum afurðum. - .• MW B. Halldórsson, Vintappervej 3. Lyngby (Danmörku).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.