Morgunblaðið - 26.09.1933, Qupperneq 4
«
VTaNHSlöll
JirezP^-
| Smá-auglýsingarj
Stúlka óskast til Guðmumlar
Olafssonar, hrm., Smáragötu 10.
Sá, sem getur útvegað mjer at-
vinnu, getur fengið lánaða pen-
inga. Get tekið að mjer alla al-
genga vinnu, helst bílaakstur. Til-
boð, inert „200.00“, sendist A.S.Í.
Stúlka óskar eftir atvinnu- Vön
vjelritun og vel að sjer í ensku og
dönsku. Tilboð sendist -A. S. í.
merkt „25“.
Stúlka óskast í vist í Hafnar-
fírði.' Upplýsingar í Mjósundi 3
ki. 6—7.
Tveir—þrír menn geta fengið
herbergi með húsgögnum (ef ósk-
að er) og fæði með sanngjörnu
verði á Haufásveg 4, uppi.
Innmat úr dilkum og ftillerðnu
gcta menn fengið heim flutt vel
útilátið. Upplýsingar á Afgr. Ála-
foss, Þingholtsstræti 2. Sími 2804.
Smábamaskóld minn byrjar um
mánaðámót. Upplýsingar í síuui
2563, eftir kl. 8 síðd. Ada Árna.
Fæði, gott og ódýrt fæst í Café
Svanur. Leitið upplýsinga um verð
og reynið s.jálf gæðin._______
Bernhöftsbakarí, Bergstaðastræti
14. Heit vínarbrauð, birkishorn og
kruður kl. 9 að morgni. Einnig á
Nönnugötu 7 og Njálsgötu 23.
Gert við alls konar slitinn skó-
fatnað á Grundarstíg 5. Hvergi
eins ódýrt eftir gæðum. Alt hand-
nnnið- Helgi Jónsson. .
Blómaverslunin Anna Hallgríms-
son, Túngötu 16. Sími 3019. Ný-
kotnnar fallegar blaðplöntur:
Pálmar, Aspedistrur, Araneariur,
Áspargus, fínn og grófur. Thuja
í lausri vigt. Gerfiblóm í miklu
úrvali. Blómsveigar fyrirliggjandi
með gerfiblómum, einnig bundnir
eftir pöntun, með lifandi blómum.
Líkkistur skreyttar, vinna og
stifti, 6—8 krónur.___________
Ágætt spaðkjöt í % og heilum
tunnum frá Hvammstanga fæ jeg
á næstunni. Pantið tímanlega. —
Halldór R. Gunnarsson. Aðalstræti
6. Sími 4318.
Divanar, dýnur vandað
efni, vönduð vinna. Vatns-
stísr 3. — Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
Keflavíkurbíllinn, fer alla virka
daga kl. 6 síðd. Afgreiðsla í Hafn-
arstræti 19. B. Benónýsson, sími
3964. Skúli Hallsson.
Síminn í Fiskbúðinni á Laufás-
veg 37 er 4956.
„Freia“, Laugaveg 22 B. Sími
4059. „Freiu* heimabökuðu kök-
ur eru viðurkendar þær bestu og
spara húsmæðrum ómak.
„Freia" fiskmeti og kjötmeti
mælir með sjer sjálft. Hafið þjer
reyht það? Sími 4059.
Heimabakari Ástu Zebitz, Öldu-
jrðtu 40, þriðju hæð. Sími 2475.
Legubekkir vandaðir. Verð kr.
45.(fC 55.00, 60.00 og 70.00. Körfu-
gerðin, Bankastræti 10.
Tvö amerísk skrifborð, sjerlega
vönfíuð, með dragloki og skjala-
skájjur til sölu. Upplýsingar í
sírríá 3144.
Slöðlð niðar
Kæfu og Buff
„W E C K“-g 1 ö s, því þau
hafa reynst best.
„Soðafoss"
fer hjeðan annað kvöld um
Vestmannaeyjar til Hull og
Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir fyr-
ir hádegi á morgun.
Kápufau.
Ullarkfólafau
Og
Astrakan,
tekíð upp í gær.
Versl. Manchester.
Laugaveg 40. Sími 3804
dóslr
með smeltu loki, fást eins og
að undanförnu í smásölu og
heildsölu hjá
Gnðrn. J. Breiðfjörð
blikksmiðja og tinhúðun,
Laufásveg 4. Sími 3492.
Verðlækkun.
ðhrent kaffi á kr. 1.25 i/2 kg.
Sykur mjög ódýr.
Hjörtur Hjartarson,
Bræðraborgarstíg 1.
Sími 4256.
Lfftrygningarfjel.
Andvaka
veitir yður hagkvæmar tryggingar.
Laekjartorgí 1.
Símí 4250.
Lifur og hjörtu.
Lækkað verð.
KLEIN.
Baldursgötu 14. Sími 3073.
Venus seldi afla sinn í Grimsby
; í gær fyrir 1004 stpd. Aflinn var
um 600 kitt smáfiskur og dálítið
af upsa.
Hjeraðslæknirinn óskar þess get-
ið, að börn þau, sem bólnsett voru
síðastliðinn íniðvikudag eigi að
koma til skoðunar í dag kl. 1—3
síðd., en ekki eftir kl. 3 eins og
stóð í Vísir í gær.
Súðin fer hjeðan tveim dögnmj
fyr en áætlun segir. Fer hún því
hjeðan á laugardag 30. þ. m.
Skipafrjettir. Gullfoss er á leið
til Kaupmannahafnar frá Aust-
fjörðum. Goðafoss er væntanlegixr
hingað í dag að vestan og norðan.
Brúarfoss er væntanlegur hingað
snemma í dag. Dettifoss kom til
Hull í gærmorgun og fer þaðan
í kvöld. Lagarfoss kom til Leith
í gærmorgnn. Selfoss er á leið til
Rotterdam frá Hesteyri.
„Við sem vinnur eldhússtörfin“,
hin víðfræga og vinsæla skáldsaga
eftir Sigrid Boo, verður gefin út
á íslensku, ef áskrifendur fást að
bókinni nægilega margir. I Noregi
og Svíþjóð hafa selst 86 þús. ein-
tök af þessari hók.
Páll Steingrímsson bókhindari
er 55 ára í dag.
Hjónaefni. Á laugardaginn op-
inberuðu trúlpfun sína ungfrú
Unnur Ingvars^ nú í Kaupmanna-
höfn (fósturdóttir Ingvars Páls-
sonar kaupmanns) og. Kristinn
Guðmundsson kaupmaður hjer í
bænum. ,
Örn kom fíjúgandi hjer yfir
bæinn á snnnndagskvöldið nm kl.
7. Hafði hann jgtefnu frá Esjunni
eða Kjalamesí, flaug hátt og
stefndi suður yfir Skerjáfjörð og
livarf þar í kyöldrökkrið. Er nú
langt síðan að þrn hefir sjest hjer
í Reykjavík.
Niörd, danska skipið sem strand-
aði á MelrfjkkasJjettu fyrir
skemstu, og Oðinn náði út, kom
liingað á laugardaginn eins og áð-
ur er sagt. Skipið þarf viðgerðar
hjer, áður en þ^ð leggur á stað til
Danmerkur, og var í gær verið að
rannsaka þær gkemdir, sem á þvi
liafa orðið. Skipið er of stórt til
þess að hægt sje að taka það upp á
dráttarbrautina.
Enskur togari, „Faraway“, kom
hingað í gær til þess að leita sjer
viðgerðar. Var biluð bæði skrúfa
og spil. Skipstjórinn er íslending-
ur, Ágúst- Ebenesersson.
Signhild, ftpreysk fiskiskúta,
kom hingað aðfaranótt sunnudags
frá Grænlandi. Hafði hún fengið
85 þúsundir fiska. Hún fór hjeðan
í fyrrinótt áleiðis til Færeyja.
Skógafoss, vjelbátnum, sem rak
í land í Keflavík fyrir helgina,
náði Magnús Guðmnndsson báta-
smiður út, og var báturinn dreg-
inn hingað í gærmorgun af vjel-
bátnum „Guðjón Pjetur“. „Skóga-
foss“ er talsvert brotinn og verður
gert við skemdirnar hjer.
Áttræðisafmæli á í dag frú Guð-
rún Teitsdóttir móðir Júlínsar
Júlinínssonar skipstjóra á Brúar-
fossi. Hún er til heimilis á Elli-
heimilinu.
fslendingar í Kanada heitir
grein, sem birtist nýlega í „Morn-
ing Free Press*, Ontario. Er þar
Iokið miklu fofsorði 4 íslensku
landnemana og' afkomendur þeirra.
Heimsækið ísland nú (Visit Ice-
Iand now) heitir grein, sem nýlega
birtist í „New Vork Herald Tri-
bune“. HveturÆöf. menn til þess
að ferðast til íslands á meðan land
ið sje enn einangrað frá umheim-
inum, og einnig hvetur hann menn
til þess að kynna sjer íslenskar
þókmentir.
Kommúnistabragur. Aðfaranótt
Bananar.
Eptí.
Appelsínnr.
Sítrónur.
Tómatar.
kiðdáeúd
Þörserðtu 14. Sími 4060.
snnmtdags fórn kommúnistar víðs-
vegar um bæinn og máluðu á ýmis
hús allskonar áskoranir. Á hús
sendiherra Þjóðverja máluðu þeir
„Niður með Hitler! Lifi kommún-
istaflokkur Þýskalands!“ Eins mál
uðu þeir á ýmis önnur hús, til
dæmis vörugeymsluhús Eimskipa-
fjelags íslands, og víðsvegar á
götur bæjarins. Fundur var hald-
inn í Iðnó í fyrradag í kommún-
istafjelagi íslands og var þar
frummælandi Sigurður Einarsson
fyrverandi klerkur í Flatey. Einar
Olgeirsson samdi skeyti á þýsku
til ríkisrjettarins í Leipzig, áskor-
un frá Kommúnistaflokki íslands
um það að sýkna þ'á, sem ákærðir
hafa verið út af þingliallarbrun-
anum.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisxttvarp. 16.00
Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Klukkusláttur. Tónlaikar:
Píanó sóló. (Emil Thoroddsen).
20.30 Erindi: Um söngkenslu í
skólum. (Þórður Krístleifsson).
21.00 Frjettir. 21.30 Grammófón-
söngur. Lög úr óperum eftir Mey-
erber.
Trúlofun. Síðastl. laugardag op-
inberuðu trúlofun sína nngfrú
Unnur Björnsdóttir og Friðþjófur
Þorsteinsson.
Dánarfregn. Aðfaranótt sunnn-
aags andaðist á ■ sjúkrahúsinu á
ísafirði frú Emilía Hólmfríður
Guðmundsdóttir, kona Bárðar Guð
mundssonar hókbindara,.
Frá Guðspekifjelaginu. Stiikan
„Septíma“ hefir horfið að því
ráði, að selja utanfjelagsmönnum
aðgöngumiða að fundum sínum í
vetur. Fundir eru altaf haldnir á
hálfs mánaðar fresti, og eru æfin-
lega auglýstir í blöðunnm fyrir-
fram. Reynt mun verða að hafa
fundarefni fjölbreytt og skemti-
legt og yfirleitt að vanda til
fundanna eins og unt er. Aðgöngn-
miðarnir fást á Marargötu 3 hjá
undirrituðum, og verða einnig
bafði til sölu á Septímufundum.
Grjetar Fells.
Kartöflusýkin befir að heita má
eyðilagt uppskernna á Akranesi að
þessu sinni. Akurnesingar liafa,
sem knnnugt er, nú um langt skeið
ræktað mjög mikið af kartöflum
og selt til Reykjavíkur, enda voru
Akraneskartöflur viðurkendar
best.u kartöflurnar, sem á mark-
aðinn komu- Nú hefir sýkin leikið
Akurnesinga svo grátt, að fjöldi
fólks, sem selt hafði 5—10 tn.
hefir nú varla kartöflur til matar.
• -
Það besla: 1
Scaiicliift
eldavielar.
o Svendborgar •
þvottapottar.
H. Bierimg. i
Lau^aveg 3. Sími 4550. *
Byoaerlóa,
Perlugrjón, Semulegrjón,
Mannagrjón.
Saft'flaskan 1 kr.
Versl. iinars Eviólfssonar
Týsgötu 1.
Hefi
fyrirliggjandi
í margar tegundir bílar, hin®
(heimsfrægu „Specialloid“ Stimpla
og útvega með mjög stuttum fyr—
irvara yfirstærðir í hvaða tegund
af bílum sem er.
Hefi mjög fullkomin áhöld tif
að bora með bílmótora, unnið af'
þaulvönum fagmanni. Ábyrgð tek-
in á verkinu.
Egili Vilhiáimsson.
Laugaveg 118.
Sími 1717.
Hðttúrufræðiagurlnn.
er ekki aðeins eitt hið fróðlegasta?-
blað, sem íit hefir komið á íslandi,.
beldnr einnig eitt hinna skemti-
legustu. Það er þjóðarskömm, ef
satt er að fjárbagsleg afkoma-
slíks þlaðs þerjist í bökknm. Nátt-
úrufræðinguriún frá irpphafi (tvö>
fyrstu árin bundin) ,fæst í
Bókaversl, Snæbjarnar Jónssonar.
Heildartjón kauptúnsbúa er mjög;
tilfinnanlegt og nemur tugum þús-
unda. króna.