Alþýðublaðið - 04.06.1920, Side 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Koli konungnr.
Eftir Upton Sinclair.
Ráðningarskrifstofan
: : verður hér eftir opinn klukkan 4—5 daglega. : :
Þriðja bók:
Pjónar Kola konungs.
(Frh.).
„Gott óg vel", sagði Hallur
rösklega, „þá get eg gengið með
yður, og talað við yður á leið-
inni“.
Hallur sagði honum síðan sögu
sína, meðan þeir urðu samferða,
en nokkrum metrum á eftir þeim
gekk Pete Hanurn og félagar
hans báðir. Hann sagði frá með-
ferðinni á sér, meðan hann var
vogareftirlitsmaður og lauk máli
sínu með því, að minnast á eið-
festa frásögn sína.
„Getið þér leitt vitni, til þess
að sanna mál yðar?" spurði dóm-
arinn. ,
„Það get eg, yðar göfgi. Einn
úr nefndinni, Jón Edström, er hér
í Pedro, og hefir verið varpað á
dyr úr húsinu, sem hann hafði á
leigu og hefir borgað fyrir. Annar,
Mike Sikoria, var rekinn úr hér-
aðinu, og það eru margir í Norð-
urdalnum, sem þekkja þetta alt
saman".
í fyrsta sinn leit Denton dóm-
ari með athygli á unga manninn
við hliðina á sér. Því næst varð
svipur hans hátíðlegur og röddin
varð djúp.og hátíðleg. „Eg skal
athuga þetta mál. Hvað heitið
þér, og hvar eigið þér heima?"
„Joe Smith, yðar göfgi. Eg á
heima hjá Edward Mac Kellar,
en eg veit ekki hve lengi eg get
haldist þar við, því flugumenn
félagsins gæta hússins án afláts".
„Það er bulll" sagði dómarinn
óþolinmóður.
„Þeir eru nú samt þrír á hæl-
um okkar núna", sagði Hallur,
„einn þeirra er Pete Hanum, sá
sem hjálpaði til þess, að reka mig
út úr Norðurdalnum. Ef þér viljið
líta við, getið þér séð þá alla".
En sá hinn göfgi dómari leit
ekki um öxl.
„Mér hefir verið sagt, að eg
hætti lífi mínu með því að gera
það, sem eg nú geri. Eg býst
við, að eg hafi rétt til þess, að
i)iðja um vernd".
„Hvers krefjist þér, að eg geri?"
„P'yrst og fremst vildi eg
gjarna, að þér létuð taka fasta
þessa menn, sem veita mér eftir-
för".
„Það heyrir ekki undir minn
verkahring að láta taka þá fasta.
Þér getið snúið yður til lögreglu-
þjóns".
„En eg get sem bezt verið
dauður, áður en eg næ tali af
lögregluþjóni". Þessi möguleiki
virtist þó engin áhrif hafa á göfg-
ina.
„Og meðan þér athugið málið,
geta mennirnir í námunhi allir
dáiðl"
Ekkert svar.
„Eg hefi hérna nokkrar eið-
festar lýsingar", sagði Hallur.
„Viljið þér fá þær?"
„Þér getið aíhent mér þær, ef
þér endilega viljið", sagði hinn
hryssingslega.
„En þér biðjið mig ekki um
þær ?“
„Nei, það geri eg ekki".
„Að eins ein spurning enn, ef
yðar göfgi leyfir. Þér getið lík-
lega ekki sagt mér hvar eg get
fundið heiðarlegan málfærslumann
hér í bænum, mann, sem er fús
til að flytja mál gegn „G. F. C ?“
Nú varð löng þögn, „Nei, ungi
maður", sagði hann loksins, „það
er ekki mitt verk að benda á mál-
færslumenn". Að svo mæltu snér-
ist hann á hæl og þrammaði inn
í skemtifélagshús sitt.
X> iiil o.r'.
Eftirmæli um lijarna Guðbjarnason,
er druknaði í retur rið annan mann.
Iíjarni var formaður góður.
Ofurlítið þekti’ eg þig,
þú varst manna kjarni;
göfugmenna gekstu stig,
garpur mesti, Bjarni.
Hægur f lund og hreinskilinn,
hjals ei beittir þrótti;
víðsýnn bæði’ og vel gefinn
vera mönnum þótti.
Harðan margan háðir slag
við Hrannar- triltar -dætur.
Heftist vörn á hinzta dag;
hvergi finnast bætur.
Ötull, heppinn, aðgætinn
eðli formanns vandi;
hagsýnt auga, hugurinn
hendi samvinnandi.
Mörgum vanstu sigursveig
í svörnum stormahríðum,
djarfur á rasta rendir teig
rangahesti fríðum.
Þó að fengir sæng í sjó,
sæll og frjáls þinn andi
yfir djúpið dauða fló
að dýrðarbjörtu landi.
Alvizkunnar ómælt djúp,
einn þau dulráð skilur.
Sízt þann gegnum sjáum hjúp,
er sigurlandið hylur.
Vertu sæil! Vér þökkum þér.
Þú varst happadrengur.
Sökk í hafið silfurker.
Svona oft til gengur.
Sárt og lerigi söknum þín,
sannnefhd prýði manna.
Vonarstjarna vegleg skín,
sem vinum hitt mun sanna.
Hugga, Drottinn, hjörtu þau,
er harma feiia tárin,
gef að trúar trýgga laug
tempri og mýki sárin.
J. J. Austmann.
kafupendur blaðsins, sem hafa bú-
staðaskifti eru beðnir að tilkynna
afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru
menn ámintir um að gera að-
vart, ef vanskil eru á blaðinu.
lokkra verkamenn vant-
ar mig nú þegar.
Felix Guðmundsson,
Suðurg. 6. Sími 639.
Föt er'u hreinsuð og pressuð
í Grjótagötu 10 uppi.
Ritstjóri og ábyrgðarantaður:
Ölafur Friðriksson.
Prentsmiöjan Gutenherg.