Alþýðublaðið - 05.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið O-efiö *it af AJþýðuflol^lstiium.. 1920 Laugardaginn 5. júní 125. tölubl. Æ.lJ>ýÖuit>ladid er ódýrasta, í'jölbreyttasta og bezta daghlað landsins. Eanpið það og lesið, þá getið þið alðrei án þess verið. €rleni simskeyti. Khöfn 3. maí, Xolaátflntningnr Englendinga. „Evening Standard" segir, að England muni nú binda kola- útflutninginn við I miljón og 700 þús. smálestir á mánuði. / Persía fær ekki áheyrn. Símað er frá París, að Persía hafi árangurslaust leitað hjálpar Þjóðasambandsins í tilefni af. árás bolsivíka. Kveður það sig vanta sfni til þess að grípa í taumana. Prontarasambandið danska , sektað. Ðanska Prentarasambándið hefir af gerðardómi verið dæmt í 38 þúsund króna sekt fyrir verkfallið 24. apríl. Slésvíkurmálin. Khöfn 3. júní. Allsherjarverkfall hefir verið hafið í mörgum borg- um í 1. og 2. atkvæðahéraði Suður- Jótlands, sökum neitunar atvinnu- rekenda um; Iaunahækkun. G-orðardómnr. Frá París er símað, að samkv. Slésvíkursamningnum skuli settur gerðardómur á stofn, til þess að dæma um þjóðernisdeilur í Mið- Slésvfk (2. atkvæðahéraði). Skuli hann skipaður í hlutfalli við þjóðerni og fólksfjölda. lolsivíkar sigra. Khöfn 4. júnf. Frá Berlín er símað, að pólski herinn hörfi undan á geysilegri ringulreið hjá Tilsit. JfystrSm-nálil. Khöfn 4. júní. Frá Stokkhólmi er símað, að Nyström lækni og Algot Ruhe hafi verið slept úr, varðhaldi, þang- að til dómur er fallinn í máli þeirra. }ú sambanisríkinn. Khöfn 4. júní. Yerkföliin. Verkfalli því, er danska verka- mannasambandið hafði boðáð, er afstýrt. Oengisnefndin hætt storfum. Dnsska gengisnefndin (Valuta- raadet) hefir ákveðið að hætta störfum sínum sökum afstöðu nýju stjórnarinnar. Khöfn 3. raaf. Sá orðrómur breiðist út, að kölaútflutningsbann sé í uppsigling f Ameríku. Islands Falk hafði í gær komið með 3 eða 4 útlenda togara til Vestmannaeyja; hafði hann staðið þá að Iandhelgisveiði. Qftsnæitisvanðræðin. Nýir „Pólar"? A síðasta bæjarstj'órnarfundi var rætt nokkuð um 3. liðinn í fund- argerð húsnæðisnefndar, er hljóð- ar svo: »Þá var rætt um husnæðisleysið og lagðar fram ýmsar upplýsingar þar að lútandi, og komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að óumflýj- anlegt væri, að bærinn léti í sum- ar byggja bráðabirgðaskýli yfir að minsta kosti 20 fjölskyldur, sem nefndinni þykir fyrirsjáanlegt, að bærinn þurfi að sjá fyrir húsnæði í haust. Leggur nefndin því til, að bæjarstjórnin iáti í sumar byggja slík skýli, sem hún ætlar að muni kosta alt að 120 þúsund krónur. Nánari tillögur um fyrir- komulag húsanna verða lagðar fram síðar. Jafnframt leggur nefnd- in til, að borgarstjóra sé falið að leita fyrir sér úm lán til bygg- inganna". Tillaga þessi var samþykt, en jáfnframt var samþykt viðauka- tillaga frá Jóni Baldvinssyni, á þá leið, að láta gera kostnaðaráætlun um timbúrhús fyrir alt að 20 fjöl- skyldur og auk þess áætlun um kostnað við smídi bráðabirgða- skýla þeirra, sem ræðir um í fundargerð húsnæðisnefndar. Tvær umræður fara fram um þetta mál, og verður við síðari umræðu ákveðið, hvort reisa skuli bráða- birgðaskýli eða fullkomin timbur- hús. Borgarstjón mælti fast með því, að bráðabirgðaskýli (aýir Pólar) yrðu reist. Þetta mál er alvarlegra en svo, að hægt sé að Iáta það afskifta- laust. Það hefir vakið almenna óánægju, og ekki að ástæðulausu, að bær- inn hefir ekki lagt meiri stund á að reisa frambúðarhús. Pólarnir voru að eins neyðarúrræði, sem grípa varð til, vegna þess, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.