Alþýðublaðið - 05.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
S
þessar ár, nefnilega Bremen og
Emden. Hvort þær til dæmis eiga
glæsilegri framtíð fyrir höndum,
en Hamborg og Stettin, sem báð-
ar eru, sem kunnugt er, við ár
sem verða alþjóðasiglingaleið.
(Frh.).
Um dagmn og Yeginn.
Eafmagnsstöðin. Samþykt hefir
verið að taka tilboði a. s. Elektrisk
Bureau í Kristianíu, um rafmagns-
vélar, spennubreytistöðvar og raf-
magnstæki f aðalstöðina og að-
veitustöðina, Tilboðið hljóðar upp
á 176,820 kr. Sömuleiðis var
gengið að tilboði frá Paul Smith,
fyrir hönd a. s. Nordiske Kabel-
og Traadfabrikker í Kaupmanna-
höfn, um leiðslur (Kabel), er það
að upphæð cif. Reykjavík ca.
236 þús. kr.
Á bæjarstjórnarfnndi síðast
var samþykt tillaga frá húsnæðis-
nefndinni þess efnis, að láta inn
rétta til íbúðar hlöðu og fjós á
Seljalandi. Er talið að hægt sé að
fá þarna fbúðir handa þremur fjöl-
skyldum og 1—2 herbergi handa
einhleypum.
Barnaskólinn. Skólastjórastað-
an við barnaskóla Reykjavíkur og
allar kennarastöðurnar þar, eru nú
auglýitar lausar, samkv. gildandi
lögum.
Leikfélagið leikur Villidýrið og
Hermannaglettur í sfðasta sinn á
morgun. í næstu viku byrjar það,
að forfallalausu, að sýna „Aftur-
göngur“ eftir Ibsen.
Eggert Laxdal, listmálari frá
Akureyri, var einn meðal farþega
á Botníu. Hann dvelur hér í bæn-
um í nokkra daga.
Skipshofnin á Botníu er lið frá
„Þjóðarhjálpinni“ svo kölluðu, er
með öðrum orðum verkfallsbrjótar.
(írein um „Þjóðhjálpina" dönsku
eftir íslending í Khöfn kemur í
næsta blaði.
Knattspyrnumót »Yíkings«
hefst á morgun kl. 9 á íþrótta-
vellinum. Keppa þá Fram og
Víkingur. Má búast við góðri
skemtun, því félög þessi eru sögð
ekki ólík að kröftum. „Gígja"
spilar á Austurvelli kl. 8.
Framsóknarkonnr 1 Munið eftir
gönguförinni á morgun. „Gígja"
spilar.
Smánpsi var hér inni á höfn-
inni í gærkvöldi og sótti krfan
ákaft ofan í hann. Hrefna var og
á sveimi innan garða.
Yatnsianst var í gær um tíma
í miðbænum; olli því leiðslubilun
í Lækjargötu, sem nú er búið að
gera við.
Garðræktin. Verið er nú sem
óðast að setja niður í garða hér
bænum.
Björn ólafsson tekur við stjórn
á „Maí“, þegár hann fer á fiski-
veiðar.
Veðrið í dag.
Reykjavík .... logn, hiti
ísafjörður
Akureyri . .
Seyðisfjörður
Grfmsstaðir .
Vestm.eyjar .
Þórsh., Færeyjar
Stóru stafirnir
Loftvog há,
8,7-
logn, hiti 6,8.
S, hiti 11,0.
S, hiti 8,1.
logn, hiti 9,0.
logn, hiti 9,3.
V, hiti 7,3.
merkja áttina.
hæst fyrir Suð-
austurlandi og hægt fallandi. Hæg
suðlæg átt.
Pnaðarskýrslnr
árið 1918
eru nýútkomnar. Eru framteljend-
ur búpenings það ár 12,103, eða
mun fleiri en næsta ár á undan.
Hefir framtalið sauðfé verið í far-
dögum 1918 645 þúsund, eða
fleira en það hefir nokkurntíma
verið áður og 7% fleiri en næsta
ár á undan. Er einkennilegt og
má furðu gegna, að siðferðisþroski
sumra bænda skuli ekki enn meiri
en það, að hægt sé með sönnu
að segja, að þeir telji ekki rétt
fram fé sitt.
í fardögum 1918 töldust naut-
gripir á öllu landinu 24,311, en
árið áður 25,653. Þeim hefir því
fækkað um 1,342. Hafa kýr því
nær staðið í stað, en öðrum naut-
peningi fækkað, mest kálfum,
um 23%.
Hross voru f fardögum þetta
sama ár talin 53,218 og hafa þau
aldrei náð eins hárri tölu. Hefir
þeim, samkvæmt tölunni næsta ár
á undan, fjölgað um 1,891. Geitfé
var í fardögum talið 1,704, og
hefir því fjölgað á árinu um 337.
Yfirleitt má gera ráð fyrir því, '
að töluvert fleira sé til af búpen-
ingi f landinu, en fram er talið.
Ræktað land er, eftir þeim
skýrslum, sem fyrir hendi eru, og
ekki eru fullkomnar nema að
nokkru leyti, vegna þess, að mæl-
ingum túna og matjurtagarða er
ekki lokið, túnstærðin 21,498 hekt-
arar, en kálgarðar 424 hektarar.
Töðufengur varð þetta ár því
nær helmingi minni en undanfarið
ár, eða 385 þús. hestar. Enda er
árið annálað fyrir það, hve illa
var sprottið vegna kals, eftir
hörkufrostin er gengu um vetur-
inn og þar af leiðandi óáran. Út-
hey voru lítið eitt minni en næsta
ár á undan, eða 1,404 þús. hestar.
Jarðeplauppskeran var 26 þús.
tunnur 1918, eða 4 þús. tn. minni
en næsta ár á undan.
Mótekja hefir verið með mestu
móti, eða 577 þús. hestar.
Jarðabætur hafa verið miklu
minni þetta ár en mörg næstu ár
á undan. J.
Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu
56 selur: Sólskinssápu, Red Seal-
sápu, Sápuduft (ágætar tegundir),
Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft
(Vi to Willemoes-kraft og Richs-
kraft), Soda á 0,25 pr. V2 kg.,
Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum
á 0,50, Handsápur, Handáburð
(Arnesan glycerin), Götukústar,
Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand-
bursta, Olíu á saumavélar (í glös-
um), Teiknibolur (á 0,20 pr. 3
dús.), Þvottaklemmur o. m. fl.
Gerið svo vel og lítið inn í
Mðina eða liringið í síma BOS.
Föt eru hreinsuð og pressuð
í Grjótagötu 10 uppi.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiöjan Gutenberg,