Alþýðublaðið - 05.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1920, Blaðsíða 2
s Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eigá að koma í blaðið. margar fjölskyldur voru þá alger- lega á götunni. Síðan þeir voru reistir, er nú liðinn svo langur tími, að auðveit hefði verið, með sæmilegri stjórn og góðum vilja, að koma upp ekki allfáum húsum, sem eign hefði verið í. En það er alkunnugt, að Pólarnir eru bænum því nær einskis virði, jafnskjótt og úr rætist með hús- næðisvandræðin. Enginn vill búa í þeim lengur en hann neyðist til, og því verða þeir aðeins seljan- legir til niðurrifs. Auk þessa er það neyðarbrauð, að búa í þess- um skriflum, einkum að vetri til. Og loks eru þeir svo út úr bæn- um, þar sem þeir nú eru, að fólki eru óþægindi mikil að þvf, er það þarf t. d. að fara í búðir eða afla sér matar. Að þessu athuguðu sést, að „Póla“ ælti bærinn sízt af öllu að reisa. Þeir verða bænum ætíð til fjárhagslegt skaða. Um fullkomin hús, eins og þau, sem gerð hafa verið við Bergþóru- götu og kostað hafa um 36 þús. kr. hvert, er alt öðru máli að gegna. Hugsum okkur t. d. að bærinn hefði, þegar húsnæðisvand- ræðin voru fyrirsjáanleg, byrjað að reisa slík hús. Þau hefðu nú verið í fullu verði, og auk þess getað gefið af sér álitlegan skild- ing í bæjarsjóð, jafnframt því, sem þau hefðu dregið stórum úr vandræðunum, en það hafa „Pól- arnir" ekki gert. Sama gildir enn. Velgerð ný- tfskuhús eru altaf eign, sem um- setja má í peninga, svo að segja hvenær sem er, en bráðabirgða- skýli verða aldrei til annars en niðurriís og bæta ekki úr húsnæð- isvandræðunum, þau bæta aðeins úr sárustu neyð manna og eru óyndisúrræði. Þettá mál krefst því nákvæmrar yfirvegunar og velferð bæjarins er að nokkru leyti undir því komin, að rétt leið sé valin, en meðan ekki er sýnt og sannað, að húsa- ALÞYÐUBLAÐIÐ gerðin séjfókleyf, verð eg að álíta, að hún standi bráðabirgðahúsa- gerðinni svo Iangtum framar, að sjálfsagt sé fyrir bæinn að láta í sumar reisa hús, að minsta kosti handa þessum 20 fjölskyldum, sem húsnæðisnefndin talar um. íslenska þjóðin má ekki við því, að missa fjölda sona sinna og dætra, bæði börn og fullorðna, f klærnar á þeim „hvíta fjanda", tæringunni, sem nú hamast að henni. En ill og ónóg húsakynni er tryggasti og bezti samherji hennar. Þeir, sem einhverju ráða, og ekki róa að því öllum árum að bæta úr húsnæðisvandræðunum, eru því vísvitandi liðsmenn tær- ingar og allskonar óárunar hér í bæ. Þeir eru að meiru og minna leyti sekir um það, ef hér vex upp andlega og líkamlega van- megna lýður. Ekkert kák! I. J. Ár og skipaskurðir Pýzkalands alþjóðasiglingaleið. Eftirfarandi grein er að mestu tekin úr „Udenrigsministeriets Tidskrift". Eins og kunnugt er, er eitt at- riðið f friðarskilmálunum frá Ver- sölum það, að árnar Elben (frá Prag), Öder (frá mynni Oppa), Memel (frá Grodno) og Doná (frá Ulm), verða allar alþjóðasiglinga- leiðir. Sömuleiðis verða allir skipa- skurðir, sem liggja milli ánna, eða gerðir eru til þess, að bæta þess- ar siglingaleiðir, sömu kvöðum háðir. Einnig verður skipaskurð- urinn milli Rin og Doná alþjóða- siglingaleið, ef hann verður gerð- ur fær hafskipum. Þegnar allra ríkja, eignir og fán- ar, njóta fullkemiega sama réttar og þess lands, er árbakkana á, eða þess ríkis er mestra hlunninda nýtur; þó er Þýzkaland þeim mun ver sett en önnur lönd, að þýzk skip mega ekki, nema með sér- stöku leyfi, halda uppi föstum skipaferðum með fólk og flutning, milli hafna sem tilheyra banda- mönnum eða skjólstæðingum þeirra. Til þess að hafa eftirlit með hinum einstöku ám eru settar al- þjóðanefndir, og hefir Danmörk einn fulltrúa í þeirri nefnd, sem annast um Oder. 1 sfðasta lagi 6 mánuðum eftir að friðarsamningarnir ganga í gildi skal alþjóðanefnd koma saman, til þess að semja nýjar reglur um skipaferðir um Rín. í 358. grein friðarsamninganna er það ákvæði, að Frakkland eitt hafi rétt til þess að nota sér vatns- afl Rínar milli yztu endimarka landamæra sinna (frá norðri tii suðurs), þó með því skilyrði, að Þýzkalandi sé greitt hálft andvirði þess afls, sem notað verður. Belgía fær Ifka rétt til þess, að nota vatn úr Rfn til væntanlegs hafskipa- skurðar rnilli hennar og Maas. Líka hefir Frakkland rétt til þess, að taka vatn úr Rín til þess að nota það til skipaskurða eða vatns- leiðsla, og til þess að vinna það verk sem til þess þarf, að koma þessu í framkvæmd á hinum þýzka Rfnarbakka. Þó mega þau vatna- virki, er Frakkland og Belgía kunna að koma á, ekki á nokkurn hátt skemma siglingaleiðina um ána og ekki mega þau heldur hafa nein áhrif á gjöld þau er lögð eru á skip er um ána sigla. Til trygg- ingar því, að friðarsamningarnir verði haldnir á þessu sviði, geng- ur Þýzkaland inn á það sem hér fer á eftir: Sjálft Þýzkaland mun ekki gera, eða leyfa öðrum að gera, nokk- urn skipaskurð út frá hægri (vest- ari) bakka Rinar gegnt landamær- um Frakklands, og það veitir Frakklandi rétt til virkja og far- brauta, sem nauðsynlegt er tii undirbúnings þeirra fyrirtækja, er alþjóðanefndin sfðar kann að leyfa Frökkum að setja á stofn. Að fengnu leyfi sömu nefndar, getur Svissland fengið svipuð réttindi til þess að hagnýta sér Rfn fyrir landamærum sínum. Ennfremur skuldbindur Þýzka. land sig til þess, að láta frönsku stjórninni í té allar áætlanir og annað það, sem áhrærir atvinnu- fyrirtækin við Rín, mánuði eftir að friðarsamningarnir ganga í gildi. Af þessu sem hér hefir sagt verið, sézt, ef menn líta á landa- bréfið, að allar helztu ár Þýzka- lands nema Weser og Ems verða alþjóðasiglingaleið. Er ekki gott að segja hver áhrif þetta getur haft á vöxt og viðgang þeirra tveggja hafnarbæja, sem liggja við /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.