Morgunblaðið - 13.10.1933, Blaðsíða 4
4
XOtfGUNBL ABIÐ
m
| Smá-auglýsingar|
fítúlká, sem lokið hefir gagn-
fríðaprófi. óskar eftir starfi á
skrffjitQfu eða við afgreiðslu. A.
S í. Visar á.
flem nýtt orgel til sölu. Uppl- á
Lokastíg 26.
feið sem eftir er af stumpasirsi
selst með tækifærisverði. Banka-
stráfti 7, uppi. R. P. Leví.
F.ynrliggjandi, er selst með
tmkit^erisverði: Ein fermingarföt.
eWn í^itydress, einn vetrarfrakki
og- ryjkkrar röndóttar buxur. —
Bankastræti 7, uppi, R. P- Leví.
Glæný ýsa, smálúða og stútung-
TU' fwst' í síma 4933 og 4943. Fisk-
búð Haildórs Sigurðssonar.
Gulrófur, ágætar höfum við til
sölu næstu daga. Flóra, Vestur-
götu 17. Sími 2039.
Geri við allskonar slitinn skó-
fatnað á Grundarstíg 5. Hvergi
eins ódýrt, eftir gæðum. Alt hand-
unnið. Helgi Jónsson.
Divanar, dýnur vandað
afni, vönduð vinna. Vatns-
stíer 3. — Húsgagnaverslun
Reykjavíkur._________________
Orgelkensla. Kristinn Ingvars-
son, Preyjugötu 6.
Reiðhjólalugtir. Dinamo Melas 6
volta Hermann Riemann 4 volta.
Battery, perur og vasaljós af öll-
um stærðum ódýrast í „Orninn“,
Laugaveg 8 og 20, og Vestur-
götu 5.
Geymsla. Reiðhjól tekin til
geymsiu. Orninn, Laugaveg 8 og
20, og V'esturgötu 5. Símar 4161
og 4661.
tTeimabakarí Ástu Zebitz, Öldu-
ífbtu 40, þriðju hæð. Sími 2475.
„Freia", Laugaveg 22 B. Sími
4059 .iFreiu' heimabökuðu kök-
ut eru viðurkendar þær hestu og
spara þúsmæðrum ómak.
„Freia1' fiskmeti og kjötmeti
mæhr með sjer sjálft. Hafið þjer
reync það? Sími 4059.
Pergament lampaskermar. Fjöl-
breytf og fallegt úrval. Einnig til-
bnnir oí’tir pöntun. Rigmor Han-
sen, Aðalstræti 12.
Hið'Xrsuðudósir með smeltu loki
fást eius.ug að undanförnu hjá
Guðuymdi J. Breiðfjörð, Blikk-
smiðja pg tinhúðun, Laufásveg 4,
sími y-92.
Lifur og hjörtu
dilkahau^ar.
Sími 1834 0^ 2834.
^BðreáOM B0RGZÉk
Laugaveg 78.
Til sölu:
Tómír kassar
Vöruhúsið.
Anna í Grænuhlíð
Eftir L. M. Montgomery.
Axel Guðmundsson þýddi.
Útgefandi Ólafur Erlings-
son, Reykjavík 1933.
Saga þessi fjallar um unga
tel])u, sem fullorðin stystkini, vel
við efni, taka til sín af barnahæli
og ala upp, sem sitt eigið barn.
Er lýst þeim erfiðleikum, sem
gamla konan á við að stríða til
þess að ala telpuna upp í þeim
anda, sem henni þyltir við eiga.
og stafa þeir erfiðleikar ekki af
því, að telpan sje óstýrilát, heldur
af því að hún er gáfað barn, ákaf-
lega tilfinninganæm og hefir svo
mikið ímyndunarafl, að ímyndun
og veruleiki verður henni stundum
eitt og hið sama. Henni hættir við
að gera axarsköft af því að hún
er svo fljót að liugsa og álvkta, en
gefur sjer ekki nægan tíma til at-
hugunar. Hún gengur í skóla með
öðrum börnum í sveitinni og ber
af þeim öllum að dugnaði og á-
stundun. Upp kemst hún í menta-
skóla, og lýkur þar prófi nieð svo
niiklu lofi, að hún fær styrk í
fjögur ár til þess að stunda há-
skólanám. En um það leyti deyr
fóstri hennar og er fóstra hennar
bá einstæðingur. Hættir liún því
við háskólanámið og gerist kenslu-
kona í sama skólanum, sem hún
hafði byrjað nám sitt. Á þessum
námsferli og á þroskabraut hennar
fylgir sagan Önnu í Grænuhlíð og
lýsir sálarlífi hennar af mestu
snild. Sagan er skemtileg og eink-
ar hollur og góður lestur, ekki
síst fvrir unglinga. Þýðingin er
sæmilega góð.
Guðni Jónsson.
Svívirðilegt
fugladráp.
„Dýráverndarinn“ segir svo
frá :
„Aðfaranótt 14. maímánaðar
fóru strákar tveir úr Þingvalla-
sveit út í Sandey, slógu þar niður
tjaldi og tóku að skjóta veiði-
bjölluna í varpinu. Ljetu þeir og
greipar sópa um varpið. Sáust og
heyrðust skotin frá bæjum í sveit-1
inni, enda komu menn að þpini. —
Barnakennari var með þeim í þess-
ari mannúðarferð. Slíkir andlegir
leiðtogar eru ólíklegir til þess að
hafa j.göfgandi áhrif“ á barns-
hjörtun!
Ekki hefir verið getið um Sand-
eyjarför þessa í blöðunum, en hún
er á almannavitorði í Þingvalla-
sveit og víðar. Hirðir blaðið ekki
að birta nöfn strákanna og kenn-
arans að þessu sinni. Ekki hefir
blaðið heyrt hvort rannsókn og
dómur hafi gengið enn þá í þessu
máli. En ekki ætti svona óhræsis-
legum athöfnum að vera órefsað“.
'Dagbók.
Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5) :
Lægð suðvestur af Reykjanesi á
hægri hreyfingu austur eftir. Fer
lægðin sennilega yfir sunnanvert
Island og verður vindstaða því
breytileg sunnan lands, en yfirleitt
norðaustan á Norðurlandi-
Veðurútlit í Rvík í dag: Breyti-
leg átt og síðan NA. Smáskúrir.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00
Veðurfergnir. 19.00 Grammófón-
tónleikar. 19.10 Veðurfregnir.
19.20 Tilkynningar. 19.35 Tónleikar.
20.00 Klukkusláttur. Grammófón-
tónleikar: Puceini: Lög úr óp. Ma-
dame Butterfly. 20.30 Erindi: Frá
Væringjum, II. (Dr. Sigfús Blön-
dal). 21.00 Frjettir. 21.30 Bannið
og atkvæðagreiðslan. Umræður.
Næturvörður verður í nótt í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunn.
Þýskur stúdent, Moeller að
nafni, stundar nám hjer við Há-
skólann í vetur í norrænudeild.
Auk þess ætlar hann að kenna
hjer þýsku, þeim, er það vilja, og
leggja aðallega kapp á að kenna
hljóðfræði tungunnar og rjettan
framburð. Er hjer tækifæri fyrir
þá, sem nokkuð hafa lært í þýsku
á bók, að læra nú að tala hana,
Otur kom af veiðum í gærmorg-
un með 1300 körrur; helt áfram
áleiðis til Englands.
Skipafrjettir. Gullfoss var á
Hesteyri í gær. Goðafoss er á leið
til Vestmannáevja frá Hull. Brúar-
foss fór í gærkvöld kl. 10 um
Reyðarfjörð til London og Leith-
Dettifoss fór frá Húsavík um há-
degi í gær. — Lagarfoss var á
Hvammstanga í gær. Selfoss er í
Kaupmannahöfn.
Gulla Thorlacius hárgreiðslu-
kona hefir nýlega sett upp hár-
greiðslustofu í Hafnarstræti 16. —
Hún hefir verið við hárgreiðslu-
störf í 10 ár í Kaupmannahöfn,
en er nú sest að hjer.
Farþegar með Brúarfossi í gær-
kvöldi: Guðrún Jónsdóttir, Mrs.
Guðrún Camp og dóttir, Ásta Jó-
bannesson, allar til London.
Jón Kjartansson ritstjóri Morg-
nnblaðsins brá sjer til Austfjarða
með Brúarfossi.
Togarinn Geysir ætlar ekki að
veiða fisk í ís til útflutnings, held-
ur selur hann aflann hjer. Veiðir
hann í flóanum og kemur inn á
hverjum morgni. Sænska frysti-
húsið kaupir meginhlut aflans, en
sumt verður selt í bæinn. Gevsir
fór fyrstu veiðiförina í fyrrinótt
og kom inn í gærmorgun með 80
körfur.
Oskar Halldórsson útgerðarmað-
ur fór til útlanda með Lyru í
gærkvöldi.
Atkvæðagreiðslan um bannið.
Allir þeir, sem fara úr bænum, og
búast við að verða fjarverandi 1-
I vetrardag, eru mintir á að greiða.
atkvæði hjá lögmanni, áður en
þeir fara. Skrifstofan er í Arnar-
bváli, opin 10—12 og 1—4.
Höfnin. Belgisltur togari kom
hingað í gær með kol og vistir
handa belgiska togaranum, sem
legið hefir hjer í lamasessi síðan í
sumar, en er nú bráðum búinn til
Iieimferðar. Enskur togari kom í
gær að fá sjer fiskiskipstjóra. Tvö
fisktökuskip komu í gær, „Varikl“
og „Urd“.
Guðspekífjelagið. Fundur í
,.Septímu“ í kvöld kl. 8y2. Frú
Kristín Matthíasson segir frá dag-
legu lífi í Adyar.
Dánarfregn. Jón Jónsson bóndi
frá Möðrufelli í Ej-jafirði ljest í
gær í spítalanum á Akureyri eftir
uppskurð.
Luxemburgstöðin, sem mestan
usla liefir gert útvarpinu hjer,
einkum á Austurlandi, liefir nú
breytt útsendingartíma sínum og
sendir til kb 10 að kvöldi í stað
kl. 9 að undanfömu. Breyting
þ.essi er í því ^ólgin, að þeir hafa
liaft búmannsklukku þar syðra í
sumar, en taka nú upp rjettan
tíma. Þessi breyting hefir ill áhrif
hjer, því að nú má búast við, að
truflanir frá Luxemburgstöðinni
verði til kl. 10 að kvöldi. Senni-
lega reynir Ríkisútvarpið að bæta
úr þessu á þann hátt, að senda
framvegis út meira af frjettum ó
daginn.
Töframunnui'inn, heitir mynd,
sem sýnd er í Gamla Bíó þessi
kvöld. Er myndin afbragðsgóð. —
Aðalhlutverkið leikur Elisabeth
Bergner, hin fræga þýska leik-
kona ,og er leikur hennar framúr-
skarandi.
Það er í kvöld að Bjarni Björns-
son endurtekur skemtun sína og
verður þetta í síðasta sinn að hann
fer með þetta efni. Víða úti um
land hefir Bjarni skemt í sumar
með því og þótti fólki svo mikið
gaman að, að t. d- í Siglufirði
hafði hann sex skemtikvöld.
Galdrakarlinn góði heitir barna-
bók með ótal myndum, sem bama-
blaðið Æskan hefir gefið út. Frá-
gangur allur á bókinni er hinn
besti og hún er skraiitleg að ytra
útliti.
Símabilanir urðu nokkrar í rok-
inu upp úr helginni. Á þriðjudag-
inn var t. d. sambandslaust við
Austfirði, báðar línurnar bilaðar,
bæði sú nju-ðri og sú syðri. í gær
var síminn kominn í lag.
Strandferðaskipin. Esja fór frá
Akureyri kl- 1 í gær. Súðin var á
Þingeyri í gærmorgun, væntanleg
hingað á mánudag eða þriðjudag.
Smáhnupl. Dálítið ber á því nú
eins og venja er á liaustin, að
hnuplað sje úr anddyrum húsa
ýmsu, sem þar hefir verið skilið
eftir, en þó er það með minna
móti. Sums staðar hafa hnuplar-
arnir náð í handtöskur kvenna og
dót sem geymt er í kápuvösum.
Fólk ætti ekki að skilja eftir í
opnum anddyrum þá muni, sem
þeim er ekki sama um.
Reiðhjólastuldir ágerast hjer í
bænum með hverju á'rinu sem líð-
ur. Segir lögreglan að nú muni
vart sá dagur koma fyrir, að ekki
sje stolið einu eða fleiri hjólum.
Um helmingurinn kemur til skila
með aðstoð lögreglunnar, en svo
getur verið að eigendur hafi sjálf-
ir upp á súmum hjólunum, en til-
kynni það ekki þótt þeir liafi til-
kvnt hvarfið.
Heimdallur heldur fundi í kvöld
kl. 8% á venjulegum stað. Verður
þar rætt um afstöðu ungu kyn-
slóðarinnar í Sjálfstæðisflokknum
til eldri kynslóðar flokksins, og
verður framsögumaður þessa máls
Finnbogi Kjartansson stud- art. Á
rjettri skipan þess máls, er hjer
um ræðir, hvílir framtíð hvers
stjórnmálaflokks. Mun því marga
fýsa að heyra, hvernig ungir Sjálf
stæðismenn skoða afstöðu sína til
eldri manna flokksins, og ekki
mun það draga úr að hjer kemur
í Heimdalli fram nýr maður. sem
ekki hefir talað þar fyr, en sósíal-
istahroddarnir hafá reynt að
narta og naga í sökum skoðana
hans. Fjölmennið í kvöld.
Timburskip kom til h.f. Völund-
ar í fyrradag.
' Útvarpsumræður um bannmálið
byrja í kvöld kl. 9y2 og standa
til kl. 11 y2. Tala þá þrír af livorra.
hálfu andbanninga og bannmanna-
Af andbanninga hálfu tala: Guð-
mundur Hannesson prófessor.
Kristján Albertson rithöf. og
Guðbrandur Jónsson rithöf. En af
bannmanna hálfu: Sigfús Sigur-
hjartarson stórtemplar, frú Guð-
rún Lárusdóttir og Pjetur G. Gnð-
mnndsson skrifari. Umræður halda
áfram á sama tíma á laugardag-
inn. Þá verða ræður styttri, enda !
tala þá sex af hvorra hálfu.
B.s. Island
fer laugardavirm 14. þ. m-
kl. 8 síðd. tíl Kaupmanna-
hafnar (um Vestmannaeyjar
og- Thorshavn). (
Farþegar sæki farseðla í
dag.
Tilkynningar um vörur
komi sem fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen.
Tryggvagötu. Sími 3025«.
Sika
þieltiefni
er komið aftur.
1. Parlðksson S Horðmamt
Bankastr. 11. Sími 1280, 4 línur^.
flgætt kæSukjðt
í heilum kroppum.
Herðnbreið.
Fríkirkjuveg- 7. Sími 4565,
Ylkt. Baunir,
Hvitíir Baunlr^
Linsur
fást í
Þykkn
gardínuefnin
eru komin.
Sömuleiðis mikið úrval af
Kvenpeysum.
Versl. Manchester.
Laugaveg 40. Sími 3894
iti
Þrátt fyrir
Bann á
Spánarvínum,
fjölgar þeim altaf, sem koma íi
veitingasal Oddfellowhússins.