Morgunblaðið - 22.10.1933, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 22. okt. 1933.
JPSIarsttttMft&itd
Galdra - Loftur
Loftur (Indriði Waage).
Það er vafasamt hvort til er í hins heilaga manns. „Ógnum
íslenskum bókmentum, að fornu slungin unglingssál“, efni í hetju,
og nýju, nokkur lýsing á ung- efni í glæpamann, borinn til að
um manni, sem jafnist á við skapa og sóa, til afreka og eyði-
Galdra-Loft Jóhanns Sigurjóns-1 leggingar, dæmdur til að tortím-
sonar. Hér ægir saman andstæð- ast á öld villu og hleypidóma.
ustu hneigðum og ástríðum í
einu brjósti, hugur hans 'er ólm-
ur, hver ósk sem grípur hann fer
Steinunn (Soffía Guðlaugsdóttir)
eldi um taugarnar, knýr til at-1
hafna, hann hungrár og þyrstir,
hann vill alt, sem lífið getur
veitt, alt, alt — blóð hans er þrá
og ofsi, eðli hans of fjölþætt og
sundurleitt, taumlaust, ofurmagn
að, hann veldur ekki sínum eig-
in kröftum. Hann hungrar í jarð-
neskar ástir, í himneskar ástir
— og í frið fyrir konum, mann-
eskjum, í einveru, frjósama ein-
veru, æðstu þekkingu, alefling
andans, — hann hungrar í auð,
metorð og frama, og óbrotið líf
Dísa (Arndís Björnsdóttr).
Steinunn er önnur höfuðper-
sóna leiksins, og engu tilkomu-
minni lýsing en Galdra-Loftur.
Eðlisfar beggja jafn-voldugt og
djúpt, en tilfinningalíf hennar
jafn-óbrotið og hans er fjölþætt.
Hún er öll í ást sinni, hana varð-
ar ekki um neitt nema manninn,
sem hún elskar, hún hatar bæk-
urnar hans, alt sem dregur hug
hans frá henni, hún elskar ekki
gáfur hans, ekki framgirni hans,
hún elskar hann sjálfan, karl-
manninn, sem hún hefir gefist,
sem hefir vakið' ástríður hennar,
Leiksviðið.
og hún ann honum jafnheitt
hvernig sem hann reynist henni.
Hún býr yfir allri blíðu og öllu
miskunarleysi konunnar, berst
með öllum hennar ráðum til þess
að halda elskhuga sínum, biður
hann, lokkar hann, auðmýkir
sig, nekur sig, særií* hann, hótar
honum, umhverfist í óargadýr,
reiðubúin að knosa hann með
hramminum, heldur en að missa
af bráð sinni. Og þegar móðurinn
rennur af henni, og hún skilur
að hún fær aldrei framar að
njóta hans, þá mildast hugur
hennar, í sorg og örvæntingu, og
hún gengur í dauðahn með þeirri
hugsun, að þegar valurinn komi
inn að hjarta rjúpunnar, finni
hann að þau pru systkini, og'
kannske sje dauði hennar það
eina, sem geti komið Lofti til að
hugsa til hennar með hlýju.
Eg hirði ekki að rekja þráð
leiksins, því hann er öllum kunn-
u.r. Indriði Waage ljek Galdra-
Loft. Margt var gott í leik hans,
einstök augnablik tókust ágæt-
lega, sjerstaklega særingar og
sturlun Lofts í leikslok. En yf-
irleitt skorti þennan góða leik-
ara bolmagn og sálarmagn
til þess að valda þessu hlutverki,
sýna kynjakraft Og ofsa hins
unga ofurhuga, sem vill brjóta
undir sig manneskjur og myrkra
völd.
Soffía GvMaugsdóttir ljek
Steinunni, ekki alstaðar náttúr-
lega, en því betur því meir sem
á reyndi. Hún gerði upp sakirn-
ar við Loft af hatrömmu ástríðu-
magni. Og ef til vill hefir hún
aldrei fyr náð slíkum tökum á á-
horfendum, sem í lok ann-
ars þáttar, þegar Loftur hefir
svikið hana, og hún gefur sig
örvæntingunni, á vald, yfirbug-
uð, helsærð, starir niður í djúp
sinnar eigin glötunar og skelfur
af gráti.
Önnur hlutverk voru mjög
sæmilega leikin (af Amdísi
Björnsdóttur, Gesti Pálssyni,
Brynj. Jóhanessyni o. fl.), en
ekkert svo vel, að sjerstaklega
sje orð á gerandi. .
Mjög var til sýningarinnar
vandað, um allan leiksviðsútbún-
að, og auðfundið að Leikfjelagið
hafði gert alt, sem í valdi þess
stóð til þess að hún yrði sam-
boðin hinu glæsilega skáldverki.
Fögnuður áhorfenda var með
mesta ipóti.
Kristján Albertson.
Alfred Nobel.
1 gær voru liðin 100 ár síðan
sænski verkfræðingurinn Alfred
'Nobel fæddist.
Höíum fyrirl > jandi:
Bárujárn, nr. 24 og 26, allar lengdir.
Sljett járn, nr. 24 og 26, 8 feta.
Þakpappi, í rúllum á 6 fermetra, 4 þyktir.
Þaksaum, í pk. á ca. 350 stk.
Rúðugler, blöðrulaust, í ks. á 200 ferfet.
Girðingarnet, 68 og 92 cm. hæð, 100 og 50 mtr. í rúllu.
Gaddavír, ca. 350 mtr. í rúllu.
Kengir, 4 tegundir.
Hænsnanet, 3 tegundir í rúllum á 30 mtr.
Járnstólpar, 182 cm, langir, gataðir eftir fyrirmælum
B únaðarfj elagsins.
Símí: 1—2—3—4.
jScmiík fatabrcidgutt 08 litun
Í«u§«ivt5 34 ^imi. 1300
Reynslan hefir sýnt, að þrátt fyrir alt, er best að láta okkui-
hreinsa eða lita og pressa allan þann fatnað, er þarf þessarar með-
höndlunar við. — Sótt og sent eftir óskum.
Reykjavíkurbrjef.
21. október.
Veðuryfirlit
A sunnudaginn var gerði N-
livassviðri um alt land. Var stór-
hríð á N-landi um kvöldið með
2—3 st. frosti, en lygndi og birti
upp þegar á mánudag. Á þriðju-
dagsmorgun var aftur komið SA-
rok á SV-landi og var A-hríðar-
veður norðanlands, þegar leið á
daginn. Á miðvikudag gerði S-
þíðviðri á S- og A-landi, en á NV
landi hjelst NA hríðarveður fram
á fimtudag, en lygndi þá. — Á
föstúdagsmorgun gerði S-átt með
mikilli rigningu og 8—-10 st. hita
um alt land. Á laugardag gekk
til V-áttar og kólnaði niður und-
ir 0 st- á Vestfjörðurn og N-
landi. Mestur hiti í Reykjavík
10 st. á föstudag, en minstur -r-
2 st. aðfaranótt mánudags.Urkoma
í Rvík 43 mm.
Enska fjeð í
Þingeyjarsýslu.
Það mun eigi ofsagt, að menn
hafi orðið fyrir vonbrigðum með
einblendingsræktina í Þingeyjar-
sýslu. Nákvæm skýrsla um hana
þetta fyrsta ár, er ókomin enn.
Ohöpp liafa viljað til með enska
fjeð á Halldórsstöðum. Þangað
voru fluttar í fyrra 18 ær og 5
hrútar af Border-Leicester kyni-
Tvær ærnar fórust af slysum, en
tveir hrútar drápust af sjúkdóm-
um. Af sextán ám sem eftir voru
urðu 8 lamblausar í vor, hinar 8
voru einlembdar.
- 200 einblendingsdilkar undan
enskum hrútum og íslenskum ám
voru til frálags í liaust. Reyndust
þeir lítið vænni en íslenskir dilkar
þegar til slátrunar lcorn, en fram-
anaf sumri voru einblendingsdilk-
arnir mun vænni en aðrir dilkar
þar um slóðir. Er talað um, að
hagkvæmast muni að lóga ein-
blendingsdilkunum í jiilí eða ág.,
því þá sje munurinn mestur á
þeim og dilkum af íslensku kyni.
Kjöt einblendingsdilkanna var
sent til Englansd. Ófrjett lun söl-
una þar.
Búnaðarritið.
Búnaðarritið fyrir þetta ár er
nýkomið út. Merkasta grein þes.s
er grein Fr. Weis prófessors um
íslenskan jarðveg og rannsóknir
þess mæta manns, á sýnishornum
er hann tók lijer í fyrravor. Fr.
Weis andaðist í sumar sem leið.
Starf hans í þágu áslenskra bú-
vísinda varð sorglega stutt.
Annars fylla starfsskýrslur bún-
aðarráðunauta og starfsmanna
Búnaðarfjelagsins svo og Búnað-
arþings tíðindi mest rúm ritsins.
Eru í skýrslum þessum mikilí
fróðleikur, en gæti sennilega verið
settur í aðgengilegri bvining.
Leiðinlegt.
í ritinu bregður fyrir leiðinlegu
máli, þar sem eru ummæli annars
búnaðarmálastjórans, Metusalems.
Stefánssonar í garð samverka-
manns hans, Sigurðar Sigurðsson-
ar búnaðarmálastjóra, þa'r sem
Metusalem á bls- 101 og 102 lireit-
ir ónotum í Sigurð.
Ummæli þessi gefa lesendum rits
ins vísbendingu um miður gott
samlyndi og samvinnu innan fje-
lagsins. Því ætla mætti að þeir
samstarfsmennirnir, búnaðarmála-
stjórarnir myndu í lengstu lög
hlífast við að flytja deilumál súi
inn á vettvang Biinaðarritsins.
scm sannarlega ef ætlað að flytja
alt annað en persónulegt hnútu-
kast milli starfsmanna fjelagsins.
Brúðarkjóllinn.
Nýlega er hin víðfræga skáld
saga Kristmanns Guðmundssonar
„BrúðarkjóllimT1 komin út í ís-
lenskri þýðingu. Þýðandinn er Ár-
mann Halldórsson frá ísafirði. --
Hann les nú sálarfræði og heim-
speki við Háskólann í Ósló, með
styrk úr Snorrasjóði. Þýðing hans
x