Morgunblaðið - 22.10.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.10.1933, Blaðsíða 7
N MORGONBLABIB Kýkomið: Gulrófur Gulrætur Hvítkál Laukur. Eggert Kristjánsson & Co Sími 1400. Eatipmenn! KðMOfÍumiOIÍð ódýra og góða, komið affur. II. Benediktsson & Co. Símí 1228 (4 línar). Nýbék: duðni Jónsson: Forn-íslensk lestrarbók. 867 bls. Með skýringum og orðasafni. Verð ib. kr. 10.00. Fæst hjá bóksölum. Bókaverslnn S gf. Eymnndssonar og Bókabúð Austurbœjar BSE Laugaveg 34. 'vekja athygli. manna á bókinni og segja mönnum frá því, að þeir muni hafa ánægju at' að lesa hana, *en ekki til liins að segja mönnuin sögúrnar. En jeg get ekki stilt anig um að henda á þá söguna, sem mun vera yngst og hefir fyrir- ssögnina: „Atburðurinn við Ölfusá 1929“. ■Óli J. Isfeld hefir .sagt liana út- gefandanum, og hann var maður- inn, sem mest varð var við af því, sem frá ev ságt í sögunni, þ'ó að 'J>ar væri fleiri vottum til að •dreifa. Sagan er meðal annars ein- kennileg fyrir það aukaatriði, að ’þar koma fram einliver þau ógeðs- legustu og bíræfnustu svik, sem 'SÖgur munu fara af hjer á landi. Maður býr með stúlku- Hún and- •ust í júlí-mánuði 1929. — og niað- mrinn stendur yfir moldum hennar, -eftir því sem kunnugur maður hefir sagt mjer, þó að þess sje «ekki getið í sögunni. í næsta sept- •embermánuði á eftir vistar liann stúlkuna í T.ryggvaskála, og fær sjer greitt fyrir fram nokkuð a.f líaujn hennar. Þetta er, eins og áð- 'ur er sagt, aukaatriði í sögnnni. Hún er um dulrænar afleiðingar af þessum vistarráðum, og er hin merkilegasta. Því að stúlkan kom í vistina! Rauðskinna er, eins og aðrar þjóðsagnabækur, sem nú eru gefn- ar út, hinn ljósasti vottur um það, hve dulræn efni eru ofin saman •við hugsanalíf og reynslu íslenskr- ar þjóðar. Verulegum þjóðsögum *er að fækka, en í stað þeirra eru ■að koma kynstrin öll af dulrænni nútftna-reynslu fólksins. Sje þetta borið saman við þjóðsagna.sa fn d óns Arnasonar, leynir það sjer «kki, að breytingin er merkileg. Hún stafar sjálfsagt meðfram af því, að nú þora menn að láta uppi reynslu síná. Áður var hlegið að henni sem hindurvitnum og lijá- tni. Nú er hlustað á hana með at- hygli og samúð. Einar H. Kvaran. Ljóðabók. Jón Þorsteinsson, Arnarvatni. Reykjavík 1933. Utgef- andi Ólafur Marteins- son. Prentsmiðjan Acta h.f. — Bók þessi er safn af ljóðmælum J óns á Amarvatni, sem margir kannast við, kvæði, lausavísur og stökur. Bókin er 124 bls. að stærð , og mun þarna saman komið flest l>að, er hann hefir ort, eða að minsta kosti liið besta af því. Er I hann nú kominn á ganials aldur |Og gefur því bókin fult yfirlit um kveðskap lians allan. Verðnr ekki | |annað sagt, en að sú heiidarmynd I staðfesti til hlítar það álit, sem .sveitungar hans og sýslungar liafa Jiaft á honum sem hagyrðingi. Má hiklaust telja Jón þar í fremstu riið og sumir eru kallaðir ská.ld fyrir ininna. Mörg af kvæðunum eru býsna góð, og vii jeg í því efni lienda á kvæðið Einar Benedikts- son. En lausavísurnar eru þó samt sem áður kjarninn í bókinni, enda eru þær fjölda margar hnyttnar og smellnar, gerðar af iist og kunn- andi. Eru þær því viðfeldnari fyr- ir þá sþk, að þær eru oft fullar af græskulausu gamni, en sjaldan meinlegar eða illkvitt.nislegar. Ur spakmælavísum er gott sýnishorn. Þar eru meðal annars þessar vísur: í upphafinu endir sjá örðugleikum sætir: Þetta að skoða í endann á öllum, sem þú mætir. Sjerstök gjöf vill gjald sitt fá — gott er, að jafnist skaðinn. — Eitt sinn kysti jeg auðargná og hún kysti í staðinn. Þá er þessi hæn, sem ort er á samkomu, fyllilega samboðin efn- inu: Líttu á hrjóstug holtin mín, hve jeg er náðarþyrstur. Breyttu nú vatni í brennivín, blessaður Jesús Kristur! Náttúrulýsingar eru oft mjög snjallar hjá Jóni, enda þekkir hann dutlunga íslensks veðráttu- irs af reynslu langrar búmanns- æfi- Þetta er liaustvísa: Kólfa sig flög, því frost er í, fölna kinnar á túnum; eljafætur og skráveifuský skripia á fjallabriuium. Þó að kvæðin og vísurnar sjeu að sjálfsögðu nokkuð misjafnar, þá er svo mikið af góðum kveð- skap í bókinni að höfundur og útgefandi eiga þakkir skildar fyr- ir það að gera hanú að almenn- ingseign. Guðni Jónsson. Sfeilningnr á lífinu. Fyrir nokkrum árum benti jeg á ]>að í grein í tímaritinu Oeeult Review (nóv. 1926) hversu mjög það einkendi dulræn fræði, að.þar er lítt um framfarir að ræða, en kyrstaðan alveg yfirgnæfandi. Nú liefir mjer borist liefti guðspeki- tímaritsins Canadian Theosophist (ds. 15. júní 1933), þar sem það er haft eftir einum af helstu mönnum guðspekifjelag’sins, Dr. Oeorge S. Arundale, að hann taki þátt í fundum, þar sem stundum eru viðstaddir ljómandi gestir frá óendanlega fjarlægum stjömum: „Meeting. which is sometimes att- ended by splendid répresentatives from infinitely distant stars“. (S. 121). Þarna er óneitanlega um fram- i‘ör að ræða í þessum dulrænu fræðum sem menn nefna guðspeki, því að í liinni miklu bók H. P. Blavatsky, the Secret Doctrine (hin dulda kenning) sem nálega má nefna bihlíu guðspekjnga, kem ur ekki fram neinn áhugi á lífinu á stjörnunum, eða skilningur á þ'ví, hversu mikla þýðingu þekk- ing á því lífi mundi liafa fyrir alla liagi mannkynsins. En í öðrum greinum í þessu tímariti sem jeg nefndi sjest sama kyrstaðan og vant er, og’ vottar ekki fyrir neinni framþróun. Hefi jeg þar í huga fyrst og fremst, það sem ritað er um endurholdg- unina, þessa höfuðkenningu guð- spekinnar; þ. e- að maðurinn sje endurborinn hjer á jorðu, fæðist hjer aftur og aftur. Kemur þar glögt fram hversu fast er haldið í þessa kenningu, og í Mbl. var fvrir skömmu grein eftir Annie Besant, sem sýnir hversu fasttrú- uð hin látna merkiskona hefir verið á endurholdgunina, og þar- afleiðandi hversu ófróð hún hefir erið um lífið eftir dauðann. Því að kenning þessi er röng og við- sjárverð mjög. Þeir sem á endur- holdgunina trúa, eru sannfærðir um að hagir manna hjer í lífi, fari eftir því hvernig þeir hafi hegðað sjer, þegar þeir lifðu hjer áður. Eigi menn því við böl og sorg að búa, þá sje það ekki ann- að en .það sem þeir hafi unnið til í fyrra lífi. Það er í augum nppi, að slík trú hlýtur mjög að auka mönnum dómgirni og miskunnar- leysi, og vinnur þannig á móti tveim hinum fegurstu og viturleg- ustu boðum Krists: „Dæmið ekki“ og „verið miskunnsamir". Þeir sem á endurholdgunina triía, dæma á þá leið; að ólánið sem dynur yfir hinn ógæfusama, sje rjett handa honum, og sú sannfæring hlýtur óhjákvæmilega að draga úr miskunnsemi þeirra og lijálp- semi. II. Annar stórgalli á hinni guð- spekilegu trvi á endurholdgunina er að liún kemur í veg fyrir allan skilning á lífinu eftir dauðann, þann skilning sem svo er áríðandi, að það mun gerbreyta öllu mann- lífi lijer á jörðinni að öðlast hann. En hyernig geta níwin imyndað sjer, að það dugi til að komast á þroskabraut og vaxa fram til fullkomuunar, að fæðast aftur og aftur við eins ófullkomnar ástæð- ur og hjer á jörðu eru, og þannig’ að þeir muni aldrei sína fyrri ævi — eða rámi aðeins örsjaldan í eitt og annað, eins og stundum virðist vera; en á því stendur þó ekki þannig, að menn sjeu endurbornir, og liefi jeg í einum kafla í En- nýal, sýnt fram á hvernig slíkar endurminningar eru til komnav. Mjög glögglega kemur í ljós hversu óviturleg sú trú er að menn geti öðlast nauðsynlegan þroska á því að fæðast aftur og’ aftur hjer á jörðu, ef vjer virðum fj'rir oss hvað það er, sem í raun og sannleika á sjer stað í þessum efuum. En það getum vjer, ef vjer raimsökum á nægilega vísindaleg- an hátt ýmsar lýsingar sem til eru á lifinu eftir dauðann. Yil jeg þar nefna fyrst og fremst hina. stórmerkilegu bók Guðmundar Davíðssonar á Hraunum, fslend- iiigabvgð á öðrum hnetti, og þá hinar tvær bækur Wa rds, Gone West, og A Subaltern in spirit Land, og loks A VVanderer in the spirit Lands, eftir A. Farnese, eða líklega öllu heldur Anitu Silvani, unnustu mannsins sem segir fram- lífssögu sína á svo stórkostlega fróðlegan hátt. Ymisíegt er það sem á milli ber í bókum þessum, og er það mjög að vonum; en það sem þeim kemur saman um er þannig vaxið, að oss er þar auð- sjáanlega sannleikurinn sagður, eða a. m. k. er frásögnin þannig’ að oss verður auðvelt að ráða í sannleikann. Og þá kemur í Ijós að svo fjarri fer því, að menn muni ekki þegar þeir lifa i annað sinn — í nýjum líkama og á ann- ari jörð — ævi sína hjer á jörðu, að þeim er einmitt kent að muna það sem á ævidagana hefir drifið. miklu bet.ur og nákvæmlegar en heir gerðu nokkurn tíma nieðan þeir lifðn hjer á jörðu. Og þeir eru aðstoðaðir eigi einungis til að mnna sína fyrri ævi, heldur einn- Hium vðrur sænskar, þýskar, norskar — nýkomnar, mjög fjölbreytt úrval. JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimseu. Bollapör áletruð með ýmiskonar óskum og nöfnum karla og kvenna á 2,00. Barnabollapör áletni$f 3,25; könnur og diskar með myndum á 1 kr. Rafmagnsperur, japanskar 0,85 aura. Rafmagnsperur. danska^ 1 krónu. Vatnsglös á 0.25. Dömutöskur, ekta leður. 8.5® Sjálfblekungar, 14 karai kr. 5.00. Aít nýkomið. U\ Bankastræti 11. Mikið tirval , af faliegum{f[|! | “^gnhiffum. Veisi. Blancbestcr. Laugaveg 40. Sími J.8’94. !••••••••••••••••• ••• Gólf- Divan- Borð- Vegg Ullar- Baðmullar- Vatt- Mikið úrval! vonhðsii * m t t r ■[•••••••• IMMH**#*# •«« *tf Rósól hörundsnæring græðiv og mýlcir hörundið. u sjer- staklega koma kostir þess áþreif- anlegagt fram, sje það notað eftír rakstur, sem það aðallega ætl- að til. H.f. Efnagerí Reykiavfkm' Kem. tekn- verksmiðja. f «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.