Morgunblaðið - 05.11.1933, Síða 9
Sunnudaginn 5. nóv. 1933/
Þormóður Eyjólfsson
og Síldarverksmiðja ríkisins.
Athugasemd frá Sveini Benediktssyni.
„1 dag tala jeg ekki við Reykvík-
inga‘ ‘.
Þormóður Eyjólfsson, 17. júní 1932
Jeg sje að Þormóður Eyjólfsson
frá Undirfelli, fyrverandi skrif-
stofustj óri Síldar einkasölunnar,
hefir skift um skoðun síðan hann
ljet framangreind ummæli falla
við undirritaðan á afmæli Jóns
forseta Sigurðssonar.
Það er víst vegna þess að fyrstu
dagamir í nóvember eru ekki jafn
helgir og afmæli forsetans, að
formaðurinn í stjórn Síldarverk-
smiðju ríkisins lætur nú svo lítið
að tala við Reykvíkinga.
Hann er nú farinn að flytja
Reykvíltingum sína staðlausu stafi
í bæjarútgáfu ,,Tímans“. Verður
ekki annað sagt, en að þar hæfi
málgagnið manninum.
Svo skringilega vildi til, að
miðkafli greinarinnar fjell niður
hjá bæjarútgáfu „Tímans“ og hef-
ir aumingja Þormóður birt hann
án upphafs eða endis í „Alþýðu-
blaðinu“. Jeg vil í allri vinsemd
ráðleggja Þormóði, þegar hann
„skrifar“ greinar að láta góðan
prófarkalesara lesa prófarkir fyr-
ir sig, því að hjá þeim sem óvanir
eru að „skrifa“ getur altaf farið
svo, þótt þeir eigi góða að, að
þeir muni ekki eða viti ekki, hvað
í handritinu stendur. Það má ó-
mögulega koma fyrir aftur að
birta þurfi miðkafla greinarinnar
í öðru blaði.
Jeg get ekki látið ummæli Þor-
móðs afskiftalaus, þótt ómerkileg
s.jeu. vegna þess að hann hefir far-
ið að blanda mjer inn í þær um-
ræður, sem orðið hafa í blöðunum
ut af úrsögnum meðstjórnenda
hans, þeirra Lofts Bjarnasonar og
Guðmundar Hlíðdals, úr stjórn
Síldarverksmiðju ríkisins.
Þormóður segir það tilhæfulaust,
að hann hafi selt mikinn hluta af
lýsi verksmiðjunnar í heimildar-
leysi haustið 1931. Þessi fullyrð-
ing hans er ekki rjett. Til þess
að hrekja hana, að fullu og öllu,
birti jeg hjer útdrá.tt úr gerðabók
stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins.
Orðrjett er ekki tilfært annað en
það, sem er innan tilvísunar-
merkja.
Utdráttur úr gerðabók stjórnar
Síklarverksmiðju ríkisins á fundi
laugardaginn 31. október 1931.
Til umræðu var sala Þormóðs
Eyjólfssonar á 600—700 tonnum
af tanklýsi verksmiðjunnar til
A/S Dansk Sojakagefabrik, Kbh.
Verðið var £9:0:0 pr. tonn cif
Kbh. miðað við 2% feitisýru. Af-
hending í aprílmánuði 1932.
Salan fór fram þann 10. okt. í
Kbh.
„Þessa sölu höfðu meðstjórn-
endur Þ. E. ekki samþykt, er
salan fór fram og fystu því yf-
ir“ (að salan væri á ábyrgð Þ.
E.).
Sveinn Benediktsson flytur till-
um þessa viðbótarbókun:
,,og formaðvu-, sem framkvæmdi
söluna, án heimildar, beri fjár-
hagslega ábjugð á sölunni, og
ákveðist bætur til verksmiðj-
uimar eftir því verði sem fáan-
legt e*r fyrir lýsið, þegar meiri
hluti verksmiðjustjórnarinnar
vill selja þau 6—7 hundruð
tonn, sem hjer um ræðir. Til
vara að formaður segi sig úr
verksmiðjustjórninni1 ‘.
Út af tillögu S. Ben. biður Guð-
mundur Skarphjeðinsson bókað:
„Jeg tel að í yfirlýsingu minni
um það að Þ. E. befri ábyrgð á
umræddri sölu, komi það fram,
að hann verði í öllu að svara
til afleiðinga fyrir verksmiðjuna
út af þessu, ef krafist verðm*
af hráefniseigendum. Hins veg-
ar tel jeg ólieppilegt vegna
framtíðarviðskifta verksmiðjunn-
ar við þá, sem keypt hafa lýsið
og aðra að ónýta nú söluna,
geti Þ. E. sjálfur ekki fengið
henni riftað“.
S. Ben. greiddi till. sinni at-
kvæði, en þeir G. Sk. og Þ. E.
greiddu ekki atkvæði.
S. Ben. ljet þess getið, að hann
gæti fallist á yfirlýsingu Guðm.
Skarphjeðinssonar, en teldi hana
ekki fullnægjandi.
Framangreind fundargerð ber
það með sjer, að meðstjórnendur
Þormóðs hafa talið hann persónu-
lega ábyrgan fyrir þessari lýsis-
sölu, enda var salan gerð þvert
ofan í fyrirmæli þeirra.
Jeg sýndi fram á það, á sínum
tíma, í brjefi til atvinnumálaráð-
herira, að skaði verksmiðjunnar,
vegna þessarar heimildarlausn
sölu var, samanborið við það verð,
som h.f. Kveldúlfur fekk fyrir
sams konar lýsi af þessa árs (1931)
framleiðslu, rúmar 30 þúsundir
króna.
Rjett áður, í sömu föir, hafði
Þormóður selt 500—600 tonn af
lýsi, án þess að leita ráða með-
stjórnenda sinna, sem honum bar
þó skylda til, og nam skaðinn af
þeirri sölu, samanborið við verðið,
sem h.f. Kveldúlfur fekk, nærri 17
þúsund krónum.
Þormóður hefir, í vandræðafálmi
sínu, til þess að vetrja þessar sölur,
helst reynt að afsaka þær með því,
að jeg hafi: „með ofurkappi kom-
ið í veg fyrir, að lýsið (árið 1930)
væri selt áður, en það fjell niður
úr öllu valdi“.
J.eg lýsi þessi ummæli hans vis-
vitandi ósannindi.
Þetta er þó ekki í fyrsta skifti
sém Þormóður viðhefir þessi eða
svipuð ummæli. Jeg hefi áður
hnekt þeim í brjefi til atvinnu-
málaráðheirra. Það myndi lengja
mál mitt um of að fara að endur-
taka það hjer, enda óþarfi.
Morgunbláðið hjelt því fram, að
Þormóður hefði, oftar en einu
sinni, látið ganga frá reikningum
Síldarverksmiðju ríkisins brengl-
uðum og röngum. Meðal annars
sagði blaðið;
„Reikningarnir 1930 voru þann-
ig' úr garði gerðir af hans (Þor-
móðs) hendi, að þeir sýndu hagn-
að, sem nam kr. 432,83, enda þótt
þá væri komið } ljós, að raunveru-
legt tap verksmiðjunnar væri orð-
ið krónur 65,857,57. Þ. E. breytti
rumlega 65 þús. kr. tapi í gróða,
með því að telja vörubirgðir verk-
smiðjunnar meira virði en búið
var að selja þær fyrir“.
Þormóður neitar ásökun blaðs-
ins. Hann segist hafa verið fjar-
verandi, þegar gengið var f'rá
þessum reikningum. Vill liann
kenna meðstjórnendum sínum,
mjer og Guðm. Skarhjeðinssyni,
um það, hernig reikningarnir
voru úr garði gerðir. Til þess
að sanna að svo var ekki birti jeg
hjeir brjef frá Þ. E., sem dagsett
er 1. mars 1931 eða um mánaðar
tíma eftir að Þ. E. kom úr sigl-
in gu sinni:
„Siglufirði 1. mars 1931.
IL*. framkv.stj. Sveinn Bene-
diktsson, Reykjavík.
Við Guðmundur Skarphjeðins-
son sendum nú atvinnumálaráðu-
neytinu skýrslu um starfrækslu
verksmiðjunnar s. 1. ár, ásamt
reikningum verksmiðjunnar og
biðjvim þig að gera svo vel að
skrifa undir þessi plögg hjá ráðu-
neytinu. —
Mjer þykir miður að þu skyld-
ir taka afrit af reikningunum —
sjerstaklega leitt að þú skyldir
láta endurskoðendur fá slík af-
rit — því slík afrit á enginn að
hafa í sínum vörslum nema at-
vinnumálanáðherra. Annars á alt
að liggja á aðalskrifstofu verk-
smiðjunnaar og þar hefir stjórn-
in frjálsan aðgang að öllu.
Jeg veit nú, að þú lætur ekki
aðra nje óviðkomandi komast. í
þessa reikninga, en mjög væri
æskilegt að þú sendir öll þess
afrit til aðalskrifstofunnar til varð
veislu.
Með vinsemd og virðingu
Þorm. Eyólfsson.
Þetta merkilega brjef sannar,
að ekki var gengið frá reikningum
verksmiðjunnar fyrir árið 1930,
fyr en í febrúarlok 1931.
Þar sem þá var búið að selja
allar afurðir verksmiðjunnar, fyr-
ir nokkru, hafði það verið' krafa
mín og endurskoðenda verksmiðj-
unnar, að uppgerð á vörubirgðum
færi fram, samkvæmt því, raun-
verulega verði, sem búið var að
selja þær fyrir. En Þonnóður
vildi ekki taka þessa sj'álfsögðu
kröfu til greina. Vildi hann gera
reikningana npp, samkvæmt
bráðabirgða uppgjöri, sem framkv.
stjóri verksm., O. Ottesen, hafði
gert. um áramót, enda þótt komið
væri í ljós, að það gæti ekki stað-
ist.
Uppgjörið á verksmiðjureikn-
ingunum, eins og Þormóður sendi
það frá sjer, 1. mars 1931, beint
í Stjórnarráðið, sýndi gróða kr.
432.83, enda þótt tap, sem nam
rúmum 65 þúsund krónum væri
komið í ljós. Samkvæmt framan-
birtu brjefi átti jeg „að gera svo
vel að skrifa undir þessi plögg i
ráðuneytinu" og svipuð skilaboð
fengu endurskoðendur verksmiðj-
unnar, sem þá voru Loftur Bjarna
son og Guðm. Hlíðdal.
Auðvitað neitaði jeg og endur-
skoðendurnir að skrifa undir þessa
röngu reikninga. Eftir mikið þóf
varð Þormóður að láta undan. —
Hálfum mánuði seinna eða þann
14. mars 1931 sendi hann mjer
reikningana leiðrjetta og sýndu
þeir þá tap, sem nam 65.857.57.
Þann 1. mars voru allar afurðir
verksmiðjunnar seldar fyrir nokk-
uru. Þá var því-alveg eins hægt
að hafa reikningana rjetta eins
og hálfum mánuði seinna.
Áður en Þormóður ljet sig og
fekst til þess að breyta röngu í
rjett, hafði jeg fengið allskonar
hnífla lijá honum. Einkum var
hann gramur yfir því, að endur-
skoðendur verksmiðjunnar höfðu
fengið hjá mjer afrit af uppkasti
framkvæmdastjóra verksmiðjunn-
ar af verksmiðjureikningimum!
Ekki voru leiðrjettingar endur-
skoðendanna betur þegnar en það
að Þormóður skrifaði þeim skæt-
igsbrjef, þar sem hann taldi þá
hafa farið út fyrir starfsvið sitt.
Þetta brjef til endurskoðendanna
sendu þeir á sínum tíma atvinnu-
málaráðherra til úrskurðar.
Það verður ekki sagt, að fram-
koma Þormóðs við þessi reiknings-
(skil hafi orðið endaslepp.
I Þá vill Þormóður kenna mjer
lum ofanígjöf þá, sem hann fekk
| hjá sjávarútvegsn. neðri deildar
1 Alþingis fyrir verksmiðjureibning
ana, eins og hann haðfi gengið
frá þeim fyrir árið 1931. Sjávar-’
útvegsnefnd fórust m. a. þannig
orð; „Telur nefndin slíka reikn-
ingsfærslu óviðunandi og undr-
ast, að þeir menn skuli hafa
I reikningsfærslu verksmiðjunnar
j með höndum, er svo lítil skil
cirðast kunna á bókfærslu".
Þormóður segir, að jeg hafi sent
reikningana til sjávarútvegsnefnd
ar, ián þess að meðstjórnendur mín
ir vissu um það. Hjer fer hann
enn með rangt mál. Jeg sendi
ekki reikningana til nefndarinnar,
heldur atvinnumálaráðuneytið. —
Því til sönnunar leyfi jeg mjer að
vitna í brjef sjávarútvegsnefnd-
arinnar dags. 3. maí 1932.
Brjefið byrjar þannig:
„Reikninga Síldarbræðsluverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði fyrir
árið 1931 er sendir voru sjávarút-
vegsnefnd N. d. Alþingis með
brjefi atvinnumaálaráðunevtis’ns,
dags. 19. f. m„ hefir nefndin yfir-
farið og athugað".
Þessi fullyrðing Þormóðs er þá
líka hrakin.
Þormóður virðist hafa þunga og
erfiða drauma, um þessar mund-
ir, og sjá ofsjónir. Þegar eitthvað
gengur á móti, finst honum jeg
standa á bak við.
Hann virðist kenna mjer um
það, að meðstjórnendur hans sögðvr
af sjer.
Hann sýnist kenna mjer urn
það, að þeir eru ófáanlegir til
þess að starfa áfram í verksmiðju-
stjórinni.
Hann virðist kenna mjer um
það, að Morgunblaðið hafi ekki
undanskilið Loft Bjarnason, þeg-
ar talað var um, að meðstjórn-
endur Þormóðg hefðu kvartað und-
an „samvinnustirfni hans og ó-
hreinni frarnkomu", enda þótt að
Loftur hafi ekki, samkvæmt því,
sem ritstjórarnir segja mjer,
komið með neina slíka beiðni til
blaðsins.
Hann segir, að jeg standi á bak
við allar þær ritstjórnar og ein- j
stakra manna greinar, þar sem!
fundið hefir verið að framkomu I
lians í stjórn síldarverksmiðj-
unnar.
‘Hann heldur, að að jeg standi
á bak við, þegar Sjálfstæðismenn
á Siglufirði segja, að hann útiloki
þá frá vinnu af pólitískum
ástæðum.
Hann heldur, að jeg standi á
bak við, þegar sjávarútvegsnefnd
neðri deildar Alþingis veitir hon-
um ofanígjöf.
Hann heldur yfirleitt, að jeg
Htsmæður
TaNið eftir!
er nú komið aftur og fæst
í flestum verslunum í 5 kg.
pokum. — Biðjið kaupmann
yðar að senda yður 1 poka
í dag.
Fæst 1 flestum verslunum-
GOLD MEDALFLOUR
Lllsiykkl.
frá 3.50,
og góð og ódýr
eUðlfæðí
ilersl. Msnchester.
Laugaveg 40. Sími 3894
Hefi
fyrirliggjandl
í margar tegundir bílar, hina
h'-imsfrægu „Specialloid" Stimpla
og útvega með mjög stuttum fyr-
irvara yfirstærðir í hvaða tegund
af bílum sem er.
Hefi mjög fullkomin áliöld til
að bora með bílmótora, unnið af
þaulvönum fagmanni. Ábjmgð tek-
in á verkinu.
Egill Vilhiálmsson.
Laugaveg 118.
Sími 1717.
Verðlækkun.
Oftfpnt tcaffl á kr. 125 V2 kg,
rykw mjög ódýr.
Hcrtur Hiartarson,
Bræðraborgarstíg 1.
Sími 4256.
standi á bak við allar sínar hörm-
ungar og afglöp í verksmiðju-
stjórninni.
Sveinn Benediktsson.
-m>-—-—