Morgunblaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsingar Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039. Jólatrjen komin og úrval af grœn- um greinnm. Mognnblaðið fæst í Café Svanur v*ð Barónsstíg og Grettisgötu. Jólaspilin og spilaborðin eru best á Vatnsstíg 3. Húsgagnaversl. Reykjavíkur. .jFreia'*, Laugaveg 22B. Sími 4059. ,,Freiu“ heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spára húsmæðrum ómak. „Freia“ fiskmeti og kjötmeti aiælir með sjer sjálft. Hafið þjer reynt það? Sími 4059- Jólaspilin? „Góðu spilin“ úr bókaverslun Snæbjarnar Jónsson- *r — Allar upplýsingar viðvíkjandi Happdrætti Háskólans fáið þjer í Varðarhúsinu daglega frá kl. 11—12 fyrir hádegi og 4—7 eftir hádegi. Sími 3244. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldugötu 40, þriðju hæð, sími 2475.________________________ Eðalgreni og blómvendir til að leggja á leiði fást á Skóla- vörðustíg 3. Sími 3330. Kr. Kragh. Nýr silungur. Nordals-íshús. Sími 3007.___________________ Matjurtaraspar, sú rjetta tegund, fæst í Leikfangagerð- inni, Laugaveg 19. Verulega góður hákarl til sðlu frá Homströndum. Reykt ýsa og ótal margt fleira hjá Hafliða Baldvinssyni, Hverfis- götu 123. Sími 1456 (2 línur). Leikföngum íslenskum og bamaleirtaui skuluð þið veita athygli í Leikfangagerðinni á Laugaveg 19. Tveim stólum, sem fengnir voru að láni á Mímisveg 8, ósk- ast skilað til sjúklings á her- bergi no. 1 Landsspítalanum, niðri. Reyktur fiskur ásamt fleiru. Fisksalan, Laufásveg 37. Sími 4956. —_______________________ Stofa óskast til leigu strax. Sími 3593.___________________ Jólatrje, þau sem eftir eru verða seld í Austurstræti 6 (Amatörversl.). Sími 4683. — Trjen eru mjög þjett og eftir- sótt. Þorl. Þorleifsson. Vanti yður kjól, ættuð þjer að athuga tilbúnu kjólana hjá mjer. Fallegan kjól fáið þjer fyrir kr. 24.00. Alla Stefáns. Vesturgötu 3 (Liverpool). Verð kr. 38 og 46. Iryiölfur Porlðksson tekur að sjer að stilla píanó. Til viðtals kl. 1—2 og 7—8, Ljósvallagötu 18. Sími 2918. Blómaverslunin Anna Hall- grímsson, Túngötu 16. Sími 3019. Nýkomnar til jólanna ýmsar Blaðplöntur, svo sem: Pálmar, Araucariur, Aspedistr- ur, Aspargus. Gerfiblóm í miklu úrvali. Greni, sem ekki fellur, bæði stórskorið, til að leggja á leiði og smáskorið, til að skreyta með innanhúss. Krans- ar úr sama efni. Ljómandi fal- legar Körfur, Blindraiðn, skreytar eftir pöntun. Mjög fallegir Tulipanar. Komið eða pantið í tíma, því óðum stytt- ist til jóla. 70 ára verður á morgun Ást- ríður Guðmundsdóttir, Þver- götu 5, móðir Guðm. Jónssonar kaupm., Brynju. Vatnsskorturinn. Misprentast hafði í blaðinu í fyrradag þar sem talað er um vatnsskortinn í bænum nafn Guðm. Benedikts sonar lögfræðings, en átti að standa Gunnar E. Benediktsson lögfræðingur. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Afh. af Sn. J. Frá F. G. 50 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Frá K. M. 10, kr. H. H. 5 kr. Kærar þakkir. Öl. B. Björnsson. Togararnir. Hilmir og Skalla- grímur komu hingað frá Eng- landi á sunnudaginn. Misprentast hefir í blaðinu á sunnudaginn, Anna Guðrún Sveinsdóttir, en átti að vera Steinsdóttir. Esja var á Ieið til Blönduóss í gærmorgun. Edda kom til Bilbao í fyrra- dag. — (sfisksala. Belgaum seldi afla sinn í Grimsby í gær, 2000 körfur fyrir 1180 stdp. Sindri mun og hafa selt í gær, en ekki hafði borist skeyti frá honum í gærkvöldi. Lyra er væntanleg hingað snemma í dag frá Noregi. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Togarinn Hilmir seldi afla sinn hinn 11. desember í nýrri skipakví í South Shields, New- castle, og þann sama dag vígði Mr. Walter Runciman verslun- armálaráðherra Breta, skipa- kvína. Varð Hilmir því fyrstur allra togara til þess að selja fisk sinn þar, og í tilefni af því birtir „The Evening Chronicle“ mynd af skipshöfninni. Júlíus Sigurjónsson læknir, sonur Sigurjóns læknis í Dalvík, er nýkominn heim eftir tveggja ára nám í London, Berlín og Vín, með styrk frá Rockefeller Foundation. Hann hefir lagt stund á sjúkdómafræði og gerlafræði og er frá næstu ára- mótum ráðinn aðstoðarmaður á rannsóknai*stofu Háskólans. Strandið í öræfum. Enski tog arinn „Margaret Clark“ sem strandaði hjá Svínafellsósi um daginn, er óbrotinn enn, en hef- ir færst mikið nær landi, held- ur en hann var upphaflega. Undanfarna daga hefir verið átt von á enska björgunarskipinu þangað, en veður hefa verið óhagstæð og talið óvíst að það mundi geta neitt aðhafst. Þjóðverjamir, sem druknuðu eystra. Svo sem áður er frá skýrt fórust tveir þýskir sjó- menn af togaranum „Consul Dubbers", sem ætlaði að reyna að bjarga enska togaranum hjá Þclla er suðu§úkknlaðið, sem mest er talað um. 1 . . Fáum daglega meðmæli «im gœði þess. Fæst í öilnm matvörubúðum bæiarins. Pakkinn kostar 1 kr. Sæigætis & efiagerðin frevla h.f. Svínafellsósi.' Fanst lík annars þeirra í bátnurh, sem hrakti í land, en hitt fanst rekið á fjoru á föstudaginn. UtfÖr þeirra átti að fara fram í gær að Hofs- kirkju. Bifreið losnar á vegi. í gær- dag var bifreiðin „G. 148“ stödd hjá Málaranum í Banka- stræti, og var þar mannlaus. Hálka var á götunni og hvass- viðri. Út af því fór bifreiðin alt í einu á stað o^g rann niður að Skóverslun Lárlisar G. Lúðvígs- sonar, fór þaú yfir gangstjett að húsi, og skemdi það eitthvað. Nærri lá að börn yrði undir bifreiðinni, me$an hún fór þann ig stjórnlaus eftir veginum. Grænlandsútvarpið. Eins Og skýrt hefir verið frá hjer í blað inu voru sendar sjex*stakar ræð- ur og jólakveðjur frá Danmörk til Grænlandá fimtudagskvöld og föstudagskvöld. Segir í fregn frá sendiherra Dana hjer, að um 80 af hundraði af útvarps- notendum í A.- og V.-grænlandi hafi heyrt útsendinguna ágæt- lega. Ræður heldu þeir Poulsen fyrv. kirkjumálaráðherra, Osten feld biskup . og Daugaard- Jensen forstjóri. Mörg hundruð jólakveðjur voru sendar vestur eftir frá ættingjum og vinum í Danmörk. I gærkvöldi átti enn að sehda kveðjur frá 175 mönnum vest ír til Grænlands. Breska bjorgunarskipið frá Aberdeen, sem átti að reyna að ná út togaranum „Margaret Clark“ lá í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og íxafði ekkert getað aðhafst á strandstaðnum. 1 ráði var að strandmennirnir legði á stað úr öræ^um í dag vestur til Víkur. (Eftir símtali við Vík í gærkvöldi)., Jólavorur! J|ólaverð! Delicious-epli (extra fancy) Vi kg. 0.80. Kassinn 20.75- Delicious-epli (fancy) V2 kg. 0.70.Kassinn 19.75.. Jonathan-epli (fancy) V2 kg. 0.85.Kassinn 17.75.. betta verða bestu eplakaupín Appelsínur — vínber — bananar — konfekt — rúsínur- hnetur — fíkjur í pökkum frá Spáni — döðlur í pökkum frá írak — konfekt — brjóstsykur — Likörar. Besta jólagföfin verður UIqhdeR Egg slór 0.13 og alt tíl böktmar. Hangik jöt og grænar batmír. Kerti — SpiL Komið, símið eða sendið pantanir yðar tímanlega. Halldír R. Guniarssia, Sími 4318. Aðalstræti 6. A.SI. simi 3700. t h ií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.