Morgunblaðið - 19.12.1933, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.12.1933, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Nljóliknrverðið hækkar ekki. Rjómi og skyr selt með sama verði og áður í neðantöldum búðum: Mjólkurbúðinni, Týsgötu 8. Bragagötu 38. Óðinsgötu 32. Vesturgötu 27. Virðingarfylat. Kristján Jóhannsson. Cavaleade. Nútíðarsaga á kvikmynd, sýnd í Nýja Bíó. Gott tækifæri! Af sferstökam ástæðnm er verslun í fullum gangi, á besta stað i bænum, fil sðlu. Agæt fyrir tvo samtaka menn. ¥ Tilboð merkf: „Agæfur sfaðurM, sendisf fyrir 23 þ. m. fil A. S. f. Rúllugardínur í öllum litum fást i Skólabrá 2, hús Ólafs Þorsteínssonar. Fá leikrit hafa vakið jafn óskerta athygli og aðdáun á síðustu áratugum og „Caval- cade“, eftir enska skáldið Noel Coward. Þegar leikur þessi var 'sýndur í fyrsta skifti á Drury ! Lane, hinu fornfræga leikhúsi Lundúnaborgar, kváðu leikdóm ararnir einum rómi upp úr um það, að þjóðin hefði eignast þann leik, sem ætti að verða hinn þjóðlegi leikur Breta, um ; komandi ‘aldir — einskonar þjóðsöngur á leiksviðinu. ! Leikrit þetta var kvikmynd- að í fyrra, ekki af Bretum, heldur Ameríkumönnum. Bresk ur kvikmyndaiðnaður stendur enn sem komið er ekki á svo háu stigi, að hann þori að sjá sjer fært að ráðast í svo mikið verkefni sem þetta er, því að þama reynir ekki aðeins á ein- staklingsleik, heldur á hópsýn- ingar, sem Ameríkumenn hafa reynst manna færastir um að koma þannig fyrir, að áhrifin verði eftirminnileg. Úr þessari mynd má sjerstaklega nefna sem dæmi hópsýningarnar þar sem múgurinn í London tryllist af hernaðarhug, bæði í byrjun myndarinnar þegar herinn er að leggja af stað til að rjettæ hlut Breta í Búastríðinu og eins þegar Bretar eru að leggja út í heimsstyrjöldina. Það eru um 15000 manns sem aðstoða við þessar sýningar, en svo eðli- lega er þeim fyrir komið, að áhorfandanum finst hann sjái atburðina vera að gerast fyrir augum sjer, en að það sje alls | ekki Ieikur, sem hann er að að horfa á. I. Myndin líkist að því leyti hinum sögulegu stóru kvik- jnyndum, sem gerðar hafa ver- ið, með þeim mismun þó, að hún er gerð svo nálægt tíma- bilinu sem hún fer fram á, að hægt hefir orðið að hafa hana fullkomlega áreiðanlega í hverju smáatriði. Allir aðalleikendurnir eru enskir og málið sem þeir tala hið rjetta enska mál á þessu tímabili. — Aðalhlutverkin í myndinni, hjónin sem koma svo mjög við sögu viðburðanna er sagt er frá, leika Clive Brook, hinn kunni enski kvikmynda- leikari, sem hefir starfað í Amé ríku í allmörg ár, og Diana Wynyard, ensk leikkona, sem til þessa hefir sjaldan leikið j í kvikmyndum, en ljek sama! hlutverkið í leikhúsinu Drury Lane. Mynd þessi er nú komin hingað til lands og verður sýnd sem jólamynd í Nýja Bíó. Haflð bað jafnan huofasf. þá er þjer kaupið til jólanna,. að hveiti, sykur og alt annað til bökunar, ásamt nýjum nið- ursoðnum og þurkuðum ávöxt- um og úrvali af sælgæti selur á lægsta verði í borginni. Hiörtur Hiartarson Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. Púður, margar tegnndir. Ilmvöfn í stóru úrvali. Hentugar jólagjafir. I. Standlampar. Margar gerðir fyrirliggjandi. Enn fremur: Borðlampar, nátt- lampar, vegglampar og lestrar- lampar. §kermabúðin af dauðum fasönum, silkidúnábreiða á rúminu .... Kringelein þuklaði þrisvar á henni og ætlaði ekki að trúa því, að hún gæti verið svona slétt og mjúk. Á skrifborðinu var skrautlegt blekbyttustæði úr kop- ar. Það var örn, sem breiddi vængina út yfir tómar blekbytturrar, eins og til að vernda þær. Úti fyrir seitlaði kalda marz-rigningin, og bensín- daunninn < g bílagargið lá í loftinu, en beint hinum megin viö götuna skotraðíst ljósauglýsing yfir hús- vegg, með rauðum. bláum og hvítum bókstöfum; jafnskjótl sem hún var komin alla leið, hóf hún nýjan leik, og Kringelein staiði á hana í margar mínútur. Fyrlr neðan sást heljar hrærigrautur af dökkum regnhlífum og Ijósum kvenfótum og gulum strætisvögnum og boglömpum. Þar var meira að segja eitt tré, sem breiddi út greinar sínar, ekki langt frá gistihúsinu — það voru allt öðruvísi grein- ár en á trjánum í Fredersdorf. Þetta Berlínar-tré var á sérsiökum hólma í miðri bikaðri götunni, og í kringurn það var grindverk, eins og verið væri að verja það :'yrir borginni. Kringelein, sem var þarna umkringdi r af svo mörgu furðulegu og nýstárlegu, kom sér í únskonar vináttu við þetta tré. Síðan stóð hann um stund í vandræðum fyrir framan allan nikkelútl>ú:iaðinn, sem var á baðkerinu, en loks tókst honum að ráða við galdraverkið — heita vatn- ið kom bunandi yfir hendur hans og hann afklæddi sig. Hanr, fór næstum hjá sér við það að verða að vera með hinn magra líkama sinn nakinn í þessu hvíta, flís ugða rúmi, en svo fór að lokum, að hann sat stunda 'fjórðung í vatninu cg fann ekki til neinna verkja — dls ekki neinna verkja, þessara, sem höfðii kvalið haun vikum saman — allir farnir! Og nú fengi hann ekki verki aftur, fyrst um sinn. Um tíu lytið var Kringelein á vakki í forsalnum, uppdubbacur í kjól, með háan föðurmorðingja um hálsinn .<■ svart, tilbúið hálsbindi. Nú var hann ekki Iengur þ: /ttur — öðru nær — heldur fullur æsing- ar og óþciinmæði. „Nú byrjar leikurinn“, hugsaði hann með c.jálfum sér, og við tilhugsunina skulfu axl- ir hans, eins og á hundi, sem er í æsingi. Hann keypti sér blóm og stakk því í hnappagatið, dró fæturna með nautn yfir hindberjarauða gólfábreiðuna, og kvartaði yfir því við dyravörðinn, að ekki væri neitt blek í herbergi hans. Vikadrengur fylgdi honum inn í bréfritunarstofuná, en Kringelein var ekki fyrr kominn að hinum imörgu tómu skrifpúltum, með grænu lampahlífunum, en einbeittni hans hvarf — hann tók höndina upp úr buxnavasanum og það var sýnilegt, að honum leið illa. Af vananum ýtti hann skyrtulíningunum upp í ermarnar, áður en hann settist, og síðan tók hann að skrifa, með stórum sveiflum, eins og bókhaldara sæmdi: „Til starfs- mannadeildarinnar í Bómullarverksmiðjunni Sax- onia, h.f., Fredersdorf. Háttvirtu herrar! Undirrit- aður leyfir sér hér með vírðingafyllst að tilkynna, að hann samkvæmt hjálögðu íæknisvottorði (Fskj. A.) er óvinnufær,; í mánaðartíma, fyrst um sinn. Undirritaður biður yður útborga mánaðarlaun sín fyrir mars, sem falla í gjalddaga hinn síðasta þ. m. til frú Önnu Kringelein (hjálagt umboð, Fskj. B.), Bahnstrasse 4. Færi svo, að undirrituðum yrði ekki unnt að hefja aftur vinnu að umgetnum tíma liðn- um, verður yður það nánar tilkynnt. Virðingarfyllst Otto Kringelein“. „Frú Anna Kringelein, Fredersdorf, Sachen, Bahn- strasse 4. Elsku Anna“, skrifaði Kringelein áfram (og A-ið var með heljarmikilli sveiflu). „Elsku Anna; hér með tilkynni eg þér, að ekki Varð neinn æskilegur árangur af rannsókn prófessors Salz- manns. Eg á að fara héðan beint á hressingarhæli — sjúkrasamlagið borgaði kostnaðinn við það, en eg þarf bara að koma fáeinum seremóníum í kring til þess. Eg bý hér fyrst um sinn — mjög ódýrt — eftir ávísun Pr. yfirforstjóra. Skal skrifa þér nán- ar innan fárra daga — það á að röntgenmynda mig einu sinni enn, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Beztu kveð.jur frá þínum Ottó“. „Hr. málfærslumaður Kampmann, Fredersdorf, Sachsen, Villa Rosenheim, Mauerstrasse. Kæri vin og söngbróðir!“ byrjaði Kringelein þriðja bréfið með bókhaldararithöndinni, • og gaut augunum í penna oddinn. „Þú verður sjálfsagt hissa á því, að fá langloku frá mér frá Berlín; en eg þarf að til- kynna þér mikilvægar breytingar, sem orðið hafa, og treysti skynsemi þinni og þagmælsku þeirri, sem þinni stöðu fylgir. Því miður á eg bágt með að koma orðum að þessu á pappírnum, en eg vona, að þú með glöggskygni þinni á menn, og skarpleika, skiljir bréf mitt á réttan hátt. Eins og þú veizt, hefi eg aldrei eiginlega borið mitt barr, síðan uppskurðurinn var gerður á mér í fyrra — auk þess hefi eg aldrei al- mennilega treyst lækninum eða spítalanum þarna heima hjá ykkur. Þess vegna greip eg tækifærið, sem mér barst í hendur, er mér tæmdist arfur eftir föður minn sáluga, og fór hingað til þess að láta at- huga mig nákvæmlega. Og, kæri vinur, árangurina af þeirri skoðun er ekki sérlega fróandi, því að áliti prófessorsins, á eg skammt eftir ólifað“. Kringelein sat, líklega heila mínútu með pennann á lofti, og gleymdi að setja púnktinn á eftir setn- ingunni. Hermannlega yfirskeggið titraði ofurlífið,. en hánn stóð sig sem hetja og hélt áfram: „Þegar manni berast slíkar fréttir, skýtur mörg- um hugsunum upp í heila manns, eins og þú getur nærri, enda hefi eg ekki sofið í margar nætur, en að eins legið vakandi og hugsað. Og víst er um það, að eg ætla mér ekki aftur til Fredersdorf, heldur reyna að nota þessar vikur, sem eg á eftir að vera uppi standandi. Það er ekki skemmtilegt, að hafa aldrei hafa eina einustu ánægju af þessu lífi, og eiga svo að fara í jörðina 46 ára gamall — alla æfi hefi eg þrælkað og sparað og jagast við herra Preysing í verksmiðjunni og við konuna heima. Það' er ranglátt og vitlaust, ef eg á að fara héðan úr heimi, án þess að hafa nokkru sinni upplifað nokkra ánægju. Kæri vinur og söngbróðir. — Eg á bágt með að koma orðum að því, sem mér er í huga, Eg vil að- eips tilkynna þér, að erfðaskráin, sem gerð var, áð- ur en eg- var skorinn upp í fyrra, er að vísu enn í gildi, en aðstaðan er bara orðin nokkuð önnur. Eg^ hefi sem sé látið bankann færa alla peninga mína hingað, tekið lán út á lífsábyrgðarskírteini mitt og auk þess tekið með mér arfinn eftir föður minn — 3500 mörk í peningum. Þá get eg lifað í nokkrar vikur eins og ríkisbubbi, og það ætla eg mér að gera. Hvers vegna eiga Preysingarnir að njóta lífs- ins, en eg að þræla og spara, eins og fífl og asni? Eg hefi tekið með mér peninga að upphæð 854Þ mörk. Það sem eftir af því kann að verða, erfir Anna — mér finnst eg ekki vera henni meir skyld- ugur, þar sem hún hefir spilft lifi minu með sínu ei-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.