Morgunblaðið - 24.12.1933, Page 7

Morgunblaðið - 24.12.1933, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Cj/et/t/ejra jó/a ós&utn t>t</ ö/Zum o££az möiju mé- s/cifiamönnum /tœc/t ti/’ /anc/s oj já&ar. 5 ^///eic/at^œtaveis/unin T eu$t z“. B. Cofyen, 11 & 15 Trinity House Lane, Hull, England, óskar öUum vinum sínum gleði- legra jóla og góðs og farsœls nýjárs og mun hafa mikla á- nœgju af að sjá þá, hvenær sem þeir koma til Hull. GLEÐILEGRA JÓLA / óskar öllum viðskiftavinum sínum Köl & Salt. GLEÐILEGRA JÓLA óska öllum viðskiftavinum sínum Bræðumir Ormsson. GLEÐILEG JÓL! Verslunin Vísir. Laugaveg 1. Útbú: Fjölnisveg 2. Sigurður gekk út að kveldlagi, þegar fjórar vikur voru liðnar af vetri og var ferðinni heitið út að flæðarmáli. Launhált var í spori, snjóföl á götunni og svell undir niðri. Leið hans lá fram hjá her- búð Hjálpræðishersins — sem svo er kölluð. I>egar hann kom andspænis dyrum hússins, kom hjólriddari á móti honum og fór geyst. Sigurður ætlaði sjer að víkja úr vegi fyrir þessum flas- fengna manni, en tókst ófimlega, rasaði og fell. Hann kendi til í fæti ofan við ökla, fyrst þannig, að honum virtist aflið draga úr fætinum. En þegar hann bar fót- inn fyrir sig, kendi hann sárinda. í þessari andrá opnuðust dyr á næsta húsi og brá konu fyrir á tröppunum. Hún sá manninn, sem lá þarna í valnum, gekk til hans og ávarpaði hann. „Þjer hafið víst meitt yður, eða er ekki svo?“ Sigurður greip um mjóalegginn. „Jú, jeg býst við því, að fótur- inn sje bilaður; ekki get jeg borið hann fyrir mig, hvað sem öðru líður“. Stúlkan mælti þá í viðfeldnum rómi: : „Það er best að, þjer komið inn til okkar í bráðina, log kastið þar mæðinni, meðan læknir er sóttur“. Hann spurði hver hún væri. „Jeg vil þó vita hverg gustukamað- ur jeg verð“, sagði hann hálfvand- ræðalegur. Hún ljet ekki standa á svarinu: „Jeg heiti Steingerður og er ráðskonunefna hjer í Herbúðinni. Jeg bregð mjer þá inn, eftir að- stoð og hringi í lækni“. Hún var fljót í snúningum og Signrður var kominn inn í her- bergi eftir stutta stund. Læknirinn batt um fótinn. „Önn- ur leggpípan er brotin“, sagði hann, „en ekki illilega. Það batn- ar fyrir jól, vona eg, eða um ára- mót, ef varlega er farið“. Hann leit á ráðskonuna. „Best væri, að sjúklingnum væri hlíft við flutn- ingi úr stað. Þjer sjáið um það, fröken“. Svo kvaddi vafningamað- urinn bandingjann og þau bæði tvö og fór sína leið. — Þarna var þá Sigurðúr barna- kennari lentur — milli steins og sleggj u. Ekki hafði hann órað fyr- ir því, að verða herbergjaður í Hjálpræðis-herbúð. Hann hafði haft langvinnan ýmigust á Hem- um. Þannig stóð á þeim stugg, að Sigurður hafði lesið í gömlu blaði háðskar ákúrur um Herinn, þar sem honum var brugðið um hávaða og sníkjufram- ferði, trúhræsni og skrípalæti. Þessi ádrepa var eftir eitt höfuðskáld þjóðarinnar, sem Ijek sjer að, þegar svo bay undir, að gera úlfalda úr mýflugu. Þegar það skáld talaði í gáska, hló öll þjóðin á kostnað þess eða þeirra, sem hafðir voru að skotspæni. Sig- urður hafði lært þessa ritgerð svo að segja utanbókar, á unga aldri Og svo hafði nýlega komið á flot skáldsaga eftir upprennandi ýkju- skáld, sem málaði Herinn með skuggalitum hálfgildings óskapn- aðar. Sigurður hafði gleypt þessar flugur og heitið því með sjálfum sjer. að stíga aldrei fæti sínum inn íhíbýli Hersins. Nú láhannþarna og var boðsgestur, lá með brenn- andi verk í fætinum, strandaglóp- ur, flæðiskersmaður. — Hugsanir voru á ringulreið . . . „Hver hrönn sem dó varð magn í aðra nýja“. Honum flaug í hug þessi ljóðlína. Jú, bylgja, sem brotnar eftir þá, sem kemur á hæla henni. En — mundi áfall styrkja mann, sem fyrir því verður, þegar frá líður? Hann vissi um sjálfan sig, að verið hafði reikull í ráði, var mað- ur, sem fitjaði upp á mörgu, sitt á hvað, en undi engu til lengdar, var í rauninni f jölhæfur en kastaði frá sjer hverri fjöl hálf-heflaðri. — Konum haf ði hann kynst mörgum, en enga getað elskað svo, að úr sliti. Og sífelt var hann þó á hnot- skógi, á morgnana, þegar sólin kom upp og einkum þó, þegar hún gekk-til viðar . .. „Jæja“, mælti hann. „Jeg bæti við mig lífsreynslu smátt og smátt og verð af henni loðinn um lófana. í kvöld get jeg í hvorugan fótinn stigið. Á morgun verð jeg haltur, hinn daginn bægifótur 1 borginni“. Þjónustustúlka í Hernum sá um sjúklinginn að sumu leyti, en Stein gerður leit þó til hans. Honum þótti gott að sjá hana. Framkoma hennar, þegar hann lá á götunni snerti viðkvæma strengi í brjósti hans. — Ekki var Steingerður fríð í framan, en hún var falleg á fæti og látlaus í limaburði. — Hann horfði á eftir henni, þegar hún gekk úr herberginu, þangað til hurðin skildi milli þeirra. Þegar hún kom inn, sá hann sig ekki úr færi um að horfa í augu hennar. Þau voru þannig, að í þeim voru kembdir saman ýmsir góðir litir og því líkt sem draumkynjuð blæja lægi yfir augunum. Hún var fullorðin og vel það. — Steingerður yrti ekki á Sigurð fram yfir það, sem nauðsyn krafði Hann fann, að hún var handmjúk, þegar hún hagræddi honum. En hann langaði til að hún væri að sama skapi tungumjúk. — Hann hafði vanið sig á að hjala við kven- fólk, þegar hann var laus við kenslu, í ljósaskiftunum. Og hann sat sig ekki úr færi um að tala við einfaldar konur, heldur en engar konur. Þau samtöl voru þó skemti- legri en spjallið við krakkana, reyndar góð umskifti. Nú leidd- ist honum legan, og tímalengd hennar var eins og endalaus, grá- bröndóttur fjarski. Og svo var þessi kona eins og hálfgildings ráðgáta, sem hann langaði til að fást við. Eitt sinn þegar Steingerður kom inn til hans, var hann að lesa i dagblaði, frásögn um, að ungar stúlkur, ein og ein, væru að stangl- ast í kaþólska söfnuðinn í höfuð- staðnum, og svo gerðust þær nunnur. Sigurður greip nú tækifærið og mælti: „Altaf finst mjer það skrýtið, blátt áfram undarlegt, að ungar, blóðheitar stúlkur skuli loka sig inni í klaustrum, eða á annan hátt bæla eðli sitt undir loku og lás. Lífið er þó til þess að njóta. Eða hvað finst ykkur kon unum?“ „Jeg kem nú hjerna með kaffi“ mælti Steingerður. „En viðvíkj- andi hinu er það að segja, að jeg get hugsað mjer, að sumar stúlk- ur taki sjer þetta fyrir hendur, að hjálpa öðrum, og hlynna að þeim, sem verða afskiptir, þær stúlkur, sem missa af hamingj unni, eða því, sem þær hjeldu að væri gæfa. Æfinlega er þó •s 1 GLEÐILEG JÓL! Hafliði Baldvinsson. GLEÐILEGJÓL! Verslunin Fáltánn. \mmmmmmmm GLEÐILEG JÓL! Tóbakshúsið. OOÖOOOOÖOÖÖOOOOOOOOOOOOÍ i^niiiiiiiiiiiiiiiiiiiimitiMiiiniittiuiifmiiiiiiitiiiimiiiiiiiiHiim |GLEÐILEG JÓL!| Nordalsishús. iTfiiiiiiiiiiiiiiinmiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiP I >00000000000000009 GLEÐILEGJÓL! Húsgagnav ershm Kristjáns Siggeirsonar. ®XXX>OOOOOOOOOOOOC9 Óska öllum mínum viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA Kolaverslun Olgeirs Friðgeirssonar. iiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiilliliiiiiilliiiiiliiiilllllilllilillillllililliililiiiir GLEÐILEGJÓL! Versl. Foss. . i •iiiiiHiiiiiiiiiiiiiiniiiiNiHiiiiittiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.