Morgunblaðið - 24.12.1933, Side 9

Morgunblaðið - 24.12.1933, Side 9
9 „Maiar og kona“ Eftir magister Vilhjálm Þ. Gíslason, skólastjóra. Jón Thoroddsen skáld. Maður og kona er eitt af öndvegisritum íslenskra bók- menta og báðar sögur Jóns Thoroddsen, Piltur og stúlka og Maður og kona, tákna tíma- mót í íslenskri bókmentasögu. Samt er það ekki sjerlega mik- ið sem um Jón Thoroddsen og <skáldskap hans hefir verið skrifað. Jón Sigurðsson skrifaði æfisögu hans og á aldarmæli hans skrifaði Sigurður Guð- mundsson um hann í Skírni og dr. Sigfús Blöndal dálítið um skáldskap hans með síðustu út- gáfu Pilts og stúlku. Nýjasta ritgerðin um J. Th. er í síðustu Lögrjettu, eftir Þorstein Gísla- son. Það er ekki fullkunnugt hvernig eða hvenær „Maður og kona“ var skrifuð og þó betur kunnugt en um mörg önnur ís- lensk rit og að vísu skiftir slíkt ekki mestu máli, heldur hitt, hvernig hið fullsamda verk er. Það er sennilegast, að Jón Thor- oddsen hafi lengi velt fyrir sjer Manni og konu og viðað að sjer efni í söguna, en sumarið 1867 er hann fyrir alvöru farinn að fást við hana og situr við að skrifa hana þá um haustið og fram undir áramót, en lauk ekki við hana, enda átti hann þá skamt eftir ólifað. Hann var í efa um það, um þessar mundir, hvað hann ætti að láta söguna heita. Fyrst virðist hann hafa veríð að hugsa um að láta hana heita Hlíðarhjónin eða Fólkið í Hlíð, seinna kallaði hann hana „Bónda og konu“ og um eitt skeið, meðan á hreinritun sög- unnar stóð, var honum skapi næst að nefna hana Karl ög kerlingu. Að lokum varð það ofan á, að kalla bókina Mann og konu og sá titill var á hand- riti því, sem Bókmentafjelagið fekk til utgáfu. Með þessu nafni er síðari sagan að vissu leyti sett í samband við þá fyrri, Pilt og stúlku, og fer vel á því. Mað- ur og kona hefir verið prentuð þrívegis, í Kaupmannahöfn 1876, á Bessastöðum 1905 og í Reykja- vík 1923. Jón Thoroddsen segir að um- svif og veraldarsýsl hafi hindr- að sig í því að skrifa sögur, en hann virðist mjög snemma hafa fengið þá hugmynd að skrifa ís- lenska skáldsögu, eða „þjóðsögu" eins og hann kemst að orði. En önnur störf kölluðu að og drápu huganum á dreif. Þegar J. Th. var orðinn sýslumaður þykist hann hafa fáar andlegar skemti- stundir, „svo kalla jeg þær stund ir, sem maður má lesa og hnýs- ast í það, sem mann langar til og hugsa um það, sem maður er mest fyrir að hugsa um“. Hann á hjer sjálfsagt við skáldskap sinn og skáldsögur fyrst og fremst. Það er reyndar efasamt hvort sögur hans hafa tapað nokkru á þessum umsvifum og veraldarsýsli. Að sumu leyti hafa þær grætt á því, þessar sem komust af, þótt vegna embætt- isanna hafi hann afkastað minnu en hann vildi. Áhrifin af um- sýslu J. Th. og þeirri þekkingu sem hann öðlaðist í embætti sínu á fólki og þjóðarhag og sveitar- brag sjást víða í Manni og konu, og umhverfi hans hefir einmitt orðið mesta og besta söguefni hans. Gildi „Manns og konu“ er jöfn um höndum fólgið í frásagnar- list J. Th. og í því efni sem hann hefir valið sjer, í því að sagan er þjóðsaga í þeirri merkingu, sem J. Th. lagði í orðið, saga gripin úr veruleika daglegs lífs, skrifuð um fólkið og fyrir fólk- ið. Hún hefir því að ýmsu leyti menningarsögulegt gildi og málssögulegt, þó að alt sje auð- vitað lagað í hendi höfundarins eftir kröfum listar hans og ekki verði altaf sagt að lýsingar hans sjeu sanngjarnar. Á það hefir verið bent (af frú Theo- dóru Thoroddsen) að J. Th. hafi haft ákveðnar fyrirmyndir að sumum mannlýsingum sínum. Hjálmar tuddi er sniðinn eftir vestfirskum karli, sem Hjálm- ar hjet Þorsteinsson og var kall- aður goggur og orti J. Th. einn- ig um hann gamankvæði (Goggsraunir), sem enganveg- inn er þó eins gott og mannlýs- ingin í sögunni. Hjálmar þessi goggur var flækingur og böðull og var það eitt með öðru skrítnu í fari hans, að hann gat aldrei sofnað nema hann hefði konupils í rúmi sínu. Síra Sigvaldi og Bjarni á Leiti munu einnig vera gerðir eftir lifandi persónum, og sumum sögum þeim, sem J. Th. lætur Bjarna á Leiti segja, svip- ar til þeirra, sem hafðar eru eft- ir fyrirmynd hans. „Það eru stærri skúturnar í útlandinu en qímmo-viS [lavikuoria i st6ra salnum i K. R. ■ húslnu Fyrsfg Dansleikur á aiaiiaas ýóladag með skemtup fyrir fullorðna nemendur og gesti iH.R.-tiúsiriiM. 10-4 Aðgm. kr. 2,50 dömur, 3 kr. herra, 5 kr. parið. Hljómsveit Aage Lorange. — Pantið aðgm. í síma Fyrir börn, unglinga Jog gesti kl. 5 — 1 kr. Sími ■■■■■■■■■■■ Pantið aðgöngumiða í tíma í síma Aðgöngumiðar seldir á annan jóladag í K.R.-húsinu frá kl. 10-12 og 2-8.. þær, sem danskurinn sendir hingað til hennar Flateyjar, pilt- ar“, er haft eftir honum, og sagði hann því tii sönnunar, aö eitt Indíafar hefði haft 15 möst- ur og 15 siglur hverja upp af annari og á hverri rá voru 15 körfur og bjó heil fjölskylda í hVerri. í þeirri efstu fæddist einu sinni dréngur og þegar hann var 15 ára lagði hann af stað niður og var orðinn þrítugur þegar hann kom ofan á þilfar. Þótt það sje fróðlegt að rekja saman lífið sjálft og lýsingar J. Th. á því, þá er það ekki einhlítt. „Maður og kona“ er sjálfstæð- ur heimur út af fyrir sig. Hún er ekki samin til þess eins að vera svðitalýsing fyrst og fremst, hún er samin til þess að vera list og skemtun. J. Th. komst einu sinni svo að orði um þann | mann næstan sjer, sem mest gerði að því að skrifa manna- og sveitalýsingar og var að sumu leyti meiri fulltrúi „veruleika- stefnunnár“, en J. Th„ s. s.Gísla Konráðsson, að hann „skrifaði upp sögur og druslur". Hann hefir sjálfur notað ýmislegt af samskona^ efni og Gísli, sá iðni og mæti fróðleiksmaður, en hann hefir aldrei skrifað upp druslur. Hann skapaði heilsteypt, sjálf- stæð verk. Scott hefir verið nán- asta fyrirmynd hans í sögurit- un og þó fremur andi og tilgang- ur sagnanna en hitt, að rakin verði bein áhrif frá honum. Fleiri erlenda höfunda mun J. Th. einnig hafa þekt, en þau samtímarit Evrópubókmentanna, sem honum eru skyldust s. s. bændasögur Auerbacks mun hann ekki hafa þekt. Sumir íslenskir skáldsagna- höfundar hafa sjeð eins vel eða betur en J. Th. og kunnað eins vel að fara með atburðaröð, en fáir eða engir hafa heyrt betur en hann, kunnað betri skil og betri tök á mismunandi stílteg- undum mismunandi manna, og sjest þetta glögglega í Manni og konu. Þar er spillifandi og skríti- legt vestfirskt alþýðumál, tekið beint af vörum fólksins, þar er snúinn og hátíðlega skringilegur kancellistíll, þar er fágað og fag- urt bókmál tvinnað saman úr gömlum sögustíl og Hómers- kviðustíl Sveinbjarnar Egilsson- ar. Það besta í Manni og’ konu eru víðast lýsingar á ytri hátt- um og fasi og svo ekki síst sam- tölin. Þess vegna er líklegt, að Maður og kona falli betur í leik en flestar aðrar íslenskar sögur, af því að hún er sjálf í eðli sínu mjög leikræn. Það er því skemti- leg og athyglisverð nýbrevtni að þessi þjóðlega og þjóðkæra saga skuli vera sett á leiksvið. IMNEUC inUITIKIt Annan jóladag kl. 8 síðd. (stundvíslega). Frumsýning á .DSaðnr og koua' Alþýðusjónleikur í 5 þáttum, e'ftir samnefndri skáldsögu 1 Jóns Thoroddsen. Höf. sjónleiksins: Emil Thoroddsen í samvinnu við Indriða Waage. Aðgöngumiðasala í Iðnó i dag (aðfangadag) frá kl. 1—3 síðd. og annan jóladag eftir kl. 1 síðdegis. Sími 3191. Næsta sýning á fimtudag 28. desember. Tekið á mótí|pöntimtim i Iðnó annan jóladag eftir kl. 2. Aðgöngumiðasala á miðvikudag kl. 4—7 og fimtudag eftir kl. 1 síðd. Biðjitl^’um lampann mefl hinu rjetta|ljóimagni ! og sparið ekki á röngum stað, PHILIPS PHOTOMETER sann- ar að það er ódýrara að eyðileggja ljelegan lampa, en að nota hann. Skiftið því þegar um alla ljelega lampa, og setjið PHILIPS í staðinn. Þá sparið þjer rjettilega, þjer greiðið minna fyrir sama Ijós- magn. — PHILIP S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.