Morgunblaðið - 20.01.1934, Síða 8

Morgunblaðið - 20.01.1934, Síða 8
MORGUNBLAÖIÐ Krossinn fyrir frámán C. Kosnin^askrifsfola S)álls(æðliflokksm§ er í Uarðarhúsinu. 5ímar: 2339 - 2992 - 2993 - 2994 - 3244 C-listinn. Grand-Hótel. 20. búðunum; það kostar ekki meira en rakstur á degi kverjum, og svo er það þrifalegra“. „Satt er það. Það er rétt hjá þér“, sagði Preysing, þakklátur. „Hvar eru krakkarnir? Eg verð að heilsa upp á litlu greyin“. Það korraði í símanum, en síðan kom mjó, björt rödd: ,J)aginn, pabbi“. „Daginn, Pepsin“, sagði Preysing, glaður, — Vhvernig líður þér?“ „Ágætlega. Og þér?“ „Lika vel. Er Babe þarna líka?“ Já, Babe var þarna líka, og spurði einnig með eytjánára-rödd sinni, hvernig liði, hvernig veðrið v*w*x, og hvort pabbi kæmi með nokkuð fallegt heim frá Berlín, að krókusarnir væri sprungnir út, að lamma vildi ekki leyfa þeim að spila tennis, að væri mjög heitt, og hvort Schmidt mætti ekki i«ga tennisvöllinn, og síðan kallaði mamma eitt- hvað og svo Pepsin eitthvað og loks hló síminn þrí- raddað, þangað til símastúlkan kom inn í samtalið, •-g Preysing lagði frá sér símatólið. Hann dokaði öfurlítið við irini í símaskápnum, og án þess að gata skýrt það, hafði hann á tilfinningunni, að hann v»ri með fangið fullt af sól á heitri gluggakistunni og með bláa krókusa. Hann var í miklu léttara skapi, er hann fór út úr Jíinaskápnum. Til vóru þeir menn, sem kölluðu Preysing yfirforstjóra fjölskyldufífl, og það var kflfein.dke nokkuð til í því. En meðan á stóð öðru sam- ali — það var víð bankann, til að fá fjörutíu þús- ulSdin, sem Rothenburger átti að kaupa fyrir, og /ar háreyst samtal; meðan þessar óþægilegu tíu únútur voru að líða, sem yfirforstjórinn var inni í ímaskáp nr. 4, kom Kringelein niður stigann. Hann ■ ifði nautn af hverju fótspori, sem hann steig á tndberjarauða gólfábreiðuna, hún var eitthvað vo fín að ganga á, en loks staðnæmdist hann við yravarðarborðið. Hann var enn með blómíhnappa- >.tinu, sama blómið sem kvöldinu áður, því hann vfði sett það í tannburstaglasið yfir nóttina, svo að var enn furðu blómlegt. Þetta var hvít nellíka, g Kringelein fannst kryddilmur hennar vera nauð- .yniegur hluti af klæðnaði sínum. „Herrann, sem þér spurðuð eftir í gærkvöldi, er kominn“, sagði dyravörðurinn. „Hvaða herra?“ spurði Kringelein með undrun. Dyravörðurinn gluggaði í bókina sína. „Preysing — Preysing yfirforstjóri frá Freders- dorf“, sagði hann og leit rannsóknaraugum á bók- haldarasmettið á Kringelein. Kringelein dró andann svo djúpt, að það líktist andvarpi. „Það er gott, þakk’ yður fyrir. Og hvar . . . ?“ spurði hann, og varir hans hvítnuðu. „Sennilega í borðsalnum". Kringelein gekk burt, hnakkakertur. Hann fann magann stíga upp í sér af eintómum spenningi. — „Góðan daginn, hr. Preysing“, hugsaði hann. „Er kaffið gott? Já. eg bý hér líka. já. Er yður það má- ske á móti skapi? Það leyfist kannske ekki mínum líkum? Ha, ha! Það geta fleiri lifað og látið eins og þeir vilja, en . . . “ .— „Svei“, hugsaði hann svo. „Hversvegna ætti eg að vera hræddur við Preysing? Hann getur ekki gert mérneitttilmiska". ^35 Enn kom upp þessi hrekkjalóms- og frjálsræðistil- v;r finning, sem hann varð fyrst var við í skóginum : við Mickenau, forðum. Hughraustur sem hetja gekk hann inn í borð- salinn, og nú kunni hann orðið að hreyfa sig í fín- um sölum, án feimni — eða svo til. Hann leitaði að Preysing. Hann vildi tala við Preysing, já svei því, ef hann vildi það ekki. Hann átti ól að elta við Preysing, og því var hann hingað kominn. „Góðan daginn, hr. Preysing“, ætlaði hann að segja. . . . En Preysing var ekki í borðsalnum. Kringelein gekk um gangana, rak höfnðið inn í skrifherberg- ið, rannsakaði lestrarherbergið og herti sig meira að segja upp í það að spyrja vikadreng nr. 14 eftir hr. Preysing. En allir hristu höfuðin og vissu ekki neitt. Kringelein, sem var nú orðinn reiður, og auk þess barmafullur af því, sem hann ætlaði að segja og þurfti að losna við, var allt í einu kominn á þröskuldinn að herbergi, sem hann þekkti ekki. „Þekkið þér hr. Preysing frá Fredersdorf?“ spurði hann símamanninn. Iíann kinkaði aðeins kolli, en svarað gat hann ekki, því hann hafði munninn fullan af tölum. Hann benti með þumalfingri yfir öxl sér. Kringe- lein roðnaði og fölnaði í senn, því út úr símaskáp nr. 4 sté Preysing sjálfur og var hugsi. Og nú skeðl það, að Kringelein hjaðnaði niður, svo hálsliðirnir rétt eins og lögðust saman, höfuðið seig, hryggurinn varð máttlaus og tærnar snérust inn á við; frakka-- kraginn varð alltof hár, svo að hann 'skagaði upp yfir hnakka hans; hann seig í hnjánum og buxurn- ar gengu í hrukkum um mjóa fótleggina. Á einni sekúndu ummyndaðist hinn fíni ríkisbubbi Kringe- lein í lítinn, fátækan bókhaldara; sá, sem hér stóð,. var undirtylla, sem virtist alveg hafa gleymt því,. og fengju auk þess vel launaðar stöður; en eins og: að hann átti ekki nema nokkrar vikur ólifaðar, em að því leyti stóð hann þó ólíkt betur að vígi en hr. Preysing, sem átti eftir að naga sig gegnum mót- læti lífsins, árum saman. Litli bókhaldarinn Kringe- lein veik til hliðar, flatti sig upp að hurðinni á skáp> nr. 2, snéri sér snöggt og hvíslaði auðmjúklega, rétt eins og heima í verksmiðjunni: „Góðan daginn, hr. yfirforstjóri“. „Daginn“, sagði Preysing, og fór fram hjá, án þess að sjá hinn. í heila mínútu stóð' Kringelein flattur í köku upp við vegginn — og renndi niður beizku munnvatninu og skammaðist sín. Hann fékk líka verki — stingandi verki í ves- lings veika magann, sem upp hafði verið skorinn. En Preysing gekk áfram út í forsalinn, þar senr hinn þekkti málfærslumaður Zinnowitz beið hans.. I fulla tvo klukkutíma höfðu dr. Zinnowitz og: Preysing yfirforstjóri setið í keng yfir skjölum sín um í rólegum afkima í vetrargai’ðinum, sem var til- tölulega manntómur um þetta leyti dags. Skjala- taska Preysings hafði verið gjörtæmd að innihaldi,. öskubakki hans var fullur af vindlastubbum og handabök hans í svitakófi, eins og endranær, er hann átti í vandasömum samningum. Dr. Zinno- witz var frekar roskinn maður, lítill vexti og andlit hans var sem á kínverskum galdramanni.. Hann ræskti sig, eins og hann ætlaði að fara að halda varnarræðu, lagði hönd sína á skjölin, með kennara- svip og sagði: „Preysing minn góður, nú get eg tekið þetta sam- an í sem stytztu máli: Við förum á ráðstefnuna á morgun, býsna illa undirbúnir. Hlutir okkar standa illa, bæði í óeiginlegri merkingu sagt og í raun og veru. (Hið síðarnefnda átti við hlutabréfaverðlist- ann í Berliner Zeitung, hádegisútgáfunni, þar sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.