Morgunblaðið - 23.01.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1934, Blaðsíða 3
MOROTTNBLAÐIÐ 3 ' N mönnnm, sem kjósa á í vor. En ’jþetta er. rangt. Fjórði maður á lista Sjálfstæðisfl. liefir 1760% atkv., en þriðji maður Alþýðufl.. aðeins 1558% atkv., og er því langt frá, að hann næði kosningu. Úrslit bæjarstjórnarkosningariim- ,ar mundi því gefa Sjálfstæðis- flokknum greinilega 4 þingmenn af 6 og Alþýðuflokknum tvo. Hrakfarir Framsóknar. Einna eftirtektarverðast við úr- : slit bæ jarst jórnarkosningarinnar ■ er sú hrakför, sem Framsóknar- flokkurinn hefir farið hjer í bæn- 'iim. Snemma á vetri stofna þeir hjer >ij dagblaðsútgáfu, með fylgiviti og öðru tilheyrandi, í þeim til- gangi, eins og þeir orðuðu það sjálfir „að vinna grenið“. En ár- . angurinn af allri rógsherferðinni liefir nú orðið sá, að þeir hafa ■ mist rúmlega 41% af því fylgi, ■ sem þeir hefðu átt að fá, til þess að liakla sínu hlutfallslega frá 1930. Sjálfstæðismenn geta ekki ann- . að en fagnað árangri iðju þeirra og látið í ljós þá ósk, að þeim • endist fje og hæfdleikar til þess að lialda þessu þjóðþrifafyrirtæki sínu áfram, í fullum gangi. Bæjarsljóri Hhureyrar. Átta menn sækja um stöðuna Akureyri, PB. 21. jan. Umsækjendur um bæjarstjóra- stöðuna hjer eru átta talsins: Steinn Steinsen verkfr., Rvík. Höskuldur Baldvinsson raffr., iRvík. Tngólfur Jónsson bæjarstj., fsaf. Arni Daníelsson verkfr., Rvík. Páll Magnússon lögfr., Eskifirði. Alfons Jónsson lögfr., Siglufirðí. Stefán Stefánsson lögfr., Fagra- ;skógi. Jón Sveinsson bæjarstjófi, Ak- aireyri. Kosning fer fram á bæjarstjorn- mrfundi á þriðjudaginn kemur. Báðstefnan í Genf. hefst ekki fyr en í febrúar eða mars. Genf, 22. jan. United Press. P.B. Henderson forseti afvopnunar- ráðstefnunnar hefir ákveðið að taka fullnaðarákvörðun um það ásamt öðrum stjórnendum ráð- stefnunnar þ. 13. febr., hvenær fundahöld á ráðstefnunni skuli 'hefjast: Lýsti Henderson yfir því að tíminn yrði valinn með tilliti •til ástandsins eins og það væri, er ákvörðunin væri tekin. Er ekki ibúist við, að umræðufundir ráð- •.stefnunnar byrji fyr en í lok febr,- mánaðar eða í byrjun mars. Hindenburg lasinn. Normandie, 22. jan. FU. Hindenburg forseti hefir fengið :slæmt kvef, og tekur sjer alger- lega hvíld í nokkra daga, en hann •er þó alls ekki talinn hættulega veikur. Orða til minningar um hópflug ítalanna 1933. í „Gazzetta Ufficiale‘‘ í Róm birtist 2. jan. þ. á. reglugerð stjórnarinnar um liina nýju orðu, sem mótuð hefir verið til minning- ar um hópflugið mikla á tíu ára afmæli fascismans. Orðunni er þar lýst á þessa Ieið: Hún er 32 mm. í þvermál, öðrum megin er mynd af konunginum og táknmerki fascista og undir stend- ur „Vittorio Emanuele III Re d’- Italia“, en hinum megin er letrað „Crociera Aerea del Decennale — Eoma-Chicag'o-New York-Roma — Luglio-Agosto 1933 — XI“ og þeim megin verður ennfremur grafið fult nafn þess, er orðuna fær, og þess getið, fyrir hvað hann hlýtur hana. Orðan er, veitt af stjórnarfor- setanum Mussolini þeim einum, sem þátt tóku í flugleiðangrinum eða höfðn með störfum sínum í þágu lians gert sig verðuga slíkrar viðurkenningar af hálfu ítölsku stjórnarinnar. Orðunni fylgir borði, sem má bera í hennar stað, við hátíðleg tækifæri. („La Stampa“ 3. jan.) ----------------- Tekiuhalli ð flðrlSgum frakka 6000 miljónir franka. Berlin, 22. jan. FÚ. Flandin, fyrverandi fjármálaráð lierra Frakklands, hjelt ræðu í gær í fjelagi atvinnuleysingja í Marseilles, um fjármál Frakk- lands, Hann taldi líklegt að tekju- Tialli á fjárlögunum 1934 myndi verða um sex milljarðar franka, þrátt fyrir allar ráðstafanir stjórn arinnar. Hann sagði frá því, að innstæða Frakka erlendis hefði aldrei komist eins hátt og síðast- liðið snmar, hefði þá verið 12 mill- jarðar franka, en væri nú fallin niður í 8 mill jarða. Að lokum bar hann fram þá ósk, að á árinu 1934 yrði hreinsað til í fjármálum Frakklands. Viðsjár i Asiu. Berlin, 22. jan. FÚ. Ritari kommúnistaflokksins í Austur-Síberíu, Lavrentin, hjelt ræðu í gær í Khabarovsk, og sagði frá undirbúningi Japana undir stríð í Austur-Asíu, — í Mansjúríu hefjðu þeir bygt 50 flug velli, auk þess sem þeir hefðu lagt 2000 km. af vegum til lier- gagnaflutninga, og 1000 km. af járnbrautarteinum. Hann kvað Ilússa mi vera að undirbúa aukn- ingu á flutningamöguleikum sín- um í Austur-Síberíu, því að úr- slit væntanlegs stríðs væru að mestu komin undir því, að flutn- ingar tækist vel. Mesta, erfiðleik- ann kvað hann þó vera þann, að Trans-Síberíu járnbrautin lægi að eins á einföldum teinum, og væri því í ráði, að koma upp herbúðum þar eystra, og verksmiðjum t,il framleiðslu liergagna þar á staðn- um. Bresk stjórnarhöll í Indlandi hrvnur. Berlin, -22. jan. FÚ. Frá jarðskjálftunúm í Indlandi berast nú þær frjettir, að breska sendiherrahöllin í Katmandu, sem er liöfuðborg Nepal-lijeraðsins, liafi hrunið, en engar áreiðanlegar fregnir hafa fengist um örlög sendisveitarinnar, nje heldur ann- ara Evrópumanna er þar bjuggu. —-—«m»—-— Kommúnistaóeirðir í Danmörku. Berlin, 22. jan. FÚ. Oeirðir urðu í Köge í Danmörku í gær, á fundi er danskir Nasist- ar hjeldu þar, undir forystu Lemb cke höfuðsmanns. Yar fundinum lokað, en kommúnistar og ungir jafnaðarmenn brutu' upp dyr og g'lugga hússins, og irjeðust inn í fundarsalinn. Varð þar alt í upp- námi og meiddust nokkrir menn. Að því er blaðið Dagens Nyheder segir, tókst þó lögreglunni að koma á friði eftir skamma stund. / Refsivert í Rússlandi að prjedika guðs orð á jólunum. Um jólin voru 240 menn teknir fastir í Rússlandi fyrir það að hafa prjedikað guðs orð. Einn af þeim var prestur, sem hafði laum- ast inn í kirkjuna hjá rauða hlið- inu, farið þar upp í turninn og hring't kirkjuklukkuhum, sem ekki hafa verið hreyfðar í 14 ár. Fyrir þetta ódæði var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. --———— Bankaræningjar í Sviss. Berlin, 22. jan. FÚ. Bankaræningjar tveir í Basel, er rændu banka þar fyrir nokkr- um dögum, og skutu niður nokkra bankaembættismenn, frömdu sjálfs morð í lystigarði í Basel snemmaí morgun. Lögreglan var á hælun- um á þeim, og hafði umkringt garðinn, og tóku þeif þá það ráð að skjóta sig. — Þeir höfðu sjö mannslíf á samviskunni. Styrjöldin í Kína. London, 21. jan. FÚ. Kínverski stjórnarherinn náði Chang Chow frá uppreisnarmönn- um í dag. Á laugardaginn hafði hann náð Foo Cliow á sitt vald. Stjórnarherinn lenti í hafnarborg- inni ikmoy, í Fú Kien, og kom uppreisnarmönnum í Chang Chow að óvörum. Járnbrautarslys í Austurríki Berlin, 22. jan. FU. Á hraðlestinni milli Vín og Ag- ram spraklc vítisvjel í morgun kl. 6, og brumiu 2 vagnar lestariun- ar, en 4 menn fórust. Rannsókm hefir verið hafin út af tilræðinu. Hjer með tilkynnist að maðurinn minn, faðir og tengdafaðir okkar, Þorleifur Árnason múrari, andaðist að heimili sínu Hring- braut 186, 22. þ. m. Helga Helgadóttir. Árni Þorleifsson. Marta Þorleifsdóttir. Þorsteina Árnadóttir. Guðríður Sigurðardóttir. Guðmundur Guðmundsson. Hjartkær faðir og tengdafaðir Ágúst Jónsson frá Höskuld- arkoti andaðist 22. þ. m. að heimili sínu, Bragagötu 21. Jarðarför tilkynnist síðar. Anna Ágústsdóttir. Nói Kristjánsson. Konan mín, Metta Steinunn Hansdóttir, fædd Hoffmann, andaðist 21. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Akranesi 22. janúar 1934. Sveinn Guðmundsson . Systir mín, Hildur Háraldsdóttir frá Austur-Görðum amd- aðist í Landsspítalanum í gær. Kristjana Haraldsdóttir. Hjer með tilkynnist að jarðarför Guðrúnar Eggertsdóttur frá Laxárnesi í Kjós er ákveðin fimtudaginn 25. þ. m. að Lágafelli í Mosfellssveit. Kveðjuathöfn hefst í Dómkirkjunni kl. 11 árdegis. Ósk hinnar látnu var, ef einhver hefði í hyggju að gefa kraus. að andvirðið gengi til Hallgrímskirkju í Saurbæ, Aðstandendur. Konan mín, móðir og tengdamóðir ólöf Sveinsdóttir frá Herdísarvík, verður jarðsungin miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 1 e. h. og hefst með húskveðju að heimili hennar, Grettisgötu 60. Kransar og blóm afbeðin, Þórarinn Árnason. Fanný Þórarinsdóttir. ísleikur Þorsteinsson. Jarðarför systur minnar, Guðfinnu Halldórsdóttur fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, fimtudaginn 25. þ. m. og hefst með Ms- kveðju að Bræðraparti í Vogum Jd. 11% stundvíslega. Kveðju- athöfn verður á heimili mínu miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 2 síðd. Vigdís Halldórsdóttir, Bjargarstíg 7. Innilegar þakkir til aUra, sem auðsýndu hluttekningu og samúð við fráfall og jarðarför Guðrúnar Björnsdóttur. Móðir og systkini. Innilegt þakklæti vottum við öllum, sem sýndu samúð við fráfall og jarðarför Magnúsar sál. Þorkelssonar. Aðstandendur. Innilegt þakklæti öllum þeim mörgu er við andlát og jarðar- för Böðvars Sigurðssonar í Vogatungu auðsýndu okkur hluttekn- ingu og vinarhug. Aðstandendur. Timburwerslun P. W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. Simnefnii G -anfuru — Car'-Lundsgade, KSbenhavn C. Selur timhur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá SviþjóS. Hefi verslað við Island í 80 ár. • • • • • • • • • • • • • • • • • • •• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.