Morgunblaðið - 25.01.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ wmmm \lto Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: J6n KJartansaon, Valtí'r Stefánsson. Ritstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Helmastmar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. 1 lausasölu 10 aura elntakiö. 20 aura meö Lesbók. Otti Tímaliðsins. Kosningableðill Tímamanna virð- ist hafa mfklar áhyggjur út af Jiví, að Jóhann Ólafsson stórkaup- maður skuli eiga sæti í hinni ný- kjörnu bæjarstjórn. Bleðillinn telur Jóhann vera ,,nazista“ og Sjálfstæðismenn í bæjarstiórn verði að sitja og standa eins og hann vill vera láta. Megi ])ví líta svo á, að ,,nazistar“ ráði lögum og lofum í bæjarstjórn n'æsta kjörtímabil. Þessi ótti kosningableðilsins er ástæðtilaus. Jóhann Olafsson lief- Tr jafnan verið eindreginn Sjálf- sta;ðismaður og er ennþá. Þó að Jóhann Olafsson hafi verið st.rtðtiíngsinaðiir Þjóðernis- hreyfinþar fslendinga, hefir sá fje ia&ssk'npur hingað tii stutt Sjálf- stæðisflokkinn og síðast nú við bæjarstjórnarkosninguna. Þjóð- ernishreyfingin var stofnuð til ]>ess að vinna á móti ofbeldis- stefnu kommúnista og er hún þar i fullu samræmi við stefnu Sjálf- stæðisflokksins, enda skipuð mörg- um eindregnum Sjálfstæðismönn- um. Þessir áhugasiimu flokks- menn hafa vitaskuld sjeð það, að því aðeins tekst að vinna hug á ofheldisstefnu koinmúnista, að Sjálfstæðisflokkurinn verði efld- 'u* sem mest og best. Hitt er skiljanlegt, að hinum Tauðskjóttu í liði Hriflu-Jónasar sárni mjög, að ekki hefir tekist að .fá Þjóðernishreyfinguna til að kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokkn- uni'. ’Það veit. að slíkur klofningur vrði mikil lyftistöng fvrir rauða íiðið. En þá fer það einnig að verða iskiljanlcyt. hversvegna Tímaliðið «r nú að kasta hnútum til Jóhanns Ólafssonar, jafnliliða því sem það gerir gœlur við (íísla Bjarnason og aðra sprengingarmenn frá E- Jistanum. Það er ekki óttinn við ,.naz- ismann“, sem þessu ræður, heldur liræðslan við uppgang Sjálfstæð- if.flókksins. Gengismálín í U.S.A. Normandie, ‘24. jan. FlT. 'lengisjöfnunarnefnd hefir ver- ið skipuð í Bandarík.junum, til ] rss að aðstoða f járniálaráðherr- aim um meðferð gengisjöfnunar- .sjóðs. Meðal annara á sæti í nefndinni aðalformaður Federal Keserve bankanna. Alls eru nefnd armenn 5. að ineðtöldum fjármála- ráðherra. Brum í Revkjavík Stórt timbfirhús á Lokastíg brenn- tir tíl kaídra kola. * * Onnur hús skemmast. Um kl. 5 í gærkvöldi kom upp eldur í húsinu Lokastíg 14, og brann það til kaldra kola. Húsið var stórt timburbús, 2 hæðir með háu risi. Stóð það um- kringt steinhúsum á þrjá vegu og mjög skamt á milli, en á einn veg- inn var lágt timburhús, nr. 36 við Baldursgötu. Húsið á Lokastíg 14 varð al- elda á .svipstundu og varð bálið mikið og ægilegt. AlÍsnarpnr aust anvindur var á og æsti haun eld- inn, og oft náði eldhafið svó hátt á loft upp að það lýst-i upp bæj- a.rhverfið þar um kring, V7ar engu iíkara en eittlivað eldfiml hefði verið í húsinu, því að með nokkru ir.illibili skutust livítir blossar liátt u]>p úr rTUuleitum eldinum af viðum liússins. Lagði blossana utídan vindiuuin vfir næstu hús, sjerStaklega húsið á Baldursgötu 36 og verslunariiús Kjöt og Fisk- ur. sem er stórliýsi á. horni Þórs- götu og Baldursgötu. Ótölulegur grúi fólks liafði safn ast sáman á öl.lum götum þarna um kring, þar sem hægt var að sjá eldliafið, og bílar voru í tuga- tali innan um nianngrúann, sem harst eins og bylgja fram og aft- ur á hálkunni, þegar bílarnir voru að revna að ryðja sjer braut út. úr henni. VTar það ekki fyr en eft.ir nokkurn tíma að lögreglunni tókst að rvðja göturnar. þar sem slökkviliðið var að verki og af- girða þær. í húsinu sem brann voru 30 íbúar, ])ar.af 13 börn. Fjölskyldur scni bjuggu þar, voru : Bjarni Bjarnason. kona hans Þórunn Gísladóttir. sem'talin var eigandi hússins, með eitt barn. Sæmundur Þórðarson múrari og Katríu Pálsdóttir með 6 börn. Hjá ]>eim var'líka öldruð ekkja. Elíu Bæmundsdóttir. Rögnvaldur Jónsson, kona og 5 börn. og vinnukona, Unnur Pjetursdóttir að nafni. V'aientínus Eyólfsson verkstj., kona og 1 barn. Auk þess bjó í búsinu þetta af eiuhleypu fólki: Vigfús Pálmason, Svala Jenstsn, Halldór Gíslason, Pjetur Gíslason, Sigríður Frið’finnsdóttir. Skafti Friðfinnsson og Asta Jónsdóttir. Húsið bvgði Geir Pálsson smið- nr árið 1923 og var það virt á kr. 40.500. Eldurinn magnast ótrúlega fljótt. Fólk, sem bjó þarna í næstu (liúsum. pg sá ]>egar eldurinn kom ' í'yrst upp, var alveg undrandi á j því hvað eldurinn greip fljótt um j sig. því að það skifti ekki nema nokkurum mínútum frá því eld- ! j urinn sast, og þangað til húsið var ' alelda. V'alent.ínus Hyólfsson verkstjóri bjó uppi á lofti. Hann var heima um þetta levti og heyrði að kall- að var að eldur væri í húsinu. — Flýtti hann sjer þá út með konu sína og barn og komst aðeins nauðulega út og gat engu bjargað af sínu. Og um leið og þau voru komin út, var stiginn alelda og komst liann ekki inn í húsið aft.ur. Segir hann, að ef brunann liefði borið að um nótt, mundi ekkert þeirra liafa komist út úr eld- inum. En sem betnr fór mnn ekkert af því fólki, sem hehna átti í hijs- inu hafa brenst neitt. Bn engn Varð bjargað af innanstokksmun- j uvn. nema af neðstu bæð. SIókkvistöíYin fær vitn- oskjn um brunann. Þao va-r kl. 5,18 síðdegis að kall kom til Slökkvistöðvarinnar um eldinn. Var þá þegar brtigðið, \ið og skifti það engum togum, að slökkviliðsbílar voru komnir á brunastaðinn. En þá var búsið al- elda. ofan frá og niður í gegn. Húsunum í kring bjargað. Eins og áður er sagt, var þarna aðkrept mjög og varð liitinn af eldinum svo ægilegur, að nokk- urir slökkviliðsmenn sviðnuðu í framan, þó ekki mjög mikið, Oll hiisin um kring voru í hættu og af liitanu msprungu rúður í þeim unnvörpum. En húsunum tókst að bjarga. Þó kviknaði í lithi timburhúsinu á Baldursgötu 36, en eldurinn varð slöktnr. — Slcemdist bakldið þess, er að eld- inum sneri, og eins skemdist það iiiikið að innan af vatni, en stend- ur enn uppi. Þetta hús er virt á 9400 krónur. Var það eitt af fyrstu húsunum sem bygt var á erfðafestutúni Matthíasar Matthí- assonar í Holti, þegar því var brcvtt í byggingarlóðir. og bverfið þarna í Skólavörðuholtinu tók að bvggjast. Vatnsleysi. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var ekkert vatn þarna í bolt.unum. Að undanförnu hefir verið lok- að fvrir vatnsæðar í neðri holtun- um frá kl. 2—5 á daginn svo að vatn kæmi í húsin sem hæst standa. Eru það 10 vatnsbrUnnar, sem lokað er, og sjer Kristinn 1' a ldeinarsson, ef ti rl i tsmaðu r vatnsveitunnar um það. Hefir hann bíl til umráða og er 'við annan mann að þessu verki að loka brunnunum og opna þá aftur kl. 5. Níí stóð svo á, að þeir voru nýbúnir að opna brunnana og 'voru á leið ínn að vatnsgeymi : bílnum til þess að líta þar eftir vatninn. Eu er þeir komu inn að líauðará sáu þeir bjarmann af eld- inum niðri í bænum. Sueru þeir ]iá þegar við og lokuðu öllum brunnunum aftur í flýti. Tók það að vísu dálítiun tíma, en svo liefir það líka tekið tíma að vatns pípurnar fyltust aftur og nægur þrýstingur yrði á vatninu. Og sú varð líka reynslan, er síðkkviliSið kom á vettvang, að enginn kraftur var á vatninu J.arna í holtunum. Var þá snúið að því að leita fyrir sjer hvar nægilegt vatn væri að fá og var ] að niðri á Laugavegi. Var þar nú settur einn dælubíll og annar á Skólavörustígirin og lagðar 2 vatnsslöngur milli þeirra og frá. efri bílnum upp að eldstöðvur.'.m. Hlaut þetta að taka nokkurn tíma að koma svo löngum leiðsi- um fyrir, enda var svo komið, þegar vatn t'ekst upp á Lokastíg- inn, að þá var efsta hæð bússins gjörbrunnin'. En eftir það g kk |mð fljótt að ráða við eldinn. Þótt þannig tækist til í þetta sinn. er það sameiginlegur dóm- ur allra, sem á upptök eldsins ltorfðu, að engin leið hei'ði verið a.ð bjarga liúsinu vegna þess hve eldurinn varð magnaður 1 upp- hafi. Nóg vatn var komið í holtin um þetta leyti, en þrátt fyrir það var eldur í rústum hússins í'vam eftir öllu kvöldi og þorði eftirlitsmaður vatnsveitunnar ekki að opna fyrir vatnið aftur fyr fti, kl. 10. Má ]>ví búast við að í gærkvöldi hafi verið vatnslaust í reörgum hiTsum í uppbænnm fyrir ueðan háhverfið. Rannsókn út af brunanum hófst lijá lög- reglunni í gærkvöldi, en þegar blaðið fór í prentun var enn .ekk- ert ljóst um upptök eldsins, ann- að en það, að liann kom npp á efri hæð, og líklega í íb]ið Rögn- valds Jónssonar, sem er matsveinn á „Hannesi ráðherra“. Á þeirri hæð . bjuggu * ank hans Vigfús Bálmason skósmiður og stúlkur tvær, sem búa saman, Svala Jen- sen og Ásta Jónsdóttir. Waltker Darié. Torgler og Btlgararnir enn haföir í haldi. Normandie. 24. jan. FU. Ráð enska Verkamannasam- bandsins liefir sent mótmæli til þýsku stjórnai’innar gegn áfram- haldandi varðhaldi þeirra fjögurra manna, Torglers og Búlgaranna þríggja, er sýkuaðir voru í rjett- inum í Leipzig. út af Ríkisþing- hússbrunanum. Hefir það skorað á þýsku stjórnina að veita þeim þeg- ar fullkomið frelsi, og sjá Búlgör- uiium fyrir öruggri fylgd úr landi. Mac Donald fær kaldar viðtökur Leeds. Leeds, 24. .jan. Unitfsd Pregs. P.B. MaeDonald hjelt. fyrst.u ræðuna í stefnuskrárbaráttu þjóðstjórnar- innan í Leeds í gærkvöldi. Ræddi bann um hve mikið stjórninni liefði orðið ágengt með að draga úr atvinnuleysinu, auka traust og draga úr viðskiftahömlum.. Á- heyrendur gripu oft fram í fyrir MaeDonald og fóru liáðulegum orðutn um árangurinn af stíirfi þjóðstjóruaririnar. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Morgunbláðið liefir í hyggju, að flytja við og við lesendum sín- um ágrip af æfisögum merkra þýskra stjórnmálamanna. Fyrir skömmu barst ritstjórninni bók um Walther Darré, eftir Hermann Reiselile og notar hún sjer tæki- færið til að geta hjer þessa merka þýska bændaleiðtoga og landbún- aðgrmálaráðherra. Bókin gefur góður upplýsingar nm æfiferil Darré’s og sannar það, að margur þeirra manna, sem Hitler kanslari liefin valið í ráðherra- eða ráðu- nautasæti, hefir verið atorkumik- ill stjórnmála- eða vísindamaður, ])ó að marxistisk blöð og tímarit hafi ekki getið hans. Walther Darré (f. 1895) er son ui' þýsks káupsýslumanns í Argen- tínu. Eftir að liafa gengið í gagn fræðaskóla í Heidelberg. og Kings C'ollege Sebool í Wimbleton, stund aði hann landbúnaðarnám við ný- lenduskólann í Witzenhausen í nánd við Berlín. Hann ætlaði sjer að verða bóndi einhversstaðar í þýsku nýlendunum, en svo kom stríðið, og Darré tók þátt í því stm sjálfboðaliði frá byrjim til 'eiula. Eftir sti'íðið stundaði hann hmdhúnaðai'iiám við ýmsa háskóla og lagði aðallega stund á kyn- bótafræði og sögu húsdýranna, með t.illiti til þróunarsögu Norð- urálfumanna. Hann liefir ritað ýmislegt um þessi mál, og kom aðalrit lians út á árinu 1928 og lieitir „Das Bauerntúm als Leb- eiisquel] der Nordisclien Rasse“ (Bændastjettin sem lífgja-fi hins iiorræna kyustofnsV“-. Darré sýnir l'ram á það, að Gerinanar hafi aldrei lifað liirðingjalífi, lieldiir frá upphnfi verið bændaþjóð og lil'að að mestu leyti kyrstöðulífi og fljótt komist á allliátt menn- ingarstig. Og ennþá þarin dag í dag byggist lífsþróttur liins nor- ræna kynstofns á menningu og ntorku bæridaiina. Darré vilcli ekki láta sitja við. oi-ðin tóm, lieldur koma bugsjón- um sínum í framkvæmd. Hann liefir uniiið að því, að bæta liag hænda, skipuleggja landbúnaðinn og bændafjelögin að nýju. Síðan 1928 hefir liarin fylgt þjóðernis- .jafnaðarmannastefnunni, . vegna þess að hann treysti þessum flokki best til þess að bæta kjör bænd- anna. Hítler fól honnm að breiða út kenningar sínar meðal bænd- anna, stofna ný bændafjelög og cndurnýja samvinnuna milli þeirra, og liinna vinnandi stjetta. Starfsemi lians bar svo góðan ár- angur að að tveimur árum liðnum vorii bændurnar orðnir tryggustu fylgismenn Ilitlers og liafa verið það síðan. Nýja þýska bænda,-_ löggjöfin er að miklu leyti að Jiakka Darré og skilningi lians á þýðingu bæridástjettarinnar fyr- ii' ]ijóðfjelagið. Viðreisn iðnaðarins í Bandaríkjum. Berlin, 24. jan. FU. Bandaríkjastjórn hefir nú boðið út fyrsta, hlutann, einn miljárð dollara, af 10 miljarðadollara láni jtil viðreisnar iðnaðinum. ______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.