Morgunblaðið - 25.01.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1934, Blaðsíða 3
MPRGITNBLAÐTf) 3 Frá Noregi Oslo 24. jan. NBP. PB. Þýskur togari strandar. 'Þýski botnvörpungurinn ,,01d- <enburg“ strandaði í nótt á Nord- ’kjrn eða Kinnarödden (nyrsta ‘Odda meginlands Noregs). Motor- ’báturinn ,,Rappen“ fann sjö af .áhöfninni í fjörunni, en átta skips menn voru lagðir af stað til þess .rað reyna að komast til bygða. Norskt skip strandar á Spáni. B.s. Hadrian frá Bergen hefir strandað fyrir sunnan Gandia, •:sem er skamt frá Valencia. (Val- <seneia er borg í samnefndu hjeraði á Spáni.) „Þverármál“ í Noregi. Á bóndabæ nokkrum fundust ■fyrir skömmmu nokkrar kýr ■ dauðar og var dýrálækningastofn- oninni falin rannsókn málsins, því að mönnum var eigi Ijóst með hverjum hætti skepnurnar höfðu drepist. Nú hefir sannast, að 15 ;ára fáviti, sem komið hafði verið fyrir á býlinu, hafði banað kún- um með hamri. Síldveiði bregst. Samkvæmt Haugesunds Avis 'hefir orðið að ónýta ýmsa samn- inga um kaup og sölu á saltsíld, af því að stórsíldarveiðin hefir brugðist. Hungurgöngumenn * Englandi geta ekki vænst styrks meðan þeir eru að heiman. Berlin, 24. jan. PÚ. Breski atvinnumálaráðherrann 'iiefir lýst yfir því, að atvinnuleys- ingjar þeir frá ölasgow og öðrurn iborgum, sem taka l>átt í hungur- göngunni. geti ekki vænst neins' styrks handa fjölskyldum sínum -íif liálfu hins opinbera, meðan þeir em í burtu. Frá Austurríki. Berlin, 24. jan. PIJ. Austurríska stjórnin hefir lagt niður fangabúðirnar hjá Linz og hafa allir fangarnír verið fluttir til Keissersteinburg nálægt suður- iandamærunum. Þegar fangarnir vorn fluttir, var mikill mann- fjöldi samankominn, og gerðu Naz istar sig líklega til þess að ráðast ;á fangaverðina. Nokkrir menn voru teknir fastir lít af þessu. Atvinnuleysi minkar óðum í Portúgal. Lissabon, 24. jan. Unitorl Pross. F.B. Attvinnuleysingjar í Portúgal <eru nú 20.000 talsins eða helmingi færri en í janúar í fvrra. U. S. A. viðurkennir stjórnina á Kúba. Normandie, 24. jan. PU. Bandaríliin hafa viðurkent hinn nýja forseta á Kúba og stjórn hans. t tPórðurfTlagnússon Lútinn er 17. þ. m. a*ð heimili í-ínu, Oldugötu 27 hjer í bænum, Þórðnr Magnússon, sem hin síð- ustn á>- var starfsmaður og um- sjónarmaður yfir lýsisverkun Sam- lags ísl. hotuvörpunga hjer. Haim var fæddur að Pagradal í Mýrdal 8. se]>t.. 1876. en fluttist ungur til Olafs Pálssonar alþm. á Höfðabrekku og ólst upp þar uns hann árið 1 !!()(> fluttist hingað sv.ðuf og dvaldi hjer æ síðan. Arið 1!K)1 kvæntist hann Þórunni Sveinsdóttur frá Efri-By í Meðal- landi, systur Kjarvals listmálara og þeirra sýstkina, framúrskar- andi dugnáðar- og myndarkonu ’í hvívetna. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn og eru þau: Ingibjörg gíft Kjartani, Árnasyni skipstjóra, Ólafur og Gfestur, sem báðir stunda verslunarstörf. Þórður var hinn mætasti mað- ur og fyrinnynd annara um margt það er gott er og betur má. Hann var svo laginn tiL starfa að af bar og smiður góður, trúr og transtur um alt, enda líka eins og mátti óhikað treyst af hverjum þeim er liann vann verk fyrir. Og verk lians liiin síðari árin var heldur ekki vandalaust: Að liafa hönd í bagga með og sjá um verkun og vöndun á einni aðalframleiðsíu- vöru lands vofs, eða ekki lítinn liluta hennar. Hann leysti líka livert starf þamiig af hendi að prýði var að. ÞÓrður sál. var hinn háttprúð- asti niaður, stiltur vel og yfir- lætislaus, ætíð glaður og þýður í lund við hvern sem var, falslaus >og lirekklaus, en vildi öllum vel. Hans má minnást sem dugnaðar- manns og liins st.aka prúðménnis, sem öllum vildi vel og ávalt vildi rjett gera og ekki í neinu vamm sitt, vita. —. Dynamitsprengingin hjá Rio de Janeiro. Berlin, 24. jan. PU. Dýnamitsprengingin, sem getið var um að orðið liefði í Brazi- líu í gær, varð á eyju usilægt borginni Rio de .laneiro, þar sem sprengiefnaverksmiðjur stjórnar- innar voru. Tólf manns fórust við • sprenginguna, og ■ 60 meiddust meira eða minna. % Esja var á Þórshöfn kl. 10 í gærmorgun. Öryggi á sjónum og varðskipin. f Morgunblaðinu 10. þ. m. er ■skýrt. frá því, að stjórnarráðið hafi ákveðið að liafa 2 loftskeyta- menn á varðskipunum, þegar þau sjéú á eftirlitsferðum, til öryggis þeim sjópiönnuni, sem kynnu að þurfa á hjálp skipanna að halda. Þetta er mikil og mjög þakklætis- vt>rð hjálp, en sú hjálp, sem hægt er að veita með þessu, nær því ein- göngu til þeirra skipa, sem hafa loftskeytatæki. Eins og kunnugt er, eru skipaeigendur farnir að láta skipum sínum í tje öll nýjustu og fullkomnustu tæki nútímans til hægðarauka við fiskveiðarnar og til að auka öryggi skipanna, svo sem, loftskevtatæki, radíódýptar- mæla, miounarstöðvar og fl. Þess- um tækjum er ekki hægt að koma fyrir á minni skipnm, en í þess stað hafa nú þegar flestallir línu- veiðararnir og fjöldi mótorbáta fengið talstöðvar og munu skipin, sem það hafa, vera 20—30. en bráðlega munu fleiri bætast við, því að í sumar báru þau skip af með veiði, sem þær liöfðu. Mjer er sagt að Ægir og Þór sjeu með talstöðvar, (æskilegt væri ef Óðinn fengi eina), væri ekki hægt, að koma því t.il leiðar, að þessi skip hlustuðu á hverjum klnkkntíma, svo hægt væri að ná sambandi við þau, ef skip kynnu að þurfa á hjálp eða aðstoð þeirra að lialda, ekki aðeins í hættu, hehlur einnig vegna ágengni er- lendra togara. Það er inikils vert atriði þessa máls; þeir hafa eyði- Iagt afla og veiðarfæri lands.- manna, svo tjónið skiftir þúsund- um króna, ef það væri metið til fjár. Það eru dæmi þess, að tog- arar liafa eyðilagt því nær alla línúna hjá bátum í róðri; þeir hafa togað fyrir framan stefnið á bát- mn, sem hafa verið að draga lín- una svo nærri, að við slysum hefir logið, þó þessir bátar hafi haft uppi merki og gefið liljóðmerki með eimpípu. Binnig hefir* það átt sjer stað, að bátar hafa orðið að elta togara sem þá hafa verið með bólin bátanna fleiri og færri í eft- irdragi, oftast ekkei-t fengið af veiðarfærunum, þar sem togarinn hafði farið yfir, um bætur er ekki að tala; þó hafa erlendir og innlendir togarar, verið dæmdir r fjársektir fyrir veiðarfæraspjöll, einkum í Vestmannaeyjum. Sjómenn hjer við Faxaflóa ættu að fvlkja sjer nm þetta í fram- kvæmd, og það á þessari vertíð. Þó mörgum finnist að nóg sje hlynt að sjómönnum þessa lands, þá munu þeir þó fleiri vera sem finst hið gagnstæða, en þar sem þetta liefir lítinn kost.nað í för með sjer, ætti það að vera auð- sótt mál, og fá skjóta afgreiðslu. Elías Guðmundsson stýrim. Konungsdætur farast í jarðskjálfta. London 24. jan. FU. í dag kemur sú fregn frá Kal- kútta, að í jarðskjálftununi um daginn .hafi hrunið hluti af kon- nngshöllinni í Nepal, og hafi tvæf dætur konungsins (Maharaja) farist. 250 ára virki grafið upp hjá Kalmar. Um árainótin var unnið af kappi að því að grafa í Skansbacken í Kalmar. Höfðu þar fundist rústir af virki, sem var gert á dögum Jolianns III. eft.ir fyrirsögn bygg- ingameistara lians, Dominicns Pahr. Virki þetta var nefnt St. Eric. Djúpt í jörð hafa menn nú fundið tvær fallbyssuhvelfingar og er önnur þeirra lítt skemd. — Þegar seinast frjettist var verið að grafa upp díkið timhverfis virk- ið og átti svo að grafa upp alt svæðið innan þess til þess að sjá hveruig virkið hefði verið, því að talið er að það hafi verið örugg- asta víglð á Norðurlöndum á sinni tíð. Það var lagt niður árið 1675, eða fyrir rúmlegá 250 árum. Stjórnin í Jugoslaviu segir af sjer. Berlin, 24. jan. FÚ. Stjórnin í Júgó-Slavíu hefir sagt af sjer. Hafði afsögn hennar borist í liendur konungi þegar á sunnudaginn, en henni liafði verið haldið leyndri, ef ske kynni að samkomnlag næðist. Orsökin er deilur innan ráðunéytisins um skattamál og utanríkismál. Franska stjórnin fær traustsyfirlýsingu. Normandie, 24. jan. FÚ. Tra iistsv Firlýsing á frönsku stjórnina var samþykt með 166 atkvæða meiri hluta í fulltrúa- deild þingsins í gær, og þykir hún því úr hættúnnx I bráðinna, vegna Stavinsky-málsins. Spánska stjórnin. Madrid, 24. janúar. , United Press. F.B. Breytingar á skipnn spænsku stjórnarinnar urðu eins og sagt var fyrir um í skeytinu í gær. að því undanteknu, að Lerroux fer sjálfur með utanríkismálin um stundarsakir, í stað Romero. □agbóh. Veðrið í gær; Skamt. suður af Reykjanesi er djúp lægð, um 730 mm. Á S- og A-landi er A og SA-átt með rigningu og 3—7 st.. hita. Um N- og NV-hluta lamdsins er hinsvegar A- og NA-átt með snjókomu og 1—4 st. frosti. Er vindnr þar víða hvass; einkum í Vestmannaeyjum; þar nær veð- urhæð 10—11 vindstigum. Lægðin mun þokast hægt til norðnrs og valda SA- eða S-átt á S- og A-landi á morgun. Veðurútlit í dag: Stinnings- kaldi á SA. Þíðviðri. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynn- ingar. — Tónleikar. 19,30 Lesin dagskrá næstu vikn. Tónleikar. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Klukku- sláttur. Fr jettir. 20,30 Erindi: Um ættfræði (Pjetur Gr. Guðmunds- Tilboð. J jelstjóra vantar tvö herbeiv og eldhús, 14. maí á fyrstu ha. eða góðúm kjallara. Sendið tilbo ■ á A. S. I. fyrir 28. jauúar. Merkt: Vjelstjóri. Pappírsvörur og Rifíöng. INGÓLFSHVOU = SIMI 2W Hygsin húsmóðir veit að gleði mannsins er mikil þegar hann fær góðann mat. Þess vegna notar hún hina marg eftirspurðu ekta Soyu frá H.f. EfnagerS Reykjavíkur. Kemisk verlrsmiðia. EPLI Delecions 90 aura y2 kg. .Jaffa Appelsínur 25 aura stk. Eldspýtnabunktið 20 aura. ísl. egg 15 aura. Saftflaskan á 1 kr. Fægilögsflas'kan 1 kr. Versl. Einars EflöKssonar Týsgötxx 1 og Baldursgötn 10. son). 21.00 Tónleikar: íslensk lög. Danslög. Misprentun varð í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá hæsta afla á bát í Keflavik 1850 kg Það átti að vera 18050 pd. eða 9025 kg., en það samsvarar útn 15 skpd. af verkuðum fiski. Kári Sigurjónsson alþjngismað- ur er nýkominn liingað til bæj- arins til þesís að taka þátt í stðrf- nm milliþingaiiefndár í launamáL • um. Rangt er það ltjá Alþýðublað- inu. er það segir í gær. að dóms- málaráðherrann liafi fyrirskipað að hindra útkomu Alþýðublaðs- ins með ritsmíðum Þórbergs Þórð- arsonar, sem mál hefir verið böfð- að út af. Það er ekki á vaídi dónismálaráðlierra að banna slíkt. Hinsvegar getnr rannsóknardÓm- ari lagt bann við útkonm slíkra ritsmíða. Til Hallgrímskirkju í Saurbafe: hafa mjer nýlega borist eftírtald- ar gjafir: 1. Frá safúáðarfulltrúa í Borgarf jarðar sýslu 25 kr. 2. Á- heit frá Einari Tómassyni 5 kr. 3 Frá heimilinu Vindási í Kjóc 20 kr. 4. Frá konu á Hvalfjarð- arströnd 10 kr. 5. Áheit frá G. Ö. Rvík 5 kr. Bestu þakkir. p.t. í Rvík 24. jan. 1934. Sigurjón Gnðjónsson. Veðurfregnirnar. Breytingar hafa orðið á bylgjulengdum veðurskeyt anna. Veðurfrógnir frá Loftskeyta stöðinni í Reykjavík eru nú send- ar á 1961 m. öldulengd (áður 1910,8 m.) Veðurfregnuni Út- varpsins er nx'x útvarpað á 1639' m. bvlgjulengd, og sania bylgju- lengd verður notuð við utvarps- skeyti til skipa og báta (áður i 1200 m.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.