Morgunblaðið - 31.01.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ m Lestrar- og teiknikensla. Bitt af því, sem mestu varðar vrið alla kenslu, er hversu vel tekst að kenna lestur, enda hefir mikið verið um það rætt og ritað í hin- um svokallaða mentaða heimi, og vil jeg nú að þeseu sinni leggja þar orð í belg, ef ske kynni, að ,jeg með þessum línum mætti vekja athygli stjettarsystkina minna og almennings á þeim nýjungum í lestri og teikningu, sem virðast nú vera að ryðja sjer mest braut til sigurs í þeim löndum, þar sem jpg liefi einkum kynt mjer þau mál á síðastliðnu sumri. Áður en jeg leitast við að skýra þetta mál nánar, vi) jeg taka það fram, að jeg hefi kynt mjer þau uokkuð í Kaupmannahöfn, Gauta- borg, og lítilsháttar í Stokkhólmi •og Osló. í bestu skólunum í Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Stokkhólmi fer lestrarkensla einkum fram með þéim hætti, sem nú skal greina: Börnin koma í skólann um sex ára gömul. —- Allskostar ólæs og óskrifandi. Telpur fara í aðra deildina, og drengir í hina. — Skólaskylda barna í Höfn er lOþ^ mánuður, en nokkru skemri í sænskum borgum. Kennarinn kemur svo fram á sjónarsviðið, eftir því sem verkast vill: Ágætur, Ijelegur eða eitt- hvað þar á milli. og vil jeg þá gera að umtalsefni mínu fyrir- myndar kennara, en láta aðra sem mest liggja á milli liluta. — Kennarinn byrjar ef til vill fyrstu kenslustundina með því að segja börnunum sögu og vekja mn leið væntanlega hrifningu og á- huga fyrir því að nema. Næsta tíma segir kennarinn stutta siigu, af einhverju sem börnin þekkja vel og teiknar um leið mynd af algengum hlut eða ■dýri, sem allir þekkja vel, t. d. nf apa, uglu, asna. rottu. skipi, epli o. s. frv. Börnin iða af áhuga, og byrja að nefna nöfn á öllum þessum hlutum. Kennarinn snýr sjer að börnun- um og' lætur þau nefna hátt og greinilega alt. sem komið er, og bætir ef til vill við nokkrum orð- um. og æfir börniii í að leggja á rjett.ar áherslur. — Að því loknu teiknar kennarinn bókstaf, breytt- an og óbreyttan fyrir ofan hverja mynd, sem er fyrsti stafurinn í nafni myndarinnar, t. d. yfir myndinni af ,,apa“ stendur A o. s. frv. Börnin eru svo æfð á hljóð- inu uns það er numið. Kennarinn bregður þá upp ann- ari mynd t. d. af manni, og lætur „a“ sitja á höfðinu á manninum, og svo stórt ,,A“ t. d. á asna o. s. frv. Margir æfa einnig þannig að þeir setja upphafsstaf hverrar myndar á myndina, og lesa þá •eða setja börnin saman atkvæði án þess að þau viti, að þau eru farin að ,,lesa‘'. Dæmi: Kennarinn teiknar mynd af apa, rottu og gæs. Þá verður til orðið ,,arg“ o. s. frv. Með svona aðferð geta oft orðið til á töflunni einkennilega skemti- legar ,,lestir“ af ýmsum fræðandi hlutum. Þegar hver hljóðmynduu er orðin sæmilega glögg fvrir hvern staf, bregður kennarinn upp stórri Böðvar Pjetursson. litmyndaðri andlitsmynd af barni, sem . sýnir glögt hvernig barnið notar talfærin til að mynda hljóð- in i.stafina) í því hljóðtákni eða staf sem um er að ræða. ;— Að öðru leyti eru slíkar myndir ekki notaðar. —- Kennarinn hefir glögg- ar gætur á, því, að allir geri rjett; og sjeu þá einhverjir, sem ekki gefa fylgst með, þá er þeirn hjálp- að á annan hátt. Sjerfróðir menn í þeim efnum taka þá nemendur í auka æfingar og laga þæi' misfellur sem kunna að vera á ýmsrm liátf. Sje ef til vill eitthvað ábótavant með heyrn, er reynt að bæta úr því/Og barnið þá æft á þann hátt, að kennarinn situr fyrir framan stóran spegi 1 rneð barnið, eða stundum fleira en eitt, og nefnir hljóðin. Bærir síðan varirnar 'án ]ress að segja neitt og lætur barnið herma eftir. í einni slíkri æfingardeild, sem jeg var í, voru eingöngu börn, sem höfðu ál’ar ljelega heyrn. — Þar fóru talæfingar þannig frarn að ltennarinn sat í sínunt stól Og bærði einungis varirnar, án þess að neitt heyrðist, en þörnin lásu alt af vörum lians, ýmist, upphátt eða skrifuðu á bliið. — Þar voru börn 1C til 11 ára. Vitanlega er slík kensla ekki notuð nema í þeim skólum, þar sem eingöngu eru van- heil börn. Þegar svo að börnin hafa numið alla stafina eða hljóðin, þá eru öll börnin prófuð af mjög mikilli ná- kvæmni, og hafa menn þá við hendina rúðustrikaðar töflur, þar sem einn stafur er í hverjum reit, og reynist svo barnið að einhverju leyti hljóðvilt á nokkrum hljóðum er strikuð við athugasemd. Hvers konar hljðvillu er um að ræða, og það svo lagað með ýmsum marg- víslegum æfingum, sem jeg hirði ekki um að fara út í á þessu stigi málsins, sem yrði hjer of langt mál að rekja. Næsta skref er svo að kenna að mynda tveggja og þriggja stafa orð, og eru atkvæðin mest valin með tilliti til hljóðanna. Ekki orð- anna. Þá er næsta skref að kenna börnunum að skrifa stafina, sem þau hafa numið. Kennarinn skrif- ar stóran staf á töfluna og lætur börnin standa upp og æfa, sig á því að sveifla handleggjunum til að mynda staf. Þar næst fá svo börnin blýant og blað, og reyna sjálf að skrifa einn og einn staf. Þá má og geta þess, að margir kennarar hafa við hendina leir, sem börnin fá til að búa til úr stafi og fleira, og þykir það gefast vel. — Á þennan veg er hver stafurinn og atkvæðið tekið eftir annað uns allir stafirnir erir numdir. Þá kem- ur þriðji og' ef til vill erfiðasti á- fanginn og það er að æfa fyrstu sporin í „lestrí“. Kennarinn notar ennþá töfluna og krítina og dregur á töfluna t. d. mynd af bát. Skrifar svo orða- lista: = Ár, bát, bátur, segl, sigla, stýri o. s. frv. Myndirnar eru kunnar áður og alt gengur vel. Kennarinn þurkar alt út af töfl- unni og skrifar eingöngu ljett orð. Samkepni. Alt gengur eins og í sögu. — Nii kemur nýtt: Börnin fá lítil spjöld. Öðrum megin á hverju spjaldi er hluti úr einni stórri mynd, en hinum meg- in orð úr þeirri setningu, sem myndin á að verða til úr. Kennar- inn skrifar rjettu setninguna á töfluna, sem mvndin á að mvndast af t, d. — „Börnum þykir skemti- legt að Ieika sjer“. Börnin keppast við að finna orð- in á spjaldinu og raða þeim í lokið á kassa, þannig að orðið snýr nið- ur en myndin upp. Við þessar æfingar er venjulega mikill áhugi og kapp, en tiltölu- lega fá mistök. Fjórði áfanginn er að lesa heilar setningar viðstöðulítið og hægt, og þegar 'lengra er komið hafa þau við hendina blað og blýant og skrifa orðin á blöðin og lesa svo setninguna og stafa orðin, ef þurfa þykir. Þá kemur auðveldlega í 1 jós ef barnið hefir skrifað ranga stafi í orðunum. Þannig læra börnin samtímis að skrifa rjett þau orð, sem þau geta lesið. — Ef alt hefir hepn- ast sæmilega vel, er barnið orðið læst eftir níu mánuði, og má heit.a hreinasta unun að heyra hvað öll börnin í bekknum lesa fallega og jafnvel. Þetta sýnir að með góðri að- stöðu og rjettri aðferð má ná sama eða betri árangri á einum vetri, en með rangri aðferð og misjöfnum aðstöðum á mörgum árum. Altaf kemur svo eitthvað nýtt og táknrænt á hverju ári til að Ijetta fyrir í þessari námsgrein eins og öllum öðrum. Fyrir þá kennara, sem hefðu áhuga á þess- um málum, og hins vegar ástæður tll að leita s.jer frekari þekkingar, en fæst hjer á landi, vildi jeg leyfa mjer að benda á tvo ágæta skóla í þessum efnum, sem hafa nokknrra ára reynslu að balci. Husumskolen í Kaupmannahöfn og Nordhjemskolan í Gautaborg (Nordhjemsk er stærsti barnaskóli á Norðurlöndum). Það má og taka það fram, að óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að numin verði áðurnefnd kenslu- grein til nokkurrar hlítar, er það, að kennarinn sje að nokkru leyti æfður og helst laginn í teikningu (töflut.). Áðurnefnda aðferð við lestrarkenslu álít jeg all vafasama fyrir aðra kennara. Vitanlega er þessi aðferð óliugs- anleg fyrir alþýðu manna, enda lít jeg svo á, að ómentaðir menn í þeim efnum eigi alls ekki að káka við slíkt, en æskilegt væri að færa skólaskyldualdur barna hjer niður í sex ár, og Ieysa foreldra alveg við þann vanda að kenna bömun- um að þekltja stafina, að svo miklu leyti, sem því yrði við komið. Að vísu má geta þess að þótt jeg hafi leitast við að benda á það besta í þessum löndum, þá eru lík'a þar til kennarar og meira að scgja í sömu skólunum, sem nota ljelegustu aðferðir í þessum efn- um, álíka aðferðir og notaðar hafa verið undir Jökli á 18.—19. öld, og er býsna fróðlegt að sjá mis- muninn á kenslunni í sama skól- anum. Þá kem jeg að hinni hlið máls- ins: Hvernig á að kenna teikn- ingu, og hvað á að kenna, svo að gagni komi fyrir nemendur í þeim efnum? í Danmörk, Svíþjóð og ef til vill í Noregi er einkum að ræða um tvær aðferðir eða stefnur í þeim efnum. (Að sönnu hefi jeg ekki kjmt mjer þá hluti svo í Noregi, að jeg geti dæmt um af eigin þekkingu). „Faneitul“-teikn- ingu og „System“-teikningu, sem ei lang mest kend í dönskum og sænskum skólnm. Jeg vil þá í stuttu máli benda á kosti og ókosti hvorrar aðferðar fyrir sig, og hvað er meint með livorri aðferðinni: „System“ eða þerfisteikning er einkum kend á þann veg, að nemendunum er kent að teikna myndina eftir annari mynd, „flatarmynd", t. d. fer- liyrning, kringlót.ta fleti o. fl. Reynslan verður oft sú, að börn- in afkasta talsvert miklu af þessari tegund teikningar, en hins vegar virðast ókostirnir við þessi vinnubrögð tíðast verða þeir, að þessháttar teikning eykur ekki andlegan þr®ska nema, af mjög | skornum skamti. — ,Hugmyndalíf og víðsýni barnssálarinnar skap- ast heldur ekki, nema að hverf- andi litlu leyti við kerfisbundnu teikninguna, lieldur skapar sú teikning að meira eða minna leyti ólífrænar hugmyndir um raunveru- leika hins verðandi athafnalífs og starfa. Þriðji ókosturinn við hina kerf- isbundnu teikningu er sá, að hún skapar ef til vill námsleiða, vegna óheppilegra viðfangsefna, sem ekki eru við hæfi barna. Börnin vita einungis það. að þau verða að teikna þetta eða liitt, af því að það er skyldunámsgrein. Mishepnist teiknikenslan alls- kostar í barnaskólum, verður öll kenslan ólífrænni og kemur að minni notum en ella fyrir þá, sem njóta kenslúnnar. Hins vegar má nefna það til kosta við kerfis- bundnu teikninguna, að nemendur læra vissa tegund af nákvæmni við mælingar. Hin „Symbolie-fanciful“ teikn- ing' (frjáls teikning) hefir hins vegar marga kosti fram yfir hina log ef til vill líka ókosti, ogvvil jeg þá nefna kosti: Otæmandi verkefni og frjáls, þar sem hver nemandi getur teiknað heila sögu með myndum á eitt blað, þegar lengra er komið. Alt af raunveru- legum hlútum og dýrum (án hljóð tákna) og' þar að auki notið allra -sinna ólíku hugmynda, vitsmuna og þroska á þehn efnum, sem ó- heftur vilji hans og starfsþörf býður. Skylda kennarans er líka jafnt í þeirri grein eins og öllum öðrum að hjálpa nemendum eftir besta mætti. Kennarinn vekur á- huga barnanha með því að teikna sjálfttr á töfluna fyrirmynclir úr daglega lífinu. — Farartæki, skip, bifreiðar, sporvagna o. fl. Loks ,.skissu“' af landslagsmynd, þar sem á myndinni sjest sjór, gufu- skip, seglskip, bær með grænu túni, en hins vegar er ekki skylda nemanda að teikna alla myndina frekar en geta og vilji leyfir. Sje kennarinn sæmilega hæfur, mun reynslan verða yfirleitt á þann veg, að bornin afkasta giiklu starfi og eftir atvikum góðu og lífrænu. Með þessari aðferð læra börnin af sjálfum sjer öll aðal- atriði í „Perskektiv“-teikningu og er þá tiltölulega auðvelt að kenna þeim reglurnar. Þá kem jeg að síðasta viðfangsefninu og það err Hvemig á að byrja kenslu í teiknlng ? Taki maður eftir börn- unum, sem eru að byrja að ,krota‘ á blað eða bók, verður alloft fyrir augum manns bog-ið eða öllu held- ur hlykkjótt strik, sem börn geta gert sjer grein fyrir hvað á að tákna, fyrr en fullorðið fólk. Af slíkum frumdráttum má oft margt læra. Barnið hefir öðlast einhverja ól.jósa hugmynd um hlut, sem það langar til að gera að veruleika, en getur ekki skilið nema að afar litlu leyti. Það er gott að . kenna börnum fyrst að tfrikna tvau- beinar línur, — sam- hliða, sem mega fyrst í stað ná þvert yfir lilaðið. — Teikna svo eina línu á hvorn línuenda. Þá verður til ferhyrn- ingur, jafnarma eða aflangur. — Kennarinn teiknar svo sjálfur til liðbótar á töfluna þríhyrning, þannig að opnu armarnir koma c ystu og efstu hornum ferhyrn- ingsins. Þá verður til húsgafl. í næsta tíma þar á eftir bætír kennarinn við fimm línum, til að tákna alt hiisið í frumdráttum. Þegar svo er lengra komið, má alt af bæta við línum á myndina uns alt húsið er orðið fullgert, með gluggum, liurð, reykháf o. s. frv. Vilji kénnarinn teikna t. d. gufu- skip er best að byrja með ljett- ustu frumdráttunum, á einfaldast- an hátt. Það er auðvelt að teikna með sex línum skip: Fyrst eina línu lóð rjetta, þá tvær línur til að tákna stefni skipsins. Fremri línan næst- um lóðrjett, en aftari línan veit nolikuð út að ofan. Draga svo eina línu á milli efstu odda strik- anna. (Má vera dregin upp um iniðjuna, til að tákna yfirbygg- inguna). — Teikna svo eina lóð- í'jetta línu fyrir síglutrje og að lokum tvær samhliða lóðrjettar línur fyrir reykháf. (Aftan við siglutrjeð). Seinna má svo þyngja myhdina eftir^efnum og ástæðum, uns full- gerð er mynd af gnfuskipi, sem sjest. bruna gegnum dimmbláar öidurmjr úndir táknrænum bjarma kvöld- eða morgunsólarinnar. Ef til vill væri ástæða í þessu snmbandi að tala um yfirleitt, hvernig á að kenna börnunum að nota liti, svo að vel fari. Á þessu stigi málsins ætla jeg ekki að fara nt í þá hluti að öðru leyti en því, að benda aðeins á, að venjulega mun fara betur á því, að nota Ijósari litina í grunnlitun, og I <iekk,ja með dekkri litum, ef mn samsetningu óuppleystra lita er að ' ræða; að öðru leyti verður sá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.